Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 4
RÚSSNESKA ÞJÓÐSKÁLDIÐ ALEXANDER PÚSHKÍN EFTIR ÁSLAUGU AGNARSDÓTTUR Alexander Púshkín, 1799-1837, og Jónasi Hallgríms- syni hefur stundum verið jafnað saman og segja má að Púshkín njóti svipaðrar stöðu í heimalandi sínu og Jónas hérlendis. Með [ jeim var margt líkt. Báðir voru á 38. aldursári Deqar þeir létust. Það er sérkennileg tilviljun að Jónas ést á c ifmælisdegi Púshkíns, 26. maí 1845. UM ÞESSAR mundir er víða um heim haldið upp á 200 ára afmæli rússneska skáldsins Alexanders Sergejevítsj Púshkín en hann fæddist 26. maí 1799 í Moskvu. Pús- hkín er þjóðskáld Rússa og eitt merkasta skáld sinnar samtíðar. Þó að hann hafi fyrst og fremst verið Ijóðskáld fékkst hann einnig við flest önnur bók- menntaform, samdi sagnfræðirit, ritstýrði bók- menntatímariti og skrifaði gagnrýni. Höfuðverk hans er Jevgeníj Onegín, skáldsaga í bundnu máli, en eftir hann liggja auk þess sögur, leikrit og ævintýri, ijöldi bréfa og um 500 ljóð. Hann var ágætur teiknari og til eru ótal teikningar sem hann skreytti handrit sín með auk annarra mynda. Púshkín hefur haft umtalsverð áhrif á flestalla rússneska rithöfunda bæði á 19. öld og fram á þennan dag og farið var að kalla hann upphafsmann rússneskra nútímabókmennta meðan hann var enn á lífi; hafði hann áhrif á jafnólíka rithöfunda sem Dostojevskí, Tolstoj, Tsjekhov og Önnu Akhmatovu. Púshkín hefur sömuleiðis veitt mörgum rússneskum tónskáld- um innblástur og hafa meðal annars Glínka, Rímskí-Korsakov, Tsjajkovskí og Mussorgskí samið tónlist sem byggist á verkum hans. Púshkín nýtur að mörgu leyti sérstöðu með- al rússneskra skálda. Með verkum hans er talið hefjast nýtt tímabil í bókmenntasögu þjóðarinnar einkum vegna þess að honum tókst að skapa bókmenntir sem byggjast á rússneskri menningararfleifð og skrifa þær á tOgerðarlausu og stflhreinu máli. Púshkín þyk- ir hafa gjörbylt rússnesku ritmáli og skapað bókmenntastíl sem er í senn einfaldur og glæsflegur. Hann hefur meistaraleg tök á sam- spfli efnis og forms og leikur hans að hljóðum og hrynjandi hefur þótt svo snflldarlegur að mönnum hefur þótt það þess virði að læra rússnesku til þess eins að geta lesið Ijóðin á frummálinu. Alexander Púshkín hefur stundum verið líkt við Jónas Hallgrímsson og segja má að hann njóti svipaðrar stöðu í heimalandi sínu og Jónas hérlendis. Með þeim var margt líkt. Hvorugur náði háum aldri en báðir voru þeir á 38. aldursári þegar þeir létust. Það er sér- kennileg tilviljun að Jónas lést á afmælisdegi Púshkíns 26. maí 1845. Jónas og Púshkín voru hvor með sínum hætti brautryðjendur í bók- menntum sinnar þjóðar og bjuggu báðir yfir þeirri náðargáfu að geta beitt einföldu tungu- taki á ljóðrænan hátt. Rússneskar bókmennlir um aldamótin 1 800 Allt fram á daga Péturs mikla (1682-1725) var kirkjuslavneska allsráðandi sem ritmál bæði í Rússlandi og annars staðar þar sem slavneskar þjóðir bjuggu. Kirkjuslavneska var aðallega notuð til að fullnægja þörfum kirkj- unnar fyrir alls kyns trúarlegar bókmenntir en einnig sem ríkismál, það er í opinberum skjöÞ um og í vísindalegum og fræðilegum textum. í valdatíð Péturs mikla voru gerðar miklar end- urbætur á málinu. Það var þó ekki fyrr en um hálfri öld síðar að gerð var alvarleg tifraun tfl að skapa nýtt rússneskt ritmál. Árið 1755 kom út fyrsta rússneska málfræðiritið Rossíjskaja grammatíka. Höfundurinn, Míkhaíl Vasíljevítsj Lomonosov (1711-1765), var prófessor í efna- fræði við Vísindaakademíuna í St. Pétursborg og málfræðingur að auki. í riti sínu setti hann fram kenninguna um þrjár stíltegundir: hástíl, miðstíl og lágstíl. Málfræðirit Lomonosovs hafði gífurleg áhrif og gerði í raun tilurð rúss- neskra fagurbókmennta mögulega. Lomonosov orti einnig ljóð og hafði mikil áhrif á þróun bókmennta síns tíma. Hann hefur verið kallað- ur faðir rússneskra bókmennta og heitir Há- skólinn í Moskvu í höfuðið á honum en það var einmitt Púshkín sem sagði um hann: „Lomonosov var ígildi heils háskóla á þeim tíma þegar enginn háskóli var til í Rússlandi." A 18. öldinni gætti mjög vesturevrópskra áhrifa á rússneska menningu. Rússneskir rit- höfundar þekktu vel evrópskar bókmenntir, einkum franskar, en einnig enskar og þýskar. Um svipað leyti og þeir voru að þreifa sig áfram með nýtt rússneskt bókmenntamál komust þeir í kynni við strauma og stefnur í evrópskum bókmenntum. Einkum gætti áhrifa klassísisma, franskrar skynsemisstefnu sem lagði áherslu á rökvísi. Einnig var farið að bera á sentímentalisma, andstæðu klassísisma, til dæmis í sögum rithöfundarins og sagnfræð- ingsins Níkolaj Karamzín (1766-1826). Rúss- nesk Ijóðlist var nokkuð hástemmd, stirð og íhaldssöm. I upphafi 19. aldar fór fljótlega að gæta áhrifa rómantísku stefnunnar og á fyrsta ára- tugi aldarinnar stóð rússnesk ljóðlist í miklum blóma. Þessi tími hefur verið kallaður gullöld rússnesks skáldskapar og voru þá uppi mörg framúrskarandi ljóðskáld sem ortu á máli sem var mun liprara og einfaldara en áður hafði tíðkast. Þessi rússnesku gullaldarskáld áttu það fyrst og fremst sameiginlegt að ráða yfir frábærri tækni og liprum stíl. Skáldin ortu þó hvert með sínu móti og fylgdu ýmsum bók- menntastefnum, enda var mikið rætt um það hvaða leiðir skyldi fara í skáldskaparmálum og þá sér í lagi hvort segja skyldi skilið við hið hefðbundna ljóðform í anda Úassísismans. Ym- is félög voru stofnuð í þeim tilgangi að verja ákveðin sjónarmið. Þau helstu voru Félag til eflingar rússneskrar tungu og Arzamás. Það fyrrnefnda var stofnað til stuðnings klassísism- anum en Arzamás var skipað skáldum sem vfldu brjótast undan oki klassísismans og fara nýjar leiðir. Æviágrip Alexander Sergejevítsj Púshkín fæddist í Moskvu 26. maí 1799. í foðurætt var hann af gamalli virtri aðalsætt. Langafi hans í móður- ætt var Abraham Hanníbal, furstasonur frá Eþíópíu, sem hafði verið gefínn Pétri mikla á bamsaldri og komst til metorða við hirð hans. Púshkín naut ekki sérlega mikillar umhyggju foreldra sinna. Áhrifavaldar hans í æsku voru fyrst og fremst bamfóstra hans, Arína Rodí- onovna, og amma hans í móðurætt, María Alexejevna Hanníbal. Þær töluðu alltaf við hann á rússnesku og kenndu honum að meta rússneska tungu. Foreldrar hans lifðu og hrærðust í frönsku menningarumhverfi og töl- uðu frönsku á heimilinu. Það var talsverður bókmenntaáhugi í ættinni. Föðurbróðir Pús- hkíns, Vasílí Lvovítsj, var þekkt skáld og skrif- aði meðal annars skopstælingar á verkum þeirra sem skrifuðu í anda klassísismans. Á æskuheimili Púshkíns var auk þess stórt safn franskra bóka og þegar á unglingsaldri var hann orðinn vel að sér í frönskum 17. og 18. aldar bókmenntum, svo vel að hann orti fyrstu ljóð sín á frönsku. Tólf ára gamall var Púshkín settur í nýstofn- aðan menntaskóla í Tsarskoje Selo (nú Pús- hkín) í námunda við Pétursborg. Skólinn var heimavistarskóli sem hafði að markmiði að mennta aðalsmannasyni og útskrifa embættis- menn fyrir rússneska ríkið. Þar leið honum vel, hann eignaðist nána vini meðal skólafélaga ALEXANDER Púshkín, 1827. Málverk eftir O. Kíprenskí. ALEXANDER Púshkín, þrettán ára. sinna og þar bar fyrst á skáldgáfu hans. Þegar hann síðar skrifaði um æskuár sín minntist hann mun oftar á skólann en heimili sitt. Hann þótti fremur lítifl námsmaður og varði tíma sín- um frekar til ástarævintýra og skáldskapariðk- ana en lesturs skólabóka enda voru nemendur hvattir af kennurum skólans, sem margir hverjir voru skáld, til að yrkja. Mörg af ljóðum Púshkíns frá skólaárunum hafa varðveist og eru þau ort undir áhrifum klassísismans, en óvenju létt og leikandi. Fjórtán ára gamall birti hann fyrstu ljóð sín í tímaritinu Boðberi Evr- ópu (Vestník Jevropy) og þóttu þau framúr- skarandi vel ort af svo ungum manni. Áður en Púshkín yfirgaf skólann var hann jafnframt orðinn meðlimur í Arzamás, þar sem hann gekk undir nafninu Engisprettan, og var álitinn skæður keppinautur skáldanna Batjúshkovs og Zhúkovskís, en þeir voru skærustu stjömur þessara ára. Tveimur árum áður en hann út- skrifaðist var Púshkín fenginn til að semja ljóð í tilefni skólaslitanna. Sagt er að Derzhavín, sem kenndi rússneskar bókmenntir við skólann, hafi verið viðstaddur. Hann mun hafa sofnað en þegar Púshkín byrjaði að fara með Ijóð sitt til Tsarskoje Selo vaknaði hann og sagði: „Nú get ég dáið. Þama er eftirmaður minn kominn.“ Að námi loknu fékk Púshkín stöðu í utanrík- isráðuneytinu. Þar sást hann sjaldan, en hellti sér út í taumlaust skemmtanalíf St. Péturs- borgar eins og tíðkaðist meðal ungra aðals- mannasona og lifði í vellystingum svipað og hann lýsir síðar meir í fyrstu köflum Jevgení Onegín. Hann hélt áfram að yrkja og orti Ijóð af ýmsum toga, meðal annars ástarljóð og gamanljóð en einnig háðkvæði og ádeiluljóð. Aðalverk hans frá þessum ámm og jafnframt fyrsta alvarlega tilraun hans til að nota þjóð- sögulegt efni er ævintýri í ljóðaformi Rúslan og LjúdmQa (1820). Þegar Zhúkovskí las það sendi hann Púshkín áritaða mynd af sér en á henni stóð: „Tfl sigursæls nemanda frá sigruð- um kennara." Púshkín féll í ónáð vegna bylt- ingarkenndra Ijóða og keisarinn sendi hann í útlegð suður á bóginn, fyrst til Jekaterínoslav en síðar til Kíshínjov þar sem hann dvaldist tfl ársins 1823. Hann ferðaðist um Krím og Kákasus og kynntist þar verkum enska skálds- ins Byrons sem hann las og hreifst af. Byron var eitt af helstu skáldum rómantísku stefn- unnar og í ljóðum Púshkíns frá þessum árum gætir mikilla rómantískra áhrifa. Rómantíska stefnan barst til Rússlands snemma á öldinni eins og áður segir og tengdist þjóðlegri vakn- ingu eins og víðast annars staðar í Evrópu. Á þessum árum samdi Púshkín meðal annars kvæðin Fanginn í Kákasus (1821), og Gos- brunnurinn í Bakhtsjísaraj (1823). Árið 1823 var honum leyft að flytja til Odessa þar sem hann var gerður að ritara landstjórans. í Kís- hínjov hafði hann haldið áfram fyrra lífemi, drukkið ótæpilega og átt í ýmsum ástarsam- böndum. í Odessa hélt hann áfram uppteknum hætti. Ekki bætti úr skák að í þetta sinn var það eiginkona landstjórans, Jelízaveta Vorontsova, sem Púshkín leit hýru auga. Auk þess fann lögreglan háðskviðlinga sem mátti túlka sem guðlast á þeirra tíma mælikvarða. Púshkín var enn sendur í útlegð, nú á búgarð föður síns í Míkajlovskoje, nálægt Pskov í Vestur-Rússlandi, og var honum sagt að halda sig þar. Á meðan á dvölinni í Odessa stóð hafði hann reyndar einnig orðið ástfanginn af 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. MAÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.