Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Blaðsíða 9
allt sumarið, næsta vetur og fram á sumar 1859. Þá fyrst var búið að ráðstafa honum á fæðingarsveit sína, Biskupstungnahrepp. Asmundur í Grjóta og Guðbjörg kona hans voru bæði fullorðin og lasburða og í bréfi sem Asmundur skrifaði sýslumanni Arnessýslu kvartaði hann yfir því að sér hafi engin borg- un borizt fyrir sjúklinginn og þau hjónin væru nærri því að fara á sveitina. Auk hjónanna í Grjóta og Jóns Gissurarsonar voru þar til heimilis ung kona með bam og tvær aldraðar konur. Par hefur hver smuga verið nýtt. Ekki virðist hafa verið alveg ljóst hvort Jón Gissurarson átti framfærslu í Biskupstungum þar sem hann fæddist, eða í Flóanum þar sem hann ólst upp. Bréf fóru á milli en hrepp- stjómarmenn í Sandvíkurhreppi vildu ekki viðurkenna að Jón ætti þar framfærslusveit. Eftir að sýslumaður hafði ritaði bæjarfógetan- um í Reykjavík og óskað eftir „æviferils- skýrslu" frá Jóni, var lokst hægt að komast að niðurstöðu: „Var þá Reykjavíkur bæjarpóletí- réttur settur" og mætti Jón fyrir réttinum, áminntur um sannsögli, og staðfesti fæðingar- stað sinn í Laugarási í Biskupstungum. Enda þótt þetta væri ljóst vildu hrepp- stjórnai-menn í Tungum ekki fallast á þann úrskurð að þeir yrðu að „forsorga téðan Jón Gissurarson", heldur bæri Sandvíkurhreppi að gera það. Fóm nú bréf milli yfirvalda og alltaf beið Jón hjá fólkinu í Grjóta. Vai’ um sinn gefið með honum úr sjóði Reykjavíkur- bæjar. Par kom þó að bæjarfógeti lét flytja Jón Gissurarson austur til sýslumannsins í Ames- sýslu; það var í júlímánuði 1859. Þaðan var hann síðan fluttur upp í Biskupstungur og fylgdi með alllöng lagaskýring handa sveitar- stjórnarmönnum. Einnig fylgdu Jóni óborgað- ir reikningar uppá 77 rd. sem Tungnamönnum var ætlað að greiða. I bréflok var óskað eftir því að Jóni Gissurarsyni yrði séð fyrir góðum samastað. Til bráðabirgða tóku sveitarstjórnarmenn í Tungunum við Jóni, greiddu reikningana sem höfðu verið lækkaðir niður í 50 ríkisdali, en niðurstöðunni vildu þeir ekki una. Báðu þeir um úrskurð amtmanns, sem taldi að Jón ætti tvímælalaust sveitfestu í Biskupstungum. Þá var þrautaráðið að leita til stjómar dómsmála úti í Kaupmannahöfn, sem vitaskuld gerði ekkert annað en að staðfesta úrskurðinn. Það var ekkert einsdæmi að sveitarstjómir reyndu með flestum ráðum að koma hreppsómögum af sér, en hér var langt seilst og óvenjulegt að slík mál kæmu til úrskurðar úti í Kaupmannahöfn. En nú gat „forsorgun" Biskupstungnahrepps á Jóni Gissurarsyni hafizt og hún stóð í 44 ár. A yngri ámm sínum fékkst Jón eitthvað við að bregða körfur úr viðartágum. Þeirri iðju hélt hann áfram eftir að hann missti sjónina og nú kom meðfæddur hagleikur honum til góða. Með velvild og einhverju skipulagi hefði hann hugsanlega getað unnið fyrir sér með þessari iðju, en mörg dæmi eru um það úr þjóðfélagi 19. aldarinnar, að óvenjulegir hæfi- leikar vora lítils eða einskis metnir. Líkamlegir burðir voru meira metnir og nú vildi einnig svo til að Jón Gissurarson var bæði stór og sterkur og þar að auki alvanur sjómennsku. Þar var nú eitthvað sem hægt var að nýta fremur en að láta manninn dútla við tágakörfusmíð. Með því að senda hann á vertíð, þó blindur væri, gat hreppurinn fengið vertíðarhlutinn hans upp í meðlagskostnað- inn. Engum sögum fer af því hvort Jón Gissur- arson átti nokkurt val. Ef til vill hefur honum fundizt að verbúða- og vertíðarlíf syðra væri tilbreyting frá slímusetum í baðstofu. Svo mikið er víst að formaður á Alftanesi féllst á að taka Jón í skiprúm til reynslu og vermenn úr Tungunum leiddu hann alla leið suður, enda fóra menn ekki í verið öðravísi en fót- gangandi. Eftir að Jón hafði verið leiddur til skips og settur niður á sína þóftu, kunni hann vel til verka og reyndist hinn nýtasti sjómaður. Þá tíðkuðust enn hin gömlu handfæri, sem Jón hefur kunnað vel með að fara, en ekki hefur hann getað hagrætt seglum eða staðið í að- gerð. Hann var leiddur til búðar þegar komið var úr róðri og þegar hann hafði matazt tók hann fram tágar og fór að bregða körfur. Hjá þessum sama formanni reri hann nokkrar vertíðir, en þegar sá formaður hætti að gera út gátu hreppstjórnarmenn komið Jóni í skiprúm í Þorlákshöfn. Ekki þótti taka því að setja undir hann hest og leiddu ver- menn hann ævinlega. Þórður á Tannastöðum mundi eftir því, uppúr 1870, að þar beiddust þn'r vermenn gistingar og leiddu þá Jón blinda. Það var sögn gamalla manna, að alls hafi Jón róið tíu vertíðir í Þoriákshöfn, alltaf hjá sama formanni, Þorkatli Jónssyni í Oseyr- arnesi. í verið hafði Jón blindi með sér knippi af tágum. Félagar hans komu stundum með tág- ar með sér og það þótti Jóni innilega vænt um. Körfur Jóns bárust víða og voru eftirsóttar. Um þær hefur Böðvar Magnússon á Laugar- vatni skrifað svo í endurminningum sínum: „Aðalatvinna Jóns eftir að hann varð blind- ur var að ríða körfur úr viðartágum og þóttu þær snilldarlega vel gerðar, jafnvel vatnsheld- ar. Munu flestar konur í Biskupstungum hafa átt körfur eftir Jón, stórar og smáar, og hér á Laugarvatni voru tvær til eftir hann, hvor annarri betur gerð.“ Enginn veit hve margar körfur voru til eftir Jón blinda, né heldur hversu víða þær bárust. Ein þeirra var gefin Ki’istjáni konungi IX á þjóðhátíðinni 1874. A byggðasafninu í Skógum er varðveitt ein karfa eftir hann, komin frá Keldum á Rangárvöllum, og önnur í byggða- safninu á Selfossi, gefin af Þórði á Tannastöð- um. Einnig era varðveittar körfur eftir Jón í Þjóðminjasafninu. Jóhannes Kr. Olafsson, bóndi og smiður í Helli í Ölfusi, ólst upp á Tannastöðum og mundi vel eftir Jóni Gissurarsyni. Skúli Helgason hefur í handriti sínu um Jón Gissu- ararson skráð eftir honum sem hér segir: „A útmánuðum 1892 kom Jón að Helli á leið til Eyrarbakka. Var hann með poka á bakinu og í honum voru körfur. Eg sá eina og giska á, að hún hafi verið um 3o sm á vídd um bung- una, með djúpum löggum og loki og smá höldu. Margir dáðust að körfum Jóns, bæði að gerð og útliti. I þessari ferð, sem ég minnt- ist á, var ég látinn fylgja Jóni fram að Fossi (Selfossi) til Gunnars bónda Einarssonar. A heimleiðinni kom hann einnig að Helli, en var þá í fylgd með lestamönnum úr Tungunum. Var hann þá látinn halda í bandspotta úr aftasta hestinum... Ég heyrði sagt að sjálfur færi hann með fylgd upp í Úthlíðarhraun að útvega sér tágar í körfurnar. Hann var mikill á velli, hár og þrekinn, hvítleitur með al- skegg, ekki þykkt. Hann var látinn ganga á mill bæja í Tungunum á sinni þymum krýndu ævibraut". Böðvar á Laugarvatni skrifaði ennfremur svo um Jón blinda: „A meðan hann hafði sjón máti svo heita, að hann bæri af yngri mönn- um af myndarlegheitum og greind og allri karlmennsku, og svo var það reyndar alla ævi. En snemma mun hafa borið á því að hann væri nokkuð ör í skapi og hefur sjálf- sagt ekki um batnað eftir að hann missti sjón- ina fyrir fullt og allt...Það var verk okkar krakkanna að leiða Jón á milli bæja og gerði ég það oft síðustu ár mín í Úthlíð. Var hann ósköp góður við mig og svo mun hann hafa verið við öll börn, því hann var afar barngóð- ur...“ Biskupstungnamenn báru Jóni Gissurar- syni misjafnt söguna og jafnframt komu þeir ekki alltaf vel fram við hann. Jón var vel hag- mæltur; hann notaði þann hæfileika sem vopn í lífsbaráttunni og gat átt það til að senda mönnum meinleg skeyti í fei’skeytluformi ef honum sárnaði. Síðast dvaldi hann í Kjarn- holtum og þar dó hann 15. janúar 1903, á 75 aldursári. Séra Magnús Helgason, síðar skólastjóri Kennaraskólans, var prestur Biskupstungna- manna um 20 ára skeið, frá 1884 til 1905 og talinn með mestu ræðumönnum í prestastétt landsins. Hann hafði oft gefið sér tíma til að spjalla við Jón Gissurarson og honum var um- hugsunarefni hin meinlegu örlög annarsvegar og hinsvegar andlegt atgervi Jóns. Séra Magnús jarðsöng Jón frá Haukadalskirkju og flutti þá að mörgum þótti merkilega útfarar- ræðu. Það var þó sízt af öllu reglan þegar sveitarlimir áttu í hlut að prestar færu að vanda sig sérstaklega. Daginn fyrir jarðarför- ina hefur Magnús skrifað svo í dagbók sína: „Bylur, svo regn“. Næsta dag, laugardaginn 24. janúar ritar hann: „Farið af stað kl. 8 upp að Haukadal, færð afar ill. K1 2.30 jarðaður Jón Gissurarson. Gisti í Haukadal. Andvöku- nótt. Menn geta velt því fyrir sér hversvegna presturinn gat ekki sofnað eftir að hafa jarð- sungið sveitarliminn og haldið yfir honum eft- irminnilega ræðu. En ef til vill var séra Magnús aðeins þreyttur eftir langa göngu frá Torfastöðum að Haukadal í umbrotafærð. í blaðinu Fjallkonunni var getið um lát Jóns Gissurarsonar með svofelldum orðum: „Nýdáinn er Jón nokkur Gissurarson sveit- arlimur í Biskupstungum, nálega áttræður. Hann missti sjónina af slysum á bezta aldri og varð að lúta þeim íslenzku örlögum „að fara á sveitina.“ Én svo var hann mikill fjör- maður að hann réri út við Faxaflóa mörg ár eftir það. Lét hann þá leiða sig heiman og heim og kváðu menn enga töf af honum. Heima stundaði hann einkum að ríða körfur og þótti vel gjört, þó eftir alsjáandi mann hefði verið. Eina þeirra þá Kristján konungur 9. af honum á þjóðhátíðinni. Hneigður var hann fyrir bókmenntir og fékk iðurlega ung- linga til að lesa fyrir sig blöð og bækur. Á síð- ari árum var hann orðinn hramur." Helztu heimildir: Kirkjubækur úr nokkrum prestaköll- um, dómsmála- og bréfabækur sýslumanns í Arnessýslu, bréfabækur bæjarfógeta Reykjavíkur og amtmanns. ÓLÖF STEFANÍA EYJÓLFSDÓTTIR HRÍMSPOR Eg vil sýna ykkur hrímgrös ígarðinum á þau settist héla með hvítar fanir. Ég vil sýna ykkur frosin fótspor líkt og toppur hafi markað stíginn hélublómum. Ég vil sýna ykkur héluð hrímlauf sem geyma kalin tær kristalstár. Ég vil sýna ykkur náttdögg þar sem napurt kulið hrannar upp hrímöidum að morgni. II Ég vil benda ykkur á hvar spor hafa bælt hvítu hrímfanirnar og hélublómin fríð. Hvar slóð hefur brákað hrímlauf kristalstára og kurlað hrímöldur að kveldi á víð og dreif. ÖRÆFAUÓÐ 2010 Við Herðubreið semur Kári kuldaíjóð sín á raflínu langspil. Kárahnjúkum undir kembir fossbúinn hvítar hærur í járnviðjum Jöklu. Hvíti svanurinn hvílir vængbreiður í jökulhafi hjá járnskógarnöstrum. Höfundurinn er skóld og húsmóðir í Reykjavík. í LESBÓK Morgunblaðsins 13. mars 1999 birtist grein undir heitinu „Úr Birstofu til Islands og Suðurlanda" eftir Vilhjálm Örn Vilhjálmsson fornleifafræðing í Danmörku. Fjallar greinin um siglingar Englendinga á milli Bristol og Islands á 15. öld og þátt þeirra í að flytja Islendinga, frjálsa sem ófrjálsa, til Bristol, þ.á.m. nafngreinda menn sem síðar stunduðu verslun við suðræn lönd. Svo segir í greininni: „Ekki hefur fyrr komið fram í íslenskum ritum, að tveir þessara Islendinga eru nefndir á nafn í samtímaskjölum og hét annar þeirra Vilhjálmur og hinn Jón (Willi- am Yslond og John Yslond)“. Hér tel ég vegið að merkum sagnfræðingi sem látinn er fyrir nokkurum árum, Birni Þorsteins- syni prófessor, sem stundaði rannsóknir á verslun Englendinga við íslendinga, svo og öðrum samskiptum þeirra á þessum tíma, í skjalasöfnum á Englandi á árunum 1948 og 1949. Svo vill til að kona mín var beðin fyrir sendingu til Björns, er við heimsóttum London í júlí- ágúst 1949, eins og títt var þegar íslendingar „sigldu" á þeim árum. Hittum við Björn af tilviljun innan um þröng þúsunda á Westminster brúnni dag einn og þáðum þar, ofar Thames, heimboð til Björns og konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur, hvar okkur var ljúflega tekið og veitt vel, bæði hið andlega fóður og líkamlega auk skemmtimála ýmiss konar. Kynntist ég nokkuð rannsóknarstarfi hans á þessum VALGARÐUR EGILSSON SPROTANS MYND í innstum þér eirir hinn fyrsti sproti langt bakvið óljós ár og helst æ ungur innanvið stundir og viðlögð ár Reikandi stjörnur hálfgagnsær hjúpur hylur - og þéttist við líðandi áranna hrannir - hrím eða sindur? enginn veit enn - er þar líf eða dauði? leynist það enn sama hve sjón er hvesst, sama hve ljósta glampar um gervallan heim vinna þeir ekki á hjúpinum sem varpar þeim út í geim ekki ná þeir heldur inn að sprotanum þeim sem vakir á bakvið viðlagðar stundir og ár Um hálfgagnsæ ár aðeins hárfínn geisli nær gegn og: í því hann fellur á sprotans mynd og speglar innan á hjúpinn óljósa mynd um leið: þá lifna andartak hálfgagnsæ ár Höfundurinn er læknir og skóld í Reykjavík. tíma ásamt því að þiggja góð ráð um bókaval í grein þeirri er ég svo lagði stund á. Afrakstur rannsókna Björns er m.a. að finna í bókunum „Enskar heimildir um sögu íslendinga á 15. og 16. öld“, gefin út af Hinu íslenzka Bókmenntafélagi 1969, og „Enska öldin í sögu Islendinga“, gefin út af Máli og Menningu 1970 , báðar gagnmerkar heimildir. I þessum bókum eru að sjálfsögðu birtar niðurstöður ítarlegra rannsókna Björns. Þar er t.d. getið kaupmannsins William Yslond „samkvæmt einkaheimildum frá D. B. Qu- inn“, en Vilhjálmur telur að heimildir Quinns sem birtar vora 1973 hafi ekki fengið verð- skuldaða athygli hér á landi. Ekki þykir mér sennilegt að sú bók hafi farið framhjá Birni, ef í henni eru þá heimildir sem ekki voru áð- ur fram komnar í ritum Björns. Ekki tel ég ástæðu til að fjalla hér um verk Björns, enda geta allir áhugamenn um þetta svið sagn- fræðinnar lesið bækurnar, sem era vel þekktar. Ekki finnst mér fræðimennskan sigla með himinbjörgum í grein Vilhjálms, því hvorki virðist hann hafa hugmynd um rannsóknir Björns né heldur hirt um að kynna sér inni- hald útgefinna rita hérlendis um þetta tíma- bil. Er það miður. Greiði ég nú heiðurshjónum þakkarskuld fyrir gleðistundir sem þau veittu ungum hjónum á ágústkvöldi í London fyrir 50 ár- um, þótt seint sé hún af hendi reidd og í litlu goldin. HELGI ÓLAFSSON TIL VARNAR HEIÐURSMANNI LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.