Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1998, Blaðsíða 20
FIMM EINKASÝNINGAR í NÝLISTASAFNINU Fimm listamenn opna einkasýningar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í dag kl. 16. Þóroddur Bjarnason sýnir í For- sal, Lilja Björk Egilsdóttir í Gryfju, Aðalsteinn Stefónsson í Bjarta sal, Pétur Guðmundsson í Svarta sal og Hjörtur Hjartarson í Súm-sal. Sýningarnar eru opnar kl. 14-18 alla daga nema mónudaga og þeim lýkur 29. þ.m. Morgunblaðið/Þorkell LILJA Björk Egilsdóttir sýnir í Gryfju Nýiistasafnsins. VATNSKEPPIR OG SNIFSI SÝNING Lilju Bjarkar Egilsdóttur í Gryfju er sú þriðja af fjórum í sýningarröð sem ber yfirskriftina „The reaiity of time and place is relative - So enjoy the moment". „Flest mín verk eru búin til fyrir ákveðið ■ * rými en ég er samt að vinna með sömu verkin aftur og aftur. Þau bæta við sig og em alltaf að fæða af sér önnur, eldast og þroskast, kannski vegna þess að mín heimspeki er þannig að það er ekkert upphaf og enginn endir. Það spilar inn í að ég vinn með efni úr mínu nánasta umhverfi, blanda inn í mína vinnu daglegu lífi - en ég er samt ekki með neinn boðskap um samfélagið,“ segir Lilja Björk. Hún segir ýmsa hafa lesið út úr verk- um hennar pólitíska ádeilu á neysluþjóðfélag- ið og mengunina, sem hún segir þó sjálf alls ekki vera tilfellið. „Nema við erum auðvitað hluti af þessum veruleika," segir hún. Meðal verka á sýningunni nú eru vatns- keppir unnir úr plastpokum, vatni og litarefn- um, verk á vegg út latex og ýmsum snifsum sem hún hefur safnað saman og verk úr app- elsínuberki. „Yfirleitt_ blanda ég saman nokkrum elementum. Ég mála en ég er ekki málari, ég geri skúlptúra en er ekki skúlpt- úristi," segir hún. Þetta er sjötta einkasýning Lilju Bjarkar, sú þriðja hér á landi, en hún hefur einnig tek- ið þátt í nokkrum samsýningum hér jafnt sem erlendis. Sýningin nú er sú þriðja af fjórum í röð sem ber yfirskriftina „The reality of time and place is relative - So enjoy the moment“. Sú fyrsta var í Gallery Butenom í Haag haustið 1997, önnur í Kleine Zaal de Vishal í Haarlem fyrr á þessu hausti og sú fjórða verður í Rumte Voor Beeldende Kunst, Grote Markt í Haarlem í febrúar 1999. Lilja Björk lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1991 og var við framhaldsnám I Frakk- landi 1995-1996. Hún býr og starfar í Hollandi. Morgunblaðið/Þorkell HJÖRTUFt Hjartarson og Harpa, dóttir hans. MYNDLIST Á MÖRKUNUM LJÓSMYNDASÝNING Hjartar Hjartarson- ar í Súm-sal ber yfirskriftina „Dagskrá - kyi'ralífsmyndir úr sjónvarpi". Hráefni mynd- anna er að finna í dagskrá sjónvarpsins eina kvöldstund og nú hafa myndirnar - úr íþrótt- um, fréttum og sápuóperum - verið endur- matreiddar, færðar yfir á striga og strekktar á blindramma. „Þetta er eitt kvöld, frá því ég kveikti á sjónvarpinu þar til ég var búinn að fá dauðleið á því og slökkti. Svo var ég líka búinn með filmuna," segir Hjörtur. Hann kveðst þó ekki hafa tekið myndimar hráar af skjánum, held- ur reynt að kafa dýpra í myndræna verkun þeirra með fegurðina að leiðarljósi, jafnframt því að færa hversdagsleikann sem í henni felst í klassískan búning. „Ég hef gaman af að vinna beint með eitthvað sem er í daglegri notkun og hefur raunverulega engan tilgang annan en að þjóna deginum; það kemur og fer. Mér hefur alltaf fundist gaman að vinna á mörkum myndlistar og daglegs lífs, án þess að segja neitt meira um það,“ segir hann og bætir við, svona eins og til að koma í veg fyrir misskilning, „ég ætla ekki að bjarga heimin- um með þessu“. Sýningin í Nýlistasafninu er önnur einka- sýning Hjartar, en hann sýndi teikningar í Bílum og list fyrr í haust. Hann hefur auk þess tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hjörtur lauk námi frá Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1996 og lagði stund á ljós- myndun, teikningu og myndbandslist í há- skólanum í Granada á Spáni 1996-1997. TENGSL PÉTURS PÉTUR Guðmundsson frá ísafirði er gestur safnsins í Svarta sal, þar sem hann sýnir verkið Tengsl. Það eru 12 myndir sem hann hefur gert úr texta, rammað inn og hengt upp á veggi og lýsa sýningaröð sem hann hefur staðið fyrir frá því um síðustu áramót. Þar er einnig stór mappa með ýmsum gögnum, sem listamaðurinn kallar miðlægan gagnagrunn en ófullkominn þó. Allt þetta ár hefur Pétur sent suður á Nýlistasafn mánaðarleg skilaboð um hvað hann sýni í það og það skiptið. Sem dæmi má nefna marssýninguna, en viðfang hennar var „þeir fuglar og fiskar, sem fólk kann að koma auga á hér í Skutulsfirði á sýningartímanum,“ eins og hann orðaði það í bréfi til Nýlista- safnsins. Hann hefur einnig sýnt fjögur fjöll, sem hann sér öll af tröppunum heima hjá sér, en það eru fjöllin Ernir, Kubbi, Eyrarfjall og Snæfjallaströnd. Eins hefur hann beint sjón- um sínum að sýningarstöðum eins og Edin- borgarhúsinu, Slunkaríki og Kjarvalsstöðum. Morgunblaðið/Þorkell ÞÓRODDUR Bjarnason stendur fyrir Þingi fljótandi umræðu í Nýlistasafninu. - UMRÆÐAN FLÝTUR OG SKÝTUR RÓTUM ÞÓRODDUR Bjarnason er upptekinn af umræðunni. Ekki bara umræðu um menn- ingu og listir, heldur umræðu almennt. „Þing * fljótandi umræðu“ er yfirskrift sýningar hans í Forsal Nýlistasafnsins. Þar fjallar hann um umræðu almennt og hvernig hún verður til í þjóðfélaginu, í misstórum hópum manna, og fylgir þeim síðan þangað sem þeir fara, svo umræðan flýtur út og skýtur rótum á nýjum stöðum. „Þessi umræða sem ég er einkum að velta fyrir mér og öll mín verk snúast um er þegar menn detta niður á persónulegan tón í um- ræðunni og út úr þessu svokallaða dægur- þrasi. En umfram allt snýst þetta um fegurð- ina og fegurð andartaksins,1' segir Þóroddur. Meðal verka á sýningunni verða frásagnir af umræðu, myndrænt yfirlit yfir dreifingu umræðunnar og dæmi um hvar umræða hefur birst á undanförnum vikum og mán- uðum. Á opnunardeginum munu þingmenn fljótandi umræðu standa fyrir umræðu í safninu og í framhaldinu lýsa þeir sig reiðu- búna til að mæta á hvers kyns mannamót, í afmæli, giftingar, fermingar, átthagasam- komur og aðrar samkomur. Þar geta þeir annars vegar blandað sér í umræðu, verið kveikjan að nýjum umræðum eða hlustað og svarað. Að sögn Þórodds eru þeir einnig reiðubúnir að kenna og halda fyrirlestra, allt til þess að umræðan fái flotið áfram. Þingmenn fljótandi umræðu, sem nú eru opinberlega þrír, eru auk listamannsins sjálfs þeir Gunnar Hersveinn heimspeking- ur og Þröstur Helgason bókmenntafræðing- ur. Þóroddur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Islands 1996 og stundaði fram- haldsnám í Center for Contemporary Art í Kitakyushu í Japan 1997-1998. Þetta er fyrsta einkasýning Þórodds eftir að námi lauk en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýning- um hér á landi og erlendis. Hann hefur tekið virkan þátt í menningarumræðunni, einkum með greina- og pistlaskrifum í Morgunblaðið. DÝRMÆTIR VÖKVAR MINIR dýrmætu vökvar er yfirskrift sýningar Aðalsteins Stefánssonai- í Bjarta sal og undir- titillinn er Blóðið - Tárin - Munnvatnið - Þvagið - Sæðið - Andinn - Tilfinningarnar - Afneitunin - Girndin - Lífsneistinn. Með verk- inu segist listamaðurinn vera að velta fyrir sér spurningum um líkamsvökvana og tengslum þeirra við hin ýmsu hugðarefni okkar. „Þetta er Ijósmyndaverk unnið á undanföm- um tveimur mánuðum í Kaupmannahöfn og Gautaborg. Fyrir mér er þetta fyrst og fremst rannsókn á sjálfum mér, þar sem efniviðurinn er fimm vökvar sem ég fæ úr líkama mínum. Um leið velti ég fýrir mér hugsunum okkar um þessi sömu efni og hvernig við setjum þau í samband við margskonar merkingarfræðileg eða trúarleg hugtök eins og Andann - Tilfinn- ingamar - Girndina - Afneitunina - Lífsneistr ann. Vökvana hef ég fengið úr líkamanum með mismunandi aðferðum og síðan sett undir smá- sjána, stækkunin á því stigi er frá xlO upp í x40, þá hef ég tekið ljósmyndir sem ég stækka svo enn meira og er stækkunin þess vegna á endan- um orðin u.þ.b. xl600 til xl900. Ég hef einnig skoðað faglegar útlistanir á efnunum frá læknis- íræðilegu sjónarmiði, um innihald þeirra, sam- setningu og hlutverk. Á sýningunni er að finna útdrátt úr þessari rannsókn," segir hann. Aðalsteinn er búsettur í Kaupmannahöfn, þar sem hann stundar nám við Danmarks Designskole, en hann lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1996. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.