Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Page 4
GLEYMD BÓKMENNING OG EIH SKÁLD EFTIR KARA BJARNASON Aðgangur bókaþjóðarinnar að eigin menningu er einfaldlega í molum á meðan meginþorri handrita hefur ekki verið gefinn út eða hann gerður aðgengi- legur með öðrum hætti. Fjöldi óprentaðra ritverka bíður útgáfu, þar á meðal eru kvæði séra Olafs á Söndum sem hér verður kynntur til sögunnar Séra Ólafur á Söndum sálma og vísur kvað, mart gott hefur í höndum hver, sem iðkar það, því var skáldi skipt skýrleiks andagipt, mig hafa ljóð þess listamanns langseminni svipt; fáir fara nú lengra, þó fýsi að yrkja þrengra. Höfundur þessa kvæðis er eitt fárra skálda 17. aldar sem enn er þekkt, séra Stefán Ólafsson í Vallanesi (1619- 1688). Sá er umsögnin vísar til var einnig þekkt skáld á sinni tíð, séra Ólafur Jóns- son á Söndum í Dýrafírði (1560-1627). Þar skilur á milli skáldbræðra að safn kvæða og sálma séra Stefáns er allt til á prenti, og hafa þó sumir haldið því fram að þar færi vond útgáfa. Um séra Ólaf gegn- ir öðru máli því einungis fáein kvæði hans og sálmar fínnast prentaðir á víð og dreif, en safn kveðskapar hans er hvergi til á prenti, hvorki í góðri né vondri útgáfu. Það safn er hins vegar varðveitt, en einungis í handriti. Má því segja að nú séu grónar götumar að skáldskaparmálum Ólafs. Prentsmiðja þjóðarinnar Ef við skyggnumst aftur í tímann og virð- um fyrir okkur með hvaða hætti bókmenning þjóðarinnar var varðveitt og henni miðlað á fyrri öldum verður fyrst fyrir okkur sú stað- reynd að allt frá upphafí innlendrar prentun- ar (1559) og fram til 1773 var ekki nema ein prentsmiiðja til á gervölllu landinu, lengst af ýmist í Skálholti eða á Hólum. Á sama tíma var einnig nokkuð um að íslenskar bækur væru prentaðar erlendis, einkum vitaskuld í Kaupmannahöfn. Prentun bóka varð þó aldrei umtalsverð fram eftir öldum og heldur var flokkurinn einsleitur, enda hlutverk þeirra flestra það eitt að efla lútherska trú hér á landi. Ef uppsprettu bókmenningarinnar er ekki að leita í „bullarans svertu“ eins og Hannes Finnsson biskup nefndi eitt sinn prentverk- ið, hvar á þá að bera niður í þess stað? Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn, þekkti betur en flestir aðrir til sérstöðu ís- lenskrar menningar. Honum farast svo orð: En sögumar sem fólkið gimtist að lesa og heyra lesnar, rímurnar sem það girntist að kveða og heyra kveðnar, voru ekki látnar á prent. Menn skrifuðu þær upp á miðaldavísu af endalausri þolinmæði.... Svona var skrifað og aftur skrifað á íslandi á 17du öld og 18du og langt fram á hina 19du. Með öðrum orðum: Löngu eftir að aðrar þjóðir höfðu lagt niður pennann sem sitt helsta menningartæki var íslensk menning varðveitt og henni miðlað í handriti og munnlegri geymd. Það sem var skrifað og aftur skrifað af endaiausri þoiinmæði, eins og Jón kallar það, fóstraði þjóðina um aldir. Hér era sálmamir og vísumar, kvæðin og rímumar, sem mótuðu trú og hugsun kyn- slóðanna öld fram af öld. Vissulega hefur margt orðið gleymskunni að bráð, týnst ein- hvers staðar á leiðinni, en furðumikið er þó enn varðveitt. I Landsbókasafni einu era til að mynda yfír 15 þúsund handrit frá fyrri tíð, að ógleymdum þeim sem varðveitt era í öðrum söfnum hérlendis og erlendis. En með hvaða hætti skyldi þessi menning- arfur vera aðgengilegur þjóðinni nú, eftir að handritin lokuðust inn á söfnum í stað þess að vera á hvers manns borði? Grípum aftur til orða Jóns Helgasonar: Enn er, svo sem áður er getið fjöldi óprentaðra ritverka frá þessum tímum [þ.e. tíma Ólafs og áfram] til í handritum, rímnaflokkar svo hundruðum skiptir, kvæði í þúsundum eða víst frekar í tugum þúsunda, og margt annað. Það er al- gerlega vonlaust eins og nú standa sakir að fá ljóst yfírlit um allt þetta meðan hvað eina vantar: greiðlesna texta, samanburð handrita, efnisyfírlit og registur. Enda þótt allmörg ár séu liðin frá því þessi dómur féll hefur honum ekki enn verið hrundið. Aðgangur bókaþjóðarinnar að eigin menn- ingu er einfaldlega í molum á með- an meginþorrinn hefur ekki verið gefinn út eða hann gerður að- gengilegur með öðrum hætti. Hin samfellda sýn til bókmenningar- innar er þar af leiðandi vitaskuld engin til - og enn liggur margur dýrgripurinn gleymdur á söfn- unum. Til að freista þess að vekja hungur hjá góðum mönn- um eftir samhengi íslenskra bókmennta skal hér reynt að taka upp eitt brotið og bera sig við að lýsa því sem fyrir augu ber. Skal í því skyni vikið að kvæðum og sálmum séra Ólafs Jónssonar á Söndum, og reynt að veita ofurlitla innsýn í þanka hans og list. Víkur fyrst sögu að manninum en þá að skáldinu. Ólafur Jónsson á Söndum i Dýrafirði Ólafur Jónsson er talinn fæddur um 1560 að Stóra- Laugardal í Tálknafirði. Hann missti föður sinn ungur og ólst upp hjá Eggerti Hannessyni lög- manni og síðar hjá Ragnheiði dóttur Eggerts og manni hennar Magnúsi Jónssyni sýslu- manni, oft nefndur Magnús prúði. Ólafur varð prestur í Sauðlauksdal árið 1590 og nokkru síðar, árið 1596, varð hann prestur á Söndum í Dýrafirði og var hann jafnan síðar kenndur við þann stað. Ólafur þjónaði á Söndum samfellt í 31 ár og andaðist þar árið 1627 „með bezta mannorði“ eins og Sighvat- ur Grímsson Borgfirðingur kemst að orði í „Prestaæfum“ sínum sem varðveittar eru í handritadeild Landsbókasafns íslands. Skáldið Safn kvæða og sálma Ólafs er að finna í Kvæðabók hans sem hann hefur sjálfur tekið saman, að því er virðist á árunum 1600 til 1620. Eiginhandarritið er að vísu ekki lengur varðveitt en til eru að minnsta kosti 25 upp- skriftir af því, hin elsta frá 1655. Að auki fínnast kvæði hans og sálmar í að minnsta Ynwí Otfiittv oi9í’íífia«k$/pýt \íful liáih iH Jvtfa Jlö Hl ‘awrtb s>kvv{a Wte iirtljjU'" * — ( D'i- itvr/rtgi í'u* rth'U cvÍL rtí l'úþ \i fía uv|Ío uj VI ií f Uttfc CriiMVO pC \í \l(\ UljHY a: . W ^IM | ., | .... ..... cv Yft'Jiatm ^ W V* ------------------------------ ----------------------- ? ^lctu vifr vUcv ^ lljTc'O Irtfl/ li^íútv IrtCClVÚ TUjlt^ítg “Vtihtv teuíKtílifcuaíav, _ , *•. Tjcvt't oart'W *>*>>*<« rtitavuv uuft vcvWVjta&u* tumiutm ‘fcci.kiuijlt frata-Vltrtan ^Jar, Kcrtfciu ta*H Vctt tu.it tm.5 oí( itritr Vtt» ttH«a oýl ciluut íeui tav/StiUittfl «1 cv t/ojn Ijia btvt rtfi> nu Ijolkivn viíttApt, eíi t|ójmvvW^ti*L tatuJcvucí luAV<vtu toii ojt *yutv Itjuiai'tcioi' Á VEGUM samtakanna Coilegium musicum er verið að dra Morgunblaðið/Kristinn ga fram íslenskan tónlistararf. Þetta glæsilega handrit er ein af 25 uppskriftum á Kvæðabók Olafs Jónssonar á Söndum sem fjallað er um í greininni. Handritið er skrifað af séra Hjalta Þorsteinssyni í Vatnsfirði 1693. £ ro .órW2’ rV tj ■o mcKciu. SUMAR FORSÍqi ii3 ________ "«««.'.£m£ Gr raunar kosti 150 öðram handritum frá 17., 18. og 19. öld. Formáli Ólafs fylgir flestum uppskrift- anna og er það afar óvenjulegt um ritverk frá fyrri tíð að þeim sé fylgt úr hlaði með þeim hætti, hvað þá frá hendi höfundarins sjálfs. Því er ekki úr vegi að staldra við í upphafinu og gaumgæfa orð skáldsins. Hvemig lýsir Ólafur verki sínu og hver er tilgangur hans með því að taka það saman? í formálanum skiptir Ólafur kvæðabók sinni í tvo helminga með eftirfarandi ummælum: Þessi kvæði skiptast í tvo parta. Sá fyrri sér og hnígur heim til vorra almennilegra lærdómsgreina, sem kenndar era, einkum til iðranar yfirbótinni og hennar þriggja parta; item til lögmáls og evangelis, einkum til Kristum vors endurlausnara, sem lesarinn fær vel skilið. Sá seinni parturinn era kvæði, kveðin fyrir ýmsar persónur, fyrir þeirra bón, að minnast annað hvort á sína umliðna ævi eða Guðs velgjörninga eður sína við- skilda ástvini. Sum um eitt og annað, það sem mig hefur lyst til í kveðandi að setja, sem vei finnst hér í vegi í þessu kverkorni. Sum era gagnleg á móti skaðsömum freist- ingum, hjartans angist og hugarsturlun, fyi’- ir þá, sem þau vilja athuga. Ólafur orti einnig eftirmæli fyrir bók sinni sem einnig munu vera í flestum uppskrift- anna. Þar gerir hann eftirfarandi grein fyrir ástæðum sínum að hefjast handa við að yrkja: Helst hefeg annarra hrellda sál til huggunar viljað hvetja, blíðleg orð og brjállaust mál í brag því gjört að setja. Hvar sem eg vissi af hjörtum þeim sem hlóðust sorgar þjósti, út eg lokkaði angurs keim en efldi gleði í brjósti. Því hver sem reynt hefur hryggðar él í heimi þessum snauðum, sá kann öðrum vorkynd vel veita í þeirra nauðum. Það er eftirtektarvert hversu persónulegt skáld Ólafur er. Hann notar skáldskapinn til að gaumgæfa eigin örlög og játar fúslega vanmátt sinn. Um þetta vitnar lokaerindið hér að framan og taka má fleiri dæmi um hið sama. Hjartað kalt og hyggjan spillt, hreint er af girndum sáram, gott þver allt, eg geng því villt, getandi ei hjá vondu stillt, mig rek- ur ávallt, þó rói eg öllum áram. Skáldið vakir um nætur: Soddan eitt sorgarkvæði, söng af auðmjúkri lund, maður sá missir blund, mjög oft á náttarstund. Minn Guð, vor meinin græði og græði. og hugar að eigin örlögum: Þegar eg þrey og styn, þeink á mig góði vin, 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.