Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 8
TÓNLISTARHÚSIÐ við Reykjavíkurhöfn. Guðmundur Jónsson arkitekt sem hlutskarpastur varð þegar samkeppnin fór fram um húsið - þá rniðað við staðsetningu í Laugardalnum - hefur lag- að teikningu sína að umhverfi hafnarbakkans eins og hér sést. TÓNLISTARHÚS í REYKJAVÍK - STAÐARVAL OPINBERRA BYGGINGA EFTIR PÉTUR H, ÁRMANNSSON Alls tóku 75 norrænar teiknistofur þátt í samkeppni um tónlistarhús í Reykjavík en tillaga Guðmundar Jónsson- ar var valin og þótti hafa yfirburði. Þá var miðað við Laugardalinn en Guðmundur hefur sýnt fram á að auðvelt er að laga húsið að aðstæóum við Reykjavík- urhöfn ef sá staður verður fyrir valinu. Það væri van- virða við vinningshafann í einu norrænu bygginga- samkeppninni hér á landi ef reynt yrði eftir krókaleið- um að ganga framhjá honum. EITT AF einkennum skipulags- sögu Reykjavíkur er hið undar- lega stefnuleysi sem frá fyrstu tíð virðist hafa einkennt ákvarðanir um staðarval opinberra bygginga. Dæmi um þetta má rekja allt aft- ur til ársins 1879, er F. Meldahl, danska húsameistaranum sem teiknaði Alþingishúsið, tókst á síðustu stundu að afstýra því að húsið risi í bröttum hliðar- halla norðanvert við núverandi Bankastræti. Búið var að grafa grunn og byrjað að hlaða undirstöður þegar fyrirmæli Meldahls bárust. Var heppilegri lóð fundin við hlið Dómkirkj- unnar við Austurvöll. Ekki tókst þó betur til en svo að Alþingishúsið var byggt fast upp við götulínu Kirkjustrætis en ekki innar á lóðinni sem var ætlun húsameistarans. Allar götur síðan hefur aðkoma að dómkirkju landsins leg- ið um ólögulegt húsasund. Er stjórnsýsla landsins fluttist til Reykja- víkur árið 1904 lá fyrir að ekki var svigrúm fyrir nýjar opinberrar byggingar verðandi höfuðstaðar í þéttbyggðri miðbæjarkvosinni. I tengslun við byggingu Safnahússins á árunum 1906-8 var gerð tillaga að þyrpingu opinberra bygginga á Amarhóii, þar sem gert var ráð fyrir ráðherrabústað, háskólabyggingu og landsspítala. Áður en til þeirra framkvæmda kom hófst undirbúningur að fyrsta heildar- skipulagi Reykjavíkur. Liður í þeirri áætlun var hugmynd Guðjóns Samúelssonar húsa- meistara ríkisins frá 1924 um „háborg“ helstu menningarbygginga landsins við torg efst á Skólavörðuhæð. I sögulegu ljósi var tillagan skynsamleg og raunhæf miðað við forsendur þess tíma en víðsýni og áræði skorti til að fylgja henni eftir. Um 1930 urðu miklar deilur um staðsetn- ingu væntanlegs þjóðleikhúss við Hverfisgötu. Höfundur þess, Guðjón Samúelsson, var ósátt- ur við staðarvalið enda sá hann framhlið húss- ins fyrir sér við enda torgs eða breiðgötu. Sjónarmið fagmannsins dugðu þó skammt þar sem lóðin við Hverfisgötu fékkst án endur- gjalds. Fyrir vikið varð þjóðleikhúsið aldrei sú bæjarprýði sem til stóð og úr því verður seint hægt að bæta. Löngu síðar biðu hliðstæð örlög annarrar ágætrar leikhússbyggingar, sem kúrir nú, aðþrengd af ósamstæðu kraðaki verslunarhúsa, á þeim stað sem átti að verða nýr miðbær Reykjavíkur. Pað er hægur vandi að líta um öxl og benda á hvað betur hefði mátt gera í verkum fyrri kynslóða. Mistök fortíðar geta líka verið nokk- urs virði ef þau reynast eftirkomendum víti til varnaðar. Illu heilli hafa ýmis sjónarmið sem fram hafa verið sett í opinberri umræðu um staðarval og hönnun væntanlegs tónlistarhúss í Reykjavík á síðustu misserum vakið grun um að íslendingar ætli lítið að Iæra af fyrri mis- tökum í staðarvali opinberra bygginga og að framsýni í þeim efnum sé síst meiri nú en við upphaf heimskreppunnar. í löndum þar sem skipulag borga byggist á traustri hefð hefur lengi tíðkast að tengja staðarval opinberra bygginga við langtíma- markmið í skipulagi. í einstaka tilvikum hefur ákvörðun um staðarval helstu bygginga legið fyrir áður en önnur byggð tók að rísa. Sú var t.d. raunin með höfuðborgir Bandaríkjanna og Ástralíu. í ýmsum borgum Evrópu á 19. öld gegndi staðarval menningarhúsa lykilhlut- verki í endurskipulagningu og endurnýjun eldri miðborga. Má þar nefna Parísaróperuna og safna-, óperu- og leikhúsbyggingar við Ringstrasse í Vínarborg. Á seinni árum hafa skipulagsyfirvöld í mörgum borgum nýtt sér fjárfestingu í slíkum byggingum í því skyni að ná fram langtímamarkmiðum í skipulagi. Á sínum tíma var Pompidou-listamiðstöðinni gagngert valinn staður í hluta miðborgar Parísar sem átti undir högg að sækja, með þeim árangri að hverfið næst miðstöðinni er nú orðið eitt hið eftirsóttasta í borginni. Hlið- stæð rök lágu að baki ákvörðun yfirvalda sömu borgar um staðarval nýs óperuhúss við Bastillutorg og þjóðarbókhlöðu á bökkum Signu. Nýjasta dæmið um framsýna stefnu- mörkun af þessu tagi er ákvörðun Guggen- heim stofnunarinnar að reisa nýtt listasafn sitt í Bilbao á Spáni, afskekkri iðnaðarborg sem um langt skeið hefur átt undir högg að sækja. í samanburði við ýmsar aðrar höfuðborgir geldur Reykjavík þess að hafa ekki verið skipulögð sem slík í upphafi. Við bætist að lengi hafa skoðanir verið skiptar um hvar og hvers eðlis þungamiðja borgarinnar ætti að vera. I seinni tíð hefur reynst erfitt að finna svigrúm fyrir nýjar byggingar í eða við gamla miðbæinn. Til marks um það eru deilur sem orðið hafa um nýbyggingar á lóð Alþingis, ráð- húsið og hús Hæstaréttar. Skortur stefnu- mörkun til lengri tíma veldur því að bregðast hefur þurft við hverju máli þegar það hefur komið upp. Þegar Samtök um byggingu tónlistarhúss hófu leit að stað fyrir húsið í tengslum við und- irbúning samkeppni árið 1985 reyndist ekki unnt að finna hentuga lóð í nálægð við gamla miðbæinn. Greinarhöfundur ritaði ásamt öðr- um gi'ein um líkt leyti þar sem bent var á svæðið við Ingólfsgarð á austurbakka hafnar- innar sem heppilegan valkost. Hugmyndin var talin óraunhæf þar skipafélagið Hafskip var með svæðið á leigu til nokkurra ára og ekki þótti hættandi á að tefja framgöngu málsins svo lengi. Síðan eru liðin þrettán ár. Eftir að ýmsir kostir höfðu verið kannaðir varð úr að velja tónlistarhúsi stað í Laugardalnum aust- anverðum. Lagði Reykjavíkurborg til lóðina endurgjaldslaust. Það er til marks um metnað samtakanna og mikilvægi verkefnisins í þeirra huga að ákveð- ið var að efna til norrænnar samkeppni arki- tekta um hönnun hússins, hinnar einu sem haldin hefur verið um einstaka byggingu hér á landi. Einn virtasti arkitekt Finna, Kristian Gullichsen, var valinn til setu í dómnefnd. Alls bárust 75 tillögur í keppnina, m.a. frá þekkt- um norrænum teiknistofum. það voru því óvænt og ánægjuleg tíðindi þegar í ljós kom að höfundur vinningstillögunnar var ungur ís- lenskur arkitekt, Guðmundur Jónsson, búsett- ur í Osló. I samdóma úrskurði dómnefndar var tillagan talin hafa augljósa yfirburði umfram aðrar fyrir skýrleik hugmyndar og fagmann- lega úrvinnslu. Að þeirri niðurstöðu fenginni var samið við Guðmund Jónsson um áframhaldandi hönnun hússins. Fram komu óskir um breytingar á sölum vegna óperuflutnings og með tilliti til ráðstefnuhalds. Tókst höfundi hússins að leysa úr báðum atriðum með þeim hætti að sátt varð um niðurstöðuna. Áfram var unnið að hönnun en brátt kom að því að sjóðir þrutu þar sem fjármögnun verkefnisins gekk hægar en vonir stóðu til. Ýmsir vildu kenna því um að óráðlegt hefði verið að velja tónlistarhúsi stað svo fjarri miðbæ. Haustið 1992 fólu samtökin Guðmundi Jónssyni að athuga kosti á staðsetningu tón- listarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Reykja- víkurhöfn. Skilaði hann alls 8 valkostum á út- færslu er byggðust á líkri tilhögun byggingar og í Laugardalnum, með fyrirvara um nauð- synlega aðlögun að breyttum aðstæðum. Sú staðreynd að ekki lá fyrir mótuð framtíð- arsýn um uppbyggingu menningarstofnana og vægi þeirra í höfuðborginni á þeim tíma sem hugmyndin um byggingu tónlistarhúss kom fram er án efa búin að verða framgangi máls- ins til mikils tjóns. Nefnd á vegum mennta- málaráðherra hefur að undanförnu kannað rekstrargi-undvöll tónlistar- og ráðstefnuhúss og er líklegt að niðurstaða hennar muni vegi þungt í lokaákvörðun. Eðli málsins samkvæmt hefur nefndin lagt áherslu á rekstrarlegan þátt málsins, enda ekki verkefni hennar að móta framtíðarsýn í skipulagsmálum Reykja- víkur. Engu að síður er ljóst að þetta tvennt verður að fara saman i endanlegri ákvörðun um staðarval þar sem bygging tónlistarhúss 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. MAÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.