Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 19
4 SVO GAMAN AÐ TAKA ÞÁn í ÞESS- ARI HRINGIÐU Ásta Sighvats Qlafsdóttir er að Ijúka leiklistarnámi í London nú í sumar og er á leið til Bandaríkjanna, Kanada og jafnvel víðar með leikhópnum Complicité að sýna uppsetningu hans á Krókódílastrætinu byggt á sögu Bruno Schulz. DAGUR GUNNARSSON hitti hana baksviðs í Pleasance leikhúsinu bar sem hún leikur aðal- hlutverkið í íslenska leikritinu The Daughter of The Poet. HEFURÐU einhvern tíma til að vera í skólanum? „Það má kannski segja að þetta sé mitt nemendaleik- hús, ég fæ þessa sýningu (Daughter of The Poet) metna sem skólavinnu, markmið skólans er að búa til leikara sem kunna að vinna í atvinnuleik- húsum og það er varla hægt að gera betur en að vinna í atvinnuleikhúsi með góðum og reyndum leikstjóra eins og Sveini Einarssyni. Fyrir mig er líka mjög gaman að fá að vinna aftur með íslendingum, að þurfa ekki að út- skýra hver maður er og hvaðan maður kemur og af hverju maður hefur þessa kaldhæðnu kímnigáfu." Þú hefur fengið töluvert að gera utan veggja skólans, ekki satt? „Jú, þetta er alveg frábært, í fyrra þegar ég var hálfnuð með námið fékk ég fyrsta tækifærið, þá fékk ég hlutverk í skemmtilegri uppfærslu á Bubba Kóng, síðan núna fæ ég alveg þrusugott hlutverk í Daughter of The Poet sem er mjög góð reynsla fyrir mig. Þetta er form sem ég hef ekki tekist á við áður, þar sem sagan er sögð munnlega að miklu leyti og síðan hoppað inní atriðin inni á milli, sem krefst meiri raddtækni, það er gaman að fá verkefni sem maður lærir á.“ Hvernig kom þessi Complicité vinna til? „Krókódflastrætið var upphaflega sett upp 1994 og gekk mjög vel og þau fóru með þá sýningu út um allan heim, ég sá hana þegar þau sýndu í Borgarleikhúsinu og var ofsalega hrifm. Þessi leikhópur er einn sá fremsti í Evrópu innan þess sem er kallað „physical theatre“ þar sem mikil áhersla er lögð á líkamshreyfingar og lipurð, þau hafa sett upp nokkrar aðrar sýningar síðan (Lucy Cabrol og The Chairs) sem hafa hlotið mjög góðar viðtökur, en núna ætlar leikstjórinn, Simon McBurney, að fara með Krókódílastrætið til Bandarikjanna í sumar og hann vantaði þrjá nýja leikara. John Wright sem leikstýrði mér í fyrra í Bubba Kóngi mælti með mér, að mér skilst, þegar McBurney leitaði ráða hjá honum. McBurney sendi útsendara sína til að sjá Daughter of The Poet og síðan var ég boðuð í smáprufu og síðan viðtal.“ Farið þið víða? „Nei, ekki svo, við verðum fyrst í tvær vik- ur í New York, síðan tvær í Toronto og svo þrjár í San Francisco. Þetta er það sem er búið að bóka, en svo er í athugun að fara víð- ar, jafnvel til Japan, en það er ekki víst.“ Þú ert með annað Japansævintýri á prjón- unum, ekki satt? „Já, það má kannski segja það, japanski leikstjórinn Kazuyosi Kushida frétti af mér í Bubba kóng í fyrra, hann var og er enn að leita að leikurum bæði til að stofna leikhóp hér í London og jafnvel alþjóðlegan hóp sem mun vinna í nýja þjóðleikhúsinu í Japan. Hann bauð mér á námskeið sem hann hélt hér í vetur og núna er ég búin að taka þátt í alls þremur námskeiðum hjá honum, hann er að leita að „allra þjóða kvikindum" og það er víst meiningin að setja saman sýningu hér, sem mun síðan ferðast til heimalanda leikaranna og Kushida hefur nefnt að hann langi mikið að heimsækja ísland. Ég hef hitt og kynnst mörgu athyglisverðu fólki á þessum nám- Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson ÁSTA Sighvats Ólafsdóttir. „Jú, ég fer með John Wright til Reykjavík- ur í lok maí, hann ætlar að halda tvö nám- skeið í samvinnu við Þjóðleikhúsið, eitt fyrir áhugafólk og annað fyrir atvinnuleikara (30. maí til 5. júní). Hann hefur kennt mér í skól- anum og sagði við mig eiginlega strax á . fyrsta ári að honum þætti Island spennandi '• og skemmtilegur krafturinn í þeim Islending- « um sem hann hafði hitt, og núna ætla ég bara að drífa hann á staðinn. Ég hef áður unnið með honum á svona námskeiðum, til dæmis í * fyrra á International Workshop Festival, ■ þannig að ég er farin að þekkja kenningar <s hans nokkuð vel, ég verð semsagt túlkurinn, j tilraunadýrið, aðstoðarkennarinn og fram- kvæmdaaðili." Ljósmynd/Rúnar Þór Björnsson SAMKÓRINN undir stjórn Hans Iversen. skeiðum, m.a. leikurum úr Complicité hópn- um og alls staðar að úr heiminum, leikhúslífið hérna er dálítið eins og hringiða sem er mjög gaman að hrærast í.“ Þú ert þá væntanlega ekkert á leiðinni heim? „Það er svo gaman að vera hér og taka þátt í þessari hringiðu, allra helst myndi ég vilja hafa aðsetur hér og geta svo stundað mína vinnu í hvaða landi sem er, og farið þá heim til íslands að vinna ef það byðist og það væri líka auðveldara fyrir íslenskt leikhúsfólk að not- færa sér þau tengsl sem ég er komin með ef ég er staðsett hér,“ Áður en nokkuð af þessu gerist ætlarðu að kíkja aðeins heim, er það ekki? SUNGIÐ OG LEIKIÐ AF LISTFENGI TðNLIST Digraneskirkja Ljóðatónleikar Þóra Einarsddttir og Helga Bryndís Magnús- dóttir fluttu söngverk cftir Schumann og Pou- lenc og sönglög við kvæði eftir Hallddr Lax- ness. Fimmtudaginn 14. maí 1998. Þóra Einarsdóttir hefur undanfarið sungið í leikverkinu Söngvaseiði á Akureyri við góðan orðstír og hefur hún þegar tekið sér stöðu meðal fremstu söngkvenna okkar íslendinga. Tónleikar Þóru og Helgu Bryndísar hófust á þremur lögum úr lagasafni því sem nefnt er Myrten (op. 25) eftir Schumann. í þessu safni eru 26 söngverk við ijóð eftir ýmis skáld, en Schumann var sérlega vandlátur á ljóð, sem hann valdi ekki aðeins vegna gæða þeirra, heldur þurftu þau að efla löngun hans til að tónklæða þau. í söngverkum sínum leitaði hann að jafnvægi á milli ljóðs og lags, er svo aftur hafði áhrif á samtvinnun raddar og píanóundirleiks. Að því leyti til standa söng- verkin eftir Schumann mitt á milli hinna iagauðugu söngva Schuberts og ólagbundinn- ar tóntúlkunar hjá Wolf. Lögin sem Þóra Morgunblaðið/Þorkell TÓNLEIKAR Þóru Einarsdóttur og Helgu Bryndísar Magnúsdóttur voru frábærlega góðir og bornir uppi af listfengi segir m.a. í umsögninni. söng úr Myrten voru Widmung, Der Nuss- baum og Die Lotosblume, er vom mjög fal- lega flutt af listakonunum. Frauenliebe und -leben eftir Schumann vora næstu viðfangsefni og var þessi undur- fallegi lagaflokkur sérlega vel fluttur, þótt píanóleikarinn hefði mátt vera ögn frekari á hljómstyrkinn. Samspil og samvirkni í túlkun var á köflum mjög fínlega mótuð og eitt best sungna lagið var Du Ring an meine Finger, andstæðurnar í Hilf mir, ihr Schwestern og síðasta laginu Nun hast du mir den ersten Schmerz getan gáfu mjög góða mynd af áhrifamikilli túlkun Þóru og í eftirspilinu lék Helga Bryndís mjög vel. Eftir undirritaðan fluttu listakonurnar fjögur lög við kvæði eftir Halldór Laxness; Haldiðún Gróa, Barnagælu frá Nýja Islandi, Þótt form þín hjúpi graflín og Vor hinsti dag- ur, og var flutningur allur hinn besti. Loka- verkefnið var Fiancailles pour rire (Spaugileg trúlofun) eftir Poulenc, er hann samdi 1939, þá fertugur að aldri. Þetta eru sérlega glaðleg og opinská sönglög, sem voru mjög vel flutt, en í þeim reyndi meira á píanistann en í fyrri tónverkunum og átti Helga Bryndís oft góða spretti, þótt í heild væri leikur hennar helst til þýður, því vel hefði hún mátt hafa sig meira í frammi, hvað snertir styrk, á móti Þóru, sem hefur þannig rödd er berst einstaklega vel. I heild voru þetta frábærlega góðir tónleikar, bornir uppi af listfengi og því sárt til þess að vita hversu fáir voru mættir, sem vel má kenna skipuleggjendum um, þ.e. að velja dag þar sem Sinfónían býður upp á sérlega vinsæl viðfangsefni og góða flytjendur. Jón Ásgeirsson ÁHEYRENDUR skemmtu sér ágætlega og tóku vel undir með lófaklappi. Tveggja dag kóramót í Oðinsvéum a KÓRAR Islendinga-, Færeyinga- og Græn- lendingafélaga í Danmörku héldu um síð- ustu helgi tveggja daga kóramót í Óðins- véum, Nord Atlantisk Korfestival 1998. Undirbúningur hefur staðið frá áramótum og mættu 14 kórar frá ýmsum stöðum, eða u.þ.b 150 manns alls. Æft var báða dagana en á kvöldin voru haldnir tónleikar. Seinna kvöldið söng samkór allra kóra bæði íslensk, færeysk og grænlensk lög en tónleikunum lauk með gospellögum. Stjórnendur báða dagana voru Færey- ingurinn Hans Iversen og djass- og gospelsöngkonan, Etta Cameron. Talsverður fjöldi áheyrenda mætti á tónleikana, en þar sem engin blöð komu út vegna verkfallsins, fengu færri að vita af tónleikunum en ella. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. MAÍ 1998 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.