Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 2
KVARTETT UM ENDALOK TIAAANS OG VERK EFTIR JON NORDAL I HAFNARBORG EINS OG AÐ KLÍFA ÞRÍTUGAN HAAAAR Morgunblaðið/Kristinn PETER Máté, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran ásamt gesti sínum Sigurði Snorrasyni klarínettuleikara. ETTA verk er, eins og öll stór- kostleg tónlist, kröfuhart. Ég hef leikið það þrisvar eða fjórum sinnum áður og finnst það alltaf eins og að klífa þrítugan hamar, bæði í tæknilegu og listrænu til- liti,“ segir Gunnar Kvaran selló- leikari í Tríói Reykjavíkur sem flytur Kvartett um endalok tímans eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen á lokatónleikum vetrarins í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar annað kvöld. Tónleikamir hefjast kl. 20 og eru verk eftir Haydn og Jón Nordal einnig á efnisskrá. Tríó Reykjavíkur skipa sem fyrr Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari. Gest- ur þeirra á tónleikunum verður Sigurður I. Snorrason klarínettuleikari. Kvartett um endalok tímans á sér merka forsögu. „Verkið er samið í fangabúðum nas- ista í Görlitz árið 1940,“ segir Gunnar, „þar sem Messiaen var í haldi, og frumflutt í janú- ar árið eftir að viðstöddum 5.000 þúsund áheyrendum, sem flestir voru fangar. Hljóð- færaskipan réðst af því hvaða hljóðfæraleik- arar voru meðal samfanga Messiaens.“ Gunnar segir að tónskáldið hafi verið í um tvö ár í haldi í Görlitz. „Sú dvöl hlýtur að hafa markað djúp spor í sál hans. Pað hefur verið skelfilegt að vera innilokaður í þessari eymd og sennilega hefur Messiaen þurft að semja þetta verk til þess eins að lifa af, ekki síst andlega. Heiti verksins og kaflanna í því eru tilvitnanir í Opinberunarbók úr Jóhannesar- guðspjalli og líklegt má telja að Messiaen hafi óttast að endalokin væru í nánd.“ Að sögn Gunnars eru margir honum sam- mála um að Kvartett um endalok tímans sé eitt merkasta og stórbrotnasta kammerverk þessarar aldar - „og er þá mikið sagt, því af nógu er að taka“. „Það hefur tvisvar sinnum komið fyrir mig að sérkennilegir dulrænir atburðir hafa átt sér stað meðan á flutningi hefur staðið," segir Gunnar. „Styrkur verksins er mikill og boð- skapurinn geysilegur. Trúarkrafturinn er eig- inlega án hliðstæðu, nema ef vera skyldi hjá Bach.“ Messiaen var sannkaþólskur maður og seg- ir Gunnar hann hafa hrifist mjög af fuglum. Notaði tónskáldið fuglastef oftsinnis í verkum sínum. „Þar sem ég er dulrænt sinnaður kem- ur í þessu samhengi upp í huga mér nafn ann- ars geysilega trúaðs manns, heilags Frans frá Assisi, en sagt er að hann hafi notið sérstakr- ar hylli fugla, sem þyrptust að honum og sýndu honum lotningu. Ég held raunar að þeir séu nátengdar sálir, Olivier Messiaen og heilagur Frans frá Assisi, svo ég segi ekki meira. Þeir boðuðu báðir kærleika, hvor á sinn máta.“ Haydn alltaf viðkvæmur Tónleikarnir annað kvöld hefjast á vínar- klassísku verki, Tríói í C-dúr eftir Joseph Ha- ydn, sem samið er á síðasta áratug 18. aldar og tileinkað Esterhazy furstynju. „Þótt tón- mál Haydns geti virst sakleysislegt er hann ætið viðkvæmur í flutningi,“ segir Gunnar. „Tónlist hans er tær og gegnsæ, þannig að allar misfellur heyrast greinilega. Það á svo sannarlega við um þetta verk sem er mjög fal- legt.“ Þá verður flutt verkið Andað á sofinn streng sem Jón Nordal samdi að beiðni Tríós Reykjavíkur og frumflutt var í Iðnó á Lista- hátíð í Reykjavík í fyrra. „Þetta fagra ljóð- ræna heiti, Andað á sofinn streng, sem tekið er úr ljóði eftir Snorra Hjartarson, segir allt sem segja þarf um andrúm og eðli þessa tón- verks. Það er ákaflega fallegt og kyrrlátt. Okkur þykir afar vænt um þetta verk og sér- staklega gaman að spila það.“ Gunnar kveðst hæstánægður með starf vetrarins. Tríóið hafi fengið til sín góða gesti og flutt margvíslegt efni. „Mest höfum við glaðst yfir því hvað við höfum fengið fastan og áreiðanlegan áheyrendahóp til að sækja tón- leikana okkur. Þetta er níunda starfsár okkar í Hafnarborg og þegar nýjabrumið fer af tón- leikaröð sem þessari má alltaf búast við að að- sókn dragist saman. Það gerðist líka hjá okk- ur á sínum tíma. Við héldum hins vegar ótrauð áfram, fastur kjarni hélt við okkur tryggð og okkur hefur tekist að koma röðinni þannig áleiðis að núorðið eru tónleikamir alltaf vel sóttir. Skapast hefur hefð. Fyrir það erum við afar þakklát, ekki síst ef horft er til þess að framboð á menningarefni hér á landi er orðið gifurlegt og sanikeppnin milli lista- manna um að ná athygli fólks fer stöðugt harðnandi. Ekki spillir heldur fyrir að hafa fast aðsetur í jafn fallegu listasafni og Hafn- arborg. Við horfum því vongóð til framtíðar.“ Og Tríóið er þegar farið að huga að næsta vetri. „Við munum halda fimm tónleika starfs- árið 1999-2000 og bjóða til okkar nokkrum góðum gestum, meðal annars Philip Jenkins píanóleikara og Finni Bjarnasyni baríton- söngvara. Meðal verka sem við ætlum að flytja má nefna Silungakvintettinn fræga eftir Schubert og tríó eftir bæði Fauré og Chaus- son sem á hundrað ára dánarafmæli á þessu ári. Þá munum við flytja sérstaka dagskrá með slavneskri tríótónlist, meðal annars verk eftir Smetana, Rakhmanínov og Sjostakovítsj. Á lokatónleikum í apríl verða flutt verk eftir íslensk tónskáld, auk annaiTa." CIRKUS CIRKÖR SÝNIR LISTIR I LOFTKASTALANUM FJÖLLISTAHÓPURINN Cirkus Cirkör er í leikfór um Norðurlöndin og sýnir þrisvar sinnum hér á landi. í gærkvöldi var sýning á Akureyri og tvær sýningar verða í Loft- kastalanum; á morgun, sunnudag og mánu- daginn 29. mars, kl. 20 báða dagana. í dag kl. 16 verður haldin námstefna í Norræna húsinu. Cirkus Cirkör hefur starfað í fjögur ár og er einn fremsti fjöllistahópur Norðurlanda. Hópurinn tilheyrir hinni svokölluðu ný- sirkus-hreyfmgu, sem hefur átt vinsældum að fagna víða um heim undanfarin ár og er hluti af alþjóðlegu listmáli sem ungt fólk er að skapa um allan heim. Nýsirkus-hreyfing- in starfrækir m.a. norrænan nýsirkusskóla í Stokkhólmi og er einnig með farandskóla og vinnur nú að stofnun norræns nýsirkushá- skóla. Nýsirkus á margt skylt með leikhúsi, varðandi sviðsetningu og vinnuaðferðir. Byggt er á gömlum sirkushefðum, með öll- um þeim brögðum og brellum sem þar er að finna, en farnar nýjar og ferskar leiðir í út- færslu. Engin dýr eru notuð í sýningunum. Sýningar Cirkus Cirkös byggjast á leikni og fimi, hugarflugi og húmor í litríkri og nú- tímalegri umgjörð. Atvinnulausir listamenn Hópurinn sem sýnir hérlendis byggist á sex fjöllistamönnum, sem hafa verið með frá upphafi. Margir af stofnendum hópsins voru í hópi atvinnulausra listamanna fyrir fjórum árum, og hefur hópurinn m.a. þess vegna lagt mikla áherslu á að starfa með ungu fólki. Cirkus Cirkör er væntanlegur aftur til landsins í sumar. SAMUEL Gustavsson og Niclas Stureberg taka lista- menn í fjöllistahópnum Cirkus Cirkör. MENNING/ USTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Ragnhildur Stefáns- dóttir. Til 13. maí. Gallerí Horn Guðbjörg Hákonardóttir, Gugga. Til 14. apríl. Galierí Listakot Soffía Ámadóttir. Til 28. mars. Gallerí Stöðlakot Jón A. Steinólfsson. Til 28. mars. Gallerí Sævars Karls Magnús Kjartansson. Til 15. apríl. Gerðarsafn Vestursalur: Rúna Gísladóttir. Austursalur: Guðrún Einarsdóttir. Neðri hæð: Mireya Samper. Til 28. mars. Mcnningarmiðstöðin Gerðuberg Svava Skúladóttir, Sigurður Einarsson, Hjörtur Guðmundsson, Þórður Valdimarsson, Sigur- laug og Guðrún Jónasdætur. Til 9. maí. Ilallgríinskirkja Kristján Davíðsson. Til 15. apríl. Hafnarborg Aðalsalur: Bjöm Bimir, Kiistín Geirsdóttir og Hlíf Ásgrímsdóttir. Sverrissal- ur: Arnar Herbertsson. Til 12. apríl. Háskólabókasafn Orsýning - Bríet Héðins- dóttir. Til 30. apríl. Ingólfsstræti 8 Gretar Reynisson. Til 25. apríl. Kjarvalsstaðir Jasper Morrison, Marc New- son og Michael Young. Ljósmyndir Spessa. Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 24. maí. Listasafn ASÍ Kristín ísleifsdóttir, keramik. Sigríd Valtingojer, graíík. Arinstofa: Svavar Guðnason, úr eigu safnsins. Til 28. mars. Listasafn Árnesinga Ragnheiður Jónsdóttir. Til 5. apríl. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands Salur 1: Fjórir frumherjar; til 11. apríl. Salur 3: Sigmar Polke. Til 28. mars. Salur 4: Gunnlaugur Scheving, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Nína Tryggvadóttir, Þorvaldur Skúlason og Snorri Arinbjarnar. Til 18. apríl. Ljósmyndir Janniet Eyre. Til 18. apríl. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Yfirlitssýn- ing á verkum Sigurjóns. Norræna húsið Myndasögur. Til 23. maí. Nýlistasafnið Rósa Gísladóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og ívar Brynjólfsson. Til 28. mars. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14. maí. SI’RON, Álfabakka Sigurður Örlygsson. Til 9. júlí. Þjóðarbókhlaðan Steingrímur Eyfjörð. Til 20. apríl. TONLIST Laugardagur. Ráðhús Reykjavíkur: Stór- sveit Reykjavíkur o. fl. Kl. 14. Laugardalshöll: Jesus Christ Superstar. Kl. 17. Kaffileikhúsið: Francis Poulenc. Kl. 20. Sunnudagur. Seltjarnarneskirkja: Viera Manásková organisti. Kl. 20. Langholtskirkja:Rínar-söngsveitin og Sinfón- íuhljómsveit æskunnar í Köln. Kl. 20.30. Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur ásamt Sigurði I. Snorrasyni. Kl. 20. Ráðhús Reykjavíkur: Djasssveit Menlo- School. Kl. 14. Hallgrímskirkja: Kór Menlo-School. Kl. 17. Þriðjudagur. Salurinn, Kópavogi: Kristinn H. Arnason, gítarleikari. Kl. 20.30. Iðnó: Blásaraoktett frá Köln, Kl. 17. Laugardagur 3. apríl Salurinn, Kópavogi: Páskabarrokk. Kl. 17. LEIKLIST Þjóðlcikhúsið Sjálfstætt fólk: Bjartur, mið. 7. aprfl. Ásta Sóllilja, fim. 8. apríl. Tveir tvöfald- ir, fos. 9. apríl. Brúðuheimili, lau. 27. mars. Bróðir minn Ijónshjarta, lau. 27. mars. Abel Snorko býr einn, lau. 27. mars. Fös. 9. apríl. Maður í mislitum sokkum, lau. 27., sun. 28. mars. Fim. 8. apríl. Borgarleikhúsið Pétur Pan, lau. 27., sun. 28. mars. Horft frá brúnni, lau. 27. mars. Fös. 9. apríl. Sex í sveit, fós. 10. aprfl. Fegurðardrottningin frá Línakri, lau. 27., sun. 28. mars. Fös. 9. aprfl. Islenski dansflokkurinn Diving, Flat Space Moving og Kæra Lóló, sun. 28. mars. Leikfélag Akureyrar Systur í syndinni, lau. 27., sun. 28., mið. 31. mars. Fim. 1., lau. 3. apríl. Loftkastalinn Hattur og Fattur, lau. 27. mars. Lau. 3. apríl. Cirkus Cirkör, sun. 28., mán. 29. mars. Iðnö Hnetan, lau. 27., sun. 28. mars. Fim. 8. apríl. Rommí, mið. 31. mars. Leitum að ungri stúlku, mið. 31. mars. Fim. 1., mið. 4., fim. 5. aprfl. Tjarnarbíó Svartklædda konan, lau. 27., mið. 31. mars. Fös. 2. aprfl. Kaffilcikhúsið Hótel Hekla, mið. 31. mars. Fös. 9. aprfl. Mögulcikhúsið v. Hlemm Snuðra og Tuðra, lau. 27. mars Snúður og Snæida Maðkar í mysunni og Ábrystir með kanel, lau., 27., mið. 31. mar. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.