Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 14
hinna huglausu myndu hins vegar hafna á eyðilandi handan hárra fjalla þar sem þeir yrðu sjálfir þrælar Arawaka. Kólumbus kemur austan um haf Mánudagurinn 5. maí 1494 var einhver ör- lagaríkasti dagur í sögu Jamaica. Þann dag kom Kristófer Kólumbus fyrst tO eyjarinnar og var þá í annarri ferð sinni vestur. Land- könnuðurinn og menn hans stigu á land á norð- urströnd eyjarinnar í botni flóa sem nú er kenndur við heilaga Önnu en Kólumbus vildi sjálfur kenna við heilagan mikilfengleika, (sánkti glóríu) enda þóttist hann aldrei hafa áð- ur séð svo fagra og tilkomumikla sjón eins og þetta land. Gestrisni Arawaka var viðbrugðið og þegar þar við bættist, að þeir trúðu á hvíta guðinn sem koma myndi sveipaður klæðum, sýndu þeir Spánverjum meiri gestrisni en heima- mönnum var hollt. Áður en varði höfðu gestirn- ir tekið öll völd og voru í óða önn að hneppa friðsama íbúa eyjarinnar íþrældóin. Líkt og á fyrstu árum Islandsbyggðar gátu fyrstu landnemamir helgað sér stór landsvæði til eignar, en ólíkt því sem gerðist á Fróni gátu spænskir landnemar jafnframt nýtt vinnuafl fólksins sem bjó þar fyrir. Skipulögðu þræla- haldi var komið á og afleiðingarnar urðu harm- leikur fyrir heimamenn. Þeir voru miskunnar- laust látnir vinna langt umfram getu, illa hirtir og hungraðir. Fjöldinn allur dó af meðferðinni og mörg þúsund kusu að fremja sjálfsmorð. Fullyrt er að fjöldi mæðra hafi fremur kosið að myrða böm sín en að láta þau alast upp í þræl- dómi. Auk þess munu margir Arawakar hafa látist af völdum sjúkdóma sem aðkomumenn báru með sér og þeir höfðu enga mótstöðu gegn. Aðrar ógnir sem að þeim steðjuðu voru húsdýr; svín, geitur og nautgripir, sem Spán- verjar fluttu með sér yfir hafið. Þau fjölguðu sér hömlulaust, gengu sjálfala um og tróðu nið- ur ræktarlönd Arawaka sem þekktu ekki girð- ingar. Árið 1598 var svo komið að spænska land- stjóranum þótti sýnt að frumbyggjum yrði út- rýmt ef ekki yrði gripið í taumana. Hann lagði því til að þeim yrði fengin ákveðin friðlönd þar sem þeir gætu lifað eins og þeir sjálfir kysu. Indíánar fögnuðu tillögunni en spænskir land- nemar mótmæltu henni ákaft með þeim rökum að þar með væri þeim meinað að njóta þjón- ustu indíána sem þeir töldu helgan rétt sinn. Þessi rök nægðu til þess að gera að engu til- lögu um að bjarga frumbyggjum frá útrým- ingu. Síðustu indíánarnir dóu eða voru drepnir skömmu áður en Englendingar bundu enda á yfirráð Spánverja árið 1655. Líf Spánverja sjálfra var svo sem enginn dans á rósum. Þeir voru fátækir, sem sumar heimildir vilja rekja til þeirra eigin leti. Far- sóttir gengu oft yfir og tóku sinn toll og eins hvirfilbyijir. Þrátt fyrir meinta leti, sem reynd- ar voru algeng rök manna sem vildu skýra ástæður fátæktar Islendinga um svipað leyti, er ljóst að spænskir Jamaicabúar fengust við eitt og annað. Þeir ræktuðu nautgripi og baðm- ull, ófu baðmullardúka, ráku verslun og byggðu skip svo eitthvað sé nefnt. Englendingar koma Á 17. öld vöndu sjóræningjar oft komu sína til Jamaica cig um líkt leyti og Alsíringar tóku herfang á Islandi voru heimamenn Jamaica orðnir svo hræddir við hvert það ókunna skip sem birtist við sjónarrönd að þeir tóku til fót- anna og flúðu til fjalla. Á þessum árum áttu Jamaicabúar og fslendingar það sameinginlegt að vera varnarlaust fólk sem reynslan kenndi að óttast ókunn segl á hafi. Hinn 10. maí árið 1655 birtist floti í mynni Kingstonhafnar. íbúar pökkuðu helstu nauð- synjum í skyndi og tóku til fótanna. Enn eitt ránið hafa þeir vafalaust hugsað og vonast til að sleppa. En að þessu sinni var hugur komu- manna ekki bundinn við venjulegt herfang. Hér var á ferð enskur floti, sem samanstóð af 38 skipum og átta þúsund mönnum, sem Oliver Cromvell hafði sent til þess að hefja fyrstu landvinninga Breta í vesturálfu. Herfangið átti m.ö.o. ekki að vera fólk, búslóðir og fénaður, heldur lönd. Með Madridarsáttmálanum sem undirritaður var 15 árum síðar gáfu Spánverj- ar formlega eftir öll yfhráð sín á Jamaica. Viðbrögð spænskra Jamaicabúa voru ráðvillt í fyrstu, enda bjuggust þeir eins ög áður sagði ekki við hernámi heldur rupli og ránum með þar af leiðandi drápum sem þeir höfðu kynnst svo mjög á umliðnum áratugum. Eins og enskra herramanna var von og vísa gáfu her- menn Cromvells Spánverjum tækifæri til að gefast upp með sæmd. Þann tíma notuðu margir þeirra til að safna saman verðmætustu eignum sínum og flýja yfir sundið til Kúbu. Þeir höfðu heldur ekki gefið upp alla von um að heimta aftur landið úr klóm Englendinga. Einn liður í því langtímamarkmiði var að leysa þræla úr ánauð í þeirri von að þeir myndu beita Englendinga skæruhemaði þangað til þeir hefðu sjálfir safnað saman nægum her- styrk til þess að taka eyna aftur. Leysingjarnir mynduðu samfélög í fjöllum og skógum. Þeir JAMAICA í SÖGU OG SAMTÍÐ MÁNUDAGURINN 5. maí 1494 var einhver örlagaríkasti dagur í sögu Jamaica. Þann dag kom Kristófer Kólumbus fyrst til eyjarinnar og var þá í annarri ferð sinni vestur. Áður en varði höfðu gestirnir tekið öll völd. Á myndinni sjást innfæddir færa Spánverjanum friðargjöf. ÞJÓÐ UNDIR OKI ÞRÆLAHALDS EFTIR ÞORLEIF FRIÐRIKSSON Jamaicabúar voru orðnir svo hræddir við hvert það ókunna skip sem birtist við sjónarrönd að i þeir tóku til fótanna og flí )ðu til fjalla. A þessum órum óttu Jama- icabúar og í slendi ingar þ að sameiginlegt að vera varnarlaust fólk : sem reynslan kenndi að óttast ó ikunn segl ó hal :i. 1 Þræla- hald ó Jamaica var gfnumið 1834, en séð var til þess að hlutskipti leys- ingjanna yrði jgfnvel enn verra en í þrældómnum. ÚRSKURÐI fagnað um afnám þrælahalds á Jamaica 1. ágúst 1834. sig í sessi sem alþjóðlegt orð yfir mannætur og mannát. Þrátt fyrir tíðar, langvkrandi, árásir Karíbana á friðsamar byggðir Aráwak-indíána voru aðrir sem fullkomnuðu vehk þeirra með algjörri útrýmingu. Trú Arawaka var líkt og flestra annarra indíánaþjóða fjölgyðistrú sem skýrði upphaf lífs og eðli dauða. Þeir töldu að tveir guðir væru mestir, hvor af sínu kyni. Að þessari jarðvist lokinni trúðu þeir að sálin færi til ein- hvers konar himnaríkis, sem þeir nefndu Coyaba, staðar gleði og hvíldar. Þar var hvorki hætta á fellibyljum, né farsóttum og þar leið tíminn við dýrðlegan fögnuð og dans. Karíban- ar höfðu svipaða trú. Þeir trúðu því að sál hug- aðs stríðsmanns færi til einhvers konar para- dísar, fagurrar eyju þar sem Arawak-þrælar myndu þjóna honum um aldur og eilífð. Sálir 18. gráðu norðlægrar breiddar og 77. vestlægrar lengdar er eyja, 11.400 ferkflómetrar að stærð, eða 1/9 af íslandi, - litlu stærri en Vestfjarðakjálkinn. íbúar hennar eru um tvær og hálf milljón. Um 97 prósent þeirra eru dökk á hörund; en I ótal blæbrigðum. I höfuðborginni sem er á suðurströnd eyjarinnar, býr um ein milljón og * þar er borgarstjórinn kona líkt og í Reykjavík. Talið er að Arawak-indíánar hafi komið til eyjarinnar frá Suður-Ameríku í tveimur bylgj- um. Þeirri fyrri um 650 e. Kr. og þeirri síðari á tímabilinu 850 tO 900 e.Kr. Arawakar voru brúnir á hörund, svarthærðir, breiðleitir og fremur smávaxnir en sterkbyggðir. Fjömargt úr sögu og lífsháttum Arawak- indíána, líkt‘iog margra annarra indíánaþjóða sem Evrópúrnenn gerðu sér Undirgefnar, eða útrýmdu, er 'hulið rökkri. Um Arawaka er þó vitað að þeir voru miklir gleðimenn, elskuðu að dansa, syngja, reykja, drekka og spila. Fram undir lok 15. aldar var helsta ógnin sem steðj- aði að friðsömum samfélögum þeirra, heim- sóknir Karíbana. Þessi herskái ættbálkur var frá héruðunum þar sem nú er Guiana í Suður- Ameríku. Hann herjaði grimmt á eyjamar í mynni Mexíkóflóa. Reyndar er heldur ekki mikið vitað um Karí- bana annað en að þeir voru grimmir og átu mannakjöt. Karíbanar voru enn á eyjunum þegar Spánverjar komu og leiddu af nafni þjóðar þessarar ekki aðeins orðið „Karíbahaf‘, heldur einnig orðið „cannibal", sem hefur fest 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. MAÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.