Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 8
SKRUÐUR MAÐURINN SÁIR OG PLANTAR EN GUÐ GEFUR ÁVÖXTINN EFTIR BRYNJÓLF JÓNSSON Skrúður Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi í Dýrafirði er án efa einn þekktasti skrúðgarður landsins. Hugmyndir sótti Sigtryggur hugsanlega í hallargarða í Danmörku og Sví Djóð, en segir samt svo í Garðyrkjuritinu 1950: //Ég te c það fram að reitur Dessi var ekki stofnaður til Dess ac S vera lystigarður þótt nafnið bendi máske til þess. Hann átti að miðast við skólann, sem okkur bræðrum lék hugur á að koma á fót, hjálpa við grasa- fræði7 sýna hvað gróið gæti í íslenskri mold jafnvel á hrjóstrugum stöðum.,/7 ÁNUDAGSKVÖLDIÐ 18. Júní 1905 lagði Vestra frá bryggju á Akureyri áleiðis vest- ur um land. Meðferðis vestur voru tvö olíuföt, kista og kassi. Auk þess kassi með blóm- um ogmoldarhnausum oghesturinn Gráni.“ Það er Sigtryggur Guðlaugsson, ungur prestur frá Þóroddsstað í Köldukinn, sem svo lýsir för sinni vestur í Dýrafjörð með búslóð og hafurtask. Ungi presturinn hefur kvatt Þóroddsstaði fyrir fullt og allt. Ferð- inni er heitið að Núpi þar sem nýtt starf bíð- ur hans. Við fyrstu sýn er fátt annað að dæma af þessari fátæklegu lýsingu en hér sé á ferð venjulegur ferðalangur með aleiguna og hinn veraldlega auð í einni kistu eins og þá tíðkaðist. Gráni varð auðvitað að fyigja enda ætlað það hlutverk að koma unga prestinum til kirkju í nýju sókninni, inn að Mýrum og yfir á Ingjaldssand í Önundarfirði. Kassi með blómum og moldarhnausum er hins vegar allóvenjulegt á þessum tíma. Skyldi engan undra að það hafi jafnvel vakið kátínu sam- ferðamanna eða gefið tilefni til umtals sveit- unganna í Mýrarhreppi þegar þangað var komið. En ef til vill hvorugt og frekar að annað hafi ráðið forvitni eða meðaumkun þegar örlög prestsins eru höfð í huga. Þrem árum áður hafði hann misst konu sína, Ólöfu, úr erfiðum veikindum, þegar lífið blasti við þeim nýgiftum. Frá þvi undi Sigtryggur sér ekki á Þóroddsstað og ákvað að áeggjan Kristins bróður síns að taka við preststarfi á Núpi, sem hafði losnað árinu áður. En hvaða tilgangur og bjástur með þessar piöntur. Hvað vakti fyrir manninum? í dagbók hans kemur eftirfarandi í ljós: „Við bræðurnir Kristinn og ég höfðum erft frá fóður okkar yndi af gróðrí jarðar og vinnu að honum. Og þegar ég vorið 1905 fluttist til Dýrafjarðarþinga og settist að hjá bróður mínum, þá bauð hann mér að kjósa hvern blett, sem ég vildi á eignar- og ábýlis- jörð sinni, Núpi, til gróðurreits mér til ánægju.“ Og síðar: „Hér í lág þessari (Stekkjariág) og næsta umhverfí hennar kaus ég mér stað fyrir reit- inn fyrirhugaða. Það var ekki ákveðið í bráð- ina fyrir mér hve störan blett ég tæki til meðferðar. Sjálfsagt var að byrja á því að af- girða blettinn. Hugsaði ég mér að hlaða garða meðfram til skjóls - til beggja hliða en nota vírgirðingu að ofan og neðan. Innst og efst undir melhjallanum, ofan við melhólinn var ofurlítið þúfnastykki, moldarríkt. Hér hugðist ég að byrja og kom þangað nokkrum steinum þetta sumar og raðaði þeim í lítil- háttar undirstöðu." í bréfi til vinar síns á Norðurlandi segir hann í gamansömum tón að reiturinn eigi að verða gróðrarstöð Vestfjarða. En það er fleira sem vakir fyrir Sigtryggi, sem jafn- framt er vert að veita athygli en hann segir: „Aðaltilgangurinn var að reyna að sýna eftir mætti, hvað gróið gæti úr mold á Islandi til fæðu, fjölnytja og fegurðar, eða vera mat- jurtagarður skrýddur að verðleikum íslensk- um blóma.“ Eðlislægri ræktunarþrá hans, sem hann að einhverju leyti vísar til uppeldis og áhuga föður síns, skýra vissulega lungann af árang- ursríku starfi en fleira kemur til. Það er einnig nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að ræktun og meðfæddir eiginleikar Sig- tryggs fengu hljómgrunn í fæðingarbyggð hans Eyjafirði og Þingeyjarsýslu á þessum árum. Þar eru tvö nöfn sem ber að nefna: Pál amtmann Briem sem gekkst fyrir því að komið var á fót gróðrarstöð á Akureyri, þar sem sérstaklega átti að gera tilraunir með að sá og ala upp útlendar og innlendar trjáteg- undir. Sá síðamefndi var Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum í Fnjóskadal, sem fór til Noregs 1896 til garðyrkjunáms. Að undirlagi og fyrir tilstyrk Páls amtmanns kynnti Sig- urður sér sérstaklega skógrækt þar ytra. Þegar Sigurður kemur heim úr námi fær hann m.a. það verkefni að koma á fót gróðr- arstöð á Akureyri og er þar sáð fræi í fyrsta skipti með tilætluðum árangri árið 1899. Sig- urður varð síðar búnaðarmálastjóri og fyrsti formaður Skógræktarfélags íslands. Árið 1903 er ræktunarfélag Norðurlands stofnað og verður strax að öflugum samtökum. Á fyrstu árunum ganga til liðs við hreyfinguna hundruð manna af Norðurlandi og víðar og þegar árið 1905 eru skráðir á 7 hundrað fé- lagsmenn. Árið 1905 er í Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands skráður í Isafjarðarsýslu Sig- tryggur Guðlaugsson, prestur Söndum, Dýrafírði (Ath. Sigtryggur fékk veitingu fyr- ir Dýrafjarðarþingum og situr á Núpi frá fyrstu tíð. Sandar eru sunnanmegin fjarðar í TILKOMUMIKIÐ staðarval gefur Skrúði náttúrulega og sérstaka tign sem hvergi er annars staðar að finna. LEIÐI Sigtryggs og Hjaltlínu við Sæbóls- kirkju á Ingjaldssandi. Dýrafirði og situr þar Þórður Ólafsson. Sig- tryggur tók við hans embætti) Sigtryggur heldur síðan mjög góðu sambandi við Rækt- unarfélagið og fær bæði trjáplöntur og jurtir sendar með jöfnu millibili, sérstaklega á fyrstu árunum. En það er fleira sem hugsanlega hefur haft áhrif á mótun garðsins sem Sigtryggur er að byrja að rækta. „Næsta sumar (1906) var ég að heiman, fór til útlanda". I þessari ferð heimsækir Sigtryggur Norðurlönd og Skotland og ýmis einkenni garðsins gætu bent til þess að þaðan hafi hann fengið hugmyndir að skipulagi garðs- ins. Hugsanlega hefur hann sótt þær til Dan- merkur í hallargarð Frederiksbergs og Frederiksborgar svo og Drottningarhólms í Stokkhólmi. Spumingunni um það hvort svo hafi verið, verður hins vegar ekki fullkom- lega svarað þar sem hann minrúst ekki á þetta atriði í dagbók sinni, sem að öðm leyti er mjög nákvæm lýsing frá ári til árs um nánast hvert atvik og hverja einustu plöntu og framkvæmdir sem unnar voru í garðinum fyrstu 40 árin. íslensk náttúra og sérstakar aðstæður gætu allt eins hafa skapað svip garðsins. I urðina og næsta nágrenni vom sóttir steinar í hleðslu sem myndar ramma garðsins. Steinhleðslan veitir skjól og hlífir fyrir ágangi búfjár. Lækur, sem á upptök í fjallsrótum, hrísl- ast um garðinn í ýmsum tilbrigðum. Rennur fyrst í stokk ofan í hlaðinn brann þar sem gott hefur verið að skola af sér svita og ryk eftir erfiði dagsins. „I þúfna mónum litla byrjaði ég líka að stinga þúfurnar og slétta. Sáði ég þar fyrst höfrum vorið 1907, einnig nokki-um jarðepl- um. Þetta gréri vel. Svo var haldið áfram að brjóta jarðveginn út með hjallanum. Það var mjög erfítt vegna grjóts og harðrar malar. Unnið að því að brjóta jarðveginn innan girð- ingar. Var það svo erfítt, að hvergi var komið við reku, fyrr en rifíð hafði verið með möl- brjót og járnkarli. Melhóllinn var numinn burtu að mestu, stæira grjóti komið út eða notað í girðinguna. “ Árið 1909 er komin endanleg mynd af garðinum og honum gefið nafnið Skrúður við hátíðlega athöfn. Um nafngiftina segir Sig- tryggur í Garðyrkjuritinu 1950: „Þegar ég var á Þóroddsstað, byrjaði ég lítillega á und- irbúningi gróðrarreits fyrir heimilið. Eitt sinn, er ég var þar að verki, varð mér að orði: Hvað á ég að kalla hann? Lítil mær (um fermingu) var viðstödd og svaraði um leið: Kallaðu hann Skrúð. Þótti mér nafnið svo vel til fundið, að ég sleppti því ekki þótt hér félli niður. “ Það er Ijóst að sérstaða Skrúðs er ekki síst fólgin í þeim tilgangi sem garðurinn hafði frá upphafi. Hugsun Sigtryggs er vel mótuð og yfirveguð. Tilgangurinn er beinlínis að nota garðinn, sem kennslutæki. Að þessu leyti er garðurinn einstakur í sinni röð þar sem aðrir garðar, sem reyndar era varla fleiri en þrír á þessum tíma, höfðu yfirleitt annan tilgang. Sjálfsagt þarf að leita allvíða um heim til að finna sömu hugsun og Sigtryggur þróar í Skrúð ef hana er þá nokkurs staðar að finna á annað borð. í Garðyrkjuritinu frá 1950 seg- ir Sigtryggur: „Eg tek það fram að reitur þessi var ekki 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. AAAÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.