Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS - VILNNING LISTIR 20. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Skáldið Pushkín Þess er nú minnst að 200 ár eru liðin frá fæðingu rússneska þjóðskáldsins Alex- anders Pushkíns. Ás- laug Agnarsdóttir bókavörður segir í grein sinni um skáldið, að í heimalandi sínu megi segja að hann geti talizt hliðstæða við Jónas Hallgrímsson hjá okkur. Þessu ástsæla skáldi auðnaðist ekki langt líf fremur en Jónasi og féll hann fyrir byssukúlu í einvígi. Gagnsæi til norðurs, eða Het Transparante Noorden, er heiti á stórri hönnunarsýningu í Stejdelik- safninu í Amsterdam. Þar getur að líta nýja listhönnun frá Norðurlöndum. íslenskir hönnuðir eru að sjálfsögðu með og íslensk hönnun fékk þau ummæli að annarsvegar væri hún geggjuð en hinsvegar jarðbundin - en ekkert þar á milli. Jórunn Sigurðardóttir sá sýninguna og skrifar um hana. Jamaica í fyrri grein sinni um Jama- ica í sögu og samtíð segir Þorleifur Frið- riksson frá dap- urlegri forsögu þjóðarinnar sem segja má að hafa verið meira og minna hneppt í þrældóm frá því Kólumbus tók land á eyjunni skömmu eftir 1500 og til 1834 að þrælahald var afnumið að nafninu til. Verst var meðferðin á landsmönnum undir yfirráð- um Spánverja, en siðar tóku við ensk yfirráð. 'VStC.'- Sumarsýningu Listasafns íslands er ætlað að sýna þróun ís- lenskrar myndlistar á tuttugustu öld, frá frumherjum til þeirra sem fylgt hafa mynd- máli módernismans eftir. Mikill fjöldi lista- manna á verk á sýningunni og tilgangur hennar er ekki síst sá að gefa erlendum ferðamönnum hugmynd um íslenska mynd- list. HANNES SIGFÚSSON SKAKKUR TÍMI Hið liðna er ekki liðið Það er aðeins faröldin sem þeysir hjá í helreiðum sínum til móts við slysin Þú stendur óhultur við vegbi’ún í afskekktri sveit þegar ískur hemlanna spáh’ þér limlestingu Þú skilur bensíngufur vandlega frá iimi skógarins og eygir grænt laufíð handan við sótflug reykháfanna Grá himnan á vatninu minnir þig á lokað auga æðar sem flýtur sofandi á lygnum sjó En dauðir fískarnir sem velkjast í flæðarmálinu eiga raunar lítið skylt við vakandi silung... Þú ert eflaust vitni að undarlegri tímaskekkju eins og klukkunum hafí verið fíýtt meðan þú svafst FORSÍÐUMYNDIN Skrúður, garður séra Sigtryggs ó Núpi, hefur lengi vakið aðdóun. Aðalhlið garðsins, sem sést ó myndinni, smiðaði Torfi Hermannsson eftir forsögn Sigtryggs, en innanvert ó hliðið setti Sigtryggur texta úr Biblíunni: „Maðurinn sóir og plantar en Guð gefur ávöxtinn." Á myndinni er hópur sjálf- boðaliða og áhugamanna um endurgerð garðsins árið 1955. Sjá nánar um Skrúð í grein á bls 8. Hannes Sigfússon, 1922-1997, var eitt af atómskáldunum og kvaddi sér hljóðs 1949 með Dymbilvöku sem þótti nokkurt tímamótaverk. Hannes bjó í Noregi frá 1963 til 1988, en heim kominn bjó hann slðast á Akranesi. „AHÆTTU- ÞJÓÐFÉLAGIÐ" RABB ✓ IHEIMI félagsvísindanna hefur á undanförnum árum orðið til hugtakið áhættuþjóðfélag (risk society upp á ensku). Tveir félagsfræðingar hafa verið í fararbroddi þeirra, sem skrifa um þetta fyrirbæri, annars vegar Þjóðverjinn Ulrich Beck og hins veg- ar Anthony Giddens, rektor London School of Economics and Political Science, sem heimsótti Island í síðustu viku og hristi dálítið upp í hugskoti margra, sem á hann hlýddu. Ahættuþjóðfélagið, segja þessir fræðimenn, einkennist af því að þar leikur áhætta, eða kannski öllu heldur útreikning- ur á því hversu líklegt er að hættulegir at- burðir gerist, æ stærra hlutverk. Beck segir að annars vegar byrji áhættu- þjóðfélagið þar sem hefðin endar; á öld hnattvæðingar getum við í æ minna mæli treyst á gamlar hefðir og venjur til að vísa okkur veginn í lífinu. Þess vegna verðum við stöðugt að taka áhættu og nútímamað- urinn stendur frammi fyrir miklu fleiri og flóknari ákvörðunum en forfeður hans. Hins vegar hefst áhættuþjóðfélagið þar sem náttúran endar, í þeim skilningi að áð- ur og fyrr vorum við upptekin af því hvað náttúran gat gert okkur, í formi eldgosa, flóða, mannskaðaveðra og uppskerubrests, en í dag er hugur okkar fremur við það, sem við getum gert náttúrunni, til dæmis með því að fikta í erfðavísum dýra og plantna, dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúpinn eða beizla kjamorku, sem síðan getur sloppið úr böndunum. Giddens gerir svipaðan greinarmun á ytri áhættu, sem mönnum stafar af náttúr- unni, og tilbúinni áhættu, sem menn hafa í raun búið til sjálfir með þekkingu sinni og framþróunarstarfi. Þversögn áhættuþjóðfé- lagsins felst í því að þekkingin og þróunin, sem á að vemda okkur fyrir fyrrnefndu áhættunni, býr til þá síðarnefndu. Þessi þáttaskil urðu ekki fyrr en mjög nýlega í sögunni, segir Giddens, í mesta lagi fyrir nokkrum áratugum. Við höfum mjög stutta sögulega reynslu af því að fást við tilbúna áhættu og kunnum kannski ekki alveg með hana að fara. Giddens bendir sömuleiðis á að tilbúna áhættan sé gerólík ytri áhættu að því leyti að hún sé miklu óútreiknanlegri. Það sé fremur auðvelt að reikna út t.d. líkindin á því, þegar maður stígur inn í bíl, hversu lík- legt sé að hann lendi í umferðarslysi. Þegar um tilbúna áhættu sé að ræða, sé ómögu- legt að vita hversu mikil hún sé og oft fáum við ekki að vita það fyrr en of seint. Þannig sé nú deilt um það hvort gi-óðurhúsaáhrifin séu að hita hnöttinn að hættumörkum. Vís- indamenn færi fram rök með og á móti, en þegar við loksins fáum fullvissu um það, hver hefur rétt fyrir sér, kunni það að verða of seint. Að sögn Giddens skapa þessar aðstæður nýtt andrúmsloft í stjórnmálum, þar sem á skiptast ásakanir um hræðsluáróður annars vegar og hins vegar um að verið sé að hylma yfir skelfilegar staðreyndir eða fljóta sofandi að feigðarósi. Við þekkjum þetta úr stjómmálaumræðu á íslandi, til dæmis um gróðurhúsaáhrifm og Kyoto-bókunina. Mörgum em í fersku minni afar ólíkar ára- mótaræður forsetans og forsætisráðherr- ans um þau mál fyrir tæplega hálfu öðm ári. Sú umræða, sem er þó kannski nærtæk- ari á Islandi til að varpa ljósi á áhættuþjóð- félagið, sem við lifum í, er umræðan um stjórn fiskveiða. Þegar Islendingar sóttu sjó á opnum árabátum, var það ytri áhætta, sem augljóslega var mest áberandi - að gæftir væm litlar, að sjómenn snera ekki aftur úr róðrinum o.s.frv. Nú höfum við beitt vísindum og tækni til að byggja skip, sem standast flest veður og búa þau tækj- um sem auðvelda þeim að finna fiskinn og veiða hann með hagkvæmum hætti. Þá kemur í ljós að við höfum búið til nýja áhættu, sem er sú að við hreinlega klámm fiskinn með alltof stóra fiskiskipaflotanum okkar og sviptum okkur lifibrauðinu um leið, en það var víst ekki upphaflegi tilgang- urinn. Nú virðist hafa tekizt vonum framar að ná tökum á þessum vanda, en þó halda umræðurnar áfram af fullum krafti, þrungnar ásökunum á víxl um að alltof var- lega sé farið eða að nú sé gengið of nærri fiskistofnunum. í raun snúast þessar um- ræður um það, hversu mikla áhættu sé rétt- lætanlegt að taka og þær fara nú fram í fjölmiðlum á hverjum degi eftir að Haf- rannsóknastofnun gaf út rúðleggingar sínar um heildarafla á næsta fiskveiðiári fyrr í vikunni. Sumir segja að ævinlega beri að treysta vísindamönnum í þessu efni, en Giddens bendir á að einmitt vegna velgengni vísind- anna séu allir meira eða minna orðnir svolitlir vísindamenn sjálfir og hættir að taka ráðleggingum fræðimanna sem heilög- um sannleika, þó ekki væri nema vegna þess hversu oft vísindamenn komast að ólíkum niðurstöðum um sama viðfangsefni. Ákvarðanirnar verða með öðmm orðum ekki auðveldari vísindanna vegna, heldur flóknari ef eitthvað er. Stjórnmálamenn geta því varla öllu leng- ur hengt ákvarðanir sínar á einhverjar ákveðnar vísindalegar niðurstöður, sem þeim era þóknanlegar, heldur verða þeir að taka mið af mismunandi vísindalegu áliti. Það mættu þeir gjarnan hafa í huga, sem nú hafa pantað útlenda vísindamenn til að komast að niðurstöðu um það hvort lífríki Mývatns stafi hætta af frekara kísilgúr- námi. Sú spurning er einmitt prýðilegt dæmi um að verið er að fást við tilbúna áhættu; áframhaldandi námavinnsla getur haft afleiðingar fyrir lífríkið, sem enginn sér fyrir, ekki einu sinni útlendir vísinda- menn. Hversu mikla áhættu á þá að taka? Fleiri dæmi af þessu tagi mætti nefna. Gerð gagnagrunns á heilbrigðissviði hefur t.d. verið rökstudd með því að grunnurinn muni mjog efla erfðarannsóknir hér á landi, stuðla að því að lækning finnist við áður ólæknanlegum sjúkdómum og skapa vel launuð störf. En aðrir benda á að þetta fikt í erfðavísum, persónuupplýsingum og ætt- artölum geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar, í fyrsta lagi á einkalíf okkar og í öðm lagi á náttúruna sjálfa. Hvaða ákvörðun á þá að taka, hversu mikla áhættu? Svo enn sé vitnað í Giddens, er ekki ein- göngu hægt að beita varúðarreglunni og gera sem allra minnst. Að taka áhættu er einmitt drifkrafturinn í nútímasamfélagi og oft þurfum við að gerast dálítið djörf, styðja vísindi og framfarir fremur en kyrrstöðu og öryggi. Hins vegar getum við ekki látið eins og allt sé ævinlega í himnalagi og að aldrei sé tekin nein áhætta, en íslenzkir stjórn- málamenn hafa ákveðna tilhneigingu til slíks. Stjórnmálamenn þurfa fremur að æfa sig í að stýra þessari áhættu og þeir þurfa að gera það ekki aðeins á vettvangi þjóðrík- isins, heldur einnig í alþjóðasamstarfi því að fæst nútímafyrirbæri virða nein landa- mæri. ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. MAÍ 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.