Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 6
Fyrsta Rit Ding Gerðubergs verður í c ag. Þingunum er ætlað að veita persónu- lega innsýn í feril þekktra íslenskra rithöfunda með það fyrir augum að end- urskoða framlag þeirra og líta yfir farinn veg. JÓHANN HJÁLMARSSON fylgdist með eins konar aðalæfingu dagskrór um Guðberg Bergsson og blandaði sér lítillega í umræðuna. Forróða- menn Gerðubergs segja að hér sé um nýmæli, tilraun, að ræða. Morgunblaöið/Árni Sæberg RITÞING Guðbergs í undirbúningi: Vilborg Dagbjartsdóttir, Jóhann Páll Valdimarsson, Guðbergur, Tómas R. Einarsson og Jón Yngvi Jóhannsson. HUGMYNDIR FÆÐ- , AST í SAMRÆÐUM ARITÞINGUNUM í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðu- bergi í Breiðholti gefst fólki kostur á að kynnast rithöfundinum, viðhorfum hans, áhrifavöldum og lífs- hlaupi. Hann segir frá ferli sínum með aðstoð tveggja spyrla ásamt stjómanda og dagskráin verður krydduð með stuttum lestrum úr verkum hans. Stjómandi Ritþingsins um Guðberg Bergsson er Jón Yngvi Jóhannsson bók- menntafræðingur, spyi-lar era þau Vilborg Dagbjartsdóttir skáld og Tómas R. Einarsson tónlistarmaður. Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri annast upplestur úr verkum Guð- bergs. Vonast er til að dagskráin verði fyrst og fremst í umræðuformi, ekki venjuleg bók- menntakynning eða einræða. Vilborg Dag- bjartsdóttir minnti á frá fenginni reynslu í Norræna húsinu að Guðbergur er laginn við að setja fólk í uppnám, jafnvel heila þjóð. For- ráðamenn Gerðubergs segja að hér sé um ný- mæli, tilraun að ræða og mikill áhugi á að fá fólk til að taka þátt í umræðum, ekki síst kollega höfundarins. Þegar þetta er borið undir Guðberg segir hann að það sé allt í lagi. Sjálfur mun hann hafa neitað að taka þátt í undirbúningi dag- skrárinnar. Hann segist vilja koma óundirbú- inn en muni reyna að standa sig. „Það er allt í lagi þó maður standi á gati eða líði yfír mann,“ segir Guðbergur. Óhætt er að taka undir með Vilborgu að Guðbergur sé nú á hátindi ferils síns og ástæða til þess að fólk kynnist honum í eigin persónu. Kannski líður yfir mig Guðbergur rifjar upp þegar hann las með Listaskáldunum vondu. Hann segist hafa hugsað „kannski líður yfir mig, ég fann að ég var að fá aðsvif, kannski væri það hið eina góða.“ Hann segir algengt að fólk deyi á fyr- irlestram. Nú segist hann aftur á móti hafa uppgötvað að maður geti farið inn í poka, rakapoka í staðinn fyrir að fá munnþurk við upplestur. Guðbergur er spurður hvort kvíði grípi hann ekki þegar hann þurfí að koma fram, en svarar því til að nú hafi hann fundið ráð, ann- ars væri hann alltaf með kvíða og þyrfti að fara í kvíðarannsókn. Hann segist líka vera laus við spéhræðslu. Aðspurður segist Guðbergur aldrei hafa brotið heilann um viðurkenningar, en allt sé seinþroska á Islandi og hér hljóti maður við- urkenningar seint. I Suðurlöndum fái menn aftur á móti viðurkenningar ungir, hér sé ORTEXTAR Fjörkippur kom upp úr miðri 19. öld með prósaljóðum Frakkans Charles Baudelaire. Þau urðu fyrirmynd norrænna skólda að mati ARNAR OLAFSSONAR, sem fjallar í þessari grein einkum um stutta texta, brot. Prósaljóð ortu mörg íslensk skóld um aldamót og í byrjun aldarinnar. r ILOK 19. aldar fór að bera á mjög stuttum lausamálstextum, of stutt- um til að geta verið smásögur, en þeir voru heldur ekki brandarar, erfitt gat verið að flokka þá. Þetta fyrirbæri breiddist út með bók- menntastefnunni sem þá bar mest á, impressjónisma, sem einnig ruddi sér til rúms í tónlist og myndlist. Eg fylgi Þorsteini Thorarensen í því að þýða þetta franskættaða orð sem blæstefna. Því áber- andi samkenni er að grípa hugblæ líðandi andartaks. í bókmenntum birtist þetta m. a. í stíl sem einkennist af upphrópunum, setningabrotum, hugsanaflaumi í lausa- málstextum, en jafnframt kom meira fram af prósaljóðum. Þau eru reyndar eldgamalt fyrirbæri, eins og allir geta séð í ljóðaljóð- um Biblíunnar, en í Vestur-Evrópu urðu þau mikið tískufyrirbæri upp úr miðri 18. öld, með ljóðum Ossíans. Annar fjörkippur kom upp úr miðri 19. öld með prósaljóðum Frakkans Baudelaire, en þau urðu mikil fyrirmynd norrænna skálda, einnig ís- lenskra, en þá oft í gegnum prósaljóð Norðuriandabúa. Prósaljóð á íslensku ortu m.a. Jóhann Gunnar Sigurðsson (1882- 1906), Guðmundur skólaskáld (1874-1919), og frá fyrra stríði má telja Flugur Jóns Thoroddsen og Myndir Huldu, „Hel“ Sig- urðar Nordal og „Ur djúpinu“ eftir Jakob Smára. Nýlega birtist safnrit danskra örtexta hjá Félagi móðurmálskennara í Dan- mörku. Þetta eru 74 textar, allt frá því um 1880 til samtímans, mest þó eftir núlifandi höfunda, sumt mjög nýlegir textar. Hér birtast margir kunn-ustu höfundar Dana, og oft frá öðrum hliðum en þekktastar eru. Þetta er afar sundurleitt safn, og það er kostur að mati útgefenda, sem skrifa fróð- legan eftirmála. Sameiginlegt einkenni væri helst að grípa hverfula skynjun og hugblæ, en einmitt sú huglægni veldur fjölbreytni í uppbyggingu. En vegna þess hve stuttir textarnir eru, þarf stíllinn að vera mun hnitmiðaðri en tíðkast í sögum. Hér eru m.a. prósaljóð, eða a.m.k, textar teknir úr ljóðabókum, en aðrir textar voru kallaðir skissur, riss, myndir, jafnvel goð- sögur. Það orð notaði Johannes V. Jensen, frægur fyrir sagnabálkinn Ferðina miklu, en þetta eru þó ekki táknsögur, sem eiga að sýna einhvern siðferðilegan boðskap, svo sem ýmsir aðrir aldamótahöfundar iðk- uðu, einnig sumir framan taldir fslending- ar. Johannes V. Jensen sagði að goðsögur hans væru umfram allt lýsing umhverfis, sem birtu þó jafnframt meginöfl mannssál- arinnar. En hér eru einnig frásagnir, gjarnan bundnar við eitt atvik, margbrotn- ari koma þó einnig fyrir. Lengstu textarnir eru allt að sex síður, en þetta nær alveg niður í fjórar línur. í upptalningu skyn- hrifa ganga einna lengst expressjónistar fyrri heimsstyrjaldar, Bpnnelykke og Momberg, síðar koma þó aðrir textar, t.d. eftir málarann Kirkeby, sem eru bara upp- talning setningarbrota, jafnvel einstakra orða. Einn helsti meistari þessa forms er að mínu mati Per Hultberg, sem komið hefur fram á bókmenntahátíð á íslandi, en örstuttir textar hans styðja hver annan, t.d. í doðrantinum Requiem, þar sem nær 600 stuttir textar hnitast hver um sitt hug- arástand, oft þráhyggju. Þessi hnitmiðun um einæði gerir þá magnaða. Þetta safn er forvitnilegt í sjálfu sér, en einnig eru elstu textarnir á ýmsan hátt CHARLES Baudelaire áhrifavaldar í íslénskum bókmenntum. Við tökum hér tvö dæmi, hið fyrra er eftir Per Hojholt, sem ég hefi skrifað um í pistlum þessum. Titillinn má virðast mótsögn, en reyndar hefi ég komið inn í risastóra forna dómkirkju í frönskum smábæ, Guðsstól (La Chaisedieu). 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.