Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 7
mönnum haldið niðri. Hann segir það dæmi um hegðun sína að hann sótti um starfslaun þegar hann þurfti ekki á þeim að halda: „Eg er ekki mikið íyrir kristshugsun eða píslar- vætti, hef ekki kvartað og kveinað, það er lágkúrulegt. Þetta hræðilega kvein, maður missir mikla orku með því að kveina. Oscar Wilde er kannski einn þeirra höfunda sem höfðu ástæðu til að kveina, en hann hvarf ekki inn í kveinið.“ Grindavik eða Róm Um umhverfí rithöfundarins hafði Guð- bergur m.a. þetta að segja: „Þetta er allt frá höfundinum sjálfum kom- ið, ef maður fæðist svona skiptir ekki máli hvort maður fæðist í Grindavík eða Róm. Eg vann við næturvörslu á Kleppi og Hótel Borg á þeim árum sem ég skrifaði Tómas og fleh-i bækur. A öðrum staðnum var geðveiki, hin- um fyllirí. A Borginni þurfti ég að tala fólk niður, læknar vildu ekki koma og sinna drakknu fólki. Maður fann þá ekki bara raka- poka. Maðurinn hefur góðan poka.“ Tómas R. Einarsson vék að því að við lest- ur dóma um bækur Guðbergs væri ljóst að „Bókmenntastofnunin“ væri ánægð með bækur hans. Þær hefðu ekki verið vegnar af skilningsleysi. Áður hafði Vilborg talað um andstreymi sem Guðbergur hefði orðið fyrir. Guðbergur sagði að þetta skipti litlu máli, umhverfíð sjálft hefði meira að segja. Orð hefðu meiri áhiif en nokkrar línur í dagblaði: „Þegar umræðuefni er mjög fátæklegt þá er auðvelt að skammast, þetta er mjög ís- lenskt.“ Umhverfi og aðstæður Menn ræddu umhverfi og aðstæður lista- manna. Guðbergur sagði: „Erlendir lista- menn fá gífurlega mikinn stuðning, en hér ekki. Hér er reynt það gagnstæða." Einnig benti hann á eftirfarandi: „Hugmyndir fæð- ast í samræðum, en hér fela menn hug- myndina. Hún stenst þá ekki rök, stenst ekki fagurfræði.“ í framhaldi af þessu urðu nokki-ar um- ræður um samræður og samskipti íslenskra lithöfunda og listamanna eða öllu heldur skort á þeim. Hugmyndir gufuðu upp af þvi að þær væru ekki ræddar. Það væri til skaða. Guðbergur taldi þetta há íslenskum listum og hefði lengi gert það. Bent var á að ýmsir hópar í kringum tímarit, til dæmis á sjötta áratugnum og síð- ar hefðu rætt málin sín á milli og skipst á skoðunum. Ljóst er að tæpir tveir tímar duga varla fyrir skeggræður af þessu tagi, en eflaust mun margt athyglisvert verða reifað. Kannski verður uppnám? Ritþings Guðbergs hefst í Gerðubergi í dag kl. 13.30 og ætlunin er að það standi til 16. Miðaverð er 500 kr. Dómkirkjan i Nyrðra Snede-þorpi Dómkirkjan í nyrðra Snede. Nálgist maður hana norðan að, sést frá hæð bærinn breiðast yfir næstu hæð, við enda langs boga aðalveg- arins. Um skýjaðar nætur þarf að fara niður í botn dældarinnar og svolítið upp, áður en nokkuð sést og þá auk útlína bæjarins og rað- ar syfjulegra ljósa stundum einnig dómkirkj- an. Gnæfandi hátt yfir lág húsin getur þetta ferlíki skotið upp tumi sínum í þéttu myrkr- inu. Lengi hélt ég að ég væri einn um þessa ímyndun, en atvinnubílstjórar í skyndibita- staðnum við Vejle hafa sagt mér annað. Á daginn sést hún ekki. Áhugamenn á staðnum telja að þá snúi hún niður, og benda á undar- legan akur suðvestan bæjarins, Kirkjuakur, þar sem ekkert þrífst. Eftii' myndlistarmanninn Jytte Rex er m.a. eftirfarandi surrealíski texti, þranginn óræðum myndrænum mótsögnum svo sem „svart ljós“. E.t.v. geta lesendur fundið til- finningalegt samhengi í honum: Ættartafla I. Upptæk orðinn til íjalla og ryks sléttunn- ar. Á jaðri myndanna er gróft gras og slétt- ur og engi og fjöll með eilífum snjó og blám skuggum. Á jaðri myndanna vex skraut: Gr- indverk sem skerpir hljóð og lykt, hægir á fárviðram, hlutar högg á líkamann niður í atlot. Blíð skúr bjargar dökku hjartanu. I króki dökks skrauts var gömul kona rétt í þessu að deyja milli jurtapotts síns og kjóla- saums. Ljósið er kolsvart, hrafnsvart, kulda- svart. Við enda mjórra vega, á víðlendum svæðum þar sem rökkvar, í ljósi frá draum- um okkar, skal hinsta orrasta verða. Ég loði við jörðina, undir skuggum. Ég ligg undir skuggunum, sem ég gimist. Heimildir: Antologi af dansk kortprosa. Dansklærer- foreningen 1998. LEIKUR AÐ LETRI Morgunblaðið/Þorkell ALTARISTAFLA úr íslensku grágrýti. Leturlistakonan Soffía Árnadóttir sýnir í Galleríi Listakoti. SÝNINGIN ber því kannski nokkurt vitni að ég er haldin mikilli ástríðu fyrir tímabilinu 500-1200,“ segir Soffía Árna- dóttir leturlistakona sem með sýningu sinni í Gallerí Listakosti sýnir að letur er ekki bara letur; letur og stafir eru margslungin form, greypt í aldalanga hefð og tengd trúar- legri tjáningu með ýmsum hætti. Yfirskrift sýningar Soffíu segir það sem segja þarf: „Leikur að letri... í ljósi trúar og tíma.“ Til undirstrikunar miðaldaástríðu sinni hef- ur Soffía útbúið á sýningunni Kóngahorn sitt. Þar má sjá konunglegan stól úr smíðajárni með útsaumaðri setu, mósaiklagt borð með eðalsteinum, skjaldarmerki og gylltri kórónu og röð smámynda á vegg sem við nánari skoð- un reynast „Skjaldarmerkjahugleiðingar“ listamannsins málaðar í vatnslitum. Hún bendir einnig á stærra útsaumað skjaldar- merki á veggnum andspænis sem er skjaldar- merki listamannsins sjálfs; „mér fannst ómögulegt annað en eiga mitt eigið skjaldar- rnerki," segir hún. Letur kallar á texta og Soffía notfærir sér forna texta, trúarlega latínutexta, forna líf- speki Hávamála og bænir á íslensku. Tenging heiðni og kristni blasir við strax og inn er komið, „Kristnitökusúlan", verk úr stuðla- bergi með frásögn af orðum og athöfnum Þor- geirs Ljósvetningagoða þegar hann kvað upp úrskurð sinn á Alþingi árið 1000 um að Is- lendingar skyldu allir kristnir vera. „Þessa súlu vildi ég helst sjá á Þingvöllum, þar á hún heima. Kristnitökuhátíðin árið 2000 snýst einmitt um þennan atburð.“ Tráarlegt inntak textanna vekur spurningu í þá átt. „Ég er ekki tráuð í þeim skilningi en verkin endurspegla viðhorf mitt til tráai'- bragða. Þau eru óendanleg uppspretta alls lífs- ins, ekki bara listarinnar," segir Soffía. „Kannski er ég tráuð þegar allt kemur til alls. Leturgerð miðalda og textar þess tíma tengj- ast kirkju og trá og ég er jafnhrifin af miðalda- bókum kristinnar kirkju og arabískum mið- aldaritum, náttúratrá indíana og keltneskum ritum. Það vill svo til að langalangafi minn var altaristöflumálarinn Ofeigur Jónsson frá Heið- arbæ í Þingvallasveit, og hann fann sig sem listamann í gegnum hina tráarlegu list sína og skapaði sitt eigið letur á altaristöflurnar sínar. Mér fannst það svolítið merkilegt að komast að því að hann var forfaðir minn. Þetta hlýtur að vera í genunum." Stuðlabergssúlan er þegar nefnd en annað verk unnið í grágrýtisplötu vekur strax at- hygli. „Faðir vor“ sandblásið með fínlegu frjálsu letri á gljáfægða plötuna sem Soffía segir hugsaða sem altaristöflu eða bænatöflu og ofan við bænina er greyptur koparkross í steininn. „Letrið er létt og frjálst og beinir vonandi hugsuninni eða bæninni uppávið." Latneskir bænatextar og spakmæli era skorin í veggskildi úr brenndum leir, leirskálar með greyptum tilvitnunum í Völuspá og Hávamál, „leturskálai-“ kallai- Soffía þær. Miðaldakross- ar úr brenndum leir í ýmsum litum. Þá má sjá vatnslitamynd af heilagri Appoloníu, vemdara tannlækna, með blaðgyllingu og blaðsilfri, mynd sem minnir sterklega á íkonamyndir miðalda enda hefur Soffía lagt stund á íkona- málun með góðum árangri. „Letrið sem ég nota mest era Versalstafir frá því um 1000 og letrið af Bayeux-reflinum, en ég.ljæ letrinu mínai’ persónulegu áherslur. Hver leturgerðai’maður hefur sinn sérstaka stíl og þeir sem þekkja vel til eru fljótir að sjá handbragðið og þekkja leturlistamanninn," segir Soffía. Soffía Árnadóttir útskiifaðist sem grafískui' hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands árið 1983. Hún lagði stund á leturgerð og skrautritun (calligraphy) sem valgrein á síð- asta námsári undir leiðsögn Torfa Jónssonar. „Ég var alltaf að leika mér með skrift og stafi sem bam og unglingur. Ég vann í Landsbank- anum á Akureyri þegar ég var 19 ára og starf mitt var að skrifa víxla dagsins inn í stórar höf- uðbækur. Þessar bækur hljóta að vera dálítið sérstakar því ég notaði tækifærið og æfði mig í alls kyns skrautritun og stafagerð. En á þeim tíma hafði ég ekki hugmynd um að leturgerð væri listgrein. Ég komst ekki að því fyrr en síðar." Soffía er að margi-a áliti einn fremsti starf- andi leturlistamaður hérlendis og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Hún hef- ur sótt námskeið í leturgerð hjá dr. Gunnlaugi S.E. Briem leturfræðingi, og einnig hjá hinum heimsþekktu mæðginum Julian og Sheilu Walters í Bandarílgunum en þau era meðal þekktustu leturlistamanna samtímans. „Staif leturlistamannsins felst m.a. gerð skrautskjala af ýmsu tagi og leturgerð í ýmis efni fyrir ýmis tilefni og tímamót." Soffía hefur haldið nokkrar einkasýningai- á verkum sínum og tekið þátt í samsýningum og framundan er þátttaka í norrænni samsýningu leturlistamanna á Þelamörk í Noregi þar sem helstu listamenn í greininni sýna verk sín. St- arfsvettvangur Soffíu er fjölbreyttur og verkin á sýningunni bera með sér að áhöld leturlista- mannsins era ekki einasta blek og pappír. „Allt er þetta þó unnið utan hefðbundins vinnutíma, því aðalstarf mitt hefm- lengst af verið grafísk hönnun. Ég hef þó unnið markvisst að því að breyta hlutföllunum þannig að listsköpunin fái smám saman mestan tíma minn.“ Sýningu Soffíu í Listakoti við Laugaveginn lýkur á sunnudag. Magnús Kjartansson sýnir í Galleríi Sævars Karls 500 ÁRA GAMALT MEISTARA- VERK KVEIKJAN AÐ VERKUNUM MAGNÚS Kjartansson opnar málverkasýningu í Galleríi Sævars Karls, í dag kl. 14. Sýningin ber yfirskriftina „Col Tempo“, eða „með tíman- um“ og er kveikja þess- ara verka Magnúsar hið u.þ.b. fimm hundruð ára gamla meistaraverk feneyska málarans Giorgione „Col Tempo“. Magnús verður fimmtugur á árinu en verk hans á sýningunni eru fimm ára gömul, gerð 1994. Verk- in vora sýnd á norrænu menningarhátíðinni „Ba- jo la estrella Polar“ í Madrid og í Bai'celona árið 1995, en hafa ekki fyiT en nú verið sýnd saman opinberlega á íslandi. Ferill Magnúsar, sem nær nú rúmum þrjátíu áram, er fjölbreyttur og honum hefur oftast tekist að halda list sinni utan alfaraleiðar, segir í frétta- tilkynningu. „List min og list annarra er mér sí- fellt óskiljanlegi'i með hveiju árinu sem líður, að- eins einu sinni um ævina hef ég skilið listaverk," segir Magnús, „það var listaverkið „Nýju fötin keisarans“ eftfr skáldið ástsæla H. C. Andersen". Magnús hefur sýnt allvíða hér heima og erlend- is, síðast á sýningunni „Þetta vil ég sjá“, þar sem Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagrein- ingar, valdi saman verk þriggja myndlistarmanna til sýningar í menningarmiðstöðinni Gerðubergi fyrr á þessu ári. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 15. apríl. Morgunblaðið/Þorkell MAGNÚS Kjartansson við verk sín í Galleríi Sævars Karls. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.