Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 19
I VIGAMOÐ Fréttir á Netinu vfj) mbl.is __/\l.L.Ty\f= E!TTH\/f\£> fSTÝTT TOIVLIST Sfgildir diskar MENDELSSOHN Fclix Mendelssohn-Bartholdy: Strengjakvartett- ar nr. 1 í Es-dúr Op. 12 (1829), nr. 2 í a-moll Op. 13 (1827) og Op. posth. í Es-dúr (1823). Eroica- kvartettinn (Peter Hanson, Lucy Howard, fiðl- ur; Gustav Clarkson, víúla; David Watkin, scllú). Harmonia mundi HMU 907245. Upptaka: DDD, Dorset, Englandi 3/1998. títgáfuár: 1999. Lengd: 78:04. Verð (Japis): 1.590 kr. „MOZART 19. aldar“, eins og Schumann kallaði undrabarnið skammlífa, Felix Mendels- sohn (1809-47), hefur ekki áður komið við sögu hér í Sígildum diskum - þó að systir hans Fanny hafi gert það! (SD 12.9. 1995). Eflaust tímanna tákn. Eins er með spilamátann. Blessuð upphafshyggjan er stöðugt að færast nær okkar tíma. Ekki einu sinni Dvorák kvað lengur fá að vera í friði fyrir „upphaflcgri" spilamennsku (skyldi það vera yzti angi hennar þegar skylduræknir rokkgítai'istar augnabliks- ins þenja Hendrix-fígúrasjónir við glissfetil gegnum antík lampamagnara frá 7. áratug?), og hinn fímm ára gamli brezki Eroica- kvartett sem hér debúterar á skífu, lýsh- yfir á umslagi að hann leitist við að „enduruppgötva fjörlegan flutningsmáta rómantíska tímabilsins". Ekki hljómar það illa í sjáfu sér - þó að út- færsla þeirra fjóiTnenninga kunni að minna suma meir á „enduruppgötvaðan" bai'okk- strengjatón HlP-forkóIfa síðustu ái-atuga en eldheita rómantík í hefðbundnum skilningi, þ.e. með fremur svölum blæ og litlu, stundum engu, víbratói. Slíku kynntist undimtaður fyrst í verkum utan barokktímans í meðfórum Esterházy-kvartetts Jaaps Schröders á „Haydn“-kvartettum Mozarts (SD 10.2.1996.) Engu að síður vill svo einkennilega til, að téður barokktónn kemur víða furðuvel út í strengjakvartettum Mendelssohns, sem var í raun háklassískur inn við beinið. Alveg sér- staklega þó í hinni tvöföldu fúgu sem myndar lokaþátt ópusnúmeralausa kvartettsins - enda er meistari Bach þar augljós fyrh'mynd, og barokkvinnubrögð á hverju strái. Það þarf ekki að minna tónsögugránana á að Mendelssohn endui-vakti Bach með frægum flutningi á Mattheusarpassíunni 1829, þegai' Felix var tónlistarstjóri í Leipzig, en eitthvað hefur hann komizt í tæri við Tómasarkantorinn fyrr, því að fúgukvartettinn númeralausi er saminn þegar á árinu 1825 þegar höfundur hans var aðeins á fermingaraldri. Kvartettar Mendelssohns eru alls 7, og strangt til tekið myndu kvartettarnir þrír á þessum diski flokkast sem æskuverk. Að vísu gildir um annarlega bráðþroska undrabörn eins og Mendelssohn, Mozart og Schubert, að „æskuverk" sem hjá öðrum eru talin ná fram á 3.-4. aldursáratug, ná hjá snillingunum ekki öllu lengi-a en fram á táningsár, og nægir í til- viki Mendelssohns að benda á meistaraverk eins og Jónsmessunæturdraumsforleikinn, sem saminn er af 17 ára drengstaula. I fyrsta verkinu frá 1823 eru fyrirmyndirnar Mozart, Haydn og snemm- og mið-Beethoven, en þegar í Op. 13 frá 1827 (dánarári Beethovens) má kenna veruleg áhrif irá síðustu kvartettum þessa framsæknasta höfundar tóngreinarinnar á 19. öld, og í Op. 12 (1829) verða þau enn djúp- stæðari. Örugg kontrapunktísk vinnubrögð og frjálsleg meðferð ómstreitna setja þessi tvö verk í flokk með nýtízkulegustu kammersmíð- um samtímans við hlið síðustu 5 kvai'tetta Beethovens, þó að Mendelssohn sé þar enn vart kominn af táningsaldri og vitanlega ekki jafn leikinn í stórútfærslu minnstu smáfruma og Beethoven. Hins vegar hefur hann laglínuna fram yfir. Mendelssohn var melódíker fram í fíngur- góma, og tryggir það eitt persónueinkenni þessai'a bráðskemmtilegu kammerverka, þó að fleira komi til. Leikui- Eroieu-kvartettsins er sérlega líflegur, snai'pur og nákvæmur. Hversu mikið leggja ber upp úi' staðhæftngum bæklings um rannsóknir fjórmenninganna og hjálparhellu þeirra Dr. Clive Brown á fingrasetningum og bogastrokum tilurðaitímans, skal ósagt látið. Meginatriðið er hin innlifaða og tiktúnilitla spilamennska, sem ásamt heilbrigðu tempóvali (kannski burtséð frá vitaódanshæfa uppmælingahraðanum á menúett Fúgu-kvartettsins (Op. posth.)) kemur heillandi hugviti Mendelssohns dável til skila í kristals- tæn-i upptöku. Lofar þetta eftirminnilega „debút“ góðu um framhaldsferil fereykisins, svo ekki sé meira sagt. ÝMIS TÓNSKÁLD Orrustulónlisí. Ludwig van Beethoven: Sigur Wellingtons Op. 91; Tveir marsar fyrir her- hljúmsveit. Franz Liszt: Ungverskur árás- armars; Húnavíg. Mikhail M. Ippolítoff-Ivanoff: Georgískur stríðsmars (úr Íveríu Op. 42). Niko- lai Rimskíjj-Korsakoff: Dodon á fúlkvangi (úr Gullna hananum); Stráfallið við Kerzhentz (úr Sögninni af úsýnilegu borginni Kitezh). Robcrt Volkmann: Ríkarður III (konsertforleikur). Pjotr Tsjækovskíj: Orrustan við Poltövu (úr Mazeppa). CSR sinfúníuhljúmsveitin í Brat- islövu u. stj. Ondrejs Lenards. Naxos 8.550230. Upptaka: DDD, Bratislövu, Tékkoslúvakíu, 2- 4/1989. títgáfuár: 1989. Lengd: 72:36. Verð (Japis): 690 kr. 1812 FORLEIKUR Tsjækovskíjs er illa fjarri góðu (eða vondu) gamni á þessum svartapúðursangandi orrustudisk; en hefur kannski þótt einum of þekktur. I staðinn er boðið upp á mun ókunnari tónalýsingu hans á hildarleiknum við Poltövu 1709, þegar stór- veldisdraumar Svía í austurveg hrundu fyrir fullt og allt - raunar ekki afdrifaminni orrustu en þeirri við Borodino 103 árum síðar. Atriðið er úr óperunni Mazeppa (1884) um samnefnd- an kósakkaforingja, bandamann Karls XII, og að sumu leyti betur samið en „1812“, nema hvað niðurlagið er snubbótt. Má þar heyra bæði zarhyllingarsálminn og þjóðlagið úr Boris Godunov Mussorgskíjs, sem Beethoven notaði í 2. Razumovsky-kvartett sínum í e-moll. En mai-gt fleira er á matseðlinum. Ef stiklað er á stóru má nefna atriðin tvö eftir Rimskíj- Korsakov, sem eru eins og vænta má litrík og LIKAMLEG OFSKYNJUN í ÞJÓÐARBÓK- HLÖÐUNNI Morgunblaðiö/Þorkell STEINGRÍMUR Eyfjörð sýnir nú sýninguna GrýlaA/enus í heild sinni í Þjóðarbókhlöðunni. STEINGRÍMUR Eyfjörð myndlistarmaður sýnir verk sitt Grýla/Venus: líkamleg of- skynjun í Þjóðarbókhlöðunni frá 27. mars til 20. apríl. Verkið er skúlptúr og vinnuteikn- ingar sem listamaðurinn vann á síðasta ári. Verkið verður nú sýnt í heild sinni en hluti þess var sýndur á sýningunni Flögð og fógur skinn, sem menningarsamsteypan art.is stóð fyrir í Nýlistasafninu í júní á síðasta ári. „Venus og Grýla eru tengdar andstæður. Hugmyndin um Venus kallar á Grýlu og sú síðarnefnda kallar á hugmyndina um Venus. Myndverkið „Handrit af Grýlu“ hugsaði ég sem skoðun í skilaboðum úr tímaritum sem stýra og móta kvenímyndina bæði hvað varð- ar lífsstíl og útlit hennar. Ég geng út frá því að hluti af þeim skilaboðum og stýringu á neyslu og sjálfsmynd neytandans virki eins og Grýla á lesandann í birtingarmynd Venusar. Ég geng út frá því að neytandinn upplifi milda ofskynjun á eigin líkama eftir að hafa meðtekið skilaboð kvenímyndarinnar, þau skilaboð sem stýra og hvetja neytandann til að breyta og lagfæra líkama sinn. „Handrit af Grýlu“ er samsafn skilaboða þar sem „Venusarskilaboðin" kalla fram ein- kenni Grýlu í formi tilvísana í menningu og náttúru sem mynd hennar hefur birst í: Ég tek mið af hugmyndum sem tengjast Venusi og Grýlu, en skáka neyslustýringunni, eins og Ulfhildur Dagsdóttir, skilgi'einir kvenímynd- ir, sem hina kynferðislegu aktívu og aggressífu konu, hinnar yfirþyrmandi „monstrous" móður og femínista. Ég hugsa mér að þær frelsi sig frá Grýlu og Venusar- hugmyndinni, nái að meðhöndla upplýsingar og breyta þeim þannig að þær verði sjálfstæð- ar frá Grýlu og Venusi,“ segir Steingn'mur Eyfjörð um verkið í bókinni Flögð og fógur skinn sem menningarsamsteypan art.is gaf út. Þjóðarbókhlaðan er opin mánudaga til fímmtudaga kl. 8.15-22, föstudaga til kl. 19, laugardaga kl. 9-17 og sunnudaga kl. 11-17. a ævintýraleg. Drungalegur konsertforleik hins nú bláókunna Roberts Volkmanns frá Dresden (1815-83) kemur á óvart, og Ungverskur árás- armars Liszts (með cimbalom-slaghörpu í miðju) og sérstaklega sinfóníska Ijóðið Húna- víg (1857; um viðureign Atla húnakonungs við Vesturgota og Rómverja á Katalánsvöllum 453) eru glampandi hljómsveitarverk, þar sem stutt er í Valkyrjumúsík Wagners. Það kann að þykja kyndugt að safna róman- tískum orrustulýsingum í tónum saman á sí- gildum diski á okkar friðelskandi tímum. En hvort sem félags- og uppeldisfræðingum líkar betur eða verr, þá virðist þetta yrkisefni hafa höfðað töluvert til tónskálda 19. aldar, jafnvel til hugsjónamanna á borð við Beethoven - þó að vera kunni að tækisfærimennska hafi líka ráðið einhverju um tilurð „Wellingtons Sieg“ (þ.e. við Victoria, sem hrakti heri Napóleons af Pýreneaskaga), enda uppfært á Vínarfundin- um 1814, þar eð stykkið (nú talið meðal verstu tónsmíða meistarans) vakti meiri alþjóðlega at- hygli en nokkuð annað verk Beethovens(I). Maður þarf ekki endilega að vera kvik- myndatónskáld í leit að innblæstri til að hafa gaman af þessum verkum. Þau eru íyrirtaks tímahylki um liðin rómantísk viðhorf til hern- aðar, mörg hver ekki verr samin en friðvæn- legri tónverk, og hressandi tilbreyting, þegar hlustandinn hefur fengið nóg af unaðssælureit- um tónbókmenntanna í bili. Aukinheldur eru sígildar „bardagalýsingar" fráleitt verri tengi- fyrirsögn en temu eins og hafið, ástin eða álíka, sem einnig hefur sézt á syi'puplötum. Það er vel varðveitt leyndannál tónlist- arunnenda, að mesta ánægjan af heimilisplötu- safninu hefst ekki fyrr en eftir að fyi-stu 100- 200 undirstöðutónverkin eru komin í hús. Þá kemur nefnilega að fágætari „rarítetum“ tón- sögunnar og þeirri ómetanlegu viðmiðun sem þau veita - hreint burtséð frá hvers konar gleymdum gimsteinum sem víða má fínna. Þessi diskur er prýðilegt dæmi um slíkt; upp- fullur af ljómandi en í mörgum tilvikum lítt þekktum tónverkum sem eiga betra skilið. Hljómsveitarstjórinn Ondrej Lenai'd er aðal- lega kunnur fyrir óperu og ballett, en hefur auðheyi’anlega ekki lakari tök á vopnaskaki rómantíkeranna. Bratislavahljómsveitin er í fínu formi, og þó að upptakan mætti stöku sinni vera aðeins skýrari, er hún vel boðleg. Ríkarður Ö. Pálsson * LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.