Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 6
FJÖLLIN HEILLA, ÆRA OG TRYLLA UTILEGUHJÓNIN Eyvind- ur Jónsson og Halla Jóns- dóttir hafa notið nokkurrar athygli á síðustu misserum vegna umræðu um minnis- varða sem Fjalla - Eyvind- arfélagið hyggst reisa á Hveravöllum. Saga þeirra hjóna hefur orðið landsmönnum hugleikin og segja má að þau hafí strax í lifanda lífi verið orðin þjóðsagnapersónur. En það hafa fleiri reynt það að leggjast út og gengið miður. Hér verða rifjuð upp ævintýri nokkurra sunn- lenskra útlaga sem eiga það reyndar allir sameiginlegt að hafa lagst á fjöll af einhvers- konar ævintýraþrá eða sérvisku, fremur en að vera flóttamenn valdsins í byggð. Um aldamótin 1800 bjuggu í Mýrdal hjón sem hétu Einar Ormsson og Sigríður. Ekki er getið föðurnafns hennar. Er honum svo líst að hann var einrænn og undarlegur í háttum. „Ekki var hann illmenni né þorpari, en harð- fengur og óvæginn. Stóð mörgum stuggur af honum og vöruðust að styggja hann... voru þau mjög út af fyrir sig og mannfælin/ Fyrst bjuggu þau hjón í Pétursey en leiddist þéttbýlið þar og fluttu sig að Holti sem er afskekkt og hefur nú verið í eyði í meira en hálfa öld. „Óx nú einræni hans,“ segir í þætti af Ein- ari sem skráður er af Eyjólfi Guð- mundssyni á Hvoli og birtist í Gráskinnu Sigurðar Nordal og Þór- bergs Þórðarsonar. Engan vandalaus- an mann höfðu þau á heimili, buðu engum í bæ og Einar tók sjálfur á móti þeim börnum sem þeim hjónum fæddust og þótti uppeldi barnanna harðneskjulegt. Aldrei fóru þau til kirkju nema þegar skíra þurfti barn og eldur var ekki kveiktur þar nema vikulega og þá matbúið til vikunnar. Læstu börnin inni í bæ og hlupu á fjöll. Eitthvert sumar snemma sláttar urðu menn á næstu bæjum varir við að engin hreyfing var heima í Holti, Einar kom ekki til heyverka og bú- smali var ekki hreyfður. Þegar að var gáð komu menn að bænum rammlega lokuðum, kýr voru ónytjaðar og inni voru þrjú böm þeirra hjóna. Það yngsta var í vöggu og lagður hellu- steinn yfir svo það kæmist ekki upp en hin eldri úrvinda úr hræðslu. Til hjónanna spurðist ekki og þótti mönn- um víst að þau hefðu lagst út. „Þótti óvænlegt að eiga Einar í óbyggðum, slíkan heljarkarl.“ Bömum þeirra var komið fyrir á bæjum og búsmali rek- inn heim að prestssetrinu Felli. Rétt fyrir jól næsta vetur gerðist það á heimili Sveins Pálssonar læknis í Vík eitt kvöld undir vökulok að hurð var knúð allharkalega. Voru þar kom- in útileguhjónin og var Einar þeirra erinda að leita sér lækninga við sári miklu sem hann hafði milli herða. Vildi læknirinn fá ferðasögu Einars að launum en því neitaði útlaginn. Fór samt svo að Einar og Sigríður dvöldu rúman hálfan mánuð hjá Sveini. Full- yrt var að sár Einars væri eftir öxi og alldjúpt höggið. Föt hans voru blóði storkin og töldu menn hann hafa sloppið nauðulega frá öðrum útilegumönnum. Eftir þetta voru þau hjón vistuð í hús- mennsku í Pétursey og sagði Einar svo frá að hann ætti von á vísbendingu frá útilegumönn- um, ef hann mætti koma til þeirra. Næsta haust fundu leitarmenn bréfmiða í Einhyrn- ingshelli þar sem á var letrað: „Einar Orms- son má koma.“ En ekki var þessu skilað til Einars heldur haldið vandlega leyndu og dvöldu þau hjón í Pétursey í tvö eða þrjú ár. Eftir það reyndu þau aftur að leggjast út. Hurfu þau rétt fyrir slátt og spurðist ekki til þeirra það árið en þegar liðið var fram yfir jól komu þau hríðardag einn að Felli í Mýrdal. Tók prestur við þeim og þóttist þau úr helju heimt hafa. Voru þau bæði svöng og horuð og lá Sigríður nokkrar vikur veik en náði heilsu. EFTIR BJARNA HARÐARSON Enn þann dag í dag togar hálendið fólk til sín og stundum heyrum við ialað um „fjall-vitlaust" fólk sem leggur líf og limi í hættu til að njóta töfra íslenskra öræfa. Ambi, Guðlaug, Einar, Sigríður og Jórurnar þrjár úr Flóanum hafa verið fólk þessarar gerðar. Höfðu þau haldið til í helli í Stórhöfða á afrétti Péturseyjarbænda og heitir hellir sá síðan Einarsskemma. Þar áttu þau vonda daga, lifðu mest á hvannarótum og grösum og nokkrum sauðkindum, sem þau áttu sjálf. En þegar matvælin þraut vildu þau ekki stela sér til matar og áttu þá ekki annan kost en leita aftur til manna. Á efri árum sínum bjó Einar hjá Jóni syni sínum í Vestmannaeyjum og þótti sem fyrrum einrænn og illskiptinn. Reskin bændnhjón á Landi leggjast út Arnbjörn Guðbrandsson frá Lækjarbotnum var kynslóð yngri en Einar Ormsson, fæddur 1816 og var lengst af ævi sinnar bóndi í Landssveit. Fyrst í Hátúnum sem er hjáleiga frá Skarði en flutti bæ sinn um set fyrir sand- foki og nefndi eftir það Króktún. Hann gekk að eiga Guðlaugu Stefánsdóttur frá Kirkjubæ árið 1840. Eftir 40 ára búskap ákváðu þau að flytja inn að Veiðivötnum en dvöl þeirra þar varð líkt og hjá Mýrdælingunum sem segir frá hér fyrr, endaslepp og erfið. Arnbjörn eða Ambi eins og hann var oft kallaður sótti, sem marg- ir sveitungar hans, veiði í Veiðivötnum, fór eftir hvannarót í Þóristungur og í skófu að Þórisvatni. Skófan eða skófimar voru notaðar líkt og fjallagrös til að drýgja mjöl. Svo virðist sem Ambi hafi framan af búskap verið við þokkalega afkomu en 1858 var allt sauðfé á svæðinu skorið niður vegna fjárkláða og skapaðist þá víða hörmulegt ástand í efna- hag og afkomu manna. Eftir niðurskurðinn sótti Ambi fjallferðir sínar af svo miklu kappi að menn vissu ekki dæmi slíks. Var hann jafn- an einn á ferð og dvaldi lengur en aðrir á fjöll- um. Þótti hann hraustmenni og verða vel til fanga en einrænn var hann og fáskiptinn, þótti frumlegur um margt og fór ekki troðnar slóðir. Margar sögur eru til af veiðiferðum karls- ins og sú frægust þegar hann reið fylfullri hryssu eftir álft, en þær veiddi hann oft með því að ríða þær uppi og rota. I þetta sinn greip hann veiðiæði mik- ið og þegar álftin komst eftir nokkurn eltingaleik út á lítið nafn- laust vatn reið hann hryssunni á eft- ir og sprengdi hana á sundi. Komst karl til lands með því að halda sér í fax hestsins og bíða þess að báran bæri hana að landi. Heitir vatn þetta síðan Ambapollur. En þrátt fyrir hrakfarir í þessari ferð þótti karl þessi um margt vel gerður og vel gefinn en gat eins og allir veiðimenn orðið um of gripinn veiðihug þannig að vit og dómgreind urðu að víkja. Eftir því sem öræfa- ferðirnar urðu fleiri dróst hugur Amba æ meir til fjalla og á sjötugs- aldri ákvað hann að flytja úr sinni heimasveit og setjast að við Veiði- vötn með konu sinni. Margir reyndu að telja þau hjón af þessu en tókst ekki. Fóru þau til fjalla í sláttarbyrjun, grófu innan hól sem síðan heitir Ambahóll og tók bóndinn til við slátt. Höfðu þau þrjá hesta með sér en ekki annað af skepnum og ætluðu sér að lifa af sil- ungsveiði. Er skemmst frá því að segja að þeim gekk illa að búa sig undir veturinn og voru sótt af vandamönnum sínum í byrjun nóvember, Guðlaug tæplega fötum fylgjandi og Ambi farinn að kenna skyrbjúgs. Hrossin voru orðin mög- ur, hagar allir búnir og engin hús komin fyrir þau. Hafði sumarið að mestu farið í heyskap hjá Amba og honum tekist að afla 30 hesta sem er kýrfóður en þetta hefur þó væntan- lega verið heldur orkurýrt engjahey. Silungsveiði hafði Ambi stundað af kappi allt sumarið en þegar þau hjón voru sótt var mest af þeim silungi ónýtur sökum saltskorts. Þau höfðu ekki hirt um eða haft tíma til að afla hvannaróta eða annarar jurtafæðu og hús þeirra reyndist ekki eins gott skjól og ætlað var í fyrstu. Fluttu þau aftur heim að bæ sínum Króktúni og bjuggu þar meðan bæði lifðu. En ekki fór bóndinn til fjalla eftir þetta og þótti nokkuð af heilsu hans dregið eftir þetta ævintýri. Arnbjörn dó 1885, 68 ára að aldri en Guðlaug sem lifði mann sinn fékk jörðina Guðjóni syni sínum í hendur tveimur árum síðar. Ærð Flóakona Sagan af Jóru er ein af eldri þjóðsögum ís- lendinga og örnefni henni tengd koma fyrir í íslendingasögum. Þeir sem draga efni sög- unnar í efa geta vitaskuld talið ömefnin eldri sögunni. í stuttu máli er sagan af Jóru þannig: Jórunn hét bóndadóttir í Sandvíkur- hreppi, ung og efnileg en þótti heldur skap- Ljósm.Bjöm Jónsson. HJÓN í Mýrdal, Einar og Sigríður, lögðust út og héldu til í helli í Stórhöfða á afrétti Péturseyjarbænda og heitir hellir sá síðan Einarsskemma. Þar áttu þau vonda daga, lifðu mest á hvanna- rótum og grösum og nokkrum sauðkindum, sem þau áttu sjálf. Myndin er af fjalllendinu við Mýrdalsjökul, en þar var fyrirheitna landið. stór. Einhverju sinni gerðist það að hestur föður hennar fór halloka í hestaati og varð hún við það svo æf að hún óð að hinum hestin- um og reif undan honum lærið. Hljóp hún þegar með það upp að Ölfusá hjá Laxfossi (Selfossi) og þreif þar eitt bjarg mikið úr hömrum við ána og kastaði í hana miðja. Stiklaði hún svo yfir og mælti um leið: Mátu- legt er meyjarstig mál mun vera að gifta sig. Heitir þar síðan Jóruhlaup en Jóra settist að í Henglinum og gerðist brátt hið versta flagð og grandaði bæði mönnum og málleys- ingjum. Heitir þar Jóruhellir þar sem hún bjó, Jórusöðull hnjúkur í Henglinum þar sem hún sat löngum og Jórukleif er hamragil þar sem hún lá oft fyrir ferðamönnum til að ræna þá og drepa, eftir það hún var búin með hest- lærið. Fengu menn ekkert við hana ráðið fyrr en Noregskonungur gaf ráð til hvernig hún yrði unnin og gaf til þess öxi silfurrekna. Sat axar- blaðið fast í Jóru milli herðablaðanna þegar hún var unnin en rak síðan upp í á þá þar sem Islendingar völdu sér síðar þingstað. Allt þetta sagði Noregskonungur fyrir og heitir áin síðar Öxará. Enn þann dag nýtur Jóra verðskuldaðrar aðdáunar eins og útilegumenn og valkyrjur hafa alltaf notið með þjóðinni. Á Selfossi er gata nefnd eftir Jóru og bæði kvennakór og kvennaklúbbur kenna sig við þessa konu. En fyrir tveimur öldum síðan voru líka til konur sem dáð hafa þetta framtak og fóru að dæmi hennar. Það er oft sagt að sagan endurtaki sig og hér eru ótrúleg dæmi um það. Fleiri Flóaslelpur Um 1760 lagðist ung stúlka sem talin var neðan af Eyrarbakka út í Grafningi og hafðist um tíma við í helli í landi Villingavatns. Stúlka þessi var kölluð Elín Skinnhúfa og hellirinn heitir eftir henni Skinnhúfuhellir. Hún átti vingott við smalann á Villingavatni sem Símon hét og færði hann henni mat og fleira sem hann stal frá húsbændum sínum. Símonarhellir er við hlið Skinnhúfuhellis, en þar geymdu skötuhjúin þýfi sitt. Svo fór að daginn sem þau ætluðu að leggjast út á fjöll saman skall á hríðarveður og varð Elín þá úti. Símon komst við illan leik til bæja. Bein henn- ar fundust snemma á 19. öld undir bergsnös austast í svokölluðu Mælifelli, í Ölfusvatns- landi. Reyndar er margt mjög á huldu um Elínu þessa sem þjóðsagan segir að hafi verið sinnisveikur flakkari. Hún er ýmist talin af 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. MAÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.