Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 8
HARMSAGA JÓNS BLINDA GÍSLI SIGURÐSSON TÓK SAMAN EFTIR HANDRITI SKÚLA HELGASONAR Jón Gissurarson var stór og sterkur, hagmæltur og Dar að auki dverghggur. Innan við brítuqt varð hann fyrir þeirri ógæfu að missa sjónina ó bóðum augum og síðar vann hann bau afrek að róa ó vertíðum, bæði af Álfta- nesi og fró Þorlókshöfn. En það sem lengst mun halda nafni hans ó lofti eru körfurnar sem hann reið úr tóqum af svo miklum hagleik að sagt var að þær héldu vatni. JÓN Gissurarson er einn hinna löngu gleymdu alþýðumanna á öld- inni sem leið. Saga hans er sérstæð vegna þess að hún lýsir stöðu fatl- aðs manns í hinu grimma og mis- kunnarlausa íslenzka samfélagi 19. aldar. Sú grimmd lýsti sér umfram allt í því hvemig farið var með töku- böm, niðursetninga, uppflosnað fólk, svo og þá sem ekki gátu unnið fyrir sér vegna fótlun- ar. Pað er nærtækt að segja að fátækt hafi verið undirrótin; fátækt gerir fólk grimmt. En það er ekki einhlýt skýring og verður að kenna aldarandanum um sumt af því sem nú þykir óhæfa, jafnvel glæpur. Stundum vom það hinir betur stæðu sem tóku að sér sveitar- limi eða niðursetninga og níddust á þeim. Þetta il!a stadda fólk; fatlaðir þar á meðal, hafði í rauninni stöðu vinnudýra og þar að auki voru mýmörg dæmi um að þrátt fyrir þrældóm væri því einungis séð fyrir lágmarks næringu. Margir liðu beinlínis sult. Jón Gissurarson er aðeins einn af mörgum úr þessum ógæfusama hópi. Skúli Heigason fræðimaður frá Svínavatni hefur skráð sögu hans og er handritið sú heimild sem hér er stuðzt við. I upphafí ritgerðar sinnar um Jón Gissurar- son segir Skúli Helgason að Jón hafi verið mikill að vallarsýn, „búinn miklu líkamlegu at- gervi, tnilega skapmikill, vafalaust miklum hæfíleikum gæddur til líkama og sálar. En það sannaðist á honum að snemma byrja mannamein og sitt hvað er gæfa og gervileiki. Barnungur missti hann móður sína; var henn- ar eina barn. Faðir hans giftist þá á sama ári annarri konu og fleiri böm fæddust. Ætla má að stjúpmóðurhöndin hafí ekki ávalt verið hlý og notaleg hinum bráðþroska og máski nokk- uð óstýriláta uppeldissyni." Jón Gissurarson fæddist 14. nóvember 1829 í Laugarási í Biskupstungum. Foreldrar hans voru Sigríður Egilsdóttir og Gissur Gunnars- son, þá bæði talin vinnuhjú í Laugarási. Giss- ur, fæddur 1803, var frá Felli í Biskupstung- um. Þar bjó Gunnar faðir hans, sagður blindur á manntalinu 1816. Sigríður móðir Jóns var frá Skriðufelli í Eystrihrepp. Gissur hóf búskap með bamsmóður sinni á Galtalæk í Biskupstungum, en sá búskapur stóð stutt og frá Galtalæk fluttust þau að Brú í Stokkseyrarhreppi. Þar dó Sigríður í janúar- mánuði 1835, aðeins 33 ára, en Jón sonur þeirra hefur þá verið á sjötta árinu. Vorið eftir kom ráðskona á heimilið: Guðbjörg Loftsdótt- ir frá Reykjavöllum í Flóa og virðast fljótt hafa tekizt ástir með henni og Gissuri, því hann kvæntist Guðbjörgu haustið eftir. Frá Brú fluttust þau að Byggðarhomi og þar dó Gissur 1870. Þau höfðu þá eignast nokkur böm og eiga fjölda afkomenda. Jón Gissurarson þótti efnilegur unglingur JÓN BLINDI leiddur til skips. Hann reri á mörgum vertíðum á Álftanesi og í Þorlákshöfn eftir að hann varð blindur. Myndlýsing: Bryndís Kristjánsdóttir. TÁGAKARFA eftir Jón Gissurarson, nú varð- veitt í Byggðasafni Árnessýslu. en nokkuð ódæll og ekki vora miklir kærleik- ar með honum og fósturmóður hans. Við ferm- ingu fær hann svohljóðandi einkunn hjá Hraungerðisklerki varðandi kunnnáttu og hegðun: „Hvorttveggja ábótavant." Sú ein- kunn kemur illa heim og saman við vitnisburð manna sem þekktu hann síðar meir og töldu hann vel greindan, hagmæltan, og búinn mörgum góðum hæfileikum „til munns og handa“ eins og sagt var. Af því má ráða að nokkur vanræksla hafí átt sér stað í uppeld- inu. Jón er talinn heimilismaður í Byggðarhorni til 18 ára aldurs; þá er hann sagður burtflutt- ur „suður“ að Bárhaugseyri á Álftanesi. Næstu þrjú árin er hann vinnumaður þar og stundar sjóróðra á haust- og vetrarvertíðum. Enn verða þáttaskil; Jón flytur vorið 1851 austur yfir Fjall að nýju, í þetta sinn að Gröf í Ytrihrepp. Eftir vinnumennsku þar í ár flutti hann með ungum hjónum sem tóku sig upp frá Laugum í Ytrihrepp og settust að á Torfa- stöðum í Biskupstungum. Enn bættist ár við vinnumennskuferil Jóns og önnur tvö í Hross- haga, næsta bæ sunnan við Torfastaði. Jafn- framt var hann gerður út til sjóróðra á vetrar- vertíðum syðra. í einni af ferðum sínum í verið varð honum á að hrasa við búðarborðið í Eyi'arbakkaverzl- un. Einhvern smávarning keypti hann þar en skorti að sögn 55 skildinga til þess að eiga fyr- ir því sem hann hugðist kaupa. Brá hann þá á það óheillaráð að búa til 55 skildinga ávísun og skrifaði undir hana nafn Guðmundar bónda á Torfastöðum, sem hann taldi að skuldaði sér eitthvað ámóta. En ávísunin var tekin góð og gild og Jón fékk sinn varning. Guðmundur á Torfastöðum kannaðist hinsvegar ekki við þessa úttekt og neitaði að greiða hana. Guð- mundur Thorgrímsson Eyrarbakkakaupð- maður skrifaði þá sýslumanni og krafðist inn- heimtu hjá þessum manni. Jóni Gissurarsyni var stefnt til réttarhalds og gekkst hann fúslega við verknaðinum. Hvort sem Guðmundur á Torfastöðum átti eitthvað óuppgert við hann áleit rétturinn að Jón væri brotlegur maður og dómsuppkvaðn- ingin var svohljóðandi: Finnur rétturinn með tilliti tii hinnar mjög svo litlu verðhæðar þess út á fölsku ávísunina af ákærða tekna varnings og ákærða fúsu játningar og umvitnaðrar tæpa kristindóms- þekkingu, að ákærði sem kominn er langt yfir lögaldur sakamanna og ei hefur fyrr verið lög- sóttur eða straffaður fyrir nokkurt lagabrot, sé hæfílega þungt fyrir þennan misverknað hans með tuttugu vandarhagga refsingu Dómnum var fullnægt með því að sýsluböð- ullinn lét Jón hafa öll tuttugu vandarhöggin, en að auki var honum gert að endurgreiða verzluninni 55 skildinga. Hér var um smáaf- brot að ræða og sjálf refsingin, hýðing með tuttugu höggum, gefur hugmynd um aldar- andann og miskunnarleysi yfírvalda, ekki sízt þegar einhverjum minnimáttar varð á í mess- unni. Eftirtektarvert er að dómurinn virðist hafa verið mildaður vegna þess að sakmborn- ingurinn hafði aðeins „tæpa kristindómsþekk- ingu“. | Fátt gerðist frásagnarvert næstu árin í lífí Jóns Gissurarsonar. Vegna dugnaðar og verk- lagni var hann eftirsóttur í vinnu til sjós og lands. Þá kom reiðarslagið, miskunnarlaust eins og örlögbundið straff: Hann missti sjón- ina, fyrst á öðru auga og eftir skamman tíma einnig á hinu. Það var áfall sem segja má að hafí algerlega kippt fótunum undan hverjum manni í þjóðfélagi 19. aldar. Ekki er ljóst hvernig þetta vildi til, en af slysum var það. Líklega sprakk hvellhetta í fyrra skiptið en í síðara skiptið fékk hann gló- andi smiðjugjall í augað. Jón var þá 29 ára og til heimilis að Kasthúsum á Alftanesi; búinn að vera þar vinnumaður í tvö ár. Það var í apr- ílmánuði á því herrans ái'i 1858 að ógæfan dundi yfir. Blindur á báðum var Jón Gissurarson flutt- ur á fund nafna síns, Hjaltalíns landlæknis í Reykjavík. Að líkindum hefur hann engan þekkt í höfuðstaðnum því landlæknirinn gekk sjálfur í að útvega honum verustað á meðan hann gerði tilraun til að bjarga sjóninni. Sá verustaður var í þrengslum hjá fátæku en góðu fólki, Ásmundi Sigurðssyni í Grjóta í Grjótaþorpinu og fjölskyldu hans. Eins og nærri má geta reyndust lækningatilraunir Jóns Hjaltalíns árangurslausar. í framhaldi af því var Jón Gissurarson í einhverskonar hjúkranarmeðferð hjá Skafta lækni og smið í Skaftabæ og hresstist hann brátt. Reikningur frá Skafta barst bæjarfógetan- um í Reykjavík sem framvísaði honum til sýslumannsins í Árnessýslu með svohljóðandi orðsendingu: „Læt hjermeð fylgja reikning frá Skafta Skaftasyni fyrir hjúkrun sjúklings- ins Jóns Gissurarsonar og lækningagöngur til hans að upphæð 5 rd. er ég leyfi mér að vænta fyiir tilstilli herra kammerráðsins borgaða frá Biskupstungnahreppi. “ Dvöl Jóns hjá Ásmundi í Grjóta varð lengri en við hafði verið búizt, frá því um vorið 1858, 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.