Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 15
4 GRIMMD Spánverja á Jamaica eins og annarsstaðar í Nýja Heiminum var orðlögð og upp finningasemi þeirra við pyntingar og aftökur lýsti innræti þeirra. ARAWAK-ÞJÓÐFLOKKURINN kom til Jamaica í tveimur bylgjum á árunum 650-900 frá Suð- ur-Ameríku. Þessir menn voru smáir, en knáir, byggðu sér kringlótt hús og voru gefnir fyrir dans og söng, en urðu undir þegar miklu harðskeyttari þjóðflokkur, Karíbanar sem voru mannætur, lögðu eyjuna undir sig. Eftir þeim er Karíbahaf nefnt. ■* m JAMAICA nútímans: Markaðstorg í Orcho Rios. 85° ,A 80c'> % 75° 90° Mexíkó- flói r.\ Flonda 70" 65°V A /í m Havana^.. I ~ ö ' x-.„. atla ntshaf Cayman-eyjar ,o!x i :> l"' cs rv/’'7v' Belís f / lr v>V''V;iÍ, „, , lómfrúr- Puerto eyjar Riko ’ St . * Jamaika Kingston HaitCk j n, TC V C—~dJ Dommtska l— Hondúras lýðveldið K A R í B A H A f Cuadeloupe t* Dóminíka Martiník Santi Lúsía I Níkaragva Crenada, A KostaRíka Co| Aruba l Curacao Cartagená \r'" i______________"V r /\ Caracas -1 .S, Panama 500 km á ■■ , Trinidai VENESUELA ogTobi voru kallaðir Maroonar og áttu eftir að gera Bretum marga skráveifu næstu aldir. Cromwell var vel ljóst að löndum yrði ekki haldið nema þau væru byggð enskum þegnum sem væru það af fúsum og frjálsum vilja. Með ýmsum gylliboðum var reynt að lokka breska þegna til nýlendunnar jafnframt því sem þang- að voru sendir hópar manna sem höfðu mis- jafnt orð á sér. Tilskipun var gefin út um að safna saman þúsundum írskra stúlkna og drengja og flytja til Jamaica, en óvíst er hvort það var framkvæmt. Brátt varð ljóst að þeir Evrópumenn sem voru látnir vinna í hitabeltis- loftslagi nýlendunnar þoldu það illa og því var skjótt vakin athygli á að nauðsynlegt væri að flytja inn afríska þræla. Þrælahald eykst Á næstu áratugum jókst þrælahald hvar- vetna í nýlendum Evrópumanna í Vesturheimi og með samningi sem gerður var árið 1706 varð Jamaica miðstöð þrælaverslunar til ný- lendna Spánverja vestanhafs. Englendingar fluttu m.ö.o. þræla frá Aríku til Jamaica og þaðan voru þeir síðan fluttir til nýlendna Spán- verja og að sjálfsögðu Englendinga; og efna- hagslíf fór að blómstra. En það var ekki aðeins þrælaverslun sem bætti efnahagslíf eyjar- skeggja á 18. öld, aðrir þættir athafnalífs þeirra blómstruðu líkt og raunin varð víðast hvar í Vestur-Indíum. Sykurframleiðsla varð ábatasöm, nautgriparækt og kaffiframleiðsla einnig. Sykurframleiðsla og þrælahald var svo sam- tvinnað að segja má að um hafi verið að ræða tvær hliðar á sömu mynt. Reynslan sýndi að fólk frá Afríku var best til þess fallið að þola þrælavinnu í hitabeltisloftslagi. Þetta er meg- inástæða hinnar umfangsmiklu þríhyrnings- verslunar sem varð ein helsta burðarstoðin í hagkerfí Breta á 18. öld. Þessi verslun fólst í því að vörur voru fluttar frá Bretlandi til Af- ríku. Þar var þeim skipt fyrir þræla. Þrælar voru fluttir til Vesturheims, gjaman með við- komu á Jamaica og seldir þar fyrir kaffi, sykur og romm sem var flutt til Bretlands og o.s.frv.; Evrópa, Afríka, Ameríka, Evrópa, iðnaðarvör- ur, þrælar, nýlenduvörur. Barátta gegn þrælahaldi hófst jafnskjótt og fyrsti maðurinn var hnepptur í fjötra. Þrælarn- ir sjálfir sýndu oft frelsinu hollustu sína með því að grípa til örþrifaráða. Stundum fólust þau í því að hópar gerðu vonlausa uppreisn gegn ofurefli, gengu svo að segja út í opinn dauðann. Stundum voru þau einstaklingsbundin eins og þegar mæður kusu að fyrirkoma börnum sín- um frekar en að sjá þau hneppt í fjötra um alla framtíð. Allar uppreisnir voru miskunnarlaust brotn- ar á bak aftur með öllum tiltækum ráðum. Sömu ráðum gátu stuðningsmenn þrælahalds hins vegar ekki beitt gegn frjálsum mönnum sem höfðu af einhverjum ástæðum andúð á þessu formi mannlegra samskipta. Fyrstu skipulögðu mótmælin gegn þrælahaldi komu úr röðum khkjulegra safnaða. Fylgismenn Jó- hanns Húss (móravíar) riðu á vaðið og í kjölfar þeirra fylgdu meþódistar og babtistar. Hér er sennilega að leita skýringar á hinum mikla fjölda safnaða sem blómstra á Jamaica. Meira um þá síðar. Andóf við þrælahaldi Þótt 18. öldin hafi verið blómatími þræla- verslunar og þrælahalds í Vestur-Indíum, hún sé sú öld sem afkomendur þræla á Jamaica líkt og afkomendur íslenskra kotbænda minnast sem nánast samfellds svartnættis þá má sjá þar líkt og á íslandi, ýmis teikn um breytingar til batnaðar. Tveir heimssögulegir viðburðir áttu eftir að hafa örlagarík áhrif á þrælahald á Jamaica líkt og annars staðar í hinum vest- ræna heimi. Annars vegar var um að ræða fjöldahreyfingu í Bretlandi gegn þrælahaldi og hins vegar frönsku byltinguna. Rök þeirra sem vörðu þrælahald, ef þeir á annað borð nenntu að halda uppi vömum, vora m.a. þau að án þræla væri sykurframleiðsla úr sögunni, auk þess bentu þeir gjarna á að Af- ríkumenn sjálfir hefðu þrælahald og skárra fyrir þá sem á annað borð væru hnepptir í þrældóm að lúta yfirráðum siðmenntaðra manna sem auk þess væru kristnir. Margir plantekrueigendur óttuðust að ef þrælahald yrði afnumið í einni svipan myndu þrælar yfir- gefa plantekrumar og stofna einhvers konar frumskógarsamfélög sem gætu ógnað samfé- lagi þeirra og valdið efnahagshruni. Hinn 22. júní 1772 var dómur kveðinn upp í Englandi sem kvað á um að ensk lög heimiluðu ekki þrælahald. Af dómnum leiddi að þeir þrælar sem fyrir voru þar í landi, voru frjálsir og sama gilti um hvern þann þræl sem steig fæti á enska grund. Á þeirri sömu stundu varð hann frjáls. Þetta gilti aðeins um Bretland, en ekki um nýlendurnar. í ársbyrjun 1808, heilum 36 árum eftir dóminn fræga og 21 ári eftir að ensk samtök gegn þrælahaldi höfðu verið stofnuð tóku gildi lög sem bönnuðu þrælaversl- un í nýlendum Breta. Fimm árum áður, í árs- lok 1802, höfðu frændur okkar Danir bannað þrælaverslun í nýlendum sínum í Karíbahafi, eyjunum St. Qroix, St. Thomas og St. Jan, og þar með orðið fyrstir Evrópuþjóða tíl að banna verslun með fólk. Ýmsar aðrar þjóðir leyfðu bæði þrælahald og verslun með þræla. Til dæmis var þræla- verslun ekki afnumin hjá Kúbverjum, næstu nágrönnum Jamaicamanna fyrr en 1865. Regl- an var yfirleitt sú að fyrst var verslun bönnuð og síðan sjálft þrælahaldið, en oft ekki fyrr en mörgum árum síðar. Þannig bönnuðu Banda- ríkin þrælaverslun frá 1. janúar 1809. Hins vegar var bann við þrælahaldi ekki fest í bandarísk lög fyrr en 1. janúar 1863. Þrátt fyrir að þrælaverslun væri bönnuð og þrátt fyrir að þrælahald væri ólöglegt í Bret- landi náðu lögin ekki til þrælahalds í breskum nýlendum. M.ö.o. var leyfilegt að hafa þræla en ólöglegt að kaupa þá og selja. Þeir sem andvíg- ir voru þrælahaldi litu sennilega á bann við þrælaverslun sem fyrsta skrefið. Frelsun allra þræla var hið eiginlega markmið. Það liggur eiginlega í hlutarins eðli að á meðan þræla- verslun var bönnuð en ekki þrælahald hlaut slíkt að leiða til ólöglegrar verslunar með fólk, enda horfðu margir fremur í hagnaðarvon en lagafyrirmæli. Ef tíl vill hafa þeir sem stóðu að lögunum um bann við þrælaverslun hugsað sem svo að bann myndi leiða til þess að þrælaeigendur myndu fara betur með þræla sína, til þess að njóta starfskrafta þeirra og afkomenda sem lengst. Plantekrueigendur og þrælahaldarar á Jama- ica brugðust allt öðruvísi við. Þeir sýndu þeim þvert á móti aukið harðræði í þeim tUgangi að bæla niður hverja hugmynd um frelsi. Þessi viðbrögð sýndu að þrælahald yrði tæpast afnumið nema með valdi. Sameinaða nýlendukirkjan Hinn 26. Janúar 1832 stofnuðu plantekrueig- endur vopnaðar sveitir sem þeir kölluðu Sam- einuðu nýlendukirkjuna (Kolonial Church Union). Þessar sveitir herjuðu á alla þá sem ' vildu afnema þrælahald: babtista, meþódista, söfnuði öldungakirkjunnai- og hússíta. Svarta strokuþræla drápu þær án dóms og laga. Og hver sá svarti maður sem félagsmenn nýlendu- kirkjunnar rákust á á förnum vegi gat átt á hættu að verða hengdur í næsta tré eða skot- inn. Það eina sem aðskildi félaga þessara sam- taka sem kenndu sig við kirkju Krists frá skoð- anabræðrum þeirra í Bandaríkjum Norður- Ameríku í samtökunum Ku Klux Klan (stofnuð árið 1866) var að hinir fyrrnefndu báru hvorki hvita kufla né brennandi krossa. Bann vlð þrælahaldi * Það var loks hinn 1. ágúst 1834 að samþykkt voru lög sem afnámu þrælahald á Jamaica í áfóngum. Öll börn sem ekki höfðu náð sex ára aldri voru frjáls. Að sex árum liðnum áttu allir plantekruþrælar að hafa hlotið frelsi, 1. ágúst 1840. Þeir sem voru ekki plantekruþrælar fengu frelsi tveimur árum fyrr. Fram til þess tíma að fullt frelsi fengist bar þrælum skylda til þess að vinna fyrir húsbændur sína 40 stundir og 30 mínútur á viku. Þar fyrir utan gátu þeir unnið fyrir sjálfa sig og búið sig und- ir að verða frjálsir menn. Lögin gerðu ráð fyrir ríflega 40 stunda vinnuviku en sögðu ekki til um hveraig vinnu- stundum bæri að skipta á vikudagana. Flestir þrælar vildu að vinnudagurinn yrði 9 stundir þannig að vinnu væri lokið á hádegi á fóstudög- um. Þeir hefðu þá einn og hálfan vinnudag fyr- ir sjálfa sig. Flestir plantekrubændur höfnuðu þessari ósk og létu vinna átta stundir fimm daga vikunnar. Sumir létu einnig menn sína kaupa af sér mat og matartíma með því að vinna lengur. Plantekrueigendur reyndu að bregðast við skorti á vinnuafli sem leiddi af lögunum með því að flytja inn vinnuafl m.a. frá Þýskalandi, Skotlandi og írlandi. Þessar til- raunir fóru út um þúfur þar sem flestir verka- manna ýmist dóu af harðræði, flúðu land eða leituðu sér annarra og léttari starfa í bæjum og borgum á eynni. Árin sem í hönd fóru einkenndust af miklum erfiðleikum bæði af mannavöldum og vegna náttúruhamfara. Árið 1846 voru sett lög í Englandi sem afnámu verndartolla á sykri sem olli því að á fáum árum stóðst sykur romm og kaffi frá Jamaica ekki samkeppni við vörur frá Kúbu og Brasilíu þar sem vinnuaflið var enn í ánauð. Verð á útflutningsvöru Jamaiea, sykri, hríðféll og tók með sér í fallinu fjöldann allan af bönkum, verslunarmenn og plantekrubænd- ur. Þar við bættist mikill jarðskjálfti og árið 1850 gekk yfír eyna kólerufaraldur sem lagði tugþúsundir í gröfina. Eftir verðfall á sykri leituðu bændur nýrra leiða og útflutningur á rommi, tóbaki, sítrus og kryddi eins og engifer og allrahanda aflaði nokkurra tekna. Síðar á öldinni átti hins vegar eftir að hefjast útflutningur á banönum sem varð um tíma allt að því jafn mikilvæg útflutn- ingsvara og sykur hafði verið. Um síðustu alda- mót stóð sykurframleiðsla á eyjum í Karíbahafi j| hvarvetna höllum fæti í samkeppni við þann sykur sem Evrópubúar sjálfir framleiddu af niðurgreiddum sykurrófum. Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundurinn er sagnfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. MAÍ 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.