Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 17
V ingar þess hafa gengið vel ekki síður en sýn- ingar Loftkastalans eða Leikfélags íslands. Samt hefur Hafnarfjai’ðarleikhúsið markað sér mjög skýra listræna stefnu og óumdeil- anlega notið mestra opinberra styrkja af leikhúsunum þremur. Hvernig snýr þetta við ykkur? Hallur: Eg held að þú hafir rangt fyrir þér varðandi velgengni sýninga Hafnarfjarðar- leikhússins hvað beinharða peninga varðar. Eg hrósa Hafnarfjarðarleihúsinu heilshugar íyrir að vera eina leikhúsið á íslandi sem hefur haft skýra listræna stefnu með því að einbeita sér að frumflutningi nýrra íslenskra verka. Þeir hafa staðið og „nóta bene“ líka fallið með þessari stefnu. Þótt einhver verk hafi notið ágætrar hylli er langur vegur frá því að þær sýningar hafi verið gróðafyrir- tæki. Ef að Hafnarfjarðarleikhúsinu væri gert að standa undir sýningum sínum án alls opinbers stuðnings myndi það ekki geta það. Hilmar: Það verður auðvitað að taka tillit til þess að salur Hafnarfjarðarleikhússins er mun minni en Loftkastalans eða Iðnó. Við hefðum væntanlega komið betur út fjárhags- lega með sumar sýningar okkar ef við hefð- um haft fleiri sæti til að selja. En ríkisstyrk- urinn sem við höfum er auðvitað forsendan fyrir þeirri listrænu stefnu sem við erum þekktust fyrir. Við teljum það líka skyldu okkar að nýta þessa peninga til að búa til ný verk en ekki taka til sýninga þrautreynd er- lend leikrit. Hallur: Hafnarfjarðarleikhúsið er að frumskapa ný íslensk leikverk. I Loftkastal- anum höfum við í sumum tilfellum tekið upp þrautreynd amerísk leikrit til að gleðja áhorfendur. Hilniar: Það er samt engin örugg ávísun á aðsókn. Hinn listræni gjömingur ræður alltaf úrslitum. Hver sem er getur opnað pitsustað. En til að selja þær þarftu að búa til góðar pitsur, nota gott hráefni og gefa ins í sterkri sýningu og þessu fylgdi Þjóð- leikhúsið fast eftir með því að slá þeim upp hjá sér. Blm.: Hvaða sýningar áttu við? Hallur: Fjögur hjörtu í Loftkastalanum og síðan Mann ímislitum sokkum í Þjóðleikhús- inu. Blm.: A undan Fjórum hjörtum voru eldri leikarar Þjóðleikhússins í öllum hlutverkum í sýningunni á Kirkjugarðsklúbbnum. Áður höfðu eldri leikaramir skipað helstu hlut- verk í verkinu Himneskt er að lifa. Þið tókuð til handargagns leikritið A sama tíma að ári sem slegið hafði aðsóknarmet í Þjóðleikhús- inu fyrir nærri þrjátíu áram. Mýs og menn naut mikilla vinsælda hjá Leikfélagi Reykja- víkur fyrir rúmum fjöratíu áram. Er ekki álitamál hver fetar í fótspor hvers? Magnús: Það er ekki eins og þið hafið fundið upp hjólið. Hallur: Nei, en við föram skammlaust í fótspor annarra og þykjumst þá ekki vera að gera neitt annað. Hinir era kannski feimnari við að viðurkenna það þegar þeir feta í okkar fótspor. Blm.: Magnús, hvar viltu staðsetja Leikfé- lag íslands? Magnús: Markmið okkar er að bjóða upp á vandaða og fjölbreytta verkefnaskrá - eitt- hvað fyrir alla. Dagskráin byggist upp á bamasýningum, gamanleikjum, dramatísk- um leikritum, íslenskum og erlendum verk- um, spunasýningum og hádegisleiksýning- um. Þetta ber vissan keim af því sem stóra leikhúsin era að gera og að vissu leyti er Loftkastalinn að gera það sama. Á hinn bóg- inn eram við með minni sal en Loftkastalinn og stöndum því nær Hafnarfjarðarleikhúsinu rekstrarlega séð. Þá höfum við skapað okkur sérstöðu að ýmsu leyti. Blm.: Spunasýningamar ykkar hafa vakið athygli. Leikhússportið er nýjung í leikhús- lífinu. kokknum þann tíma sem hann þarf til að elda þær. Hallur: Gaman að heyra Hilmar segja þetta. Okkar rekstur snýst um þetta. Við er- um að reyna að gera leikhús aðgengilegt fyr- ir alla alþýðu manna. Það hefur okkur tekist í fimm ár samfleytt. Blm.: Er listræn stefna Loftkastalans fólgin í þessum orðum? Hallur: Það væri óvarlegt að segja það. Við höfum búið til blöndu af leiksýningum, íslenskum og erlendum, nýjum og eldri verk- um, dramatískum leikritum, gamanleikjum og söngleikjum, sýningar sem eiga það allar sameiginlegt að vera settar á svið til að fá stóra hópa fólks til að koma og sjá þær. Hilmar: Hver gerir það ekki? Hvað held- urðu að Magnús og ég séum að gera? Blm.: Mætti ekki segja um þessa stefnu sem þú setur fram að hún sé nánast sam- hljóða stefnu Þjóðleikhússins og Borgarleik- hússins en framkvæmd af rneiri vanefnum? Hallur: Hvað áttu við með vanefnum? Blm.: Einfaldlega þá staðreynd að Þjóð- leikhúsið og Borgarleikhúsið hafa úr talsvert meiri peningum að spila við framkvæmd sinnar listrænu stefnu. Hallur: Þá er spumingin hvort að við höf- um ekki bara náð upp miklu meiri hagræð- ingu en leikhúsin tvö sem þú nefnir? Ef litið er til baka yfir síðustu fimm ár verður heldur ekki annað séð en þessi tvö stóra leikhús hafi fetað í fótspor Loftkastalans t.a.m. með söngleikjauppfærslum að sumarlagi. Annað dæmi um framkvæði Loftkastalans er þegar við slógum upp eldri stjörnum Þjóðleikhúss- Magnús: „Markaðssetning leiksýninga er ekkert töfra- orðfyrir gangþeirra. Eg trúiþví að markaðssetning flýti einfaldlega fyrir um- tali. A okkar litla markaði eru leiksýningar mjögfljótar að spyrjast út ogþað sem stýrir umtalinu er frásögn þeirra sem hafa séð sýning- arnar. Markaðssetningin hraðarþessu umtali. “ Magnús: Já, meðal þeirra nýjunga sem við höfum bryddað upp á er Leikhússportið, sem er kraftmikið og spennandi leikhúsform sem notið hefur mikilla vinsælda. Það má segja að þama sé leikhúsið í sínu einfaldasta formi, áhorfendur og leikarar mætast á jafnréttis- grandvelli og galdurinn gerist fyrir augum áhorfenda og með virkri þátttöku þeirra. Sýningamar Hnetan og Þjónn í súpunni era angar af þessu. Önnur nýjung í okkar starfi er hádegisleikhúsið. Þar eram við að róa á ný mið og þarna er skemmtilegur vettvangur fyrir styttri leikrit og einþáttunga. Það hefur einnig mælst mjög vel fyrir og mun halda áfram í Iðnó_. Hilmar: Ég held að við þurfum ekki að eyða orku í að réttlæta tilvist þessara þriggja leikhúsa. Þau hafa öll, hvert á sinn hátt, sannað tilverurétt sinn og notið vel- gengni. Verk þeirra tala sínu máli. Ég vil taka undir með Halli að Flugfélagið Loftur hafi brotið blað með sýning- unni á söng- leiknum Hárinu. Markaðssetning þeirrar sýningar var sprengja inn í íslenskt leikhúslíf. Engum hafði dottið í hug að auglýsa leiksýningu með heilsíðu í Morgunblaðinu. Nú era auglýsing- ar um leiksýningar úti um allt. Með þessari sýningu kom ný tegund af fólki inn í íslenskt leikhús. Fólk með viðskiptavit. Menn sem kunnu að selja. Og við höfum öll notið góðs af þessu. Leiklistin hefur náð þeim sessi að verða eitt af fjóram vinsælustu afþreyingar- formunum í samfélaginu. Hin þrjú era kvik- myndahús, myndbönd og sjónvarp. Kvik- myndir hafa aldrei verið vinsælli. Mynd- bandaleigurnar hafa aldrei verið stærri og samt heldur leikhúsið sínum hlut. Magnús: Leiklistin er orðin miklu sjáan- legri en áður. Og nýju leikhúsin hafa stækk- að áhorfendahópinn. Unga fólkið velur að fara í leikhús í stað þess að fara í bíó. Af þeim tölum sem ég hef séð frá stóra leikhús- unum virðist aukin aðsókn hjá nýju leikhús- unum ekki hafa tekið frá þeim áhorfendur, heldur bætt við heildartöluna. Og það er þar sem við eigum að taka höndum saman - að vinna að því að fleiri fari í leikhús. Hallur: Það er nú ekki lengra síðan en tíu ár að það þótti óviðeigandi að leikhúsin aug- lýstu í sjónvarpi. Það þótti listrænt niður- lægjandi. Þetta snýst um listræna rembu sem gerir hrokafullan greinarmun á há- menningu og lágmenningu. Það má samt ekki skilja orð mín svo að ég sé talsmaður þess að ofurselja listræna starfsemi auglýs- ingaskrami. Hilmar: Hinn endanlegi dómur hlýtur alltaf að liggja hjá áhorfandanum af því ég er þess fullviss að það þýðir ekkert fyrir okkur að bjóða áhorfendum lélega vöra. Ef við ætl- um að hafa eitthvað útúr þessu, listræna full- nægju eða fjárhagslegan gróða, verðum við bara að andskotast til að gera þetta vel. Magnús: Markaðssetning leiksýninga er ekkert töfraorð fyrir gang þeirra. Ég trúi því að markaðssetning flýti einfaldlega fyrir um- tali. Á okkar litla markaði era leiksýningar mjög fljótar að spyrjast út og það sem stýrir umtalinu er frásögn þeirra sem hafa séð sýn- ingamar. Markaðssetningin hraðar þessu umtali. Hún getur því virkað í báðar áttir, annaðhvort ýtt undir aðsókn eða flýtt fyrir fallinu. Það er svo einfalt. Það jákvæða er að aðsóknin stendur og fellur með því hvemig áhorfendum hefur líkað sýningin. Hallur: Ég er þeirrar skoðunar að mark- aðurinn finni alltaf jafnvægispunktinn af sjálfsdáðum. Ef öll leikhúsin í Reykjavík sýndu ekkert nema farsa og útþynnta skemmtun í fimm ár, kæmi á endanum fram leikhús sem byði upp á eitthvað magnaðra, meira og dýpra. Fólkið yrði orðið þyrst í það. Ég vil treysta leikhúsgestinum fyrir þessu. Blm.: Má draga þá ályktun af orðum þín- um að opinberir styrkir séu þar með óþarfir? Hallur: Nei, vegna þess að það verður alltaf að leggja fé í hið óræða. Veita svigrúm fyrir Ustræna áhættu. Það tel ég að Þjóðleik- húsið hafi gert - og þar með staðið undir skyldu sinni - til dæmis með sýningunni á Sjálfstæðu fólki í vetur. Með sömu rökum finnst mér það varla vera hlutverk stóra leikhúsanna að setja upp söngleiki á borð við Grease til dæmis. Blm.: Telurðu það ykkar hlutverk að sjá um slíkar sýningar? Hallur: Já, það er orðið það. Blm.: Hvað segið þið um þetta, Hilmar og Magnús? Magnús: Ég tek undir þetta að nokkra leyti, við höfum tekið ákveðnar skyldur af herðum stofnanaleikhúsanna. Það era komn- ir nýir aðilar sem sjá almenningi fyrir hluta ^ þess sem hann þyrstir í. Leikfélag íslands setti til dæmis upp söngleikinn Stonefree í Borgarleikhúsinu á sínum tíma og við vildum gjaman gera meira af slíku. Hilmar: Þetta er skelfileg hugmynd. Á þá að ritskoða verkefnaval leikhúsanna. Hvar á að draga mörkin? Við til- tekið ártal, kannski? Mættu þá leikhús sem njóta opinberra styrkja ekki setja upp söngleiki sem samdir vora fyrir 1970? Eða á að setja vinsælda- mælikvarða á verk- in? Öll leikrit sem notið hafa meiri að- sóknar en X má ekki sviðsetja í rík- is- eða borgarleik- húsum. Það er heldur engin trygging fyrir aðsókn í dag þótt verk hafi notið vinsælda áður. Þetta er auðvitað fáránlegt. Blm.: Er umræðan ekki á nokkram villi- götum þegar markaðsleikhús er skilgreint eftir fyrrverandi eða væntanlegum vinsæld- um sýninga? Er markaðsleikhús ekki rekstr- ai-formið sem þið Magnús og Hallur búið við? Að verða að treysta algjörlega á aðsókn , og taka þar með fjárhagslega áhættu í hvert sinn sem þið setjið upp leiksýningu? Magnús: Ég get skrifað undir þetta. Hilmar: Hallur og hans leikhús hafa verið svo heppin að fá fræga leikara úr Þjóðleik- húsinu til liðs við sig í sýningar. Það era nefnilega ekki bara leikritin sem trekkja, heldur líka leikararnir. En í hverju lendir Hallur fyrir vikið? Hann getur ekki sýnt nema á miðvikudagskvöldum og sunnudags- kvöldum vegna þess að leikararnir era upp- teknir í Þjóðleikhúsinu bestu sýningarkvöld vikunnar. í Hafnarfjarðarleikhúsinu tókum • við strax í upphafi þá stefnu að ráða einungis leikara sem vora tilbúnir að helga okkar leik- húsi krafta sína óskiptir. Við vildum ekki lenda í sömu stöðu og Loftkastalinn hefur lent í með sína leikara. Hallur: Það er alveg rétt að við höfum lent í vandræðum útaf þessu. Ég held að það sé mjög varhugavert að ræða um rekstur sjálf- stæðu leikhúsanna eins og þau séu gróðafyr- irtæki. Það er fjarri öllum sanni. Það er t.d. alveg ljóst að ef að við Loftkastalamenn hefðum eingöngu ætlað okkur að græða pen- inga hefðum við snúið okkur að einhverju öðra en leikhúsrekstri. Hilmar: Mér finnst ekkert skammarlegt að græða á listastarfsemi. Síður en svo. Þeir sem geta það eiga aðdáun mína óskipta. Og peningaveltan í leiklistinni er auðvitað um- < talsverð. Vissuð þið það að breskt leikhúslíf veltir hærri fjárhæðum árlega en enski fót- boltinn? Það er ótrúlegt en satt. Blm.: Er markmið ykkar Magnúsar og Halls að sanna ykkur á þann hátt að hið op- inbera veiti ykkur myndarlega styrki? Eða erað þið að gera núna það sem hugur ykkar stóð alltaf til? Magnús: Mér finnst eðlilegt að forminu á stuðningi við leikhúsin sé breytt og sjálfs- bjargarviðleitnin sé virt. Þeim sem hafa sannað sig með fjölbreyttum og vel heppnuð- um sýningum á að vera hjálpað til uppsetn- inga á verkum þar sem hægt er að taka meiri listræna áhættu og geta ekki farið upp án einhverra styrkja. Þetta hefur reyndar aðeins verið að breytast í þessa átt undanfar- ið eins og úthlutun Leiklistarráðs nú fyrr í vetur bar merki um. Þar fengu bæði Leikfé- lag íslands og Loftkastalinn styrki. Þetta finnst mér bæði virðingarvert og eðlilegt. Hér áður fyrr var engu líkara en mönnum væri refsað fyrir að hafa getað staðið á eigin fótum og litið svo á að fyrst þeim hefði tekist það hingað til án stuðnings væri engin ástæða til að breyta því. Markmið okkar er náttúrlega alltaf fyrst og síðast að setja upp góðar leiksýningar, en við þurfum einnig að lifa af fjárhagslega, allt okkar er að veði. Hallur: Styrkir breyta vissulega verkefna- vali leikhússins. Með enga styrki er aldrei hægt að fara útfyrir öraggustu mörkin en V markmiðið er í sjálfu sér ekki annað en láta leikhúsið okkar ganga, sjá eitthvað fallegt vaxa af viðleitni okkar. Blm.: Hér sláum við botninn í samtalið, þakka ykkur fyrir spjallið. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. MAÍ 1999 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.