Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Side 9
Islenskir rithöfundar hafa löngum
byrjað ferilinn á því að gefa sjálfir út
bækur sínar. Einar Már Guðmunds-
son gaf ungur að árum út sínar fyrstu
bækur, Sendisveinninn er einmana og
Er nokkur í kórónafötum hér inni?.
Mál og menning gaf þær síðar út sam-
an í einni bók. Þess eru líka dæmi að
höfundar hafi haft með sér samtök um að
gefa út bækur. Þannig hafa orðið til bókaút-
gáfur eins og Orðmenn, Andblær, sem
einnig gefur út samnefnt tímarit, og Nykur.
Höfundarnir sameina ki-afta sína, hjálpast
að við lestur prófarka og lesa saman upp úr
verkum sínum. Það hafa einnig komið fram
hugmyndir um að stofna samtök sjálfsút-
gáfuhöfunda. Þau gætu náð hagstæðari
samningum við prentsmiðjur og dreifingar-
fyrirtæki, haldið bókamarkaði og staðið fyr-
ir ýmiskonar uppákomum.
Það þarf að hella miklu bleki
Endurmenntunarstofnun og skólar á há-
skólastigi bjóða uppá námskeið í skapandi
skrifum og stuðlar það að aukinni útgáfu.
Þórður Helgason lektor við Kennaraháskól-
anum, sem hefur kennt ritlist í níu ár, telur
mikilvægt fyrir fólk sem stundar skapandi
skrif að sjá hugverkin sín á prenti. Þess
vegna hefur afraksturinn verið gefinn út í
framhaldi af hverju námskeiði hjá honum.
„Eg ráðlegg höfundum að láta aðra lesa yfir
fyrir sig handrit áður en þeir gefa þau út.
Það er gífurlega mikilvægt fyrir þá sem
skrifa að skrifa mikið og skera svo niður.
Menn verða að hella miklu bleki ef þeir
ætla sér að verða rithöfundar," segir Þórð-
ur. Hann hefur hvatt nemendur til að
gefa út bækur og margir hafa haldið út
á grýtta braut ritlistarinnar. Það er
ekki svo dýrt að gefa út bók, það
kostar um hundrað þúsund krónur
að láta prenta sextíu blaðsíðna bók
í kiljubroti. Flestir selja bækur sín-
ar á 1.000 til 1.500 krónur og því ætti að
vera frekar auðvelt að kljúfa kostnaðinn,
þótt menn selji aðeins vinum og kunningj-
um.
Vildi skapa mér frelsi
Um síðustu jól gaf Ingólfur Margeirsson
út bókina Sálumessa syndara; ævisögu Esra
Péturssonar geðlæknis. Með því að gefa
bókina út sjálfur vildi hann hafa ákveðið rit-
stjórnarlegt frelsi. „Esra er dálítið sérstak-
ur maður og ég vissi að hann væri tilbúinn
til að segja ákveðna hluti sem ég vildi að
kæmu fram í bókinni. Eg vildi ekki að ein-
hver útgefandi væri að skipta sér af því sem
í bókinni stæði.“ Ingólfur segist einnig hafa
viljað efna til umræðu, hann hafi verið með
efni í höndunum sem hann vildi koma á
framfæri.
Ingólfur segir að útgefendur greiði höf-
undalaun í tvennu lagi þegar ævisögur séu
gefnar út. Þannig hafi fjárhagslegar ástæð-
ur ráðið því að hann fór út í þetta ævintýri.
Hvorki framleiðslan né dreifingin sé dýr en
kostnaður hlaðist upp þegar byrjað sé að
auglýsa. „Heilsíða í Morgunblaðinu kostar
300.000 krónur. Það fer enginn af stað án
þess að kunna að kynna bókina. Svona bók,
260 blaðsíður í harðri kápu, þarf ekki að
seljast nema í 1.000 eintökum án auglýsinga
til að borga sig en þegar hún er auglýst fýrir
tvær milljónir þarf hún að seljast í 3.000 ein-
tökum til að útgáfan standi undir sér. Það er
sú sala sem þarf til að komast í 10. sæti á
metsölulistum.“
Ingólfur ráðleggur öllum sem ætla að fara
útí bókaútgáfu að skipuleggja sig vandlega,
áætla auglýsingakostnað, ákvarða dreifingu
og fjölda eintaka því það sé gífurlega dýrt að
liggja með bækur á lager.
Bestu bókmenntaverðlaunin
eru erð lesenda
Birgir Svan Símonarsson rithöfundur hef-
ur gefið út 19 bækur á tuttugu og tveim ár-
um. Hann segir að samskiptin við lesendur
séu nyög mikilvæg. „Það eru raunar einu
bókmenntaverðlaunin sem eru gild. Þegar
ég gaf út fyrstu bókina mína, Hraðfryst Ijóð,
eftir að hafa unnið í frystihúsinu í Neskaup-
stað, hringdu í mig strákar utan af sjó. Þeir
höfðu heyrt mig lesa í útvarpinu. Þeir höfðu
greinilega kunnað að meta það og voru að
þakka mér fyrir lesturinn. Það er mjög dýr-
mætt fyrir rithöfund að fá svona viðbrögð."
Birgir Svan segir það vera mikinn skóla í
samfélaginu að gefa út bók. „Þegar ég var
að byrja árið 1976 fór maður upp í útvarp og
fékk að lesa. Mér var sagt að lesa í 10 mínút-
ur en las í korter. Fyrir það fékk ég greitt
helming af útgáfukostnaðinum. Svo sér
SJALFSUTGAFUR
/ /
SIFELLT AUÐVELDARA ER AÐ UTBUA HUGVERK
TIL PRENTUNAR
EFTIR PÉTUR ST. ARASON
Það eru engin ný sannindi að íslendingar eru bóka-
þjóð. A hverju óri koma út u.þ.b. 1.500 titlar, þar af
eru um 70 Ijóðabækur, milli 230 og 240 skóldsögur,
og um 50 ævisögur. Það færist hins vegar í vöxt ó tím-
um örra tæknibreytinga að rithöfundar gefi verk sín út
sjólfir. Hér er litið ó sjólfsútgófu og rætt við höfunda
sem vilja vera óhóðir stóru forlögunum.
maður hvernig fræðingamir skríða allstaðar
inn. Nú er svo komið að ef maður á að eiga
einhverja möguleika á að kynna verk sín
verður það að vera í einhverskonar rabbi.
Svo er kannski sagt við mann, geturðu ekki
lesið eitthvað stutt.“
Með því að gefa bækur sínar út sjálfur
ræður höfundur ásýnd bókanna, en það er
oft misbrestur á að bækur séu smekklega úr
garði gerðar. Birgir Svan hefur ávallt gætt
þess að bækur hans líti vel út og fengið lista-
menn til að teikna kápu. Sjálfsútgáfuhöf-
undar eru einnig í betri tengslum við lesend-
ur sína en höfundar sem gefa út hjá forlög-
um. Höfundamir ráða því hvenær bækur
þeirra koma út. Útgefendur vilja oft geyma
bækur í meira en ár og höfundur fær engin
ritlaun á meðan. Þess em dæmi að útgef-
endur hafi tekið bók til útgáfu, geymt hana í
ár og hafnað henni síðan, með þeim orðum
að þeim litist vel á bókina en þeir þurfi fyrst
og fremst að hugsa um þá höfunda sem þeir
hafi þegar á sínum snæmm.
Birgir Svan segir það áfall að kynnast því
hvemig dagblöðin hafi breyst. Áður hafi
hann komið með fréttatilkynningu á blöðin
og verið snaraður í viðtal. Núna sé nánast
vonlaust fyrir sjálfsútgáfuhöfund að fá birt
við sig viðtöl. Bækur sem höfundar gefi út
sjálfir fái yfirleitt mun verri dóma en hinar.
Það virðist fyrirskipað að vera ekkert að
púkka uppá þá sem ekki kaupa auglýsingar.
Það hefur verið sagt að munurinn á að gefa
bækurnar sínar út sjálfur og að gefa bækur
út hjá forlagi sé að hjá forlögunum sé
áhersla lögð á að kynna höfundinn. Forlögin
leiti eftir höfundum sem þau geti markaðs-
sett á einhvern hátt og þá skiptir máli ímynd
höfundar og ættemi hans.
Í samkeppni við bókaforlögin
Eitt er að skrifa bók og gefa hana út.
Annað er að dreifa henni til kaupenda. Höf-
undar hafa ýmist séð um að dreifa bókum
sínum sjálfir eða fengið forleggjara til að
gera það fyrir sig. Það hefur þá hættu í för
með sér að forlögin sinni dreifingunni með
hangandi hendi. Höfundar sem gefa út sjálf-
ir em oft í samkeppni við stóm bókaforlögin
sem eiga sitt pláss í verslunum. Þetta er sá
þáttur útgáfunnar sem er hvað erfiðastur.
Samkvæmt upplýsingum frá félagi íslenskra
bókaútgefenda em í landinu 93 bókabúðir.
Það segir sig sjálft að mikið verk er að
skrifa reikninga og hafa samskipti við alla
þessa aðila. Ingólfur Margeirsson fékk fyr-
irtækið Mál og mynd til að dreifa Sálumessu
syndara sem fyrirtæki hans, Hrísey, gaf út.
„Þeir sáu um að mkka bóksalana, skrifa út
reikninga og annað slíkt.“
Birgir Svan segist hafa farið með fyrstu
bók sína í flestar bókabúðir í Reykjavík. í
fyrstu hafi það ekki verið neitt mál því búð-
imar vom svo fáar; átta eða tíu. Þetta verð-
stríð sem núna er í gangi geri það að verk-
um að verð á bókum breytist dag frá degi.
Þannig em höfundar sem gefa út bækurnar
sínar í miklum vandræðum þegar kemur að
því að verðleggja þær. „Þegar ég gaf út
Ferð mín góð fyrir síðustu jól, hafði ég hana
200 krónum dýrari en ljóðabók Sigurðar
Pálssonar, Ljóðlínuspil. Þegar verðstríðið
byrjaði lækkaði bókin hans Sigga en mín
stóð í stað. Þetta er svona risaslagur þar
sem ákvarðanir em teknar á skrifstofum,"
segir Birgir Svan.
Áður réðu forleggjararnir einir verðinu
og gáfu bókabúðunum 20% afslátt af því
verði sem þeir ákváðu. Þegar Bónus og
Hagkaup fóm í slaginn sprakk verðlagskerf-
ið í loft upp. Ingólfur Margeirsson segir að
stóm forlögin setji markið við 40% afslátt.
„En svona sjóræningjar eins og ég og fleiri
sem eiga allt okkar undfr einni bók höfum
ekki efni á að segja nei, þegar Jóhannes í
Bónus birtist með tékkann og býðst til að
kaupa svo og svo margar bækur gegn stað-
greiðslu og biður svo um helmingsafslátt.“
Ein afleiðing verðstríðsins er sú að forlögin
missa stjórnina á bókamarkaðnum og hlutur
höfunda verður minni. Þess vegna gerði Rit-
höfundasambandið samning við forlögin um
að þau greiði rithöfundum ákveðna prósentu
af forlagsverði í ritlaun.
Leshús á vefinn
I bakhúsi við Bókhlöðustíg er Leshús.
Vinnustofa og útgáfuforlag Þorgeirs Þor-
geirsonar rithöfundar. Hann hóf bókaútgáfu
árið 1988, og byggði yfir hana á seinasta ári.
Forsagan að útgáfustarfseminni er að hann
lenti í málaferlum árið 1983 eftir að hafa
skrifað greinar í Morgunblaðið um lögreglu-
ofbeldi. Fyrir þau skrif var hann saksóttur,
á grundvelli 108. greinar almennra hegning-
arlaga sem var sett árið 1853 og hefur geng-
ið undir nafninu böðulsákvæðið. Árið 1988
ákvað Þorgeir svo að gefa út ritgerðarsafn
sem var að hluta til greinargerð hans fyrir
meiðyrðamálinu, sem þá stóð sem hæst. „En
vitaskuld vildi enginn „heiðvirður" útgefandi
standa að þeirri útgáfu. Eg varð því að ann-
ast útgáfuna sjálfur," segir hann.
Þessi útgáfa stóð undir hluta af kostnaðin-
um við málareksturinn í Strasborg eftir að
Hæstiréttur staðfesti dóm Sakadóms
Reykjavíkur yfir Þorgeiri. En Þorgeir segist
ekkert skilja í því hvemig íslenskir blaða-
menn hafi getað búið við 108. greinina allan
þennan tíma. Eftir að hann vann mál sitt
gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttinda-
dómstóli Evrópu var þessi lagagrein numin
úr gildi, Mannnréttindasáttmáli Evrópu lög-
tekinn hér á landi að ráði nefndar sem skip-
uð var af dómsmálaráðherra í kjölfar Stras-
borgardómsins og stjómarskránni var síðan
breytt í framhaldi af löggildingu sáttmálans.
Þorgeir er núna að koma sér upp vefsíðu til
að gefa verk sín út. Það stendur til að fmm-
útgefa eina bók í vor en einnig ætlar hann að
gefa út þýðingar á vefnum á tveim tungu-
málum; íslensku og öðm máli. Þorgeir hefur
bæði þýtt mikið og verið þýddur á önnur
tungumál. „Á síðunni verður m.a. texti fjög-
urra útvarpsleikrita minna, sem til em á
kassettum, leikin af stórmeisturam okkar í
útvarpsleik. Þegar texti verkanna verður
kominn á netið er þetta tilvalið kennsluefni
fyrir útlendinga sem em að læra íslensku.
Það er verið að gera tilraun með þetta við
háskólann í Lyon í Frakklandi. Þeir sem em
að læra íslensku út um allan heim geta
fengið texta á vefnum. Það er stefht að því
i að gefa endurskoðaða gerð af Tataraþul-
I unum eftir Lorca; í tvítyngdri útgáfu, út á
|| netinu. Textinn í þessu formi er góður
grundvöllur undir vandaða prentútgáfu.
Eins er líka hægt að gefa út veggspjöld
með því að setja bara inn myndir. Eg er
með áform um það, því Lorca var ekki
bara gott skáld, hann var líka frábær
málari.“ Það er fólk út um allan heim
að læra íslensku og fullt af fslendingum
að læra erlend tungumál. Þetta fólk hef-
ur gagn af tvítyngdum útgáfum. Hann
segir að vefútgáfan sé spennandi, hún
sé svo hljóðlát, lesandinn sitji og skoði
bara það sem hann vilji, laus við auglýs-
ingaflóðið. „Þetta er líka svo dásamlega an-
arkískt form á útgáfu. Það skipar manni
enginn fyrir verkum.“ Þorgeir segist hafa
áform um að gefa út dálítið tímarit á vefn-
um, „Gagn og gaman“ á það að heita. Kæmi
til að einhverjum líkaði ekki það sem stend-
ur í tímaritinu getur hann einfaldlega beðið
um að því sé kippt út í stað þess að reiða upp
refsivönd einhverra miðaldaákvæða. En
hann segir að sannleikanum yrði náttúrlega
aldrei kippt út.
Þorgeir er að yfirfara þýðingar sínar.
„Þessi vefútgáfa gerir allar leiðréttingar og
alla endurskoðun svo miklu auðveldari.
Hætt við að Þórbergur hefði kunnað að
meta þennan útgáfumáta, hann var enda-
laust að endurbæta textana sína, eins og
menn eiga að gera, en í prentverkinu þurfti
að rífa af honum textann, hálfnauðugum.
Höfundaréttur er vel verndaður á netinu,
það er auðvelt að hafa eftirlit með því ef ein-
hver ætlar að stela hugverki til útgáfu, en á
hinn bóginn ekki nema sjálfsagt að verk
manns séu ókeypis til afnota fyrir fræði-
menn. Þess vegna gefur maður skoðunar-
réttinn c-merkir textann. Þjófar em illa
settir á netinu því það má sjá upp á sekúndu
hvenær þeir hafa farið inn á viðkomandi
síðu, og tölvan geymir það. Ég sé fyrir mér
að höfundar verði sínir eigin útgefendur.
Hann þarf ekki annað en vinnustofu og tæki
til að vista hugverkin sín. Þetta gæti farið að
minna á verkstæði iðngildanna hér áður
fyrr.“
Hœtt við að Þórbergur
hefíi kunnað að meta
pennan útgáfumáta,
hann var endalaust að
endurbæta textana sína,
eins og menn eiga að gera,
en íprentverkinupurfti
að rífa af honum textann,
hálfnauðugum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. MAÍ 1998 9