Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Page 12
I § jjjj§ '
aaSBK^jS8^j»waaa-5
NORÐAUSTAN við Kerlingarfjöll.
Morgunblaðið/RAX
ÞEGAR LANDIÐ FÆR MAL
EFTIR ÓLÖFU GUÐNÝJU VALDIMARSDÓTTUR
var ekki aðeins hunsun. Hún var afdráttar-
laus útskúfun og útilokun. Talsmenn þessara
nýju afla trúðu á dialektiska, vísindalega efn-
ishyggju. Nútímalist var í þeirra munni gæða-
stimpill. Peir sem ekki áttu samleið með þess-
um nýju herrum lentu í illum veðrum, urðu
minnihlutahópur. Þeir voru settir hjá og þeir
voru beittir þagnarlygi. Skiptir engu máli
hversu góðir listamenn þeir annars voru eins
og dæmin um Einar Jónsson myndhöggvara,
Finn Jónsson, Gunnlaug Blöndal og fleiri
sanna.
Það er mikill misskilningur ef einhver
íheldur að hin nýju öfl hafi verið séríslenskt
fyrirbæri. Allir hughyggjumenn í röðum
skálda og listamanna, sem ekki vildu versla
með hin fomu gildi trúar og listar, urðu utan-
garðsmenn, ekki aðeins á Norðurlöndum
heldur svo að segja um allan heim. Þetta er
hinn einfaldi kjami sögu sem stundum varð
svo undarlega flókin að hún minnti helst á
leikhús fáránleikans. En ekki er rúm fyrir þá
sögu hér.
Þau öfl sem tóku svo til öll völd í menning-
armálum í lok heimsstyijaldarinnar studdust
að vemlegu leyti við efiúshyggju og marx-
isma. Og þau vora fjandsamleg sjónarmiðum
hughyggjunnar. Talsmenn hughyggjunnar
vom gjörsigraðir um sinn. Borgaraleg öfl,
ekki síður á Islandi en víða annars staðar,
gengu í bandalag við hina nýju herra í menn-
ingarmálum, ýmist af hagsmunaástæðum eða
vegna eðlislægs sljóleika. Hughyggjumenn á
Islandi skildu yfirleitt ekki á fimmta áratugn-
um hvers vegna snillingar á borð við Einar
Jónsson myndhöggvara vom lítils virtir og
beittir þagnarlygi...
Kjami hughyggju hefur frá upphafi verið
sá sami: Guð er til. Þessar forsendur era svo
stórar að öll önnur afstaða verður að taka
mið af þeim. Listamenn sem aðhylltust sjón-
armið hughyggjunnar trúðu því almennt að
/það væri guðlegur lyami í hverjum einstak-
lingi sem gerir hann dýrmætan. Þeir trúðu á
framhaldslíf. Þeir trúðu því að maðurinn væri
eilífðarvera. Þeir trúðu því að maðurinn hefði
ekki aðeins tilgang heldur hinn mesta hugs-
anlega tilgang eins og raunar allt líf. Þeir
trúðu því að tilveran væri andiegs eðlis, að
kjami alheimnsins og alls sem er sé andlegur
veruleiki. Þeir trúðu því að tími og rúm og
allt annað væri sköpun þessa andlega vera-
leika sem er grandvöllurinn. Hvert einasta
þessara atriða er heimska í augum marxista.
Og í augum þeirra var þetta refsiverð
heimska. Þeir sögðu hana skaðlega samfélag-
inu. Það voru víða um heim ekki tii svo
grimmúðlegar refsingar að þær væra ekki
réttlætanlegar gegn mönnum sem höfðu því-
lík sjónarmið.
Nú þykjast margir sjá að sjónarmið marx-
ista hafi aðeins skapað eina af verstu eyði-
mörkunum í andlegu lífi mannkynsins. Eigi
að síður urðu hughyggjumenn undir í barátt-
unni við marxismann á sama hátt og þeir urðu
undir í baráttunni við nasismann og lífsskoð-
un miðaldanna. Oft kom þessi hugmynda-
fræðilega barátta vel unnu listaverld allt of
lítið við. Það má enginn skilja orð mín svo að
. tapaðar orrustur hughyggjumanna hafi tákn-
að tapað stríð og uppgjöf. Hughyggjan hefur
gefið heiminum þá menningu sem hann hefur
eignast síðastliðin 2500 ár. Marxisminn, nas-
isminn og miðaldamyrkrið hafa hinsvegar
fyrst og fremst skilið eftir sig menningarlegar
eyður...
List verður að vera varanleg og öðlast
sammannlegt gildi milli kynslóða og þjóða.
Annars verður hún aðeins ný bóla sem
springur og hverfur út í eilífan bláinn. Lista-
stefnur era eins og öldur sem rísa og hníga.
Baráttumönnum fyrir slíkum tímabundnum
stefnum hleypur eðlilega oft kapp í kinn í
hita leiksins. Þeim hættir því til að falia í
gryfju þröngsýninngar. Þeir velja sér
ákveðna forskrift sem útilokar aðra list en
þeirra eigin...
Hið 70 ára tímabil marxismans er vonandi á
enda þó að lengi megi sjá skin af slokknaðri
stjömu. Það er eins og eitthvað hafi dáið í
manninum á þessu tímabili, eitthvað sem
kalla mætti mennsku. En við sem aðhyllumst
hughyggju trúum á endurreisn og upprisu.
Við vonum að óveðrinu hafi slotað. Við vonum
að gildi mannúðarstefnunnar verði aftur virt
og í hávegum höfð. Villa sem menn skilja er
ekki lengur villa. Hún er horfin. Þeir sem
neita að sjá og heyra era dæmdir til að endur-
i taka áfram villur sínar. Menn verða að gera
upp fortíð sína. En enginn skyldi gleyma því
að það besta sem maðurinn gerir sjálfum sér
er að fyrirgefa."
Tvö röng ártöl við myndir hef ég verið beð-
inn um að leiðrétta. Það fyrra er að málverk
Péturs Friðriks, Hafnarfjörður á bls 212, er
málað 1984, en ekki 1968 eins og stendur í
bókinni. Það síðara er að málverk Sveins
Bjömssonar, Sigla himinfley, á bls 295 er frá
1968 en í bókinni stendur 1990.
GÍSLI SIGURÐSSON
FRAMTÍÐ íslenskrar náttúra hefur verið
í brennidepli undanfarið. íslenska þjóðin
stendur á krossgötum. Á næstu mánuð-
um og áram verður hún að gera upp við
sig hvaða stefna verður tekin í atvinnumálum
og vemdun náttúra landsins. Ríkjandi at-
vinnustefna felur í sér stórar framkvæmdir
sem ógna náttúra landsins. Gerðar hafa verið
áætianir um virkjunarframkvæmdir og stór-
iðjuver. í skýrslu iðnaðarráðherra era þessar
áætlanir tíundaðar og gegn þeim má náttúra
landsins sín lítils. Talsmenn náttúrannar geta
ekki lagt veraldlegt verðmætamat á hana og
sýnt fram á hagræn gildi byggð á útreikning-
um í krónum og aurum nema að litlu leyti en
þurfa að beita fyrir sig tilfinningalegum rök-
um. Þau rök verða afskaplega veikburða í
augum þeirra sem ekki skilja gildismat feg-
urðar og þess að fá að vera úti í náttúrunni til
þess eins að horfa, njóta og auðga andann.
Vissulega þarf að efla atvinnuvegi en mikil-
vægt er að skoða fleiri kosti en orkufrekan
iðnað og stóriðju. Það er eðlilegt að lands-
byggðarfólkið taki fagnandi hverri þeirri til-
lögu frá ráðamönnum sem leyst gæti atvinnu-
vandann og stöðvað fólksflóttann. En er t.d.
víst að Austfirðingar væra almennt fylgjandi
því að álver yrði reist á Reyðarfirði með þeim
náttúraspjöllum sem það hefur í för með sér
hefðu þeir um aðra kosti að velja? Það má
benda á að þeir sem áhuga hafa á að reisa þar
álver töldu fólksfæð helstu rök gegn því. Er
þessi fjárfesting þá ekki ofvaxin byggðarlag-
inu?
Framundan era kosningar til Alþingis ís-
lendinga. Víst er að umhverfismál era eitt af
þeim málefnum sem tekist verður á um í
kosningabaráttunni. Þar verða spumingar um
hvort við eigum að fóma dýrmætum nátt-
úraperlum og hvort við eram tilbúin til að
fóma þeim fyrir sjónarmið um skjótan augna-
blikságóða áleitnar. Eyðilögð náttúra verður
ekki endurheimt en álver getur gengið úr sér
og úrelst Ef útlendir fjárfestar komast að því
að álver á íslandi er óarðbær fjárfesting er
ólíklegt að slíkri fjárfestingu verði haldið úti.
Hvar standa íslendingar þá? íslenskir ráða-
menn ættu að horfa um öxl til að minna sig á
og læra af reynslunni. Ýmsar stórar fram-
kvæmdir hafa átt að bjarga byggðum landsins
á liðnum áram. Síðast vora það loðdýrarækt
og fiskeldi. Víða um land standa minnismerki
um óarðbærar fjárfestingar sem óhætt er að
fullyrða að hafi valdið meiri skaða fyrir
byggðir landsins en leyst vanda þeirra. Fjár-
festingar sem hafa verið ofvaxnar smáum
byggðarlögum á íslandi en átt að leysa á einu
bretti allan vanda þeirra. Nú eiga orkufrekur
iðnaður og stóriðja að leysa þennan vanda.
Eitt álver gefur um 500 störf að sögn ráða-
manna. í hefðbundnu íslensku sjávarþorpi
búa 300-500 íbúar. Er víst að allir íbúar í
heilu þorpi hafi áhuga á að vinna í sama stór-
iðjuverinu? Ef ekki, hver á þá að fylla í skarð-
ið? Á að flytja íbúa landsins milli landshluta
til að fylla í þessi störf? Eða á kannski að
flytja inn ódýrt vinnuafl eins og nú virðist t.d.
vera að gerast við lagningu Búrfellslínu?
Hvað ef starfsemin leggst niður? Mun stór-
iðjustefnan skila íslandi til framtíðarinnar í
anda sjálfbærrar þróunar? Era stjómmála-
menn Islands tilbúnir að taka svona stórar og
afdrifaríkar ákvarðanir fyrir afkomendur
sína? Og er það þetta sem íslendingar vilja?
Þessu munu stjómmálamenn meðal annars
verða að svara í komandi alþingiskosningum.
Þar verður kosið um framtíðarstefnu og
ímynd íslands og íslendinga.
En landið okkar sem málið snýst um horfir
þögult á meðan það gengur kaupum og sölum
milli hæstbjóðenda. Jóhannes úr Kötlum gaf
landinu mál í ljóði sínu: „Þegar landið fær
mál“. Þótt þetta Ijóð hafi verið samið af öðra
tilefni á það sannarlega erindi við okkur ís-
lendinga í dag og með þá ósk í brjósti að þjóð-
in beri gæfu til að varðveita menningarverð-
mæti sem felast í náttúra landsins og viðhalda
þeirri hreinu ímynd sem ísland hefur enn í
dag er íslendingum hér færður hluti úr ljóð-
inu.
Höfundur er formaður Nóttúruvemdarráðs.
JOHANNES UR KOTLUM
ÞEGAR LANDIÐ FÆR MÁL
Og ég sat uppi í hlíð og ég sá út á haf,
og mín sál var á krossgötum stödd.
Fyrirframan miglá allt, sem lífíð mérgaf,
og mitt land varð ein hvíslandi rödd,
og það spurði mig lágt: Heyrðu, sonur minn sæll!
Ertu samur í ósk þinni og dáð?
Ertu herra þíns lífs eða hégómans þræll?
Ertu hetja af sannleikans náð?
Pannig spurði mitt land - og það lék eins og bros
um þess ljóðrænu sóleyjarvör.
En ég grúfði mig inn í þess glitofna flos,
og þar grét ég mín erfíðu svör,
- þau hin erfíðu svör um mín svik við þann draum,
sem er samrunninn fegurð míns lands,
þau hin erfíðu svör um hinn sefjandi glaum,
er stakk svefnþorni hugsjónir manns.
Sá, sem koma skal næst, verður þú, einmitt þú,
- það ert þú, sem ég fel nú minn hag,
því hin langþráða stund hefurnú, einmitt nú,
óðum nálgazt og kemur í dag.
Stundin kemur í dag og til drengskapar knýr,
þar til djörfungin sigrar þitt hik.
Þú ert maður of stór, þú ert maður of dýr,
til að minnka við afslátt og svik!
Og nú flyt ég til þín þessi aIvöruorð,
sem mitt ættarland hvíslaði að mér.
Ekki einungis mig bindur ósk þess við borð,
- lífíð allt krefst hins sama af þér.
Hvað er ég? Hvað ert þú? Hvað er hún? Hvað er hann?
Sama hönd, sama önd, sama blóð!
- Að slá skjaldborg um réttlætið, maður við mann,
það er menningin, íslenzka þjóð!
Úr Ijóðabók Jóhannesar, Hart er í lieirni, sem út kom 1939.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 14. NÓVEMBER 1998