Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Síða 4
KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari í hlutverki Calafs prins í uppfærslunni á Turandot í Peking. Með honum á myndinni eru óperusöngvararnir Sharon Sweet og Aldo Bottion. SÖGULEG OPERU- SÝNING í PEKING EFTIR SIGURÐ A. MAGNUSSON Hér gerðist sögulegur atburður: Fyrsta óperusýning sög- unnar í Borginni forboðnu. Flutt var óperan Turandot eftir Puccini og í öðru aðalhlutverkinu var Kristjón Jóhannsson. »1 ZUBIN Mehta ZHANG Yimou SHARON Stone BARBARA Hendricks KVÍÐVÆNLEGT var að eiga fyrir höndum níu tíma óslitið flug frá Kaupmannahöfn til Peking eftir þriggja tíma bið á flugvellinum í Kastrup, sem reyndar lengdist um hálfan þriðja tíma vegna seinkunar. Þarvið bættist sex stunda tímamunur, þannig að ekki yrði komið til Peking fyrren næsta morgun. Tíminn reynd- ist þó líða furðufljótt, meðal annars vegna þess að á sjónvarpsskjánum mátti fylgjast með tölvumynd af flugleiðinni og sjá hvar við vorum stödd hverju sinni. Aukþess var í vél- inni sjö manna hópur íslenskra ferðalanga að leggja uppí þriggja vikna kynnisför um Kína. Einn úr þeim hópi lenti við hliðina á mér, þægilegur og viðræðugóður ferðafélagi. Þeg- ar upp var staðið í Peking kom í Ijós að í vél- inni var níundi íslendingurinn ásamt sænskri konu sinni, Reynir Böðvarsson jarð- skjálftafræðingur, búsettur í Uppsölum. Var hann kominn til borgarinnar í boði kínversku jarðskálftastofnunarinnar til að flytja fyrir- lestra um sérsvið sitt fyrir þarlenda starfs- bræður. Á flugvellinum tóku á móti okkur hjónin Ming og Ragnar Baldursson og skiptu með sér verkum: Ming tók að sér ferðahópinn, en Ragnar ók mér heim til sendiherrahjónanna, Ólafs Egilssonar og Rögnu Ragnars. Gestris- ið og hlýlegt heimili þeirra var kærkomið at- hvarf meðan dvalist var í Peking. - Ekki var til setunnar boðið, því von var á einum tíu há- degisverðargestum innan þriggja tíma. Eg reyndi að festa blund, en langvinn þreyta og röskun á tímaskyni ónýttu þá tilraun. Boðið var hinsvegar svo afslappað og skemmtilegt að þreytan hvarf um sinn. Meðal gesta voru Anthony J. Hardy ræðismaður íslands í Hong Kong og kona hans, sem er listfræðingur, og hljómsveitarstjórinn Jósef Fung ásamt mongólskri konu sinni. Jósef er íslenskur rík- isborgari og hefur búið á íslandi, en er nú sestur að í Kína og veitir forstöðu hljómsveit sem nefnist „Chinese Virtuosi". Samræður undir borðum snerust um marg- vísleg efni, en greinilega var væntanlegur við- burður kvöldsins viðstöddum ofarlega í huga: fyrsta óperusýning sögunnar í Borginni for- boðnu, „Turandot" eftir Giacomo Puccini, með Kristján Jóhannsson í öðru aðalhlutverkinu. Óperan var síðasta verk Puccinis, samin árið 1924 og frumflutt tveimur árum síðar. Krist- ján hafði sýnt mér þá vinsemd að senda mér aðgöngumiða að frumsýningunni, enda hefði ég ekki haft efni á að leggja út fyrir honum: miðaverð skipti tugum þúsunda króna! Einstæð sýning Seinna um daginn hitti ég þau hjónin Krist- ján og Sigurjónu, hress í bragði að vanda, og varð þeim samferða í Borgina forboðnu tveimur tímum fyrir sýningu. Þar var undirbúningur í full- um gangi og mikill handagangur í öskj- unni, enda var áhöfn sýningarinnar, að öllu starfsliði með- töldu, ríflega 2000 manns. íburðarmikl- um leiktjöldum var komið fyrir með hrópum og hlátra- sköllum meðan söngvarar æfðu sig fullum hálsi í búningsklef- um. Síðan rann upp hin þráða stund. Fjöldi lög- regluþjóna í litríkum búningum stillti sér upp andspænis nálega 5.000 áheyrendum og boð- aði opnun sýningarinnar með samfelldum dynjandi trumbuslætti. Hvarf síðan hljóðlega að tjaldabaki og á vettvang kom hljómsveitar- stjórinn, Zubin Mehta, og lyfti tónsprotanum. Þarmeð hófst einhver skrautlegasta og við- hafnarmesta sýning sem sögur fara af. Sviðs- myndin var miklum mun tilkomumeiri en hugmyndin sem Puccini gerði sér um kín- versku keisarahöllina, ef dæma má af ljós- myndum frá frumuppfærslunni í La Scala í Mílanó 26ta apríl 1926. Það var hinn heimsku- nni kínverski kvikmyndaleikstjóri Zhang Yimou sem átti hugmyndina að sviðsmyndinni og útfærði hana í upprunalegu umhveríl keis- araborgarinnar sem reist var fyrir rúmum 500 árum. Einfaldleiki var látinn víkja fyrir yfirgengilega litríkum íburði: jafnvel statistar klæddust skrautsaumuðum búningum í skær- um bláum, grænum, rauðum og appelsínugul- um litum. Nálega hver einasti taktur í forleikjum og inngangsköflum Puccinis var þrunginn hreyf- ingu á sviðinu. Dansar, loftfimleikar eða bara innkomur og útgöngur statista í hlutverkum varðmanna, munka, þjóna og annarra hallar- búa: allt titraði af dynjandi tónlist. Kór og hljómsveit voru frá óperunni í Flórens, en aðrir aðstandendur sýningarinnar voru kín- verskir, þeirra á meðal heil herdeild úr kín- versku lögreglunni. Alls voru á sviðinu kring- um 1.100 manns þegar mest var. Kórnum var komið fyrir á hvítum tröppum fyrir framan höllina og hljómsveitinni í gryfju fyrir neðan, þannig að kórsöngvar og tóna- flóð hljómsveitarinnar nutu sín til fullnustu. Ýmsir höfðu samt við orð, að það sem fyrir augu bar hefði verið svo magnþrungið, að vart hefði gefist tóm til að einbeita sér að tónlistinni. Kristján Jóhannsson fór með hlutverk Calafs prins, en í hlutverki Turandot prinsessu var bandaríska sópransöngkonan Sharon Sweet. í öðrum helstu hlutverkum voru Aldo Bottion (Altoum), Carlo Colombara (Timur), Barabara Hendricks (Líu), Jose Far- dilha (Ping), Carlo Allemano (Pong), Francesco Piccoli (Pang), Vittorio Vitelli (mandaríni) og Sergio Spina (persneskur prins). Aríurnar sem best nutu sín á frumsýn- ingunni voru „Nessun dorma“ og „In questa Reggia“ (Kristján Jóhannsson), „Signore, ascolta“ (Barabara Hendricks) og „Turandot“ (Sharon Sweet). Þó manni þætti Sharon Sweet vera í holdugasta lagi þegar hún birtist fyrst á sviðinu, þá gleymdist holdafar hennar þegar silfurtær röddin hljómaði! 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.