Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 10
$tBBk .. . :}w lÉÉBÍÍÉÍÍiÉÉÉIflÉMMK BÚSÆLDARLEGT heim að líta á Þorvaldseyri. Myndin er tekin þaðan sem kotið Svaðbæli stóð fyrrum, en ofan hlíðanna sést í Eyfjafjallajökul. Ljósm.Lesbók/GS ÞORVALDSEYRI / / NUTIMA HOFUÐBOL Á EINU FEGURSTA BÆJARSTÆÐI LANDSINS EFTIR GISLA SIGURÐSSON Sagg Þorvaldseyrar er ekki löng, Fyrir 130 árum hóf Þorvaldur Bjarnarson landnám þar og byggði m.a. hlöðu sem var þá stærsta hús á Islandi. Heldur seig á ógæfuhliðina eítir að Einar skáld Benediíksson eignað- ist jörðina, en síðan hafa þrjár kynslóðir bænda byggt og ræktað á Þorvaldseyri svo til fyrirmyndar má teljast. IHVERJUM landsfjórðungi eru nokkur afburða fögur bæjarstæði. Ekki er það þó alltaf svo að saman fari tilkomumikil nátt- úrufegurð og glæsibragur í byggingum og ræktun. Þó er það allvíða til en ef til vill hvergi í ríkari mæli en á Þorvaldseyri undir Austur-Eyjafjöllum, þar sem glæsi- bragur og snyrtimennska í húsakosti, ræktun og búskap helzt fullkomlega í hendur við tignarlega náttúru. Þegar ekið er austur með Eyjafjöllum myndar Holtsósinn lón framan við Steinafjall. Lítið eitt austar rofnar fjallaveggurinn sem búinn er að vera á aðra hönd vestan frá Markarfíjóti. Það er eins og tjald hafi verið dregið frá og við blasir skarð með stórfenglegu útsýni upp á undirhlíðar og jökulbungu Eyjafjallajökuls. Austan skarðs- ins er Raufarfell og annar lægri fjallrani sem myndar Lambafell. Framan við skarðið hafa ár hlaðið upp eyrar og á þeim er bærinn á Þor- valdseyri, víðáttumikil tún og einn af stærstu komökrum landsins. Lítum á útsýnið heiman frá bænum. Að vest- anverðu gnæfir snarbrattur Núpakotsnúpurinn upp í 700 m hæð yfir sjó, skriður neðantil en síð- an næstum þverhnípt bjarg, þverskurður ótal hraunlaga með stöllum á milli sem bjargfuglinn hefur borið á svo græni liturinn nær uppá efstu brúnir. Á móts við Þorvaldseyri myndar núpur- inn hvassa hyrnu en bjargið stefnir þaðan inn eftir dalnum og lækkar smám saman. Þessar hlíðar eru æði brattar, en vel grónar unz komið er upp í þá hæð að einungis háfjallagróður dafn- ar. Við jökulrætur er komið upp í um 700 m hæð. Til suðurs sér til sjávar og til bæja á sléttlend- inu framan við Eyjafjöllin. Tum kirkjunnar í Eyvindarholti ber þar hæst, en lítið eitt vestar á ströndinni eru rústir bæjarins að Stóruborg. Eldri kynslóðin þekkir vel söguna af Onnu á Stóruborg og stangarstökkvaranum Hjalta, sem Jón Trausti skráði og naut mikilla vinsælda fyrr á öldinni. Þorvaldseyri er ekki stór jörð, en samt má vel segja að hún sé nútíma höfuðból. Heimalandið að ofanverðu er dalurinn inn af bænum og hlíð- arnar allt upp til jökuls, en á flatlendinu neðra em 230 ha sem heyra jörðinni til, allt vel gróið land. Áður fyrr meðan sauðfjárbúskapur var þyngstur á metunum, settu þröngir sumarhagar fjárfjöldanum veralegar takmarkanir hér um slóðir, enda þóttu dilkar undan Eyjafjöllum smá- ir. Nú skiptir það ekki máli; nýir búskaparhættir hafa leyst af hina eldri. II Þrjár kynslóðir bænda á Þorvaldseyri hafa gert jörðina að því sem hún er núna og líkur era á því að fjórða kynslóðin taki við. Síðar verður vikið að landnámi Þorvaldar Bjarnarsonar og upphafi Þorvaldseyrar, sem er kapítuli út af fýr- ir sig. Á sýslumannsáram sínum í Rangárþingi eignaðist Einar skáld Benediktssonar jörðina og rak þar búskap á árunum 1905-1906, en sá bú- skapur þótti lítt til fyrirmyndar og auk þess hafði Einar látið taka niður glæsilegt íbúðarhús, sem Þorvaldur hafði byggt, og flutt það vestur að Stóra-Hofi á Rangárvöllum, þai- sem hann bjó. Þótti þjóðskáldið hafa skilið við jörðina í nið- urníðsiu. Grími Thorarensen í Kirkjubæ leizt illa á meðferðina á Þorvaldseyri og orðaði við ungan atgervismann, Ólaf Pálsson frá Svínhaga á Rangárvöllum, að hann skyldi falast eftir jörð- inni og finna þar viðnám krafta sinna. Ólafur hafði hafið búskap í Koti á Rangárvöllum og búnazt vel á árunum þegar sauðir vora seldir á fæti til Englands. Svo fór að Einar Benediktsson féllst á að selja honum jörðina, en stærstu hlöðu landsins vildi hann þó fá að rífa niður að hálfu leyti og flytja á brott. Taldi hann að frumbýlingi nægði hálf hlaðan. Ekki vildi Ólafur ganga að því og svo fór að hann hafði sitt fram. Kaupverð jarðarinnar var 9 þúsund krónur sem þótti óheyrilegt verð og þurfti árlega 66 ærverð í af- borganir. Olafur Pálsson fluttist að Þorvaldseýri vorið 1906 og kvæntist um líkt leyti Sigríði Olafsdótt- ur frá Lágafelli í Austur-Landeyjum. Af mynd sem til er af þeim með fjórum börnum sínum má sjá að þau hafa verið framúrskarandi gerðarlegt fólk. Það hefur verið sárt fyrir þau að búið var að flytja nýja íbúðarhúsið af jörðinni, en búskap hófu þau í gamla torfbænum. Ræktunin varð að ganga fyrir og það var ekki fyrr en 1918 að Ólaf- ur byggði steinhús sem enn er búið í og vekur athygli fyrir falleg hlutföll. Það sýnir ræktar- semi þeirra hjóna við gamla bæinn, að honum var ekki rutt út eins og víðast hvar tíðkaðist, heldur fékk stór og myndarlegur langveggur að standa sem skjólveggur við trjágarð. Hann er þar enn og er staðarprýði. Fyrst af öllu réðist Ólafur í það ásamt ná- grönnum sínum að hlaða varnargarða meðfram Svaðbælisá og hindra frekari eyðingu á landinu. Gripahús vora í þvílíku ástandi eftir búskap þjóðskáldsins að þau voru ekki skepnum bjóð- andi. Það segir sína sögu um dugnað Ólafs, að þrátt fyrir erfiðar afborganir af jörðinni, tókst honum fljótlega að stækka búið og rækta svo mikið að hann gat jafnvel tekið fé í fóður frá öðr- um. Hverskonar nýjungar var hann fljótur að tileinka sér; til dæmis kom sláttuvél að Þor- valdseyri 1907 og fljótlega tók Ólafur í notkun heyflutningavagna, sem hann smíðaði sjálfur, meðan aðrir fluttu hey á klökkum. Til þess var tekið hve vel hann hirti vélar og verkfæri og geymdi þær í sérstöku húsi. Heiðursverðlaun hlaut Ólafur úr sjóði Kristjáns konungs IX fyrir framfarir í búskap og jarðabætur. Merkum áfanga í búskaparsögunni var náð 1928 þegar Ólafur veitti saman lækjum uppi í heiðinni og jók vatnsmagnið í Koltungufossi, sem er 30-40 m hár, í gili við fjallsrótina inn af bænum. Þessi fallhæð vai' virkjuð og gaf af sér 11 kw orku. Síðar, eftir að mjólkurflutningar hófust, byggði Ólafur 24 kúa fjós sem þótti stórt á þeim tíma, en mjólkurflutningar undan Eyja- fjöllum gátu ekki hafizt fyrr en Markarfljót var brúað 1934. Sveitin hafði verið mjög einangrað og sóttu bændur verzlun bæði austur í Vík og til Vestmannaeyja. Ólafur og Sigríður bjuggu á Þorvaldseyri til 1949, en þá tók Eggert sonur þeirra við búi. Þóttist hann vanbúinn til þess, enda ókvæntur þá, en Ólafur bóndi hafði engar vöflur á því og lét breyta innskriftinni á mjólk frá Þorvaldseyri á nafn Eggerts. Skömmu síðar kvæntist Eggert Ingibjörgu Nyhagen frá Valdres í Noregi og eignuðust þau fjögur börn, þeirra á meðal Ólaf sem varð þriðji ættliðurinn til að taka við keflinu á Þorvaldseyri. Eggert jók við ræktun og bústofn frá dögum föður síns; einkum fjölgaði í fjósi og var mest bú- ið með 65 mjólkandi kýr, auk geldneyta. Flest hús á jörðinni voru endurbyggð nema íbúðar- húsið sem ástæðulaust var að endurnýja og raunar býr Ingibjörg í því enn. Vélvæðingin eftir stríðið gerði Eggert fært að ráðast til atlögu við mýrarnar á flatlendinu og á því svæði hóf Eggert kornrækt í smáum stíl þegar uppúr 1950. Oft var hann með bygg á 5-7 hekturam lands og skar upp 20-30 tunnur, sem nýttist í kjarnfóður og reyndist vel. Eggert á Þoi-valdseyri var á búskaparárum sínum einn þekktasti bóndi landsins, enda mjög virkur í ýmsum samtökum bænda, t.d. stjórnar- maður í lengri tíma í Mjólkurbúi Flóamanna, Mjólkursamsölunni og Búnaðarsambandi Suður- lands. Honum taldist einhverntíma svo til, að einungis vegna mjólkurinnar hefði hann setið eitt þúsund fundi og má nærri geta hvern tíma þetta hefur tekið frá búskapnum. III Þriðji ættliðurinn á Þorvaldseyri, Ólafur Egg- ertsson, er fæddur 1952, en hann og kona hans, Guðný Valberg úr Reykjavík, tóku við búskapn- um 1986. Þau eiga fjögur börn og elzti sonurinn hefur lokið búfræðiprófi. Nú var fólkið orðið of margt til þess að koma því fyrir í íbúðarhúsi Ólafs og Sigríðar frá 1918. Ungu hjónin byggðu annað hús skammt vestan við hitt; fallegt hús á einni hæð, sem ekki sést til fulls vegna þess hve limgerðið í kring er orðið hátt. Að innan er það eins og bezt gerist í vönd- uðum einbýlishúsum í þéttbýlinu, en listræn til- finning og snyrtimennska, sem allsstaðar blasir við, endar ekki þegar komið er út úr dyrunum. Garðurinn ber merki um samskonar alúð, og þegar litast er um í kringum bæinn spyr maður sjálfan sig; Hvar er draslið, ónýtar vélar og verkfæri, bílhræ og annað slíkt sem alltof marg- ÞORVALDSEYRI sumarið 1904. Árið eftir keypti Einar skáld Benediktsson jörðina og lét flytja íbúðarhúsið, líklega glæsilegasta hús í sveit á ís- landi þá, yfir vegleysur og stórfljót að Stóra-Hofi. Ljósmynd/Ólafur Eggertsson KORNSKURÐUR hefst á sólbjörtum haustdegi á Þorvaldseyri. LÍFLEGT um að litast á hlaðinu: Búvélar í röðum og nautpeningur rekinn milli beitarhólfa. VEGGIR elzta bæjarins mynda skjól og fallega umgjörð um trjágarð við eldra íbúðarhúsið. FJÓSIÐ á Þorvaldseyri er svo fágað að það er eins og kýr hafi aldrei stigið þar innn fæti. ÞORVALDUR Bjarnarson, landnámsmaður á Þorvaldseyri og nefndi bæinn eftir sér að fornum sið. Þorvaldur varð auðugur á 19. ald- ar vísu, átti margar jarðir sem hann seldi allar utan eina og setti auð sinn i togarann Fjósa- Rauð sem fórst. ir safna á hlaðinu eða að húsabaki? Að sjálfsögðu eru bæði bílar og dráttarvélar á sínum stað á hlaðinu á Þorvaldseyri, annaðhvort væri nú. Eg var auðvitað ekki sá gestur sem Ólafur bóndi þurfti helzt á að halda að fá í heimsókn á sólríkum ágústdegi þegar kornið bylgjaðist á akrinum og komið að uppskeratíma. En hann tók mér ljúfmannlega og eftir dálítið spjall um jörðina bauðst hann til að aka mér á sínum fjallabíl, Ford Econoline, upp í gilið þar sem raf- stöðin er. Þar er dálítið merkilegt sem hann vildi sýna mér. Leiðin liggur upp frá bænum og yfir Svaðbæl- isána, sem nú er vatnslítil og hefur verið gerð með öllu óskaðleg. Þetta var erfið jörð til sauð- fjárbúskapar, segir hann, mikið brattlendi og landið ekki annað en það sem sést í hlíðunum efra. En þar leynast fleiri hlunnindi en sauðfjár- hagar. Þegar ofar kemur í gilið sjáum við Koltungufoss steypast fram af hárri brún og þegar nær kemur sést vatnspípa ofan frá foss- brúninni. Hún endar í stöðvarhúsinu, en túrbín- an og rafallinn voru úr sér gengin 1978 og heim- taugin orðin léleg. Þá lagðist þessi raforkufram- leiðsla niður, en Ölafur hefur nú endurnýjað það sem til þarf og vinnur nú að lagningu jarðkapals heim að bæ. Þessi heimUisrafstöð á að geta framleitt 15 kw. En það var þó ekki fyrst og fremst þetta sem hann vildi sýna blaðamanni Lesbókar, heldur dálítið gullauga, eiginlega smá gullnáma á sama stað. Þegar við nálgumst staðinn og Econolininn brýst yfir óárennilega ruðninga, sé ég hvað Ólaf- ur á við. Dálítinn gufustrók leggur upp úr gilinu framan við stöðvarhúsið: Jarðhiti. Jú, það er rétt, segir Ólafm'; þetta er borhola. Talsverð áhætta sem var tekin, en ævintýrið heppnaðist fullkomlega. Raunar var þetta flan, segir hann, því sérfræðingar Orkustofnunar voru búnh- að segja að þarna væri ekki um neinn hita að ræða. Það mundi ekki þýða neitt að bora. En Ólafur fann á sér að það væri ekki rétt og hafði stuðning af athugunum Jóns Jónssonar jarðfræðings, sem hafði kannað svæðið á eigin spýtur og alltaf haft trú á jarðhita þarna. Því gat ekki verið hiti þar eins og við Seljavallalaug, að- eins snertuspöl austai-? Gilið neðan við Koltungufoss er unaðsreitur. Vatnið fellur í samfelldri flúð frá fossinum, hvönn og stórir maríustakkar í bökkunum og litla stöðvarhúsið stendur á fallegum, grasi vöxnum stalli á lækjarbakkanum. Á bakkanum á móti er dálítil klöpp og 1989 ákvað Ólafur að bora í hana. Heppnin var með. Á 1000 m dýpi fékkst einn sekúndulítri af 65 gráða heitu vatni, sem nýtist til upphitunar á bænum. Raunar er hitinn einnig notaður til þess að þurrka hey og korn og þessa stundina var verið að þurrka lúpínufræ frá Landgræðslu ríkisins. Á Þoi’valdseyri eru nú 100 ha tún og 23 ha undir korni. Bústofn þeirra Ólafs og Guðnýjar er 65 mjólkandi kýr, en með kálfum og geldneytum era 130 nautgripir á bænum. Kindur hafa þau aðeins til heimilisnota, en hross eru engin. Þegar ég hafði orð á því við Ólaf að fjósið liti út eins og þar hefðu aldrei komið kýr, svaraði hann ein- faldlega: „Við erum í matvælaframleiðslu“. Ann- að sem vakti athygli mína var að í hlöðudyrum beið stunguspaði, en þesskonar amboð notaði ég á mínum uppvaxtarárum og hélt að þau væru úr- elt orðin. En Ólafur taldi spaðann verkfæri sem hentaði mjög vel þar sem hey er laust í hlöðum. Spaðinn er notaður líkt og stunguskófla og með honum er heyið stungið í stalla í hlöðunni. Á þessum ágústdegi bylgjaðist kornið fagur- iega fyi-h’ vindinum, nærri skriðið. Ólafur taldi að það yrði skorið innan skamms. í afmörkuðum reitum hefur Rannsóknai-stofnun landbúnaðar- ins fengið að gera tilraunir með sérstök afbrigði og þai’ eru litbrigðin önnur. Kornræktin á Þor- valdseyri hefur verið samfelld síðan 1960. Á heimleiðinni neðan frá akrinum sést vel hve bæjarstæðið er myndi’ænt og útsýnið upp til jökulsins stórfenglegt. T\'eh’ rútubílar höfðu + ÍO LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.