Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 14
JAN VAN EYCK: María mey með valdamönnum, 1436. Hér er María með Jesúbarnið sett á valdastól í ríkmannlegu, evrópsku umhverfi. Þetta er Himnadrottningin, sú sem situr á háum tróni. MARÍA GUÐSMÓÐIR Pl [ rit TRUAÐRA EFTIR SIGURJÓN ÁRNA EYJÓLFSSON ningunni er dregin upp mynd af Maríu sem greinir frá trú hennar og trúarbaráttu og þannig er hún f) /rirmynd okkar sem guðsmóðir. Síðar tengist hún hugmynd um hina miklu móður og hún gerð að Himna- drottningu þó að í ritningunni sé ekki að finna stafkrók um hana sem slíka. MEÐAN hann var enn að tala við fólkið kom móðir hans og bræður. Þau stóðu úti og vildu tala við hann. Einhver sagði við hann: „Móðir þín og bræður standa hér úti og vilja tala við þig.“ Jesús svaraði þeim, er við hann mælti: „Hver er móðir mín, og hverjir eru bræður mínir?“ Og hann rétti út höndina yfir læri- sveina sína og sagði: „Hér er móðir mín og bræður mínir. Hver sem gjörir vilja fóður míns, sem er á himnum, sá er bróðir minn, systir og móðir.“ Mt. 12.46-50. 1. Inngangur Þessi frásaga hristi verulega upp í mér er ég þurfti að predika út frá henni milli jóla og nýárs. Við fyrsta lestur virðist hún langt frá því að vera fjölskylduvæn og jafnvel vera í beinni andstöðu við hefðbundna mynd okkar af jólunum. Hugsum aðeins til baka! Hvað erum við búin að heyra Ave María oft og það ekki bara yfir jólin? Og hvað um all- ar myndir af Maríu mey.og Jesúbarninu, og ásamt Jósef á sumum. Það virðist ekki trufla okkur þó þessar myndir endurspegli lítt raunveruleika venjulegrar fæðingar. Allt slíkt víkur fyrir þeirri hlýju og því ljósi sem myndin af Maríu og Jesúbarninu eiga að gefa, þau eiga að tákna eina óaðskiljan- lega einingu. Hver sem vogar sér að gagn- rýna þessa ímynd er stimplaður friðarspill- ir. En er ekki frásagan í 12. kafla Mattheus- arguðspjalls einmitt slíkur friðarspillir? I henni mætir okkur allt önnur mynd. Fyrir utan hús, þar sem Jesús er að boða fagnað- arerindið og veita fyrirgefningu Guðs, stendur María og bræður hans þeir Jakob, Jósef, Símon og Júdas (Mk 6.3). Systur Jesú voru heima eins og þá var siður. Fjöl- skylda hans með Maríu í fararbroddi er komin til að ná í Jesú, og takið eftir: Það sem veldur, er boðskapur Jesú, sem þau hafna eða skilja ekki í vantrú sinni. I Mark- úsarguðspjalli, þar sem fjallað er um sama atvik, stendur: „Hans nánustu fréttu það og fóru út og vildu ná honum, enda sögðu þeir að hann væri frá sér.“ (Mk. 3.21.) Á ís- lensku: Þau voru sannfærð um að Jesús væri „ekki með öllum mjalla“. Greinilegt er að vantrúin endurspeglast í atferli Maríu og bræðra Jesú, en ekki söngur englanna á jólanqtt. í augum Maríu og barna hennar og Jósefs er Jesús hér „ruglaður sonur og eldri bróðir“. Þau reyna að setja sig yfir hann og taka hann úr umferð til að forða honum frá þeirri ógæfu sem hann er að kalla yfir sig. Óafvitandi eru þau að setja hjálpræði Guðs skorður, því þau hugsa hér að hætti manna. Jesús hafnar vantrú þeirra afdráttarlaust: „Einhver sagði við hann: „Móðir þín og bræður standa hér úti og vilja tala við þig.“ Jesús svaraði: „Hver er móðir mín og hverjir eru bræður mínir?“ Og hann rétti út hönd sína,“ - sem þýðir að þeir sem þarna eru eru undir hans vemdarvæng, - „og sagði: „Hér er móðir mín og bræður mínir. Hver sem gjörir vilja fóður míns, sem er á himnum, sá er bróðir minn, systir og móðir.“„ Hinir trá- uðu eru fjölskylda hans og hafa Jesú í trá hjá sér, og þurfa því ekki að sækja hann í faðm Maríu. Ræða Jesú er hörð og greinilegri slit inn- an tjölskyldu er vart hægt að hugsa sér. Hvað er orðið um Maríumynd jólanna? Mar- ía er í þessari frásögn rétt eins og við, hún er okkur ekki fremri á nokkurn máta. Hún er tætt á milli trúar og vantrúar og því er hún eins og við alfarið undir náð og fyrirgefningu Guðs sett. Hún er ekki miðlari hjálpræðisins, heldur alfarið þiggjandi þess eins og við. Því eins og Jesús segir: „Hver sem gjörir vilja fóður míns, sem er á himnum, sá er bróðir minn, systir og móðir.“ 1 Ijósi þessara orða Krists verðum við að losa Maríu úr viðjum helgisagna og villu mannasetninga. I ritning- unni er ekki að finna stafkrók um Maríu sem himnadrottningu, að hún sé eilíf meyja, syndlaus, hvað þá um himnaför hennar. Állir sem vilja gera Maríu Guði líka, vanvirða með því trá og trúarbaráttu hennar. Þeir rífa Maríu úr náðar- og fyrirgefningarfaðmi Guðs sem við hvílum öll í. Hér á eftir verður reynt að gera grein fyr- ir stöðu Maríu innan Nýja testamentisins, 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 27. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.