Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Qupperneq 9
pöntuðum við (kona mín, sem nú
var að mestu tekin við umsjón
reitsins) 20 plöntur af greni, ca
40 cm háar.“
Hróður garðsins fer víða og er
hans getið og víða vitnað til hans
í rituðu máli á fyrstu tugum ald-
arinnar og fram yfír miðja öld-
ina. A sumrum komu hundruð
manna til þess að berja garðinn
augum og voru þá oftar en ekki
teknar ljósmyndir af hópum og
einstaklingum. Synir þeirra
hjóna höfðu m.a. það hlutverk að
vera „gosstjórar" þ.e.a.s., stjórna
gosbrunninum sem var eitt af
undrum garðsins.
Fyrir störf sín í Skrúði var
Sigtryggur gerður að heiðursfé-
laga Garðyrkjufélags Islands ár-
ið 1932 og kona hans Hjaltlína
árið 1948.
Á þessum velmektarárum
garðsins yrkir skáldið Guðmund-
ur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli
í Bjarnadal fallegt ljóð, sem lýsir
í hnotskurn ræktunarstai-finu og
hughrifum hans.
Skrúður
Viljir þú vestur í fjörðum
vita hvar ræktun er prúð,
leggðu þá leið þína að Núpi
líttu sem snöggvast í Skrúð.
Skrúður er brosandi blettur
blasir hann auganu við,
gnúpurinn brattur að baki,
brekkurnar grýttar við hlið.
Skrúður er er ræktaður reitur,
rósirnar eiga þarjörð,
ríkur í beinvöxnum röðum
Reynh-inn heldur þar vörð.
Kom þú og gakk inn í garðinn
gróðurinn fagra að sjá,
erlendar una þarjurtir
íslensku systrunum hjá.
stofnaður til þess að vera lystigarður þótt
nafnið bendi máske til þess. Hann átti að
miðast við skólann, sem okkur bræðrum lék
hugur á að koma á fót, hjálpa við grasafræði,
sýna hvað gróið gæti í íslenskri mold jafnvel
á hrjóstugum stöðum og hvetja nemendur til
að hagnýta sér það. Þess vegna skyldi hér
ekki aðeins lögð stund á trjágróður, heldur
iíka jurtarækt, einkum prýðijurtir og ekki
síður matjurta- þær reyndar aðalatriðið".
Sigtryggur hafði þetta ekki bara að mark-
miði heldur hratt hann þessari hugmynd í
framkvæmd.
„Ég bauð hverjum nemendanna, sem vildi
að loknu námi að gróðursetja trjáplöntur í
reitnum, er honum síðan skyldi eignuð og
hann mætti hlynna að, eftir því sem ástæður
leyfðu.
Skyldu nemendur að vorinu, þegar ég
hefði plönturnar til og undirbúinn stað fyrir
þær, koma saman tiltekinn dag, hverjum
veljast planta og ból íyrír hana eftir hvers
eigin hlutkestisdrætti. Síðan skyldi hann
gróðursetja hana og ég hafa eða sjá fyrír
umsjón með verkinu. Þetta bar þann árang-
ur að nemendur eignuðust á þennan hátt 50
reyniplöntur".
Enn þann dag í dag er hægt að ganga að
hverri einustu plöntu með nafni gróðursetj-
anda, þökk sé dagbók Sigtryggs. Þegar frá
leið, m.a. með breyttri skólaskipan urðu
áherslurnar aðrar og Skrúður hafði þá ekki
beina tengingu við skólastarfíð sem upphaf-
lega var hugsunin.
Á uppbyggingaráram garðsins nýtur Sig-
tryggur aðstoðar margra sveitunga sinna
enda var í mörgu að snúast. Þeir bræður
stofna Núpsskóla og þar er Sigtryggur
skólastjóri frá fyrstu tíð og leiðir skólastafíð
með lýðskólastefnu að fyrirmynd. Hin hefð-
bundnu preststörf og skyldur, á trúarlegum
grunni, rækir hann af ríkum vilja. Á þessum
árum kynnist hann Hjaltlínu Guðjónsdóttur
og þrátt fyrir töluverðan aldursmun (28 ár)
fella þau hugi saman og giftast árið 1918.
Hjaltlína hafði fengið kennslu í garðyrkju
hjá Einari Helgasyni í Reykjavík og má
segja að sá dansk-klassíski lærdómur hafí
skilað sér og orðið starfinu í Skrúði til fram-
dráttar. Hjaltlína reyndist vera afburða
garðyrkjumaður og hafði tileinkað sér bæði
vandvirkni og öguð vinnubrögð sem báru
ríkulegan ávöxt. Þegar Sigtryggur fer að
reskjast tekur kona hans æ meiri þátt í
starfinu í Skrúði.
Sigtryggur segir sjálfur svo frá í Garð-
yrkjuritinu 1950: „Snemma vetrar 1935-6
Þú sem ert fæddur við fjöllin,
fögur en hrjóstrug og grá,
skoðaðu Skrúð og þú kynnist
skapandi ræktunarþrá.
Skrúður er brosandi blettur,
- blettur sem vert er að sjá,
sýnir hve mild er og máttug
moldin sem landið þitt á.
Margir gestir Skrúðs hafa áreiðanlega
fundið samsvörun í þessum ljóðlínum skálds-
ins frá Kirkjubóli.
Sigtryggur segir í lok dagbókar sinnar um
Skrúð:
„Framanskrifuð blöð bókar þessarar,
einkum hin síðustu, sýna ótvírætt ellimörk
og hrörnan - bráðum uppgjöf nokkurra
stuðnings krafta umrædds gróðrarstarfs.
Ætti það að vera ímynd og sönnun þess að
framkvæmd áðurnefndar hugsjónar sé nú að
þrotum komin? Æ, nei því eiga eftirfarandi
rituð blöð skýrt að mótmæla - sýna og sanna
með útliti og orðum endurnýjaða kraftana í
þjónustu Skrúðs - endurnýjandi og viðbæt-
andi fegurð hans og gildi - sæmandi þáttur
sannrar skólamenntunar á fornfrægu höfuð-
bóli.
Ég hverf bráðum af sjónarsviði en finnst
þeim sem eftir dvelja nokkurs vert um komu
mína þangað þá minnast þeir hennar á mér
kærastan hátt með varðveislu og aukning
gróðurs og náttúruminja í Skrúð, að hann
beri nafn með rentu í fleiri og fleirí 40 ár og
sanni það að Maðurínn sáir og plantar og
Guð gefur ávöxtinn.
Ég kæri mig eigi um meitlaðan stein á
gröf mína en þakka innilega þeim er sýna í
Skrúð fagra griður náttúrvnnar á áður
hrjóstrugum stað. Látið bók þessa skýra frá
þvíhér á eftir og að Iokum.“
Sigtryggur lést í hárri elli 97 ára hinn 3.
ágúst 1959 og hvílir á Sæbóli á Ingjaldssandi
ásamt konu sinni, Hjaltlínu M. Guðjónsdótt-
ur, sem var hans styrkasta stoð, en hún lést
30. janúar árið 1981.
Heimildir:
Ársskýrsla Ræktunarfélags Norðurlands 1904
Ársskýrsla Ræktunarfélags Norðurlands 1905
Garðyrkjuritið 1950: Skrúðgarðapistlar s. 36
Garðyrkuritið 1985: Félagsmenn s. 124
Skrúður, Dagbók Sigtryggs Guðlaugssonar 1909-1949
(ljósrit).
Sigtryggur Guðlaugsson - Aldarminning. Höf. Halldór
Kristjánsson Rvk. 1964
Sólstafir. Ljóðabók Guðmundar Inga Kristjánssonar frá
Kirkjubóli.
Höfundurinn er framkvæmdastjóri
hjó Skógræktarfélagi (slands.
SVEINBJÖRN ÞQRKELSSON
TVÖÞÚSUND VANDINN
OG VONDAR
BÍÓMYNDIR
(NYTSAMUR SAKLEYSINGI AUGLÝSIR EFTIR SKÓNUM SÍNUM)
Á ævi minni, hér vestur í heimi, hef ég
séð of margar lélegar bíómyndir
og á minni ævi íausturvegi, einnig þar
hef ég séð margar margar lélegar
bíómyndir
og allar bækurnar sem ég hef lesið á
minni miðlungs ævi -
Og ég tók boginn sjóndeildarhringinn
höndum tveim, skáldaði dálítið í
skörðin
og rak’ann svona sjáiði, eins og reið-
hjólagjörð upp bröttubrekkurnar allar
og aftur upp aftur og sjóndeildarhring-
urínn skoppandi undir prikinu,
út á heimsenda eftir þorpsgötunni
miðrí.
Ó, já já, ég skapaði í huga mínum
hreina snilld
við lestur lélegra bókal
Þér trúlausirl
Sjáið hugmyndirnar, framkvæmda-
gleðina, bitra ávexti hugmyndasukks-
ins!
Komið og sjáið:
1914,1917,1918, Verdun, Péturs-
borg/Leníngrad, Gallipoli - Þýskaland
janúar 1933, Nótt hinna löngu hnífa og
Kristalnótt, Sovétríkin, Síbería eyja-
klasi Gulag, Spánn Guernica, 1939,
London-Varsjá-Stalíngrad-Dresden-
Berlín-Auschwitz-Birkenau, Sovét
eyjaklasi Gulag og Hirosíma, Víetnam-
Kambodía-Chúe-Gvatemala-Afganist-
an, Sovét eyjaklasi Gulag og íran-
Írak-Kúveit - fyllið í eyðunnar eftir
eigin sjóndeildarhring. NEI, út fyrir
hringinn, brjótið hann! Fyllið eyðurnar
blóði: ...Sómala, Líberíumanna, Rú-
anda-Hútúa-Tútsa, Bosníu múslíma-
Serba-Króata og Kosovo-AIbana-
Serba...
Ár til stefnu að skrá sig á slátur-
spjöldin aldarinnar.
Og hvar er Vinafélag Islands
og Albaníu... jaa
Vinafélag íslands ogAlþýðu-
lýðveldisins Kína lifir.
Það lifí! í skúffu hjá miðaldra
karlmanni í Iteykjavík.
Austrið er rautt, þó Reykjavíkin sé
ekkert blá lengur,
nema himininn yfír, stundum, og
kallast lýðræði.
En Austrið er rautt.
Mikið var gaman að líta ljóðin hans
Maó í Ráðhúsinu hérna - nei!
Tölum ekki tæpitungu.
Hvers mega sín tvö þúsund ljóðavers í
móti tveim milljónum?
Það eru dauðir landeigendur.
Hvaða eilífu snilld, víðfeðmi í táknmáli,
hversu smágerða fegurð
þarf að setja í eitt ljóð, til að vega salt
á móti þessum fímmtán milljónum
smábænda
sem þú drapst í einu Stóru stökki?
Maó! Maó! Þessum smávinum varst þú
enn ein hungurvofan,
þeir bara þekktu þig ekki, ekki strax.
Tölum ekki tæpitungu, við höfum ekki
gleymt Tíbet,
samviskuföngum-pólitískum fóngum-
frelsisvinum.
Við strikum yfír Kínversk íslensku
verslunarnefndina,
Suðurlandsbraut 22,108 Reykjavík og
verslun yfírleitt. Blóðpeningar!
Og ég spyr þig Félagi varðliði; varst
þú tuttugu árum seinna
liðsforíngi Rauða Alþýðuhersins á
Torginu (hins himneska friðar).
Eða barnið þitt stúdent?
Ég veit að Himininn er opinn,
kvalarópin stíga upp.
Guð hlýtur að brosa ígegnum tárin,
hann skilur allra best íroníu
mannanna.
Segi eins og er að á minni ævi hér
fyrir vestan læk
hef ég lesið of margar lélegar bíó-
myndir og austur á fjörðum einnig.
Og alltof margar lélegar bækur hef ég
séð út um allt.
„Þegar bókabrennur hefjast líður ekki
á löngu
þar til farið verður að brenna fólk,“
sagði kallinn Heinrích Heine.
Og ég er að læra. Lesa og lesa betur
til glöggvunar og hugrekkis.
Eða, hef ég misskilið lífíð?
Og syndir mannana frá upphafi,
get ekki borið þær á veikbyggðum
herðum mínum,
hún nægir mér Vígúlfaöldin númer
eitt,
hinn einasti og sanni tvöþúsundvandi!
(Og tvöþúsundvandinn hvað?)
Höfum við ekki nægilega mai-ga
tæknimenn?
Tölvumenn? Vantar fleiri innstungur?
Vandinn er svona einfaldur skammtur
af samviskuvanda.
20. öldin gerði barasta ekkert ráð fyrir
21. öldinni.
Það vantar dagsetninguna!
Guð minn almáttugur! Og öll þessi
börn komin í heiminn!
Haldiði okkur verði fyrirgefíð að drepa
ekki alla,
sérstaklega þegar Guðdómur dagsins í
kísilflögunni fer að hiksta?
Við höfðum þó Sprengjuna!
...Vantar dagsetninguna, enginn gerði
ráð fyrir lífí.
Falleinkunn 20. aldarinnar.
Guð sagður dauður
og ekki var það loftsteinn eða drepsótt,
varla nokkur kirkja eða trúfélag að
pynta, drepa trúvillinga.
Nei, aðeins maðurinn - sjálfur -ég-á
eigin ábyrgð!
Sífellt meira ein-manna-maður.
í raun og sannleik held ég að Guð hafí
aðeins örsjaldan
brosað ígegnum tárin.
Ég á erfítt með að fínna skóna mína,
held bara að ég hafí verið illa skóaður
mestan part aldarínnar.
Hefur nokkur séð skóna mína?
Höfundurinn er skóld og framreiðslumaður [
Hveragerði og hefur gefið út fjórar Ijóðobækur.
Hann tileinkar Ijóðið því unga fólki sem var við
nóm í Skógaskóla síðastliðinn vetur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. MAÍ1999 9