Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 10
Við setningu Listahátíðar í dag verSur opnuS sýning á konumyndum eftir Erró í ófullgerSu sýningarrými ( miSstöSvar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Um þessar mundir er aS koma út í París fjórSa bókin í 1984 til 1998, og hefur Listasafn Reykjavíkur látiS prenta nokkur hundruS eintök meS formála á íslensku ræddi viS listamanninn Erró og sýningarstjórann Gunnar Kvaran, forstöSumann listasafnsins í Björgvin í ^siretý/'/vÍ wL tfa i í-HAiL . m/í/ifl FACESCAPE, úr myndaseríunni BANDARÍSKI listfræðingurinn Arthur Danto hefur skOgreint mál- verk Errós sem barokk-popp. Nafngiftin er ekki úr lausu lofti gripin þar sem myndmál Errós hefur orðið sífellt flóknara og skreytikenndara með árunum. Fleiri og smærri myndbrot sitja fóst í netavirki sem ólgar og sveiflast um mynd- flötin. Stundum hverfa afmarkaðir rammar nets- ins og ofurhetjur teiknimyndasagnanna í bland við þekktar ímyndir úr listasögunni eða úr dag- blaðinu í gær, virðast þess viðbúnar að stökkva út úr myndfletinum. En við vitum að það eiga þessar persónur aldrei eftir að gera því þær til- heyra öðrum heimi en okkar. Slíkur er sýndar- veruleiki málverka Errós. Verkin eiga fleira en flókna samsetningu myndflatarinns sameiginlegt með málverkum gömlu barokkmeistaranna því eins og Gunnar Kvaran bendir á þá er meiri fjarlægð á höfund- inn í verkum Errós en almennt gerist um list 20. aldarinnar. Konurnar á sýningu Errós í Hafnar- húsinu eru alls ekki konur Errós, aðeins þær aðstæður sem hann hefur búið þessu samsafni persóna annarra höfunda. í því flóði ímynda sem slást um athygli okkar daglega er þetta ef til vili merki um að höfundareinkennið sé smám saman að hörfa og áherslur í listsköpun að hverfa aftur til fyrri alda þegar listamaðurinn réð yfir verkstæði handverksmanna og læriinga. Frá því að Erró færði Listasafni Reykjavíkur stórt safn verka sinna fyrir 9 árum hefur hann stöðugt verið að bæta við gjöf sína svo safnið tel- ur nú um 3.000 verk; olíumálverk, vatnslita- og þekjulitamyndir, grafíkverk, teikningar og klippimyndir auk fleira persónulegs efnis á borð við skissur og dagbækur. í tUefni þess að vinna við nýtt safnarými í Hafnarhúsinu hefur hafist, þar sem safninu gefst í fyrsta sinn kostur á að sýna reglulega verk úr Errósafni, var listamann- inum boðið að setja upp sýningu á Listahátíð í hluta tilvonandi safns. Undanfarin 10 ár hefur stór sýning á pólitísk- um verkum Errós ferðast um Evrópu vítt og breitt. Upphaflega stóð til að sú sýning kæmi hingað til lands á Listahátíð en þegar ljóst varð að svo yrði ekki þar sem sýningin verður sett upp í Suður-Frakklandi í sumar voru góð ráð dýr. Eða hvað? „Erró, þú sýnir konur,“ segir Eitó að Gunnar hafi þá stungið upp á. „Og ég fór af stað og fann nóg af málverkum." Hvern skyldi undra annan en listamanninn? Konur hafa, jú, verið talsvert áberandi í list Errós allt frá upphafí og einna mest á síðustu ái-um. Frá mýkl fil hörku Gunnar bendir á athyglisverða breytingu sem orðið hefur á kvenímyndinni í meðfórum Errós. „í eldri verkunum eru þær fremur settar fram sem tákn um mýkt og sakleysi til mótvægis við harðneskju og grimmd. Svo gerist það fyrir um fjórum árum að ofurkonurnar fara að koma fram. Konur sem eru frjálsar og bjartsýnar, - færar um flest.“ Og þær „eru“ ekki bara í mynd- unum heldur þjóna þær ákveðnum tilgangi í frásögn málverksins, þeim aðstæðum sem iista- maðurinn hefur búið þeim með því að stilla sam- an ólíku rými, ólíkum tíma og ólíkum forsendum í einum og sama myndfletinum. „Það er líka at- hyglisvert að konur í verkum Errós eru alltaf mjög óraunverulegar,“ segir Gunnar. „Þar af leiðandi er Erró aldrei að lítillækka konur. Þess- ar myndir eni fremur táknrænar en raunveru- legar og þannig ná t.d. erótískar, og stundum jafnvel klámfengnar, konumyndh’ Errós aldrei að ganga fram af okkur. Til þess er fjarlægðin við veruleikann einfaldlega of mikil.“ Síðasta myndasería Errós nefnist Femme Fatal og þar eru ofurkonum teiknimyndasag- 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. MAÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.