Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1998, Blaðsíða 7
ins? Og er það ekki vegna þess að hún gefur nánast samband við hrynjandina, sem virðist standa bak við alla hluti." Sú aðferð Harðar að bera abstrakt tjáningarform í myndlist saman við tónlist var velþekkt úr ritum helstu frumkvöðla abstraktlistarinnar. í grein sinni, „Nonfígúratív list", sem birtist í Birtingi árið 1955 greip Þorvaldur Skúlason til sama ráðs og líkti starfi málarans við starf tónskáldsins. Með því vildi hann leggja áherslu á að málar- inn ynni á grundvelli tilfmningar sinnar fyrir og skilnings á eigindum myndlistarinnar, þ.e. formum og litum, eins og tónskáldið sem þekkja verður öll hljóðfæri hljómsveitarinnar út í ystu æsar. í greininni fjallaði Þorvaldur á skilmerkilegan hátt um ýmis grundvallaratriði abstraktlistar og gerði skýran greinarmun á henni og því sem hann kallaði natúralíska list. Eins og aðrir formælendur hinnar geó- metrísku abstraktlistar lagði hann áherslu á byggingu „nonfígúratíva málverksins" sem hann sagði vera sköpun málarans í einu og öllu og túlka „innri sjón hans á liti og form." Enn fremur lagði hann áherslu á að losa þyrfti lit- ina við tengingar við það sem menn þekktu úr umhverfinu til að komast að eðli þeirra og eig- in merkingu. í grein sinni kom Þorvaldur einnig inn á hugmyndir sem rekja má til kenn- inga Mortensens um málverkið sem rými, þar sem hann talaði um að formin ættu sitt sér- staka rúm og væru misjafnlega opin og lokuð. Á sama hátt benti hann á mismunandi áhrif litanna á skynjun manns, en í þeim samleik forma og lita á fleti sagði hann felast „rúm og dýpt hinnar nonfígúratívu myndar, sprottin úr formkennd og hugsun málarans." Um það leyti, sem grein Þorvalds birtist, hafði geó- metrísk abstraktlist náð að skapa sér traustan sess í íslenskri myndlist. Listamennirnir, sem höfðu verið í París um og eftir 1950, voru flest- ir komnir heim og höfðu myndað ákveðna fylk- ingu um hina nýju stefnu í íslensku myndlist- arlífi. Skýrust teikn um heimkomu þeirra voru sýningar sem komu í kjölfar síðustu Septem- bersýningarinnar veturinn 1952-53. Meðal þeirra, sem efndu til einkasýninga þann vetur, voru Gerður Helgadóttir, Eiríkur Smith, Karl Kvaran og Valtýr Pétursson, en listmálararnir þrír höfðu allir átt geómetrísk verk á Septem- bersýningunni. Á næstu árum rak hver sýn- ingin aðra, jafnt einkasýningar sem samsýn- ingar, þar sem listamenn sýndu aðaliega geó- metrísk abstraktverk, og má segja að svo hafi verið næstu fimm til sex árin.. Gerður Helga- dóttir var meðal þeirra listamanna, sem fyrst- • ir tileinkuðu sér geómetríska myndgerð, og gerðist hún brautryðjandi á því sviði í ís- lenskri höggmyndalist. Skiptu þar miklu kynni hennar af járnverkum Roberts Jacob- sens sem urðu til þess að hún sagði skilið við klassíska uppbyggingu þegar árið 1951 og fór þess í stað að vinna að gerð massalítilla og op- inna járngrindarverka. Gerður settist að í París og var mjög virk í myndlistarlífi þar. Jafnframt tók hún virkan þátt í að ryðja geó- metrískri abstraktlist braut hér á landi með þátttöku í sýningum og hafði áhrif á íslenska myndhöggvara, svo sem Ásmund Sveinsson, sem eftir það vann að jafnaði með konstrúktífa formgerð í verkum sínum. Haustið 1953 efndi Þorvaldur Skúlason til einkasýningar í Listamannaskálanum og sýndi þar eingöngu geómetrísk verk. Þorvaldur hafði farið sér hægar í átt að geómetrískri abstraksjón en félagar hans, sem voru mun yngri, og voru abstraktverk hans í fyrstu var- færnisleg og einkenndust af lágstemmdum jarðlitum. Kynni hans af verkum Magnellis og Vasarelys í París 1950-51 leiddu til flóknari formgerðar þai' sem láréttum og lóðréttum litaflötum var teflt á móti oddhvössum form- um jafnframt því sem fletirnir mynduðu ákveðna lagskiptingu. Með því móti skapaðist margrætt myndrými þar sem fletirnir ýmist leituðu fram á við eða drógust saman fyrir augum áhorfandans. Var þetta samspil forms og litar, sem átti eftir að einkenna geómetrísk abstraktverk Þorvalds, í fullu samræmi við þær hugmyndir sem hann setti fram í ræðu og riti. Verk þeirra íslenskra listmálara, sem að- hylltust geómetríska abstraksjón, báru fiest áþekk heildareinkenni, svo sem auðsæja bygg- ingu, vel aðgreind form og hreina liti og slétta yfirborðsáferð án persónulegrar pensilskrift- ar, og var það í samræmi við hinar formalísku hugmyndir í franskri abstraktlist eftirstríðs- áranna. Innan þess ramma mátti hins vegar greina tvær meginformgerðir, annars vegar hið flókna myndrými sem telst til helstu ein- kenna geómetrískrar abstraktlistar eftir- stríðsáranna og hins vegar einfalda formgerð þar sem lögð er áhersla á flatarkennd og rekja má til konkretisma 4. áratugarins. Flókið myndrými einkenndi verk manna eins og Val- týs Péturssonar, Harðar Ágústssonar og Benedikts Gunnarssonar auk Þorvalds Skúla- sonar. Voru verk Valtýs gjarna byggð út frá ákveðinni formgerð með ýmsum tilbrigðum þar sem litafletir voru látnir skarast og við það kalla fram tilfinningu fyrir rými og hrynjandi. HJÖRLEIFUR Sigurðsson: Máiverk, 1955-56. HÖRÐUR Agústsson: Stóraborg, 1954. KARL Kvaran: Án heitis. Formgerðin í verkum Harðar var mun flókn- ari og rýmið margræð- ara. Hann hafði snemma fengið áhuga á formfræði og á grundvelli formathug- ana leitaði hann ein- faldleika bæði í formi og lit. Einkenndust mörg geómetrísk verk hans frá 1953-54 af sparneytni í lit, jafn- framt því sem dökkir litir og sterk ljósbrigði kölluðu fram víddir á fletinum. Verk þeirra Hjörleifs Sigurðsson- ar, Karls Kvarans, Ei- ríks Smiths og Nínu Tryggvadóttur voru hins vegar í ætt við konkretismann. Helstu einkemú þeirra voru skýr formgerð og heilir, blæbrigðalausir litafletir sem kölluðu fram sterka flatar- kennd. Af þeim voru verk Hjörleifs hrein- ræktuðust flatamál- verk þar sem lögð var áhersla á hinn tvívíða flöt og unnið með inn- byrðis virkni horn- réttra litaflata. Sama formalíska hugsun lá að baki konkretverkum Karls Kvarans. Þar vottaði hins vegar fyrir lagskiptingu án þess að dregið væri úr flatarkennd. Einkenndust verk hans á tímabili af þéttriðnu neti hornréttra lína á einlitum fleti, en þá formgerð þróaði hann áfram í gvassmyndum sem einkenndust af sterkri grind í dökkum eða svörtum lit á móti geómetrískum formum í lágstemmdum litum. Það hefur þótt vera til marks um að geó- metríska abstraktlistin hafi fljótt náð fótfestu í íslenskri myndlist að árið 1953 voru haldnar tvær stórar samsýningar undir formerkjum hennar í Listamannaskálanum í Reykjavík. Var önnur að vori, en hin að hausti. Á Vorsýn- ingunni áttu verk þau Asmundur Sveinsson, Benedikt Gunnarsson, Gerður Helgadóttir, Guðmunda Andrésdóttir, Hjörleifur Sigurðs- son, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason, en á Haustsýningunni þeir Eiríkur Smith, Hörður Ágústsson, Karl Kvaran og Sverrir Haraldsson, auk Svavars Guðnasonar (1909- 1988) sem var gestur sýningarinnar. Af þess- um tveim sýningum var Haustsýningin hrein- ræktuðust, ef svo má að orði komast, en hún var fyrsta sýningin hér á landi þar sem ein- göngu voru sýnd geómetrísk abstraktverk. Þar flutti Hörður Ágústsson, aðalhvatamaður sýningarinnar, ræðu við opnunina eins og fyrr er getið og efnt var til kynningar og umræðna um myndlist. Svavar Guðnason, sem áður hafði verið boð- beri sjálfsprottinnar tjáningar, þróaði mynd- gerð sína í átt að flatamálverki laust eftir 1950. Hefur Halldór Laxness orðað það svo að hann hafi gegnt sinni geómetrísku herskyldu. Geómetrísk verk hans báru samt sem áður ög- uðum vinnubrögðum vitni og einkenndust af einfaldri formgerð og næmu litaspili sem teflt var þar á móti. Svavar vann með litinn um- fram formið sem tjáningarform og nýtti sér mismunandi efnisáferð sem tjáningarmiðil, enda þótt slíkt bryti í bága við það sem við- gekkst í geómetríska málverkinu. Geómetríska abstraktlistin var orðin ráð- andi stefna í íslenskri myndlist um miðjan 6. áratuginn og má fullyrða að fáar listastefnur hafi náð jafn sterkum tökum á heilli kynslóð listamanna. Gengu flestir listamenn, sem komu fram á sjónarsviðið í iok 5. áratugarins og byrjun þess 6., til liðs við hana og unnu undir formerkjum hennar í lengri eða skemmri tíma. Meðal þeirra yngstu sem til- einkuðu sér geómetrískt myndmál voru Bragi Ásgeirsson og Hafsteinn Austmann sem komu fram undir lok þess skeiðs sem geómetrían var ráðandi stefna. Líklegt má telja að ein ástæða hins mikla fylgis hennar hafi verið sú að geómetrískt myndmál hafi virst alþjóðlegt og frjálst í senn, jafnframt því sem menn töldu sig geta tengt það rökhugsun og uppbyggingu sem var í samræmi við nútímalega hugsun að margra mati. Þar að auki mun orðræðan sem um hana skapaðist, þar sem formalískar hug- myndir um hið eiginlega gildi listaverka voru reifaðar, hafa haft hvetjandi áhrif á listamenn. Geómetríska abstraktlistin höfðaði hins vegar til lítils hóps í samfélaginu og braut í bága við hugmyndir flestra annarra um hvað list væri. Listamennirnir seldu lítið og sumir ekkert, ef það er mælikvarði á hvaða augum menn litu verk þeirra. Samstaða þeirra var hins vegar mikil sem gat leitt til þess að margir þeirra gerðust dómharðir í garð þeirra sem aðhyllt- ust aðrar stefnur í myndlist. Að mati Valtýs Péturssonar var sú harka nauðsynleg til þess að festa módernismann í sessi hér á landi. í því sambandi er vert að minna á viðtal sem Thor Vilhjálmsson rithöfundur hafði við Nínu Tryggvadóttur árið 1955. Þar gagnrýndi hún það forræði geómetríunnar hér á landi og benti á að til væri fjöldi annarra stefna í París sem vert væri að gefa gaum, svo sem „org- anísk" abstraktlist. Átti hún þar við ljóðræna abstraktlist sem hún var sjálf farin að hallast að. í viðtalinu við Nínu kemur fram að ekkert rúm hafi verið í íslensku listalífi fyrir nema eina listastefnu sem allir fylgi. Ári síðar sendi Hörður Ágústsson Birtingi bréf frá París þar sem hann sagði frá því sem þar bar hæst í heimi lista og minntist á hina ljóðrænu abstra- kjón sem andstæðu við þá geómetrísku. Af grein hans má þó finna að hann hefur haft efa- semdir um hina nýju stefnu. Hér á landi sem annars staðar voru fylgismenn geómetrísku abstraksjónarinnar fullir efasemda um hina ljóðrænu abstraksjón og enn frekar tassis- mann. Kom sú afstaða mjög vel fram í Wðtali sem Björn Th. Björnsson hafði við Karl Kvar- an árið 1958 og birtist í Birtingi. Þar sagði Karl að myndlistin yrði að skapast af tilfinn- ingunni sem málarinn hefði fyrir hlutunum og af dómgreind hans, en ekki tilviljun einni sam- an. Átti hann þar við tassismann sem þá var farinn að gera vart við sig í íslenskri myndlist, en þetta sama ár hélt Kristján Davíðsson sýn- ingu á abstrakt-expressjónískum verkum í Bogasal Þjóðminjasafhsins sem talin er hafa markað upphaf endaloka geómetríska tíma- bilsins í íslenskri abstraktlist Höfundurinn er listfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. SEPEMBER 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.