Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 20
* Morgunblaðið/Þorkell LISTAMENNIRNIR Björn Birnir, Kristín Geirsdóttir og Hlíf Ásgrímsdóttir stilltu sér upp fyrir Ijósmyndara í Hafnarborg. FJÓRAR SÝNINGAR OPNAÐAR í HAFNARBORG í DAG ÚTGÖNGULEIÐIR OG DÝPT UNDIR YFIRBORÐI Olíu og akrýllitir á striga eru ^ viðfangsefni fjögurra sýninga sem verða opnaðar í sölum Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnar- fjarðar, í dag, laugardag, kl. 16. I aðalsal sýna Björn Birn- ir, Hlíf Asgrímsdóttir og Krist- ín Geirsdóttir. í Sverrissal sýnir Arnar Herbertsson. Við opnunina leikur raftónlistar- ^ í maðurinn Ruxpin. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ARNAR Herbertsson við verk sín í Sverrissal. BJÖRN Birnir sýnir málverk unnin með akrýllitum á striga. Björn lauk námi frá Handíða- og myndlistaskóla íslands og útskrifaðist myndlistarkennari. Síðan stundaði hann nám í skiltagerð og skreytilist við Bergenholts Dekorasjons Fagskole í Kaupmannahöfn. Björn er M.Sc. frá Indiana State University og stundaði ennfremur nám við University of Maryland. Hann var gesta- listamaður við ISU 1989-90. Björn hefur stundað kennslustörf og var deildarstjóri málaradeildar Myndlista- og handíðaskóla íslands í tólf ár. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum hér heima og erlendis. Björn er nú búsettur í Svíþjóð. Að leita að eigin leið út úr völundarhúsinu Hlíf Asgrímsdóttir sýnii- málverk unnin með olíu á striga. í kynningu segir: „Verkin fjalla um útgönguleiðir úr þröngu rými, út á opið svæði. Leitina út úr logandi og kæfandi þrengslum. Hér getur áhorfandinn tekið þátt í leitinni og bætir þannig verkið með því að leita að eigin leið út úr völundarhúsinu.“ Hlíf útskrifaðist úr Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1991 og dvaldi í listaaka- demíunni (Kuvataideaktemia) í Finnlandi 1994-1996. Hún vinnur við kennslustörf í Myndlistaskólanum í Reykjavík og er stunda- kennari í Myndlista- og handíðaskóla Islands. Hún hefur sýnt hér heima og erlendis. Kristín Geirsdóttir sýnir olíumálverk á striga. I verkunum fæst hún við þríhyrnd form og dýpt undir yfirborði myndflatarins, þar sem gildi litarins vegur þungt. Kristín útskrifaðist úr málaradeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1989. Einnig stundaði hún nám í Myndlistaskólan- um í Reykjavík. Kristín hefur starfað við myndlistarkennslu í leikskóla. Hún hefur hald- ið tíu einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis. Kristín er nú með vinnustofu á Korpúlfsstöðum og er einn af þátttakendum í galleríinu Meistara Jakobi. Stefnumót popplistar og auglýsingaskilta Arnar Herbertsson sýnir 12 málverk sem unnin eru með olíulitum, silfurbronsi og fernis í Sverrissal. Myndlistarmaðurinn er fæddur á Siglufirði árið 1933 og hefur til margra ára ver- ið húsamálari. Hann stundaði nám við Mynd- listarskólann í Reykjavík á árunum 1959 til 19J37 og sýndi fyrst verk sín á samsýningu FIM í Listamannaskálanum árið 1965. í kynningu segir að í myndum Arnars eigi sér stað stefnumót margra ólíkra þátta; arf- leifðar popplistarinnar, bjarts og hvells litrófs auglýsingaskiltanna og iðnaðarmálningarinnar, sem minni á listræna fortíð Arnars, þátttöku hans í SÚM-sýningum á sjöunda áratugnum. Arnar hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði á íslandi og erlendis. Hann hefur einnig haldið einkasýningar, t.d. í Ásmundarsal og FÍM-salnum. Verk eftir hann eru m.a. í eigu Listasafns Islands, Nýlistasafnsins og Lista- safns Reykjavíkur. Sýningarnar eru opnar alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18, lokað er föstudaginn langa og páskadag. Sýningin stendur til mánu- dagsins 12. apríl. UM 100 NEMENDUR Á VORSÝNINGU LISTDANSSKÓLA ÍSLANDS NÚTÍMA LISTDANS OG KLASSÍSKUR BALLETT LISTDANSSKÓLI íslands heldur vorsýn- ingu sína á Stóra sviði Þjóðleikhússins á mánudagskvöld kl. 20.30 og koma yfir eitt hundrað nemendur á aldrinum 8-18 ára fram á sýningunni. Fyrri hluti sýningarinnar verðui1 helgaður nútímanum, þ.e. nútíma listdansi og jassball- ett. Atta dansatriði eru frumsamin af kennur- um skólans, tvö af verkunum voru frumflutt í Helsinki í vetur á norrænu móti dansnem- enda á framhalds- og háskólastigi. Þá verður sýndur vinningsdansinn frá Islandsmeistara- ' keppninni í „freestyle" sem nokkrir nemend- ur Listdansskólans sömdu og dönsuðu. Samstarf tveggja skóla Eftir hlé verður áherslan á klassískan ball- ett, með aðaláherslu á tónlist eftir Benjamin Britten. Meðal annars verður frumfluttur ballett saminn við verk Benjamins Brittens „Simple Symphony" af Stephen Sheriff, gestakennara Listdansskólans, ásamt Helenu Margréti Jóhannsdóttur og Önnu Sigríði Guðnadóttur. Tónlistina flytur „Da Camera“, strengjasveit Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar, undir stjórn Sigursveins Magnús- sonar. Ennfremur koma kennararnir Astrós Gunnarsdóttir, Guðmundur Helgason, Helena Jónsdóttir, Margi-ét Gísladóttir og Ólöf Ing- ólfsdóttir við sögu. Fyrirhugað er frekara samstarf milli List- dansskóla Islands og Tónskóla Sigursveins og veittur hefur verið styrkur frá Menningar- borg 2000 til þess að semja bæði tónverk og ballett sem áætlað er að frumflytja snemma á árinu 2000. Morgunblaðið/Þorkell NEMENDUR í Listdansskóla íslands á æfingu fyrir vorsýningu sína, sem verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins á mánudagskvöld. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.