Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 13
JÓN Sigurbjörnsson og Indriði Waage í hlutverkum sínum í sýningu ÞÓRA Friðriksdóttir og Róbert Arnfinnsson í hlutverkum sínum í sýningu Þjóðleikússins 1975 á Sporvagninum Gimd Þjóðleikhússins 1951 á Sölumaður deyr eftir Arthur Miller. eftir Tennessy Williams. MIKILVÆGUSTU LEIKRIT ALDARINNAR EFTIR ÞÓRDÍSI BACHMANN 800 leikskáld, leikarar, leikstjórar og gagnrýnendur hafa tekið þátt í könnun á vegum Konunglega breska [pjóðleikhússins. ÁRNI Tryggvason og Brynjólfur Jóhannesson í hlutverkum sínum í sýningu Leikfélags Reykjavíkur 1959 á Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett. ARTHUR Miller, hinn þaul- reyndi bandaríski leikrita- höfundur, var á dögunum útnefndur bezta leikskáld 20. aldarinnar og fékk þar einstaka viðurkenningu í könnun Konunglega breska þjóðleikhússins þar sem rúmlega 800 leikskáld, leikarar, leikstjór- ar og leiklistargagnrýnendur voru beðnir að svara því hver þeir teldu mikilvægustu leikrit aldarinnar. Leikritið sem fékk flest stig af 377 tilnefndum verkum var Beðið eftir Godot frá 1955, eftir Samuel Beckett. Það var þó Miller sem hlaut flest atkvæði starfsbræðra sinna sem eftirlætisleikskáld 20. aldarinnar. Leikrit Millers, Sölumaður deyr og í deiglunni, voru í öðru og sjötta sæti á listanum yfir mikilvæg- ustu leikritin. Harold Pinter, höfundur Hús- varðarins, var örfáum stiguín fyi-ir neðan Miller og þriðja sætið kom í hlut Samuels Becketts. Konunglega breska þjóðleikhúsið tók listann saman og var það liður í að sann- reyna hver væru 100 mikilvægustu leikrit ald- arinnar. Einnig voru valin úrvalsleikrit hvers áratugar til þess að sýna þróun leikhússins frá því um aldamótaárið 1900. Verkið sem val- ið var frá fyrsta áratug aldarinnar er Pétur Pan, skrifað af JM Barrie árið 1904. Af öðrum sígildum verkum má nefna Pygmalion frá 1914, sem My Fair Lady var byggt á, eftir George Bernard Shaw, og Hringinn eftir W. Somerset Maugham frá 1921. Af verkum fjórða áratugarins má nefna Einkalíf eftir Noel Coward, fulltrúar fimmta og sjötta ára- tugarins eru meðal annars Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams og Músagildr- an eftir Agötu Christie. Af verkum sjöunda áratugarins skína tvö verk skærast: A Man for All Seasons eftir Robert Bolt og Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eftir Edward Ai- bee. Fulltrúi áttunda áratugarins er Alan Ayckbourn með leikritið The Norman ConquesLs. Nútíma smekkur finnur sinn fulltrúa í John Godber og verkinu Utkastarar frá 1984, sem málar skelfilega mynd af næturklúbbalífi, og í Patrick Marber, höfundi Closer. Blaðafulltrúi Konunglega breska þjóðleik- hússins sagði könnunina gefa einstæða mynd af mikilvægustu leikritum og leikskáldum ald- arinnar og að verk Millers, sem varð 83 ára í október síðastliðnum, yrðu alltaf sígild. „Leik- rit á við Sölumaður deyr og í deiglunni segja hrífandi sögur en þau vekja líka athygli á sið- ferðislegum, stjórnmálalegum og félagslegum vandamálum 20. aldarinnar. Það gerir þau að einum mikilvægustu verkum aldarinnar." KRISTBJÖRG Kjeld og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sínum í sýningu Þjóðleikhúss- ins 1958 á Horfðu reiður um öxl eftir John Osbome. íslensk leikhús hafa fylgst vel með Valin atriði úr leikritunum í 100 efstu sæt- um listans verða sýnd í Konunglega breska þjóðleikhúsinu allt árið 1999. Islensk leikhús koma glæsilega út úr þessari könnun en átján af tuttugu mikilvægustu leikritunum hafa ver- ið flutt í íslenskum leikhúsum á yfirstandandi öld. Hið nítjánda, Heartbreak House eftir GB Shaw, er til í íslenskri þýðingu Karls Guð- mundssonar og heitir þar A Glæsivöllum, en hefur ekki verið flutt hérlendis. Þannig er það einungis Racing Demon eftir David Hare sem ekki hefur nálgast íslenskar fjalir og bæði Pétur Pan eftir Barrie og Horft af brúnni eft- ir verðlaunahöfundinn Arthur Miller eru sem stendur sýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur. A næstunni verða þeim höfundum er skipa sex efstu sætin á listanum gerð nokkur skil hér á síðum Lesbókarinnar. Þau 20 leikrit er fengu flestar tilnefningar: 1 Beðið eftir Godot, Snmuel Beckett 2 Sölumaður deyr, Arthur Miller 3 Sporvagninn Girnd, Tennessee Williams 4 Horfðu reiður um öxl, John Osborne 5 Dagleiðin langa inn í nótt, Eugene O’Neill 6 í deiglunni, Arthur Miller 7 Einkalíf, Noel Coward 8 Rósinkranz og Gullinstjarna eru dauðir, Tom Stoppard 9 Englar í Ameríku, Tony Kushner 10 Húsvörðurinn, Harold Pinter 11 Saved - Hjálp, Edward Bond 12 Heimkoman, Harold Pinter 13 Pygmalion, George Bernard Shaw 14 Racing Demon, David Hare 15 Júnó og páfuglinn, Sean O’Casey 16 Klassapíur, Caryl Churchill 17 Heartbreak House - A Glæsivöllum, Geor- ge Bernard Shaw 18 Lukkuriddarinn, JM Synge 19 Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Ed- ward Albee 20 Djúpið blátt, Terence Rattigan Þau 20 leikskáld er fengu flestar tilnefning- ar: 1 Arthur Miller 2 Harold Pinter 3 Samu- el Beckett 4 Tennessee Williams 5 John Os- borne 6 George Bernard Shaw 7 Tom Stopp- ard 8 Eugene O’Neill 9 Noel Coward 10 Da- vid Hare 11 Sean O’Casey 12 Caryl Churchill 13 Edward Bond 14' Alan Ayck- bourn 15 Terence Rattigan 16 Joe Orton 17 Brian Friel 18 Tony Kushner 19 JB Priestley 20 Terence Rattigan Höfundurinn er blaðamaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.