Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1998, Qupperneq 11
ESALINGARNIR eftir Victor Hugo í leikgerð og leikstjórn Gunnars R. Hansen. Einar er lengst til
hægri á myndinni í hlutverki Enjolvas.
:RUMRAUN Einars sem leikstjóra var óperan Miðillinn eftir Gian-Carlo Menotti. Steindór Hjör-
leifsson, Guðmunda Elíasdóttir og Þuríður Pálsdóttir í hlutverkum sínum.
TEHÚS ágústmánans, sem Einar leikstýrði í Þjóðleikhúsinu 1956, varð vinsæl sýning. Lárus
Pálsson og Valur Gíslason í hlutverkum sínum.
tundum en án allrar geðvonsku. Ég man eftir
ví einu sinni fyrir sýningu á Einkalífi að hann
ar að tjaldabaki og hamaðist mikið, hljóp á
taðnum o.þ.h. Aðspurður sagðist hann vera að
ita sig upp. „Byggja, byggja, bang,“ sagði
ann og hamaðist áfram.“ Þessi setning varð
eyg í leikhúsinu og var kennd við hann löng-
m síðar og höfð til marks um ákafa hans við
úkstjórn gamanleikja.
Tvö frumsamin leikrif
Eftir Einar liggja tvö leikrit sem hann samdi í
yrjun sjöunda áratugarins. Hið fyrra, einþátt-
ngurinn Trillan, hlaut fyrstu verðlaun í leikrita-
amkeppni sem Menningarsjóður efndi til 1961
n hefur aldrei verið sviðsett. Þremur árum síð-
r flutti Leikfélag Reykjavíkur leikþátt hans
Irunnir kolskógar á listahátíð 1964 sem Banda-
ig íslenskra listamanna efndi tO. Þetta leikrit
ar svo tekið upp og flutt í Ríkisútvarpinu 1978.
„Einar átti óskaplega auðvelt með að skrifa og
g var oft að hvetja hann til að skrifa meira af
íikritum. En hann sagðist ekki hafa áhuga á því
g vildi ekki eyða dýrmætum tíma sínum í það,“
egir Þuriður Pálsdóttir. Einnig þýddi Éinar
okkuð af leikritum, m.a. gamanleikina Dorothy
eignast son (LR 1951) og Inn og út um gluggann
(LR 1955) og einþáttunginn Hæ, þarna úti (LR
1957) eftir William Saroyan.
Stuttur leikferill
Ferill Einars sem leikara varð ekki langur,
því hann lék sitt síðasta hlutverk 1953 og voru
þá einungis fimm ár liðin frá því hann lauk námi.
Stærsta hlutverkið, Elyot Chase í Einkalífi
Noels Coward, lék hann í Þjóðleikhúsinu vorið
1953 í leikstjórn Gunnars R. Hansen. Hlutverk
Einars hjá Leikfélaginu urðu sjö talsins og virð-
ist sem hann hafí lagt leikinn á hilluna um svipað
leyti og hann fór á verulegt skrið sem leikstjóri.
Sitt fyrsta hlutverk hjá LR lék hann 1949,
Mosco í Volpone og síðan Fortinbras í Hamlet.
Næsta ár lék hann einnig þrjú hlutverk, í Marm-
ara Guðmundar Kambans, í Önnu Pétursdóttur
og í gamanleiknum Dorothy eignast son. Næst
lék hann leikárið 1952-53 í eigin uppfærslu á
Góðir eiginmenn sofa heima og sitt síðasta hlut-
verk hjá LR lék hann sama ár í rómaðri upp-
færslu Gunnars R. Hansen á Vesalingunum eftir
Victor Hugo. Nokkru fyrr hafði hann leikið hlut-
verk í Konu ofaukið í Þjóðleikhúsinu, auk Elyots
í Einkalífí sem áður var nefnt.
ERLINGUR Gíslason og Róbert Arnfinnsson í hlutverkum bræðranna Edmunds og Jamie Tyrone
í Húmar hægt að kveldi eftir Eugene O’Neill, sem Einar leikstýrði í Þjóðleikhúsinu 1959.
Sem áður sagði leikstýrði Einar eingöngu
gamanleikjum hjá Leikfélaginu ef undan er skil-
in óperan Miðillinn. Leikfélagið var á þessum ár-
um sem og löngum síðai’ háð tekjum af aðgöngu-
miðasölu og því vai’ stöðugt verið að reyna að
finna gamanleiki sem líklegh’ þættu til vinsælda.
Einar þótti sérlega laginn við sviðsetningu
þeirra. „Hann er líklega einn besti leikstjóri
farsa sem við höfum eignast, en farsaleikstjórn
er gríðai-legur vandi og fáum gefínn,“ segir
Sveinn Einarsson. Einar virðist sjálfur ekki hafa
verið alls kostar sáttm- við sinn hlut og sótti fast
að fá annars konar verkefni til leikstjómar,
dramatísk verk sem reyndu meira á listræna
hæfíleika hans. Grípum niður í Aidarsögu Leik-
félags Reykjavíkur þai’ sem segir frá samskipt-
um Einars við stjórn Leikfélagsins og hverjar
málalyktir urðu.
Bitastseðari leikrit
„Þrátt fyrir góð tök á hlátursleikjum hafði
Einar Pálson ekki ótakmarkaðan áhuga á þeim,
hugurinn stefndi hærra. Hann vildi setja metn-
aðarfyllri sýningar á svið enda sýnt hvers hann
var megnugur með Miðlinum og í framhaldinu
átt von á því að fá fleiri viðamikil og krefjandi
verkefni hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þar kom að
hann setti hnefann í borðið og ritaði stjórninni
bréf síðla árs 1954, sagðist „á undanfornum ár-
um hafa afsalað sér oft á tíðum uppsetn(ingum)
á viðamiklum verkefnum til Gfunnars R.) Han-
sen og sjálfur tekið önnur, síður vænleg til
þroska eður álitsauka.“ Nú vildi hann vita hver
staða sín hjá félaginu væri. Miklar bollalegging-
ar urðu um málið í stjórn og næstu vikur var
reynt að fínna á því lausn, stundum urðu um-
ræður heitar. Niðurstaðan varð uppfærsla á
tveimur gamanleikjum sem hvorugur gekk vel
(Inn og út um gluggann og Kvennamál Kölska).
Haustið 1955 settist Einar síðan á rökstóla með
stjórn Leikfélagsins til að ræða af alvöru fram-
tíðarstörf sín. Þar óskaði hann eftir því að fá
fastan samning um það hvað hann ætti að gera
hjá félaginu á því leikári sem var nýhafíð. Þetta
gat stjórnin ekki samþykkt en bauð honum enn
á ný gamanleik sem ágóðavon væri í þar sem
fjárhagsástand félagsins væri bágborið. Hins
vegar mætti hann búast við að fá annað leikrit
síðar á vetrinum. Einar sætti sig illa við þessa
tillögu, „talaði um að Gunnari (R) Hansen væru
falin öll veigameiri verkefni hjá L(eikfélagi)
R(eykjavíkur) en hann fengi ekkert nema far-
sauppsctningar. “ Hann vildi a.m.k. eitt „gott
verkefni" á leikárinu.
Áfram var haldið samningaumleitunum og á
miðju leikárinu bauð stjómin Einari að stjórna
gamanleik sem hann afþakkaði. Einar rak eigin
málaskóla og kvaðst tapa svo miklu fjárhagslega
á því að láta af störfum þar að hann gæti ekki
fórnað því nema fyrir veigamikið verkefni. Auk
þess væru sér boðin annars staðar þau verkefni
og kjör sem freistuðu meir. Stjórn félagsins
kvaðst ekki treysta sér til að setja upp leikrit að
svo stöddu nema sem fjárvon væri í. Samskipt-
um Einars Pálssonar leikstjóra og stjórnar
Leikfélagsins var þó ekki alveg lokið því hann
bauðst til þess snemma árs 1956 að setja á svið
fyrir félagið leikritið Regn eftir sögu Somerseth
Maugham en stjórnin tók ekki því tilboði. Þar
með hætti Einar Pálsson leikstjórn fyrir Leikfé-
lag Reykjavíkur, listrænum metnaði hans var
ekki fullnægt til lengdar með gamanleikjum og
fórsum.“ (LR - Aldarsaga 243-44.)
Þjóðleikhús og útvarp
Ekki eru allir tilbúnir að fallast á þá skýringu
sem hér er sett fram um brotthvarf Einars frá
Leikfélaginu. „Ég heyrði aldrei talað um að
ágreiningur hans við stjórn Leikfélagsins hafi
verið mjög djúpstæður,“ segir Sveinn Einars-
son. Þuríður systir Einars telur einnig að
ágreiningur Einars og stjórnar Leikfélagsins
hafi ekki ráðið úrslitum um hverja stefnu hann
tók næstu árin. Öllu heldur má segja að sam-
stai-f Einars og Leikfélagsins hafi smám saman
mnnið út í sandinn á þessum árum. Engum dyr-
um hafi verið lokað, heldur hafi með tímanum
komið í Ijós að ekki yrði úr frekara samstarfi.
„Hann vann í Þjóðleikhúsinu og fyrir útvarpið í
mörg ár eftir þetta," segir Þuríður.
Afskiptum Einars af leiklist var sumsé
hvergi nærri lokið þó hann ætti ekki eftir að
starfa frekar með Leikfélag Reykjavíkur.
Næstu þrjú árin starfaði hann að leikstjórn við
Þjóðleikhúsið og setti þar upp þrjár sýningar.
Tehús ágústmánans (1956) sem varð mjög vin-
sæl sýning. Haust eftir Kristján Albertsson
(1958) og Húmar hægt að kveldi eftir Eugene
O’Neill (1959). Einar hafði einnig unnið talsvert
sem leikstjóri útvarpsleikrita og hélt því áfram
til ársins 1963. Óhætt er að álykta að listrænum
metnaði Einars til leikstjórnar dramatískra
verka hafi verið fullnægt með þeim verkefnum
sem hann tók að sér fyrir Þjóðleikhúsið og Rík-
isútvarpið. Því verður að leita annarra skýringa
á því hvers vegna hugur hans snérist smám
saman í aðra átt. Um ástæður þess að Einar
hvarf að lokum alveg frá leiklistinni segir
Þuríður Pálsdóttir margt hafa komið til. „Ég
held að hann hafi aldrei kunnað almennilega við
sig í því andrúmslofti sem stundum þrífst í leik-
húsinu. “ Steindór Hjörleifsson tekur undir
þetta og bætir við: „Ég hafði alltaf á tilfinning-
unni að leiklistin ætti ekki hug Einars allan.
Það kom mér því ekki beinlínis á óvart að Einar
skyldi hverfa af vettvangi leiklistarinnar og
snúa sér að öðru.“
Þetta skýrist enn betur þegai’ haft er í huga
að töluvert löngu áður en Einar hætti beinum af-
skiptum af leiklistinni hafði hann stofnað Mála-
skólann Mími (1953) og i’ak hann óslitið til 1982.
Einar sökkti sér einnig niður í fræðistörf og í
meira en 30 ár fékkst hann við rannsóknir og rit-
störf með aðaláherslu á fornfræði, miðaldafræði
og táknmál goðsagna. Hélt hann íyi’irlestra um
þessi mál bæði heima og erlendis og ritaði fjölda
bóka bæði á íslensku og ensku, m.a. ritsafnið
Rætur íslenskrar menningar , sem út kom á ár-
unum 1969-81 í ellefu bindum. Árið 1995 var
Einar sæmdur fálkaorðunni fyrir fræðistörf.
Einar Pálsson lést hinn 30. október 1996 tæp-
lega sjötíu og eins árs að aldri.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 17. OKTÓBER 1998 1 1