Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Side 14
LOGBERG TÝNDIST - EN HVAR VAR ÞAÐ? EFTIR STEINDÓR ÓLAFSSON Um 15-20 m frá brekkufætinum virðist móta fyrir upp- hækkuðum ferhyrndum palli fyrir framan þingbrekkuna og vísa hliðar hans rétt til allra höfuðátta. Suðvesturhorn þessarar upphækkunar er um 20 m frá Lögbergi. Er | þessi upphækkun leifar af | þeim palli sem þingmenn sátu á? Ljósmyndir. Greinarhöf. ÞINGVELLIR, Öxará og Þingvallabærinn. Við brekkurótina við miðpunkt myndarinnar telur greinarhöfundurinn að Lögberg hafi verið. ÞAÐ er næsta ótrúlegt um íslend- inga, sem haldið hafa hverju smæsta ömefni sínu til haga, að þeir skyldu næst týna sjálfu Lög- bergi á Þingvöllum." Svo segir Bjöm Th. Björnsson í bók sinni Þingvellir (1984:15). Margar til- gátur og kenningar em til um staðsetningu Lögbergs og engin vissa er um hvar það er. Það tímabil sem ég mun fjalla um „ er svo nefnd þjóðveldisöld, þ.e. frá því um 930 til um 1260. Eg tel mig hafa fundið Lögberg á Þingvöllum. Það er við brekkufótinn fyrir neð- an nýlega byggða göngubrú og áhorfenda- stúku í þingbrekkunni á Þingvöllum, norðan í búðatóftum og um það bil 15 metra fyrir sunn- an tóftimar af gamla þinghúsinu. Sér þar móta fyrir leifum af upphlöðnum palli. Þennan pall tel ég vera Lögberg. Leikarakenningin • Það var fyrir nokkmm ámm að ég heyrði fyrst um „leikarakenninguna“ eða hugmynd Jóns Ásgeirssonar o.fl. um að þingið, þ.e. Lög- rétta, hefði verið í Almannagjá. Fram til þess hafði ég aldrei leitt hugann að því að Lögrétta og Lögberg væra ekki á réttum stað. I góðri trú taldi ég Lögberg vera, þar sem stendur grafið í stein ofarlega í þingbrekkunni Lög- berg. I starfi mínu sem leiðsögumaður kem ég oft til Þingvalla og í hvert sinn verður mér hugsað til „leikarakenningarinnar". Leikara- kenningin er að þingið þyrfti umgjörð eða „leiktjöld", og að vestari gjáveggurinn í Al- mannagjá væri „leiktjald" þingsins á bak við þingmennina og að gjáveggurinn kastaði hljóðinu til áheyrenda. Því meir sem ég hef lært um lifnaðarhætti þess fólks sem var uppi á tímum landnáms Islands, hef ég lært að meta snilli, gáfur og þroska þess samfélags. Ég er sannfærður um að Lögrétta og Lögberg hafi verið þar sem mest skynsemi segði til um, þ.e. þar sem sæist og heyrðist best í þing- mönnunum. Höfum í huga að landnámsmenn- imir vom á margan hátt fremri samtíma- mönnum sínum, t.d. notuðu þeir fyrstir allra kjöl á skip og smíðuðu seglskip sem gátu plan- að á vatni. Þetta var og er undur í þróunar- sögu skipasmíða. Landnámsmennimir gátu að vissu leytf vitað hvar þeir vora staddir úti á reginhafi, ef þeir sáu himintunglin. Þeir fóm reglulega í bað, sem verið hefur mælikvarði á menningarstig hvers tíma og samfélaga. Þeir smíðuðu skartgripi sem okkur nútímamönnum hefur rejmst erfitt að skýra hvemig þeir gerðu. Lög og reglur samfélagsins vora ein- stakleg vel gerð og þróuð og viss lög frá þess- um tíma era enn í góðu gildi og á vissum svið- um var siðferðiskennd laganna á hærra plani en nú er. Þinghald í Almannagjá Þinghald í Almannagjá getur ekki staðist, vegna þess að gjáin er of þröng. Heimildir segja frá því að þingmenn hafi setið í hring, eða í ferhyming með jöfnum hliðum. Björn Th. Bjömsson telur þá hafa setið í hring og Lögréttuhringurinn hafi verið um 18-20 m í þvermál. Auk þess þurfti að vera rými fyrir 8 vébandshringi umhverfis Lögréttu. Ef áætlað bil á milli vébandshringjanna hefur verið um 1 m, þá hefur þurft svæði sem er 36 m í þvermál eða um 1.000 fm. Vébönd vora til þess að tryggja öryggi þeirra sem sátu í Lögréttu. Hugsum okkur að þingheimur, um 147 manns, hafi þrengt sér í Almannagjá. Þá eru til lítils véböndin, þar sem vestari brún Almannagjár gnæfir yfir þingheim og er tilvalinn staður til að varpa grjóti á þá sem sátu í Lögréttu og erfitt hefur verið að hafa þingið í griðum. Að lokum má geta þess að ég veit ekki um nor- rænt þing, sem haldið hefur verið í hliðstæðri gjá við Almannagjá. Hinsvegar er það for- senda fyrir þinghaldi að þingbrekka sé á staðnum. Almannagjá endurvarpar ekki hljóði vegna þess að bergið er svo sprangið og hrjúft að það drepur allt hljóð. Samkvæmt framan- rituðu tel ég engar líkur á að Lögrétta hafi verið haldin í Almannagjá. Forsendur lýðræðis era þær að almenning- ur eigi þess kost að fylgjast með þeim málum og dómum sem era til umfjöllunar á þinginu. I öllum lýðræðisríkjum era áhorfendapallar í þing- og dómssölum fyrir almenning. í dag sjá fjölmiðlar að mestu um upplýsingamiðlun frá þing- og dómssölum. Þingbrekka við þingstaði gegndi sama hlutverki og þingpallar í dag. Al- menningur sat eða stóð í þingbrekkunni og hafði yfirsýn yfir þingið og gat heyrt í þing- mönnunum. Þingbrekka ein og sér var ekki nóg til að halda þing, þvi það þurfti líka sléttan völl fyrir framan þingbrekkuna, um 1.000 fm. Þessar forsendur eru á Þingvöllum sbr. þing- brekkuna og völlinn fyrir framan. Leikhús Forn-Grikkja Þegar leikhús Forn-Grikkja era skoðuð, þá era þau þannig hönnuð að leikendur era neðst á hringlaga palli, en áhorfendur sitja eða standa á stöllum í hringlaga brekku, sem um- lykur hringpall leikenda. Áhorfendur bæði sjá og heyra vel í leikendum, sem er auðvitað nauðsynlegt á leiksýningum. Ég tel að sömu forsendur hafi verið fyrir þingbrekku og íyrir áhorfendapöllum hinna grísku leikhúsa, þ.e. að það heyrist betur í þeim sem tala og standa fyrir neðan brekku en þeim sem standa ofar. Um mitt sumar 1991 gerði ég ásamt fleiram yettvangsrannsókn á Þingvöllum í þingbrekkunni, þar sem „Lögbergs“-steinninn er. Eg vildi kanna hvort heyrðist betur í þeim sem tala og standa fyrir neðan brekkuna en í þeim sem standa ofar. Fyrst tók samferðafólk mitt sér stöðu neðst í þingbrekkunni, en ég þar sem Lögbergs-steinninn er ofarlega í EFST á eystri barmi Almannagjár stendur flaggstöng og landsmönnum hefur verið kennt að þar hafi Lögberg verið. brekkunni. Við töluðum aðallega um hljóm- burðinn og rétt er að taka fram að veður var stillt en þó ekld alveg logn. Síðan var skipt um stað, ég fór niður, en þau fluttu sig upp að „Lögbergs-steininum". Samdóma álit okkar var að betur heyrðist í þeim sem stóðu neðst í brekkunni en þeim sem ofar stóðu. í þessari vettvangsrannsókh’ tók ég eftir leifum af steinum sem mynda hring og standa svolítið hærra í landinu. Ég sannfærðist um að þetta væri hið rétta „Lögberg". LögréHa á brún Almannagjár Jón Ólafsson úr Grannavík (1705-1779) taldi að „Lögrétta" væri á eystri gjábarminum um 5 faðma fyrir norðan Snorrabúð. Þar sést í leifar af hring, en hálfur hringurinn er talinn hafa fallið í gjána í vestur. Sigurður Vigfússon fyrrverandi þjóðminjavörður gróf í hálfhring þennan um 1880 og staðfesti, að þarna hafi verið hlaðið og gerður hringur. Hvorki frá- sögn Jóns Ólafssonar úr Grunnavík né upp- gröftur Sigurðar Vigfússonar sanna eða af- sanna að Lögrétta hafi verið á gjábarminum. Björn Th. Björnsson kemst hnittilega að orði um þetta í bók sinni Þingvellir „í þessum efn- um brennur að sjálfsögðu á, hvort frásögn Jóns Ólafssonar sé að treysta, en trúgirni á trúgjarnar heimildir hefur til þessa raglað meira en skýrt í Þingvallafræðum." (Þingvellir 1984:16) Hversu trúverðugur er Jón Ólafsson úr Grannavík, þegar haft er í huga að á hans tíma var þingið haldið í hriplekum skúr iyrir neðan þingbrekkuna og hin gamla Lögrétta hafði ekki verið notuð um aldir? Ég tel að Lögrétta hafi verið ferhymd og snúið í réttar áttir, þ.e. að vesturhliðin hafi snúið í há-vestur og austurhliðin í há-austur. 12 goðar sátu fyrir Norðurland en 9 goðar og þrír góðir bændur íyrir hvem hinna fjórðung- anna. Hver þingmaður hafði tvo ráðgjafa. Samtals voru þeir því 144, auk þess lögsögu- maður og svo seinna báðir biskuparnir, þ.e. 147. Þar sem hver landsfjórðungur hafði sína fulltrúa, þá tel ég líklegt að þeir hafi setið í Lögréttu þannig að þingmenn Austurlands hafi setið við austurhlið Lögréttu, og þing- menn hinna landsfjórðunganna við sínar hliðar á sama hátt. Lögrétta þurfti um 900-1.000 fm svæði og völlurinn fyrir framan þingbrekkuna er ákjós- anlegur fyrir hana. Um 15-20 m frá brekku- fætinum virðist mér eins og móti fyrir upp- hækkuðum ferhyrndum palli fyrir framan þingbrekkuna og visar hann rétt til allra höf- uðátta. Suðvesturhorn þessarar upphækkunar er um 20 m frá Lögbergi. Er þessi upphækk- un leifar af þeim palli sem þingmenn sátu á? Ur því verður ekki skorið nema með fomleifa- rannsóknum og uppgrefti. Lögberg, ræðupallur Þekkt era orðin „að ganga á Lögberg". Lög- sögumaður og aðrir sem þurftu að koma boð- um til almennings í þingbrekkunni, hafa geng- ið á þennan upphækkaða pall „Lögberg“, svo allir i þingbrekkunni gætu betur séð og heyrt í ræðumanninum. Það hefur að sjálfsögðu verið til mikilla þæginda að vita hvar búast mætti við ræðumönnum og því rökrétt að til þess hafi verið gerður sérstakur pallur, einskonar ræðupúlt þess tíma. Ég tel alveg fráleitt að halda að lögsögu- maðurinn hafi farið úr Lögréttu, sem ég tel að verið hafi fyrir neðan brekkuna, og gengið upp brekkuna til þess að færa fram mál sitt í hnakka þeirra sem sátu í brekkunni. Þ.e. að lögsögumaðurinn hafi staðið fyrir aftan áheyr- endur og flutt mál sitt þar. Öll heilbrigð skyn- semi segir að lögsögumaðurinn hafi stigið á pall, „Lögberg", fyrir framan þingbrekkuna og talað til fólksins. Hugmyndin um Aimannagjá sem stað fyrir Lögréttu er fráleit, þegar haft er í huga öryggi þingmanna, hljómburður, stærð Lögréttu og grundvallarforsendur lýðræðisins. Hins vegar styður þingbrekkan og leikhús Forn-Grikkja hvort annað hvað varðar að sjá og heyra sem best það sem fram fer. Það er í raun alveg frá- leitt að ætla að lögsögumaðurinn hafi lítilsvirt og móðgað þingheim með því að tala í hnakka áheyrenda. Ég tel að vettvangskönnunin styðji kenningu mína um staðsetningu Lög- bergs. Síðast en ekki síst hníga öll skynsamleg rök að því að Lögberg hafi verið fyrir neðan brekkuna en ekki efst í henni eins og haldið hefur verið fram og Lögbergs-steinninn ber merki um. Höfundurinn er leiðsögumaður. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.