Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 7
i Ljósm. Ágúst Guðmundsson. VIÐ TJALDVATN í Veiðivötnum. Ambi var svo heillaður af Veiðivötnum að hann flutti þangað með kellu sinni og gróf innan hól, þar sem síðan varð bústaður þeirra. Þau ætluðu sér að lifa af silungsveiði, en það gekk ekki betur en svo að langt leiddum af sulti var þeim bjargað til byggða. Morgunblaðið/RAX. VIÐ NESJAVELLI, útsýni úr lofti til vesturs. Þrjár útilegukonur úr Flóanum litu hýru auga til Hengilssvæðisins og Heliisheiðar og lögðust þar út. Eyrarbakka eða úr Grindavík. Þriðja útilegukvendið úr Flóanum á afrétti Ölfusinga og Grafningsmanna var Fjalla - Margrét sem vegin var í Svínahrauni um 1810. Margrét þessi var bóndadóttir úr Fló- anum eins og Jóra og var svo lýst að hún var skapstór, illa lynt, áræðin, ófyrirleitin og til- búin til hvers sem vera skyldi. Hún var mikil vexti og sterk sem karl. Einhverju sinni mislíkaði henni við fbður sinn og lagðist þá út í Hagavíkurhraun sem er milli bæja í Grafningi. Hafði hún sér til at- vinnu það sem var hendi næst, kippti þvotti af snúrum kvenna og stal silungi úr netum á Þingvallavatni. Þegar bændur tóku það ráð að bera árar heim úr bátum svo hún kæmist ekki út á vatnið hefndi hún sín með því að hrinda bátunum á flot svo að þá rak fyrir veðri og vindum og sumir týndust. Þegar líða tók á sumar settist hún að í Henglinum og sauð þar mat sinn við hveri að dæmi Fjalla - Eyvindar. Grafningsmenn bundust loks samtökum að veita henni heimsókn en Margrét frétti af ráðabruggi þeirra og hljóp heim til sín og sat heima í Flóa um veturinn. Næsta vor lagðist hún enn út og nú á Hell- isheiði. Var hún þar á slangri um sumarið og stóð mörgum ógn af henni. Færu menn einir eða fáir saman réðist hún á þá og rændi. í þoku og dimmviðri fór hún að tjöldum ferða- manna og hirti þar plögg. Hún var stórtæk og átti til að kippa skreiðarböggum á bak sér og hlaupa með þá burt. Það urðu endalok Margrétar að seint þetta seinna útilegusumar hennar fór Guðmundur Bjarnason bóndi á Gljúfri í Ölfusi til grasa. Karl þessi var talinn bæði stór og sterkur, en með honum var unglingspiltur, lítilsigldur og veikbyggður. Fór svo að Margrét réðist á Guðmund en pilturinn hélt sig fjarri. Hafði hún karl undir og sá hann sitt óvænna. Var það fangaráð Guðmundar þar sem flagðið gein yfir honum að hann „dregur hana að sér og bítur á háls henni fyrir neðan hökuna, allt það er tennur tóku. Vildi hún þá sem skjótast losna úr slíkum faðmlögum, en þess var eng- inn kostur. Lagði Guðmundur fast að hálsi hennar, og létti eigi fýrr en hann hafði bitið í sundur í henni barkann, og varð það hennar bani.“ Engum sagði Guðmundur frá þessum við- skiptum sínum við Margréti og þó svo enda- lok hennai- yrðu brátt kunn urðu engin eftir- mál af vígi þessu. Bein hennar fundust á síð- ari hluta 19. aldar sunnarlega í Svínahrauni en engin gangskör var gerð að því að koma þeim i kirkjugarð. Sögur þessara þriggja Flóastelpna eru ein- stakar. Sagnir af ltvenfólki sem lagðist á fjöll eru eðlilega ekki margar og má heita furðuleg tilviljun að þrjár konur úr sama byggðarlagi leggist út og velji allar sama fjalllendið til úti- legunnar. Reyndar eru þetta allt munnmælasögur og nokkur vafi leikur á uppruna bæði Elínar, sem er annaðhvort af Eyrarbakka eða úr Grindavík og Jóru sem ein heimild segir hafa verið úr Helliskoti (Elliðakoti) við Reykjavík. Það er auðvitað möguleiki að í frásagnag- leði og fásinni baðstofulífsins hafi sögurnar um Fjalla Margréti og Elínu orðið til vegna áhrifa frá Jórusögunum. Það er vissulega sennilegri kenning heldur en að eitthvað í lítilmótlegu landslagi Flóans verki með þess- um hætti á kvenfólk að það vilji leggjast á fjöll til ránskapar. En það sem mælir móti því að þessar sögur séu hreinn uppspuni er nálcvæmni sagnanna af bæði Fjalla Margréti og Elínu Skinnhúfu. Hér er aðeins birtur úrdráttur úr þeim en báðar eru þær í þjóðsagnabókum Guðna Jóns- sonar magisters. Banamaður Fjalla - Margrétar, Guðmundur á Gljúfri er maður sem við getum staðsett í manntölum og kirkjubókum þess tíma. Aftur á móti eru kon- urnar sjálfar báðar týndar okkur enda vantar okkur föðurnöfn þeirra og þær heita báðar al- gengum nöfnum þannig að það gæti orðið erfitt að finna þær í brotakenndum heimildum ættfræðinnar. Ekki hjálpar þar til að andlát þeirra hafa væntanlega aldrei verið skráð í opinberar bækur. Útlagar eða „fjall-vitlaust“ fólk Saga þess- ai-a útilegumanna sem hér hefur verið sagt frá eru einkum athyglisverðar fyrir það að engar nauðir ráku fólk þetta á fjöll heldur miklu fremur ævintýraþrá og sérviska. í dag væri vitaskuld reynt að koma konum á borð við Fjalla - Margréti og Elínu Skinnhúfu í læknis- hendur en það er vafamál með Jóru sem sann- anlega breyttist í tröll við þau hamskipti sem urðu á henni eftir hestaatið. Slíkar stökk- breytingar á mannlegu eðli eru tæpast viður- kenndar í dag en hétu áður að fara hamfórum. En lítum aðeins á útileguhjónin úr Mýrdal og á Landi. Aðstæður Amba og Guðlaugar þannig að þau fara frá jörð sinni í Landsveit- inni en þegar þau koma aftur fá þau hana til ábúðar að nýju eftir hálfsársveru á fjöllum. Það er því ekkert sem beinlínis rekrn- þau úr byggð, ekki einu sinni jarðnæðisskortur og tæplega fátækt því þau hafa á þessum tíma komið börnum sínum til manns og eiga rólegri ellidaga framundan. Þau eru sögð sérsinna og Guðmundur Arnason í Múla sem skráði sögu Amba segir í niðurlagi þáttar síns: „Arnbjörn var frumleg- ur um margt og skeytti smátt um að fylgja háttum annarra manna. Það var því líkast á stundum, að hann væri langt aftan úr fornöld og þó brautryðjandi nýs tíma... Það leit oft svo út, að hann væri að leita að nýjum viðfangsefnum. Þau voru ekki á hverju strái um hans daga, og útþrá umkomulítilla fátæklinga varð tæplega svalað annars staðar en í óbyggð eða á öræfum.“ Sagan af Einari og Sigríði í Holti er óljósari enda gerist hún hálfri öld fyrr og margt er þar með þjóðsagnablæ, svosem leit Einars að útilegumönnum, svöðusár á baki eftir öxi og miði í Einhymingshelli. En það er ósennilegt að þau hjón hafi raunverulega flúið byggðina vegna sakamála eða ofsókna. Slíku hefði þjóðsagan ekki gleymt. Miklu sennilegra er að rétt sé hér með farið að Einar og Sigríður hafi verið sérsinna fólk sem lagði trúnað á sögur sinnar tíðar um sældarlíf útilegumanna á fjöllum og viljað leita þeirra. Annað sem einkennir sögu allra þessara útilegumanna nema Jóru er að íslensk náttúra verður þeim ofjarl. Fjalla - Margrét sér reyndar við slíkum smámunum með því að fara bara heim þegar haustar. Hin leita á náð- ir byggðamanna nema Elín sem verður úti í hausthreti daginn sem hún stefnir á fjöll. Við teljum næsta víst að Eyvindur og Halla þi-aukuðu af nokkra vetur á miðhálendinu þó vafamál sé að þeir hafi verið mjög margir. Þau eru að því leytinu til einstök meðal þeirra útilegumanna sem sæmilega sennilegar sögur fara af. Enn þann dag í dag togar hálendið fólk til sín og stundum heyrum við talað um „fjall- vitlaust" fólk sem leggur líf og limi í hættu til að njóta töfra íslenskra öræfa. Arnbi, Guðlaug, Einar, Sigríður og Jórurnar þrjár úr Flóanum hafa verið fólk þessarar gerðar og vafalaust eru það afkomendur þessa fólks sem nú geysa um jökulbreiður á snjósleðum, fara í jeppaferðir um hávetur og ganga Laugaveginn á fögrum sumardegi. Höfundurinn er ritstjóri Sunnlensko fréttablaðsins á Seliossi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 16. MAÍ 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.