Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 12
GLÆSILEGT býli hvar sem á er litið: Til vinstri á myndinni er íbúðarhús hjónanna á Þorvaldseyri, Ólafs Eggertssonar og Guðnýjar Valberg, en þau tóku við búi 1986. íbúðarhúsið með kvistinum, hægra megin við heimreiðina, byggði Ólafur Pálsson 1918 og það er enn í góðu gildi. numið staðar á þjóðveginum þar sem afleggjari er heim að bænum. Ut þusti heill hópur túrista með myndavélar og ekki spillti myndefninu að marglit kúahjörðin breiddi úr sér á túninu fyrir ofan. Ólafur sagði þetta alvanalegt; heimilis- fólkið kippir sér ekki upp við slíkt. En lítið eitt til hliðar við heimreiðina benti Ólafur mér á eina sýnilega moldarflagið á svæðinu, dálítið blautt sýndist mér. Þarna, nákvæmlega þarna, sagði hann, stóð bærinn Svaðbæli. IV Jörðin Þorvaldsqyri á sér skamma en sér- kennilega sögu. Um miðja síðustu öld var alls enginn bær á þessum stað, en framar á eyrun- um var fyrmefnt smákot, Svaðbæli. Má ætla af nafninu að þar hafí verið blautlent, enda var sá annmarki talinn helztur á jörðinni, að Svaðbæl- isá brauzt út úr farvegi sínum í leysingum og ’bar þá með sér aur og grjót yfir gróið land. Upphaf býlisins Þorvaldseyrar má rekja til þess að Þorvaldur Bjamarson frá Stóradal reisti bú í Núpakoti 1863. Hann var Rangæing- ur að uppruna, sonur Björns Þorvaldssonar síðar bónda á Bergþórshvoli og Katrínar Magnúsdóttur, bónda á Leirum undir Eyja- fjöllum. Þorvaldur er dæmi um að menn gátu efnast í hinu staðnaða bændasamfélagi 19. ald- arinnar ef þeir voru stórhuga og ófyrirleitnir eins og Þorvaldur. En hann varð eins og harm- söguleg persóna í leikriti; maðurinn sem hefst af sjálfum sér, rís í eignasöfnun langt yfir með- almennskuna, hættir síðan öllu og tapar svo til aleigunni þegar ný öld birtir honum stórfeng- leg tækifæri. Þorvaldur bjó í Núpakoti, næsta bæ vestan við Þorvaldseyri, tO 1868. Hann varð með tím- anum frægur fyrir að eignast jarðir og ein sú fýrsta sem hann eignaðist var þetta blautlenda kotbýli næst fyrir austan: Svaðbæli. Þar sá hann möguleikana, en í kotið hefur hann aldrei ætlað sér að flytja, heldur hóf hann í rauninni landnám og byggði nýjan bæ á grundunum nær fjallinu. Hann fór að dæmi landnáms- manna; nefndi bæinn Þorvaldseyri eftir sjálf- um sér. I raun og vem er lítt skiljanlegt hvemig Þorvaldur Bjarnarson auðgaðist svo að hann gat keypt jarðir, komið upp margfalt glæsi- legri húsakosti á jörð sinni en venjulegt var þá og þar að auki gekk hann í að rækta upp ný tún. Hlaðan sem hann byggði var sú stærsta á landinu öllu, alin lengri og breiðari en hús Lærða skólans, nú Menntaskólans í Reykjavík við Lækjargötu. Sýnir það hver metnaður hans var. Að auki byggði hann burstabæ á Þorvalds- eyri eins og algengast var á 19. öldinni, en síð- ar timburhús sem var 130 fermetrar og geysistórt eftir þeirrar tíðar hætti, nefnt Gestahúsið. Þorvaldur bjó fyrst um sinn áfram í eldri bænum, en höfðingjunum sem hann um- gekkst gjarnan hefur þá verið vísað til Gesta- stofu. Það var þetta hús sem Einar Benedikts- son reif eftir að hann eignaðist jörðina og flutti vestur að Stóra-Hofi, þar sem það brann nokkra síðar. Timbrið í hlöðuna og gestastofuna hafði Þor- valdur fengið á fjörunum neðra og hafði þá eignast kotin sem áttu rekaviðarhlunnindin. Sú ákvörðun sýslumannsins að ræna Þorvaldseyri húsinu og flytja það vestur yfir óbrúaðar ár bar vott um stórhug, en kannski líka ögn af brjálæði. Fjöldi manns var ráðinn til að rífa húsið, merkja alla viði og flytja á baggahestum og hestvögnum og varð vegna þess arna að ráðast í vegarlagningu á hluta leiðarinnar. Allt var þó auðvelt á móti ánum, Markarfljóti og Þverá, þar sem viðunum var fleytt yfir og að síðustu yfír Eystri-Rangá. Eins og nærri má geta var Þorvaldur á Eyri umtalaður maður, misjafnlega vinsæll og eigin- lega þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Menn telja víst að til hans hafi Halldór Kiljan Laxness sótt fyrirmyndina að Bimi á Leiram í Paradís- arheimt. Bæði Bjöm og Þorvaldur vora stór- bokkar sem héldu sig að hætti höfðingja og Ljósm.Lesbók/GS ÞORVALDSEYRI. Útsýni austur með Eyjafjöllum úr hlíðinni ofan við Núpakot. UPPSPRETTUR orkunnar: Koltungufoss er í fallegu gili í hlíðinni ofan við Þorvaldseyri. Aðeins lítill hluti af vatnsmagni hans er nýttur til að knýja rafstöðina, sem Ólafur Pálsson byggði 1928, en hefur nú verið endurnýjuð. Á lækjarbakkanum gegnt stöðvarhúsinu er borholan þar sem einn sekúndulítri fékkst af 65 stiga heitu vatni. Ljósmynd/Ólafur Eggertsson HAUSTANNIR á Þorvaldseyri, kornakurinn plægður og veturinn hefur minnt á sig með nýfall- inni mjöll niður í miðjar hlíðar. báru takmarkaða virðingu fyrir alþýðu manna. Miður geðsleg mynd af Þorvaldi á Eyri kem- ur fram í bókinni Fár undir fjöllum eftir Krist- in Helgason. Kannski hafa nær allslausir menn seilst til að hnupla sér einni og einni spýtu á rekaviðarfjörunum handan sinna landamerkja, en Þorvaldur var alveg miskunnarlaus við þá sem grunaðir voru. Gerðist hann handgenginn Páli sýslumanni Briem og þótti hafa hann í vasanum í viðureignum við sveitunga sína, sem settir vora í átthagafjötra og var meinað að bjarga bágum efnahag með því að ráða sig á vertíð til Vestmannaeyja. Menn voru hafðir í haldi í gripahúsi á Þorvaldseyri og 15 ára dreng var haldið þar í 15 daga fyrir að hafa ekki „sagt allan sannleikann". Verður að telj- ast fullkomlega með ólíkindum að svo fram- stætt réttarfar gæti viðgengist í Danaveldi á síðustu öld. Aumt var hlutskipti Páls sýslu- manns að gerast handbendi Þorvaldar í máli sem snerist um fáeinar rekaviðarspýtur. Páll Briem hafði áður verið talinn hinn mesti efnis- maður og á námsáram hans var jafnvel talað um hann sem arftaka Jóns Sigurðssonar. Magnús Torfason, sem tók við sýslumanns- embættinu af Páli var litlu betri. Það kom í hans hlut að fullnægja fáránlegum dómum og innheimta sektir og málskostnað af bláfátæku fólki. Enda þótt Júlíus Havsteen amtmaður mæltist til þess að hann vægði blindum manni, Þorsteini á Rauðabakka, hélt Magnús uppboð á jörðinni og þótti sá gerningur svo makalaus að Landsyfirréttur dæmdi hann ógildan. Þetta var þó aðeins fjóram árum fyrir síðustu aldamót. V Kynni Þorvaldar á Þorvaldseyri við Einar Benediktsson urðu honum örlagarík. Hitt má þó benda á að fljótlega eftir aldamótin hafði Þorvaldur orðið meiri áhuga á fjárfestingum í Reykjavík en frekari jarðakaupum. Hann hef- ur séð í blaðinu Reykjavík að Einar auglýsti Glasgow til sölu; stórhýsi sitt í Grjótaþorpinu, sem brá „stórum svip yfir dálítið hverfi“. Þann 4. marz 1902 gengu kaupin; Einar seldi Þor- valdi Glasgow á 25 þúsund krónur því skáídið var í kröggum, enda stærstur hluti kaupverðs- ins veðskuldir. Eignir Þorvaldar voru þá metn- ar á 70 þúsund krónur. Uppúr því virðist Þorvaldur hafa verið orð- inn afhuga búskap, enda sjötugur. Hann skipti við Bjarna snikkara Jónsson á Þorvaldseyrinni og fyrstu íbúðablokkinni í Reykjavík, sem hét og heitir enn Bjarnaborg, en 15 þúsund varð hann að gefa á milli. Einar kom að þessum fasteignaviðskiptum og græddi sjálfur á þeim nokkrar krónur. Og „nú er eins og gamli maðurinn komist í álög, hann er heillaður af tali sýslumanns, töfraður“, segir Guðjón Friðriksson í ævisögu Einars. Hann segir Þorvaldi að ekkert vit sé í því að liggja á peningum eins og ormur á gulli; fram- tíðarmöguleikarnir séu í hafinu, en „sá guli er utar“, hafði hann sagt í kvæði og það var rétt. Þar vora útlendingar að moka honum upp. Þorvaldur fluttist til Reykjavíkur um vetur- inn, settist að í Bjarnaborginni og keypti togarann Seagull sem eftir það var ævinlega nefndur Fjósa-Rauður. Útgerðin gekk öll á aft- urfótunum og þar hefur bóndinn undan Eyja- fjöllunum ekki haft úr neinni reynslu að spila. Togarinn fórst og Þorvaldur var nálega gjald- þrota; missti allar jarðir sínar, nema hvað hann hélt eftir Núpakotinu, þar sem hann hóf bú- skap. Kaupstaðarferðin hafði orðið honum dýr- keypt. Að lokum sneri þessi frægi stórbokki austur aftur og lifði síðustu æviár sín í Núpa- koti. Þó ekki sé með öllu fennt yfir þessi spor, heyra þau sögunni til. Þorvaldur á Eyri var ná- grönnum sínum ófyrirleitinn og miskunnar- laus. En af honum verður ekki skafið að hann hafði metnað og áræði. Landnám hans á Þor- valdseyri sýnir framsýni hans, en síðan varð það gæfa jarðarinnar að fá þrjár kynslóðir af- burða góðra bænda. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.