Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 2
JAMES Lisney píanóleikari og Sigrún Eðvaidsdóttir fiðluleikari. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SPENNANDI EFNISSKRA „ÞETTA er alveg sérstaklega tær og skýr efn- isskrá, sem James á mestan heiður af að setja saman fyrir okkur,“ sagði Sigrún Eðvaldsdótt- ir fíðluleikari í samtali við Morgunblaðið um tónleika hennar og James Lisney píanóleikara í Islensku óperunni á sunnudaginn klukkan 17. A efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Debussy, Stravinsky og Busoni. Samstarf þeirra Sigrúnar og James hófst fyrir tveimur árum er þau léku saman á Englandi á kammertónleikum, en James segir upphafleg tengsl sín við íslenskt tónlistarlíf eiga sér aðrar rætur. „Eg og kona mín kennd- um tveimur íslenskum drengjum á píanó og fiðlu en þeir eru dóttursynir Arna Bjömssonar tónskálds og Björg Arnadóttir, móðir þeirra Gunnars og Haraldar, benti mér á tónlist föð- ur hennar. Ég féll fyrir tónlist hans þegar ég heyrði hana í fyrsta sinn og hef síðan hljóðrit- að nokkur píanóverka hans á geisladisk. Björg sagði mér einnig frá íslenskum fíðluleikara sem hefði hljóðritað verk Ama og hefði falleg- asta hljóm í veröldinni og það reyndist vera rétt,“ segir James. „Það fyrsta sem við lékum saman var tríó fyrir fíðlu, píanó og selló eftir César Franck,“ segir Sigrún. „James er sérstakiega snjall í að setja saman efnisskrár og er afskaplega vel að sér um tónlist. Hann er líka frábær píanóleik- ari, svo betri meðleikara er varla hægt að hugsa sér. Fyrsta verkið er Partíta no. 3 í E- dúr fyrir einleiksfíðlu eftir J.S. Bach. Þetta er líklega vinsælasta partíta Bachs, skemmtilegt verk og aðgengilegt. Síðan leikur James Estampes fyrir píanó eftir Claude Debussy. „Þetta eru þrjár tónmyndir fyrir píanó. Hin fyrsta, Pagodes, er með austurlensku yfir- bragði, hin næsta, La soiree dans Grenade, hefur yfir sér dularfullan spænskan blæ og þriðja myndin heitir Jardin soux la pluie og byggist á frönsku bamalagi. „Þetta er virtúósastykki fyrir píanóið," segir Sigrún. „Suite Italienne eftir Igor Stravinsky er einnig skemmtilegt og aðgengilegt. Þar tekur Stravinsky verk eftir barokktónskáldið Pergo- lesi og umritar fyrir fiðlu og píanó. Hann leik- ur sér með formið, barokkeinkenni leyna sér ekki en verkið hefur engu að síður á sér ný- klassískt yfirbragð og er góð blanda af barokk og nútímatónstefjum. Frábært verk fyrir fíðl- una,“ segir James. „Sónatan eftir Ferracio Busoni, ópus 36a nr. 2 í e-moll tengir skemmtilega saman verkin fyrir hlé. Verkið er skrifað í lok 19. aldar á sama tíma og Debussy semur sitt verk, þar er vitnað í Bach, innblásið af Beethoven og vísar einnig fram á við til 20. aldarinnar,“ segir James. „Þetta er óskaplega fallegt og róman- tískt verk,“ segir Sigrún. „Samt er það sjaldan leikið og ég hafði aldrei heyrt það fyrr en núna. Ég held að það hafí ekki verið leikið hér á landi áður. Það er mjög gaman að geta boðið svona ferska og spennandi efnisskrá, sérstak- lega fyrir fólkið sem hefur kannski oft heyrt mig spila áður.“ Sigrún hefur gegnt starfí konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Islands undanfarið ár en hún er ráðin í þá stöðu til tveggja ára. Ferill hennar er glæsilegur frá upphafi, hún hefur unnið til fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir fiðluleik sinn og reglulega komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Islands sem og erlendum hljómsveitum. James Lisney hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir túlkun sína á sígildum verkum og fyrir samvinnu við ýmsa þekkta tónlistarmenn. Hann hefur leikið einleik með mörgum þekktum hljómsveitum og farið í tónleikaferðir vítt um Evrópu og Bandaríkin. Túlkun Lisneys á verkum Schuberts og hljóðritanir hans á píanóverkum Tchaikovskys sem komu út í febrúar á þessu ári hafa hlotið einróma lof. Tónleikarnir á sunnudag eru samstarfsverkefni FIT og Is- lensku óperunnar. SÁ RÉTTI DÝRABÆR TELST FUNDINN í BRETLANDI London. Morgunblaðið. EFTIR heilmiklar rannsóknir telur sagn- fræðingurinn Brian Edwards sig geta sýnt fram á, að Dýrabær George Orwell sé enginn annar búgarður brezkur en Bury Farm í Hertfordshire; þar hafi uppreisn dýranna endað í veldi Félaga Napóleons og svín og maður í restina runnið svo sam- an, að önnur dýr sáu þar engan mun á. Menn hafa viljað setja Dýrabæ niður á nokkrum stöðum; m.a. Chalk Farm í Sus- sex. En heimamenn í Wallington, þar sem Orwell bjó, þegar hann skrifaði Félaga Napoleón (eins og sagan nefndist upphaf- lega á fslenzku) hafa látið sér nægja að vísa til Manor Farm sem sögusviðs Orwell. Land þess sveitabæjar Iá að verzluninni, sem Orwell rak í Wallington og Dýrabær heitir í sögunni Manor Farm, þangað til dýrin taka öll völd af Jónasi bónda. Að sögn The Daily Telegraph hefur Brian Edwards nú sýnt fram á, að aðstæður all- ar á Manor Farm stangast á við Dýrabæ skáldsögunnar, en staðhættir á Bury Farm koma heim og saman við söguna. Bury Farm er í góðu göngufæri frá verzl- un Orwell og í hans tíð Iágu stígar þar um land, sem al- menningur mátti fara um. Orwell þótti ekki mikill kaup- maður, enda hugur hans upp- tekinn við annað, og oft urðu viðskiptavinirnir að bregða sér á bak við til þess að rithöfund- urinn léti kaupmanninn lausan frá ritvélinni. En þótt mönnum þætti hann annars hugar kom á daginn, að hann hafði augun hjá sér og fylgdist grannt með nágrönnum sínum og umhverf- inu. Þangað sótti hann sínar fyrirmyndir. En að vonum telur núverandi ábúandi Bury Farm af og frá, að faðir hans hafi verið fyrirmyndin að þeim drykkfellda og skapharða bónda Jónasi! Hins vegar vill hann fyrir alla muni að Bury Farm öðlist staðfestingu sem fyrir- mynd Dýrabæjar hvað staðhættina varðar. Brian Edwards segir nú þýðingarmikið að menn komi sér saman um Bury Farm og hefjist handa við að tengja söguna sínu rétta umhverfi. Hann hefur leitað fulltingis hjá Peter Davison, prófessor, sem talinn er sérfræðinga mestur í Orwell og vann í 17 ár að 20 binda útgáfu á verk- um hans, sem kom út í fyrra. Hann segir það álit, hafa ríkt, að Dýrabær eigi sér enga stoð í raunveruleikanum, en rann- sóknir Edwards séu umfangs- miklar og vandaðar og sér blandist nú ekki hugur um að Orwell hafi haft, Bury Farm í huga við sögusvið Dýrabæjar. Og þá sé allt eins líklegt að Orwell hafi, eins og með sögu- þráðinn og sögusviðið, haft fyrirmyndir að sögupersónunum. Nýlega var gerð kvikmynd eftir Dýra- bæ og var honum þá valinn staður á ír- landi. Það hefðu menn auðvitað ekki gert, ef þeir hefðu þekkt til rannsókna Brian Edwards og niðurstöðu hans. George Orwell MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu Kristján Kristjánsson. Til 30. maí. Gallerí Smíðar og skart, Skólavörðustíg Svanhvít Magnúsdóttir. Til 11. júní. Gallerí Stöðlakot Dögg Guðmundsdóttir, hönnunarsýning. Tii 30. maí. Gallerí Sævars Karls Arngunnur Ýr. Til 18. júní. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Yfirlitssýning á verkum Magnúsar A. Arna- sonar. Til 20. júní. Hallgrímskirkja Björg Þorsteinsdóttir. Til 1. júní. Hafnarborg Sverrissalur: Guðný Hafsteinsdóttir. Til 31. maí. Aðalsalur: Margrét Jónsdóttir. Til 7. júní. Ingólfsstræti 8 Finnbogi Pétursson. Til 13. júní. Kjarvalsstaðir Vestursalur: Karel Appel. Austursalur: Verk úr eigu safnsins. Til 29. ágúst. Listasafn ASI Ásmundarsalur og Gryfja: Þorri Hringsson. Arinstofa: Svavar Guðnason. Úr eigu safns- ins. Til 30. maí. Listasafn Árnesinga Verk í eigu heimamanna og Pétur Halldórs- son. Til 30. maí. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands Yfirlitssýning á völdum sýnishornum af ís- lenskri myndlist. Sumarsýning. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg Páll S. Pálsson. Til 29. maí. Nýlistasafnið Eggert Pétursson, Kenneth G. Hay, Jyrki Siukonen Sol Lyfond, Karin Schlechter og Peter Friedl. Til 30. maí. Mokkakaffi Messíana Tómasdóttir. Til 4. júní. Safnasafnið, Svalbarðsströnd Hildur Hákonardóttir. Til 4. júní. Ragnar Bjarnason, Gunnar Árnason, Svava Skúla- dóttir, Þór Vigfússon, Óskar Beck, Handverk í Húnaþingi, 8 sýnendur. Til 29. ágúst. SPRON, Alfabakka Sigurður Örlygsson. Til 9. júlí. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýning opin kl. 13-17 daglega til 31. ág. Þjóðarbókhlaðan, anddyri Rússneskt þjóðskáld, Aleksandr Púshkín. Til 30. júní. TÓNLIST Laugardagur Grafarvogskirkja: Antonía Hevesi, píanó, Páll B. Szabó, fagott og Hlöðver Sigurðsson, ten- ór. Kl. 16. Hásalir, Safnaðarheimili Hafnarljarðar- kirkju: Kór Öldutúnsskóla. Kl. 17. Sunnudagur fslenska óperan: Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari og James Lisney, píanóleikari. Kl. 17. Mánudagur Ráðhús. Reykjavfkur: Blásarakvintett kon- unglega danska h'fvarðarins. Kl. 17. Langholtskirkja: Gradualekór Langholts- kirkju. Kl. 20. Þriðjudagur fslenska óperan: Tríó Niels-Hennings 0rsted Pedersen. Kl. 21. Föstudagur Hafnarborg: Sigríður Jónsdóttir, mezzósópr- an og Anna Snæbjömsdóttir, píanó. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Sjálfstætt fólk: Bjartur, lau. 29. maí. Föst. 4. júní. Ásta Sóllilja, lau. 29., sun. 30. maí. Abel Snorko býr einn, fim. 3. júní. Maður í mislitum sokkum, lau. 29., sun. 30. maí. Konunglegi danski ballettinn, mið. 2., fim. 3. júní. Borgarleikhúsið Sex í sveit, lau. 29. maí. Litla hryllingsbúðin, frums. fost. 4. júní. Loftkastalinn Söngleikurinn Rent, fim. 3. júní. Iðnó Hnetan, sun. 30. maí. Tjarnarbíó Svartklædda konan, sun. 30. maí. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eft- ir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bróflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/Iistir, Kringlunni 1,103 Rvík. Mynd- sendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 IESBÓK MORGUNÐLAÐSINS— MENMlNG/fclS7IR'2$úMAÍ4999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.