Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Page 19
REYNI AÐ LÁTA LESANDANN SJÁ AÐ- STÆÐUR í GRÓFU OG SKOPLEGU UÓSI Safeta Obhodjas er fædd órið 1951 í Pale í Sarajevo. Ung að órum giftist hún og flutti til Wuppertal þar sem hún bjó ásamt manni og tveimur dætrum. Arið 1993 flúði fjölskyldan til Þýskalands frá stríðshrjáðri Bosníu. Safeta er blaðamaður að mennt og starfar nú alfarið sem rithöfundur. EINAR ÖRN GUNNARSSQN hitti hana að máli í Þýskalandi þar sem hún er búsett. s E G STARFAÐI á dagblaði um nokkurra ára skeið á stjórnarárum Titós,“ segir Safeta. „Eins og flestum er kunnugt um þá viðgekkst ritskoðun í Júgóslavíu á þeim árum. Undir lok valdatíma Títós varð breyting á og frjálsræðið tilfínnanlegt. Viður- lög við að tjá sig óvarlega voru samt aldrei jafnhörð sem í Sovétríkjunum. Að sjálfsögðu voru pólitískir fangar í tíð Títós en menn voru ekki sendir í Gúlag. Júgóslavía var opið ríki og þar gætti mest frálsræðis í Austur- Evrópu. Ástæða þess að ég fór að skrifa bækur var sú að ég lifði í samfélagi þar sem karlmenn nutu forréttinda. Konur höfðu mjög ákveðnu hlutverki að gegna sem var nánast áskapað. Flestar sögur voru skrifaðar af karlmönnum, fjölluðu um stríð og hetjudáðir. Auðvitað voru þeir hetjurnar. Sögur mínar voru and- svar við þessu ástandi. Eg vildi gera konur að hetjum og sýna jafnframt fram á mikilvægi hlutverka þeirra í samfélaginu. Fyrsta bók mín kom út árið 1987 en það var smásagnasafn. Margir tóku sögunum vel, einkum konur, sem fannst þær hafa lært eitt- hvað um sjálfa sig við lesturinn. Ungir gagn- rýnendur gáfu bókinni gaum og veittu mér góða umfjöllun en eldri menn voru uppteknir af öðru og sniðgengu verkið. Ég held að þeir hafi ekki vitað hvernig átti að taka þessari nýbreytni. Ef til vill hafa þeir ekki tekið mig alvarlega og litið svo á að ég myndi aðeins senda frá mér þessa einu bók og síðan ekki söguna meir. Ég fékk bókmenntaverðlaun fyrir smá- sagnasafnið og voru þau mér mikil hvatning. Bók þessi hefur verið gefin út í Þýskalandi og er heiti hennar „Das Geheimnis - die Frau“. Þegar ég var í Bosníu fékkst ég einnig við út- varpsleikritun og fékk fimm verk flutt í út- varpi Sarajevo. í Þýskalandi hef ég fengið þrjár skáldsögur gefnar út auk fyrrnefnds smásagnasafns. Á mínu tungumáli er aðeins að finna smásagnasafnið og útvarpsleikritin. Ég hef ekkert sérstakt þema í verkum mínum en þær eiga það sameiginlegt að vera skrifaðar út frá sjónarhorni konu. Um þessar mundir er ég að skrifa skáldsögu og reyni í fyrsta sinn að lýsa veröldinni út frá sjónar- horni karlmanns. Eitt umfjöllunarefnið er togstreita á milli ólíkra hugmynda fólks í samfélaginu. Hugarfar og gildismat fólks er ólíkt í borgum og úti á landsbyggðinni. Borg- arbúar eru almennt framfarasinnaðir en sveitafólk vill halda í rótgrónar hefðir. Auð- vitað er þetta ekki algilt í þeirri merkingu að allir borgarbúar séu framfarasinnaðir og allt sveitafólk sé íhaldsamt. í skáldsögum mínum Ljósmynd/Anna Hallin SAFETA Obhodjas reyni ég að láta lesandann sjá aðstæður i grófu og skoplegu ljósi. Ástæða þess er sú að ég sé enga ástæðu til þess að gera sögurnar jafnraunalegar og lífið sálft. Með þessari að- ferð næ ég ákveðinni fjarlægð við yrkisefnið. Ég hef stundum heyrt þá athugasemd að ég eigi ekki að skrifa á þennan hátt, það sæmi ekki konu. Þegar ég kom til Þýskalands fann ég í fyrsta sinn að ég er evrópskur rithöfundur. Umíjöllunarefni sagnanna áttu erindi við ólík samfélög álfunnar. Til dæmis þegar ég skrifa um nútímalíf í Bosníu þá höfðar það til þýskra lesenda. Þeir skilja verkin auðveld- lega og þau reynast aðgengileg lesendum. Ég er nú í gangi með tvö verkefni. Annars vegar samstarfsverkefni með íraska skáldinu Sargon Boulus og hins vegar skáldsögu.% Samstarfsverkeftiið er bók þar sem við ger- um sameiginlegri og ólíkri reynslu okkar skik Við ræðum um hlutverk kynjanna, bók- menntir og rithöfunda í útlegð. Einnig velt- - um við fyrir okkur tengslum Evrópu og Aust- urlanda, hver þau séu og hvernig þau gætu verið. Skáldsagan fjallar um stríðið í Bosníu og er mín fyrsta bók um þá skelfilegu tíð. Ég reyni að sjá og skýra frá skálmöldinni með ákveðinni fjarlægð. Sagan er um mann og konu sem voru vinir um langt árabil fyrir styrjöldina. Þau eiga ólíkan uppruna og að-< hyllast ólík trúarbrögð. Greint er frá lífi og breyttum samskiptum þeirra á fýrsta ári styrjaldarinnar.“ BEETHOVENKVARTETTAR OG BAROKKSVEIFLA TOM.IST Sígildir diskar BEETHOVEN Ludwig van Beethoven: Strengjakvartettarnir. Gabrieli kvartettinn (Op. 18/1-6, 59/1-3, 74 & 95) og Aeolian kvartettinn (Op. 127, 130-133 & 135). London 458 801-2. Upptaka: ADD (Op. 18/3-6 DDD), Lundúnum & Hampstead 1974, 1978, 1979 & 1981. Útgáfuár: 1975, 1979, 1980, 1983. Lengd (8 diskar): 8.51:01. Verð (Skffan); 5.199 kr. STRE N G JAKVARTE TTAR Beethovens, 17 að tölu, mynda sem kunnugt er eina af meg- instoðum vestrænna kammertónmennta. Til- urðarár þeirra falla nokkuð nettilega að hinni hefðbundnu þrískiptingu sköpunarskeiða hans. Fyrstu 6 kvartettarnir í Opus 18 voru samdir 1798-1800 og fylgja klassísku fordæmi síðari strengjakvartetta Mozarts og Haydns í formi og anda. Andinn tekur undir sig prómeþeifskt risastökk í verkunum frá „heróísku" miðskeiði Beethovens, fyrst með kvartettunum þrem í Op. 59, kenndum við Razumovsky fursta, sendiherra Rússa í Vín, sem pantaði þá, enda notuð tvö rússnesk þjóðlagastef í tveimur þeirra (annað hið sama og krýningarsöngurinn úr Boris Goudunov Mussorgskys frá miðri öld- inni) og breikkar enn í „Hörpu“-kvartettnum Op. 74 og „Serioso“ Op. 95 frá 1809-10. Klassísk form og hefðir fara svo loks vítt og um vítt í síðustu 6 kvartettunum, sem flestir telja enn mestu meistaraverk allra tíma í tón- greininni - að kvartettum Bartóks og Sjosta- kovitsj meðtöldum - og reyndust þvflíkur „bjarnargreiði" seinni tónskáldum 19. aldar, að ekkert þeirra lagði sambærilega höfuðáherzlu á kvartettagerð með fordæmi Beethovens að baki, enda má segja að ekkert afgerandi nýtt hafi komið fram í greininni fyrr en með kvar- BACH BEETHOVEN tettum Bartóks rúmri öld síðar. Hér er í tilurð- arröð um að ræða Op. 127 í Es (1823-25), Op. 132 í a (1825), Op. 130 í B (1825-26), Miklu fúg- una Op. 133 í B (do.; upphaflega lokaþáttur Op. 130), hinn magnaða Op. 131 í cís og Op. 135 í F „Muss es sein?“ (báða frá 1826). Eins og gefur að skilja myndi æra óstöðugan að reifa þann sæg af innspilunum sem nú er uppi í diskaútgáfum á hinu mikla tónminnis- merki Beethovens fyrir tvær fiðlur, víólu og selló. Auk útgáfna á stökum kvartettum er mikið um diskasett með ýmist Op. 18, Op. 59 (oft ásamt Op. 74 og 95 og þá gjarnan kallað „Miðkvartettarnir") eða síðustu 6 ópusunum. Síðasttaldi verkahópurinn hefur verið til um- ræðu tvisvar áður í þessum dálkum, fyrst með Quartetto Italiano (23.3. 1996) og seinna í sögufrægri upptöku úr bókasafni Bandaríkja- þings með Búdapest kvartettnum (31.5. 1997), en hvorki kvartettarnir frá fyrsta né öðru skeiði hafa fram að þessu fengið neina umfjöll- un, og má segja að sé kominn tími til. Það er ekki oft að maður rekst á heildarsett af öllum strengjakvartettum Beethovens í plötubúðum hér, og enn síður á jafnhagstæðu verði og í hérumræddri London-útgáfu frá am- erísku dótturfyrirtæki Decca, eða um 650 kr. á disk. Þá hafði einnig hagstæð áhrif að sjá alla diskana fyrir komna í einu 2 sm pappaboxi - stórum meðhöndlanlegra en í 2-3 hefðbundn- um brothættum plastboxum, og margfalt spar- ara á hillupláss. Strax kviknaði grunur um að hér færi þvottekta kostaboð. Svo reyndist líka vera við nánari athugun. Fyrir nefndan prís má fullyrða, að óvíða fáist meiri gæði í spilamennsku og upptökuhljóm. Síðustu kvartettarnir eru að mínu viti töluvert snarpari í túlkun brezka Aeolian hópsins en hjá ítölunum, sem er ekki lítið atriði þegar jafn- rytmískur höfundur og Beethoven á í hlut, auk þess sem ADD upptökurnar eru sem vonlegt er meira en hænufeti ofar gömlu Budapestkvar- tettshljóðritununum. Þó að landai- Aeolian- manna í Gabrielikvartettnum nái ekki alveg sömu dramatísku hæðum og smitandi sveiflu í Razumovsky og Tékkamir í Smetana kvar- tettnum í a.m.k. aldarþriðjungsgamalli upptöku frá Supraphon, gustar samt víða af leik þeirra, og Op. 74, og alveg sérstaklega hinn ögn van- metni Op. 95, eru afburða vel spilaðir. Op. 18 verkin sex öðluðust beinlínis nýtt líf í tápmiklum útleggingum Gabrielifélaga, og að meðtöldum hæfilega nálægum kii-kjuupptökum við passlegan enduróm gerði það útslagið. Sem sagt: líklega hagstæðustu heildarkaup á 17 kvartettum Beethovens sem völ er á um þessar mundir. BACH J.S. Bach: Jazz Sébasticn Bach: Valdir forleik- ir, fúgur o.fl. úr Veltempraða hljómborðinu I-II, Fúgulistinni, orgelverkum, öðrum liljóm- borðsverkum, hljómsveitar- og einleiksverk- um. Swingle söngvararnir. Philips. Upptaka: DDD, tími óuppgefinn. títgáfuár: 1963 & 1968. Lengd: Óuppg. (mældist 65:31). Verð (Skífan): 2.099 kr. Ég kannaði Netið nýlega í leit að afdrifum sönghópsins „The Swingle Singers" sem mörg- um yfir fertugt mun enn í fersku minni, þó nú sé aldarfjórðungur liðinn frá fyrsta LP toppsmellinum, Jazz Sébastien Bach. Kom í Ijós, að oktettinn er enn á lífi og við hesta- heilsu, þótt upphaflegu meðlimirnir séu nú setztir í helgan stein (stofnandinn Ward Swingle hætti 1984). Hópurinn er nú búsettur á Englandi og syngur mest a cappeUa án bassa og trommuburstaundirieiks; þ. á m. jafnólíkleg viðfangsefni og 1812 forleikinn (væntanlega. með sungnum stórskotadrunum) og framúr- stefnuverk eftir Berio, sem útheimta jafnvel *■ enn meiri raddbeitingartækni en orgelfúgur Bachs. Það kom í því sambandi ekki á óvart, að samkeppnin í rytmískum hópsöng virtist hafa harðnað til muna á undanfórnum áratugum og framfarir hafa orðið gífurlegar úti í heimi, ef marka mátti nokkur hljóðsýnishorn Netsins í næsta nágrenni við heimasíðu SS. Þar mátti t.d. heyra sænskan hóp, og annan danskan, báða vitaóþekkta hérlendis, sem hefðu auð- veldlega getað staðið gömlu Swingle Singers á sporði á sínum tíma að raddfimi, þótt viðfangs- efnin væru ekki sígild tónlist gamalla meistara. En það var einmitt það sem var svo nýtt og ferskt við Swingle Singers á sínum tíma: að syngja „instrúmentöl" verk eftir meistara Bach án þess að breyta nótu, hreint og af smit- andi glaðværð, að viðbættri djasssveiflu úr*. bassa og trommum. í vitund margra varð „gamla hárkollan" aldrei söm síðan. Dansrytmar Tómasarkantors- ins, sem sumir samtíðarmenn hans kvörtuðu undan að ættu ekki heima í kirkjum, reyndust eiga sér svo upplagða samsvörun i afró-amer- ísku „swingi“ 20. aldar, að menn spurðu hví engum hefði dottið slíkt í hug fyrr. Og þó SS færu síðar út í að radda rómantísku meistar- ana, stóð fyrsta platan frá 1963 ávallt upp úr í hugum þeirra mörgu sem féllu fyrst fyrir lauf- léttum raddtöfi’um frönsku söngvaranna. Á þessum diski eru í þokkabót 10 númer frá 1969 auk hinna fyrstu 13 frá 1963, eða 23 alls. „Grátt“ svæði? Ef til vill. En að mínu viti p. gekk formúla Wards Swingle glimrandi vel upp fyrir 35 árum, og gerir enn í dag. „Lærð- ur“ stíll fúgumeistarans mikla frá Eisenach heldur áfram að hrífa nýjar kynslóðir í búningi sem Sebastian gamla hefði aldrei órað fyrir. Ríkarður Ö. Pálsson V LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. NÓVEMBER 1998 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.