Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Ásdís DR. WENDY Childs Dr. Wendy Childs, sagnfræð- ingur, hefur rannsakað enskar heimildir um viðskipti Englend- inga og íslendinga á 15. öld. Hún hélt fyrirlestur um rann- sóknir sínar á vegum Sagn- fræðistofnunar um síðustu helgi. SALVÖR NORDAL hitti hana að máli. SAMSKIPTI Englendinga og ís- lendinga hafa verið eitt af rann- sóknarsviðum Wendy Childs, kennara við Háskólann í Leeds. Hún hélt um síðustu helgi minningarfyrirlestur Jóns Sig- urðssonar á vegum Sagnfræði- stofnunar þar sem hún kynnti rannsóknir sínar. Meginrannsóknarsvið Childs eru annars vegar saga millilanda- verslunar á miðöldum og hins vegar stjóm- málasaga 14. aldar. Childs segir áhuga sinn á viðskiptum Englendinga við Island hafa vaknað þegar hún rannsakaði verslun við Spán og Portúgal frá borgum í Suður- Englandi. „Þegar ég rannsakaði heimildir um verslun frá Bristol, Exeter, South- Hampton og London, sérstaklega við Spán og Portúgal kom margt fram um verslun Englendinga við Islendinga. Þegar ég svo fluttist til Leeds beindust rannsóknir mínar meira að höfnum í austurhluta Englands, sérstaklega Hull. Nafn Islands var enn meira áberandi þar, sem varð til þess að ég fór að kanna þessi tengsl sérstaklega." Enskar heimildir Childs segir að eingöngu örfáir enskir sagn- fræðingar hafi lagt sig eftir samsldptum Eng- lendinga og Islendinga á miðöldum. „Það er til ritgerð frá árinu 1933 eftir Claris Wilson, pró- fessorvið London School of Economics. Sú rit- gerð er orðin klassísk en þar er aðaláherslan lögð á hlut Bristol í Islandsversluninni. Mínar rannsóknir hafa hins vegar sýnt mikilvægi við- skiptanna fyrir borgir á austurströnd Eng- lands, sérstaklega Hull.“ Hvers konar heimildir eru til í Englandi um verslunina á þessum tíma? „Talsvert hefur varðveist af enskum heim- ildum um viðskiptin við Island. Fyrst er að nefna tollskýrslur frá tímabilinu sem eru mjög ítarlegar. í þeim er tilgreindur farmur skipanna þegar þau leggja úr höfn og svo þegar þau koma aftur til Englands. Farmur skipanna til íslands er mjög svipaður. Þar má finna matvæli eins og kom, hunang og smjör, einnig ýmsan annan vaming eins og skeifur og svo alls kyns litlar munaðarvömr eins og nælur, handtöskur og lín. Þá er ótal- inn bjórinn sem var fluttur til Islands í tals- verðu magni. Skipin komu svo til baka hlaðin skreið frá íslandi. Þetta er ólíkt þeim farmi sem fór til annarra landa eins og Noregs en þangað var flutt mun meira af alls kyns fatn- aði. Matvælin sem vom flutt til Islands vom ekki það mikil að þau hafi skipt máli fyrir af- komu Islendinga og ég ímynda mér að þau hafi frekar verið viðbót til þeirra sem meira máttu sín. Aðrar heimildir um verslun á Islandi em verslunarleyfin sem gefin vom út á þessum tíma. Verslunin við Islendinga olli miklum deilum Englandskonungs við Danakonung. Fyrst var verslunin bönnuð en síðar var gerður samningur milli ríkjanna um verslun- ina. Utgerðarmenn þurftu þá að fá sérstakt leyfi fyrir Islandssiglingum. Vegna þessara deilna milli ríkjanna vom íslandssiglingarn- ar mjög áberandi í Englandi og mikið um þær rætt. Að auki má nefna heimildir um dómsmál sem risu vegna siglinganna til Is- lands. Þau em af ýmsum toga, sérstaklega Verslunin við Islendinga I olli miklum deilum I Englandskonungs I við Danakonung vom menn þó sóttir til saka fyrir að brjóta tollalögin eða sigla til Islands án leyfis.“ Um 1% af verslun á Englandi Siglingar Engiendinga til íslands hófust af alvöru um 1416 og virðast hafa verið öfiugar megnið af 15. öid, en þá öld hefur Björn Þor- steinsson, sagnfræðingur, kallað ensku öld- ina á Islandi. „Það vom margar ástæður fyrir því að siglingar til Islands drógust saman þegar leið á öldina og lögðust síðan alveg af. Hansakaupmenn styrktu mjög stöðu sína hjá Dönum sem gerði Englendingum erfiðara fyrir. Þróunin í íslandssiglingunum var líka breytileg eftir stöðum á Englandi. Bristol verslaði mikið við Spánverja og aðrar suð- rænar þjóðir og hafði því aðra möguleika þegar þrengdi um íslandsverslunina. Hafn- irnar á Austur-Englandi höfðu hins vegar ekki eins mikla möguleika á öðmm sigling- um og héldu því lengur í siglingamar til Is- lands en aðrir. Ef við skoðum umfang verslunarinnar á þessum stöðum kemur í ljós að mest var í húfi fyrir borgir eins og Hull á austurströnd- inni. Flest leyfi til verslunar vom veitt þaðan og hlutur Hull var einnig mestur að verð- gildi. Hlutur Islandsverslunarinnar var 1 prósent af verslun Englands, hún var 3 pró- sent af heildarversluninni í Bristol en 10 pró- sent af versluninni í Hull.“ Sjómannaslcóli enskra Það hefur verið iitið á Islandssiglingar Englendinga sem þjáifun í siglingum á Atl- antshafi sem hafí gert þá færa um síðari af- rek á heimshöfunum. „Sagnfræðingar hafa talið að tveir þættir hafi einkum þjálfað enska sæfara til siglinga yfir Atlantshafið. Annars vegar vora það siglingarnar til íslands og hins vegar veiðar og siglingar suður af írlandi. Á 15. öld var enginn sjóher til á Englandi en ríkisvaldið lagði mikið uppúr því að Englendingar ættu góð verslunarskip.“ Hvað með skipskaða við Islandsstrendur? „Það hlýtur að hafa verið eitthvað um skipskaða þó ekki sé hægt að fá mjög heild- stæða mynd af því. Skipin sem vom í versl- unarsiglingum til Islands vom stór og hafa líklega verið nokkuð ömgg. Englendingar misstu hins vegar mikið af fiskiskipum sem sóttu á íslandsmið og em dæmi um að 25 fiskiskip hafi farist eitt árið.“ Hörmung að dvelja ó fslandi Hvað um enskar heimildir um samskipti Englendinga og Islendinga? „Því miður em til fáar heimildir sem varpa ljósi á persónuleg samskipti Englendinga og Islendinga. Venjan var sú að skipin sigldu til íslands að vori og kæmu aftur til baka að hausti. Samkvæmt reglum máttu Englend- ingar ekki dvelja veturlangt á Islandi. I einu dómsmáli frá þessum tíma sótti maður úr áhöfn eins skips félaga sína til saka. Málsatvik vom þau að þeir sigldu til íslands frekar seint um sumarið og búið var að selja allan físk þegar þeir komu. Einn úr áhöfninni hafði því vetursetu á Islandi, nánar tiltekið í Vestmannaeyjum, og félagar hans lofuðu að sækja hann næsta vor. Þetta gerðu þeir hins vegar ekki. Það var reyndar ekkert mál fyi'ir hann að fá far til baka um sumarið enda kom fjöldi skipa til landsins, en hann fór samt í mál við félaga sína. í dómskjölum kemur fram lýsing mannsins á vem sinni á Islandi og hún er ömurleg. Hann sagði að þjónn hans hefði dáið og hann hefði sjálfur verið í lífshættu, af hvaða ástæðum sem það hefur verið. Það virðist því ekki hafa verið eftirsóknar- vert af sjómönnunum að setjast að á íslandi, enda lífið á Islandi mjög ólíkt því sem þeir þekktu. Að auki vom mörg dæmi þess að á veturna fæm sjómennimir til Miðjarðarhafs- ins og þar var auðvitað miklu fýsilegra að dvelja yfír veturinn.“ 46 drengir i Bristol Eru til heimildir um Islendinga í Englandi? „Það hefur varðveist eitthvað af skrám um fjölda útlendinga í Englandi á 15. öld. Ríkið var mjög hugmyndaríkt í því að afla tekna og 1440 var ákveðið að skattleggja sérstaklega alla útlendinga á Englandi. Það hafa varð- veist nokkrar skrár frá þessum tíma og sýna að nokkrir Islendingar hafa sest að í hafnar- borgum eins og Hull. Árið 1440 vom skráðir 16.000 útlendingar í landinu og 6 af þeim vom Islendingar. Að vísu er tala útlendinga í landinu þetta árið allt of há því Irar vora til dæmis teknir með í þeirra hóp. Þessu var breytt síðar og líklega hafa útlendingar verið á bilinu eitt til tvö þúsund á þessum tíma. Af þeim skrám sem til em virðist mér raunhæft að áætla að um 40-50 íslendingar hafi dvalið á Englandi á ámnum sem á eftir komu. Eitt árið vom 14 Islendingar skráðir í Bristol, 8 í London, 11 í Hull en færri annars staðar. Það er þó til undantekning eins og árið 1483. Það ár vom skráðir 48 Islendingar í Bristol, af þeim era 2 fullorðnir en 46 dreng- ir. Þetta er mjög athyglisvert og ekki ljóst hvað þessi fjöldi drengja var að gera í Bristol. Það er hugsanlegt að foreldrar drengjanna hafi sent þá til iðnnáms og talið að þeir ættu meiri möguleika þar. En þetta em að mestu getgátur. Skrárnar hafa ekki varðveist frá ámnum á undan eða eftir svo það er ekki vitað hversu lengi þessi hópur dvaldi í Bristol. Eg hef spurt íslenska sagn- fræðinga um heimildir hér en svo virðist sem þær sé ekki að finna. Það em þó til heimildir á íslandi um að íslendingar hafi gefið eða selt útlendingum bömin sín en ég veit ekki hvort það á við í þessu tilfelli.“ Flestar heimildir fullrannsakaðar Hvað með frekari rannsóknir á samskipt- um Englendinga og Islendinga? „Ég á ekki von á að nýjar upplýsingar eigi eftir að koma fram í Englandi um þessi sam- skipti. Það er búið að rannsaka vel þær heimildir sem varðveist hafa. Ég á þó eftir að ljúka nokkmm hlutum í minni rannsókn og kem til með að ljúka þeim á næstunni. Mitt sérsvið em miðaldir, en auðvitað væri fróð- legt að rannsaka áframhaldandi tengsl ís- lendinga og Englendinga, ekki síst í Hull, en þar virðast tengslin hafa verið mest og allt fram á okkar dag.“ 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.