Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 15
MILLAIS: Kristur í húsi foreldra sinna, 1850. Hér er engin upphafin tign eða stásslegur íburður, aðeins verkstæði trésmiðsins Jósefs. Hann líkt og stýrir drengnum að vanga móður sinnar eins og hann vildi segja: Kyssu nú mömmu bless og farðu svo fyrir mig í sendiferð. Raunsæi af þessu tagi vakti hörð viðbrögð á síðustu öld og þótti jaðra við guðlast. síðan hvernig hugmyndir úr hellenískri menningararfleifð tengdust Maríudýrkun- inni og stuðluðu að því að hún var tilbeðin sem móðir miskunnsemdanna og ævarandi meyja. Loks verður dregið fram hvernig Maríudýrkunin höfðar til vissra frummynda (Archetypen) í sjálfsmeðvitund mannsins. 2. María og Nýja testamentið Nýja testamentið segir frekar lítið um Maríu, þetta kemur ef til vill nokkuð á óvart, en er auðskiljanlegt í ljósi þess að innan Nt. liggur áherslan á að hjálpræði mannsins sé alfarið að finna í Kristi eins og segir: „Ekki er hjálpræði í neinum öðrum. Og ekkert ann- að nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss“ (Post. 4.12) og „Einn er Guð. Einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús“ (1. Tim. 2.5). Kristur er grundvöllur trúarinnar og möndullinn sem allt snýst um í guðspjöll- unum. María hverfur því alfarið í skuggann af syni sínum. Einungis einu sinni er hennar getið í Postulasögunni (Post 1.14) og þá í upptalningu á meðlimum í fjölskyldu Jesú, en aldrei með nafni í bréfum Nt. Ef við lítum á þá staði þar sem fjallað er um samskipti Jesú og Maríu í guðspjöllunum, kemur í ljós að þær frásögur einkennast af vissri fjar- lægð í samskiptum þeirra (Jh. 2) sem m.a. trúarbarátta Maríu veldur, því hún var ekki sannfærð um köllun sonai' síns eins og kem- ur fram í textanum að ofan (Mt. 12.46-50, hliðstætt Mk. 3.21; 31-35). Systkini hans eru sömu skoðunar. I Nt. er einnig að finna höfn- un á þeirri lotningu sem sumir hafa viljað tengja við móðurhlutverk Maríu. Þegar kona ein kallar til Jesú: „Sæll er sá kviður, er þig bar, og þau brjóst, er þú mylktir," þá dregur Jesús skýr mörk og segir: „Já, því sælir eru þeir, sem heyi-a Guðs orð og varðveita það“ (Lk. 11.27-28). María er hér sett í hóp allra trúaðra sem halda í orð Guðs. Loks ber að geta þess að María er ekki meðal upprisuvottanna, heldur Jakob (1. Kor. 15.7) næstelsti sonurinn. Hann er hér ef til vill sem fulltrúi fjölskyld- unnar, en hann varð síðar forstöðumaður safnaðarins í Jerúsalem og dó píslarvættis- dauða. Það að María kveður son sinn undir krossinum, vitnar fremur um móðurást hennar, en óskeikula trú hennar. Hún horfir á afleiðingar predikunar Jesú, prédikunar sem hún vildi hindra. Ki-ossdauði Jesú er þannig séð viss staðfesting á ótta og trúarbaráttu hennar. Jesús felur Jóhannesi lærisveini sínum að annast hana og hann tekur hana heim til sín, þannig má segja að hún sé komin inn í söfnuð Krists. Guðfræðingurinn Rudolf Bultmann vildi sjá í þessari frásögu viss sætti milli gyðing- kristinna og kristinna. Það er líklegt að í þessari frásögn sé verið að gefa í skyn að trúarglíma Maríu hafi verið mikil. Nú gætum við spurt: Hvað með jólaguð- spjallið og frásögur þess hjá Mattheusi og Lúkasi? Þar er nú aldeilis talað um trú Mar- íu og meyfæðinguna sem sérstaklega skiptir miklu máli fyrir Maríudýrkunina, því hún undirstrikar að Jesús er getinn af heilögum FRA ANGELICO: Boðun Maríu, um 1440. Boðunin var afar vinsælt myndefni hjá málurum á 14. og 15. öld og síst af öllu voru frumlegar lausnir reyndar. Engillinn kemur alltaf inn frá vinstri og María situr allaf hnípin, stundum í tburðarmiklum höllum, eða hjá klassískum súl- um og hvelfingum eins og hér. MARÍA GUÐSMOÐIR á tróninum hæsta, hér sem verndari borgarinnar Marseilles í Suð- ur-Frakklandi. anda. Þessi áhersla á meyfæðinguna hefur mikið verið gagnrýnd, ekki einvörðungu af andstöðu við kraftaverk, heldur byggist hún einnig á vitnisburði Nt. sjálfs. Fyrir það fyrsta er hennar einungis getið hjá Mattheusi og Lúkasi en ekki Markúsi, Jó- hannesi eða í bréfum Páls postula og ann- arra í Nt. Hér liggur megináherslan á að Jesús Kristur sé fæddur af konu (Gl. 4.4) og afgerandi áhersla er lögð á mennsku hans. Ef við lesum líka yfir ættartrén í Mattheus- ar- og Lúkasarguðspjalli þá kemur í Ijós að þau eru rakin frá Jósef en ekki Maríu. Og það merkilega er, að þau eru sett fram til að undirstrika Jósef sem föður Jesú eða að Jesús sé af kyni Davíðs í gegnum Jósef. Þeg- ar við lesum jólafrásögurnar eins og þær koma fyrir, þá er ekkert sem aðskilur fæð- ingu Jesú frá fæðingu annarra barna. Menn hafa því löngum bent á að tilvísunina til meyjar, beri að lesa í sínu biblíulega sam- hengi. í spádómstexta Jesaja, sem vísar til fæðingar Messíasar, en þai' er talað um unga konu (Jes 7.14), sem í þýðingu Gt. yfir á grísku yar þýtt með grísku orði sem þýðir meyja. Aherslan hvílir því á fyrirheitinu um Krist, ekki á vangaveltum um meydóm Mar- íu. Við getum látið slíkar íhuganir liggja á milli hluta og hugað beint að því sem meyf- æðingin á að tjá hjá Mt. og Lk. Þá kemur í ljós að þeir eru að undirstrika að Jesús Kristur var fullkominn maður, og að koma Guðs í heiminn sé hrein náðargjöf sem bygg- ist alfarið á vilja Guðs, en ekki vilja eða verki okkar manna. Þessi áhersla stendur hvorki né fellur með því hvort María hafi verið meyja eða ekki. Frásagan um meyfæðinguna snýst því ekki endanlega um Maríu, heldur Jesú Krist og um þá algjöru náð Guðs sem mætir okkur í honum. Þetta kemur vel fram í frásögunum hjá Lúkasi og Mattheusi því þegar talið berst að Maríu eða Jósefi þá er trúin og traust þeirra til Guðs í fyrirrúmi. Svar Maríu: „Verði mér eftir orði þínu“ (Lk. 1.38) og verk Jósefs „þegar Jósef vaknaði, gjörði hann eins og engill Drottins hafði boð- ið honum“ (Mt. 1.24) endurspeglar áhersluna á trú og trúarglímu jieirra. Samkvæmt Nt. s' er því María maður eins og við öll, og sem slíkur er hún fyrirmynd í trú sinni til Guðs og dæmi um náð Guðs til okkar. 3. Áhrif helleniskrar menningar á Maríudýrkunina Þegar við höfum dregið svona saman um- fjöllun Nt. um Maríu kemur í ljós að hún er engin himnadrottning eða guðleg himnavera. Fi'ásagan um meyfæðinguna hefur verið misnotuð sem stökkbretti yfir í slíkar vanga- veltur með því að tengja hana meinlætahugs- un grísks menningarheims. Afgerandi við þá meinlætahugsun, er að allt sem snertir kyn- * líf, er talið óhreint og syndsamlegt. Þar sem slíkt var lagt til grundvallar er augljóst að Jesús Ki'istur gat ekki verið getinn með eðli- legum hætti. Og smám saman verður María að fyrirmynd sem „meyja“ fyrir meinlæti og „hreinlífi". Þannig var ómögulegt að hún væri einungis meyja fram að fæðingu Jesú, heldur varð hún að hafa verið það alla tíð. Systkini Jesú voru því ættleidd börn eða börn úr fyrra hjónabandi Jósefs. Menn gengu jafnvel svo langt að telja að hér væri alls ekki um börn hans að ræða, heldur frændur og frænkur hans. Hugmyndir um svokallað „Jósefshjónaband" án samlífis hjóna urðu vinsælar. Slíkar óbiblíulegai' vangaveltur fengu byr undir báða vængi í Kristfræðideilu fornkirkjunnar. Grísk hugs- un gat ekki sætt sig við að Guð hafi gerst maður, og til að halda til streitu hinum bibl- íulega boðskap urðu guðfræðingar að leggja afgerandi áherslu á að Jesús var fullkominn Guð og maður. Því varð túlkunin sú, að Mar- ía væri „móðir Guðs sonar“, ekki að guðdómi til, heldur af holdi. Þetta er guðfræðilega rétt, en í Efesus þar sem þessi kenning var sett fram hafði í heiðni lengi verið við lýði tilbeiðsla á himna- drottningu eða gyðju himnanna. Þessi hefð tengdist nú Maríudýrkuninni. Framhaldið er því skiljanlegt, nú vai'ð María að vera eilíf meyja, syndlaus og getin án erfðasyndai' o.s.frv. Þróunin var slík að á miðöldum var María ekki einungis farin að skyggja á hjálp- ræðisverk Krists, heldur yfirtaka það. Hún var orðin farvegur náðar puðs og var gerð að tákni fyrir kirkjuna. í þessu samhengi þai-f ekki nema að huga að þeirri stöðu sem bænin „Ave María" hafði, og hefur enn, til að sjá hve miðlæg Maríudýrkunin er, sú bæn hefur jafnvel verið sett jafnfætis Faðir vor- inu. Slíkar óbiblíulegar hugmyndir um Maríu hafa haldist allt fram t.il dagsins í dag. Af guðspjallstextanum sem vísað var til í upp- hafi er ljóst að Jesús hafnar slíku. I þessu samhengi er rétt að huga að þeim virðingar- titlum sem hafa verið eignaðir Maríu í gegn- um kenningarsögu kirkjunnar. 4. Virðingartitlar Mariu (1) María Guðsmóðir. Hin sögulega María er líkamleg móðir frelsarans sem sjálfur er guðlegur að eðli til. Eins og áður er getið varð staða Maríu sem Guðsmóður gerð að hluta játninga kirkjunnar á kirkjuþinginu í Efesus 431. Þessi játning er kjarni allra Maríufræða og bein afleiðing af holdtekju sonarins. Hún segir ekki neitt annað en það sem Páll skrifar í Galatabréfinu, þar sem hann tengir holdtekjuna við hinn skapaða veruleika og gerir úr báðu eina skynsam- lega heild. Páll nefnir fyrst forsendu alls mannlegs lífs sem sonurinn deilir með öllum mönnum, er hann ritar: „En þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn fæddan af konu.“ Hér undirstrikar hann raunveru- leika hinnar jarðnesku tilveru Jesú. Hin forsendan sem Páll nefnir er að Jesús er fæddur „undir lögmáli, - til þess að hann keypti lausa þá, sem voru undir lögmáli - og að vér fengjum barnaréttinn“ (Gl. 4.4-5). Jesús tekur á sig byrði lögmálsins og ásak- ana þess, þ.e.a.s. ok erfðasyndarinnar. Játn- ingin í Efesus 431 er sett fram til að undir- strika holdtekju sonarins og þennan skiln- ing Páls, en ekki til að hefja Maríu upp til skýjanna. (2) María sem móðir miskunnsemdanna (mater miserecordieaj. Guð knýr ætíð dyra þegai- hann kemur til manna: „Sjá, ég stend við dyrnai' og kný á,“ segir hann í Op. 3.20 - r Guð væntir þess að maðurinn sjálfur opni honum heimili sitt og veiti andsvar. Ef við hugum í þessu samhengi að boðun Mai’íu í Lúkasarguðspjalli, þá kemur í ljós að María LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999 15 '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.