Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1999, Side 11
 SUNDLAUG í héraðsskólanum á Laugarvatni, nú aflögð. Arkitekt: Guðjón Samúelsson. SUNDLAUG í Reykholtsskóla í Borgarfirði. Arkitekt: Guðjón Samúelsson. SUNDLAUG og danssalur á Laugum í Sælingsdal. atriði þjóna í menntun. Auk þess að vera skóla- bygging, þá er í Melaskóla að finna höfuðinn- gang íslands, að landinu, að menningunni. Hér er ég að tala um völundarhúsið og réttina sem þjónar sem inngangur, er hvert einasta bam sem nýtur menntunar í þessari byggingu verð- ur að ganga inn í og rata um dags daglega. Inn í þetta ferli þar sem læra þarf á völundarhúsið, fléttast reynsla af leik, úthaldi og hinu óþekkta. Pegar búið er að læra á völundarhúsið, en ég ímynda mér að það gerist í feluleik og öðrum leikjum sem byggja á afhjúpun, er komið inn í aðalbygginguna. Fínlega bogadregnir gangar vekja eftirvæntingu á meðan maður fikrar sig áfram í átt að takmarki sem er að mestu hulið. Og svo eru hurðimar sem maður gengur í gegnum inn í kennslustofurnar, bogadregnar eins og gangarnir sjálfir og gefa hverju barni sem opnar þær beina og eðlislæga tilfinningu fyrir þeim stað sem það er statt á. I þessari tjá- skiptalausu og skynsamlegu þekkingu felst vit- neskjan um það hvemig mismunandi hlutar miðla heildinni. Sú myndhverfing sem hönnun byggingarinnar hverfist um á svo frumlegan máta, sýnir sldlning á því að lærdómurinn felst í leitinni. Mannúð í byggingarlist er oft gefin til kynna í skynsamlegri og skemmtilegri notkun á hlutfóllum. Hér í Melaskóla eru hlutföllin nógu stór og rúmgóð til að viðhalda möguleik- anum á hinu ævintýralega sem er svo nauð- synlegt í öllu námsferli, en samt nógu smá til að sneiða hjá ógnandi og kreddukenndum táknum sem gætu þaggað niður í og gert barn fráhverft lærdómi. Mannúð kemur einnig fram í efnisnotkun. í samhengi við menntun er nærvera dagsljóss og notkun náttúrulegra efna mikilvæg. Þessir þættir ýta undir skilning á því flókna ferli sem veröldin er samkvæmt reynslu okkar af henni. Það sem ég á við er að gervilýsing (sér- staklega flúrlýsing) gerir lítið úr hinum efnis- lega verluleika sem umlykur okkur með því að fletja hann út og einfalda. Vond lýsing gengur mjög langt í því að afbaka reynslu okkar af kunnuglegum hlutum í umhverfinu með því að afmá þann óskilgreinanleika sem þeir hafa upp á að bjóða. Viður er einnig mik- ilvægur. Ef hann er notaður í hófi, þá getur margbreytileiki og náttúrulegur hlýleiki viðar undirstrikað og veitt mótvægi raunsærri og áhrifaríkri notkun á steinsteypu, málmi, plasti og öðrum tilbúnum efnum. Laugarnesskóli, 1934/44. í þessu verki Einars Sveinssonar er einfóld, endurnærandi tilfinning fyrir mannúð enn á ný augljós. Laugarnesskóli er samansafn kennslustofa sem er skipað niður á þrjár hæðir í kringum sameiginlegan meginsal. Það sem einkennir salinn sérstaklega er að hann hækkar í annan endann og gefur þar með staðsetningu alls þess sem tengist honum sérstakan blæ. Kennslustofurnar opnast út í meginsalinn á svölum sem jafnframt vísa inn í hann. Börnin koma og fara, safnast saman og skilja á þessu sameiginlega svæði. Þetta miðjurými skapar pláss og tengsl íyrir alla þá sem nota bygg- inguna. Á þessum stað er hægt að staldra við í hópum eða standa einn, þar er hægt að fylgj- ast með félagslegri starfsemi rísa og hníga. Langholtsskóli, 1952 (Einar Sveinsson). I Langholtsskóla eru rúmgóðir gangar sem eru nógu stórir til að þjóna einnig sem samkomu- staðir. Veggir þeirra, sem allir stefna hægt í * SELJAVALLALAUG átt að sameiginlegum punkti, gera hvert skref sem maður fetar á leið sinni um þá sérstakt. Pallar á milli hæða bjóða upp á tilkomumikið úsýni. Útsýnið er rammað inn af gluggum sem snúa skáhallt að rýminu og draga heim- inn handan við þá fram á sérstaklega áhrifa- mikinn máta. Þessir gluggai' skerast í gegn- um hæðirnar og teygja sig inn í rýmið fyrir ofan og neðan. Þeir auka þannig bæði mikil- fengleika innra rýmisins og útsýnisins. Þessi fljótandi lóðrétta tenging færir um leið þann sem horfir út um gluggana, inn í raunveruleg hlutföll byggingarinnar. Gluggarnir veita birtu inn í rými þar sem er aðlaðandi að búa um sig og láta hugann reika við leik og upp- götvanir. Þetta er staður sem barn getur byggt líffstíl sinn á. Frá félagslegu sjónarmiði sem og frá sjón- armiði byggingarlistar bjóða þessir frekar augljósu fjársjóðir, upp á svæði sem nálgast það að vera fullkomin sem ytri umbúnaður menntunar. Það er erfitt að skilja á milli eig- inleika þessara bygginga og framtíðarmann- úðar þeirra einstkaklinga sem nota þær og út- skrifast frá þeim. Varðandi vanrækslu á byggingar- arfleifð islands Þegar ég vek athygli á þeirri reynslu sem Langholtsskóli vekur með manni er ég enn einu sinni minnt á þrálátt vandamál hér á ís- landi sem brýnt er að sinna. Eins og margar frekar óvenjulegar og menningarlega mikil- vægar byggingar er Langholtsskóli í niður- níðslu. Hann er í dapurlegu og hrörlegu ástandi. í gegnum árin hef ég fylgst með almennu áhugaleysi íslendinga á byggingararfleifð sinni. Hvort heldur þetta eru viðbrögð við hrörnunarferlinu sem slíku eða við ósnortnu eðli hönnunar bygginganna eða hreinleg fá- fræði - veit ég ekki. En þó það sé ljóst að þró- unin er að þokast í rétta átt hvað þetta varð- ar, þá er hún hraðari í einkageiranum heldur en á byggingum og svæðum í opinberri eigu. Það er því vert að benda á að á íslandi eru enn of margar mikilvægar byggingar sem ekki njóta þeirrar umönnunar og virðingar sem þær eiga skilið. Á síðustu tíu árum hefur nokkuð borið á nýjum aðferðum í utanhússklæðningu víðast hvar á íslandi og þó slíkt hafi undanfarið ver- ið á undanhaldi er vert að fjalla um það. Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á neikvæðar hliðar þessarar aðferðar. Ég er viss um að þið hafið séð hana, hugsanlega án þess að taka eftir því. Þessi hræðilega tækni snýst um það að klæða gamlar byggingar með Steni-klæðningu (eða bárujárni í sumum til- fellum) sem bera má saman við álklæðningu í Bandaríkjunum. Fölsk klæðning er notuð til að fela hrömandi ástand vanræktra bygginga eða einfaldlega til að gefa gamalli byggingu nýtt útlit. Þess í stað lítur byggingin út fyrir að vera óekta og ódýr og þeir fagurfræðilegu eiginleikar sem hún kann að hafa búið yfir eru eyðilagðir. Og þó hún líti út fyrir að vera ný um stutt skeið þá beinlínis rotnar uppruna- lega byggingin eða hrörnar enn frekar undir fölsku yfirborðinu. Klæðningin sjálf verður ósjáleg og skítug á máta sem byggingar verða annars sjaldan og það ýtir undir ljótleika sem engin bygging á Islandi hefur hingað til þurft að þola. Þessari aðferð hefur verið beitt hugs- unarlaust til að „varðveita" óteljandi bygging- ar hringinn í kringum landið og sömuleiðis á margar litlar en frábærar kirkjubyggingar í sveitum og óteljandi einkaheimili. Á Seyðis- firði er sundlaugin (eftir Guðjón Samúelsson) dapurlegt dæmi um byggingu sem búið er að hylja með álklæðningu sem nú er illa beygluð og skæld. Það felst mikil eyðilegging í því að klæða nokkra byggingu jafnvel þó hún sé ljót með efni af þessu tagi, ekki einungis á bygg- ingunni sjálfri, heldur ekki síður á tilfínning- unni fyrír staðnum umhverfís. Þegar stjórn- völd ákveða að beita slíkurh vinnubrögðum á mikilvægar opinberar byggingar má líta á það sem vanvirðingu gangvart vitund fólksins. Kostnaður er venjulega notaður sem grund- vallarröksemd. En ef þetta snýst um kostnað, þá eru gagngerar endurbætur á opinberum byggingum ódýrasta lausnin til að varðveita takmarkaða ai-fleifð ykkar og ótvíræða og ein- staka tilfinningu fyrir umhverfinu. Þó það sé nú á undanhaldi að gera hús upp með Steni- klæðningu, þá er jafnvíst að í staðinn komi álíka slæmur kostur; því svo\lengi sem M ISLENSKA BYGGINGARLIST LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. APRÍL 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.