Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 7
LANDNÁM (1978-79) eftir Jóhannes Jóhannesson. Jóhann Briem (1907-1991) stundaði listnám í Dresden í Þýskalandi 1929-34 og þróaði með sér ljóðrænan expressíónisma. Jón Engilberts (1908-72) stundaði listnám í Danmörku og Noregi og var einn helsti fulltrúi fígúratífs expressíónisma á 5. áratugnum. Við- fangsefni hans voru oft alþýðufólk til sjávar og sveita. I sal 2 eru verk eftir tvo af brautryðjendum íslenskrar myndlistar á 20. öldinni; Þórarin B. Þorláksson (1867-1924) og Ásgrím Jónsson (1876-1958). Salur 3 - Afstraktlist stríðsáranna, sjötta og sjöunda áratugarins í þessum sal sjáum við sýnishorn af verkum þeirra listamanna sem hurfu frá hlutbundinni myndlist á stríðsárunum, en einkum þó eftir síðari heimsstyrjöldina. Myndlist þeirra endur- speglar umbrotatíma stríðsáranna á Islandi og aukin tengsl íslenskra listamanna við umheim- inn eftir stríðið. Svavar Guðnason (1909-88) var fyrstur ís- lenskra listamanna til að tileinka sér óhlut- bundið myndmál í anda abstrakt-expressíón- isma í lok 4. áratugarins. Þorvaldur Skúlason (1906-84) stundaði list- nám í Ósló, Pan's og Kaupmannahöfn á árun- um 1928-39 en settist þá að á Islandi. I upphafí 6. áratugarins varð Þorvaldur einn af forvígis- mönnum strangflatarmálverksins en lagði und- ir lokin megináherslu á hreyfíngu og samspil línu og litar í afstraktverkum sínum. Sigurjón Ólafsson (1908-82) stundaði fram- haldsnám í höggmyndalist í Kaupmannahöfn 1928-35 og var búsettur þar til sríðsloka 1945. Auk steinmynda vann Sigurjón bæði í gifs, tré og málm, meðal annars abstraktverk sem eiga skyldleika við afrískar tótemsúlur. Samhliða abstrakt myndsköpun vann Sigurjón alla tíð að portrettmyndagerð þar sem hann sýndi af- burða innsæi. Nína Tryggvadóttir (1913-68) stundaði nám í Kaupmannahöfn 1935-39 og New York 1943- 46. Hún var búsett í París 1952-57 en upp frá því lengst af í New York, þótt hún hefði ávallt mikið samband við ísland og tæki virkan þátt í íslensku listalífí. Kristján Davíðsson (f. 1917) stundaði mynd- listarnám í Bandaríkjunum 1945-47 og fór í kynnisferð til Parísar 1949, en er að öðru leyti sjálfmenntaður myndlistarmaður. Hann mót- aðist annars vegar af bandarískum absti-akt- expressíónisma eftirstríðsáranna og hins vegar af formleysumálverki og svokölluðu „art brut“- málverki Parísarskólans eftir stríð. Valtýr Pétursson (1919-1988) stundaði fram- haldsnám í Bandaríkjunum 1944-46, í Flórens 1948 og í París 1949-50 og 1956-57. Hann var meðal helstu boðbera strangflatarmálverksins á fyrri hluta 6. áratugarins, en smám saman þróuðust vérk hans yfir í lýrískan expressíón- isma undir sterkum áhrifum frá franska skól- anum. Ásgerður Búadóttir (f. 1920) stundaði fram- haldsnám í Kaupmannahöfn á árunum 1946-49. Hún hefur fyrst og fremst unnið með vefnað, þar sem hún hefur tileinkað sér óhlutbundið myndmál, en þó oft með efnislegum og form- legum skírskotunum í íslenska náttúru. Jóhannes Jóhannesson (f. 1921) stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum 1945-46, Ital- íu 1949 og París 1951. List hans sýndi í upp- hafi áhrif frá Picasso, en þróaðist smám sam- an upp í hreina óhlutbundna list þar sem byggt var á frjálsri hrynjandi lita og forma þar sem hringformið leikur gjarnan lykilhlut- verkið. Hörður Ágústsson (f. 1922) stundaði fram- haldsnám í Kaupmannahöfn 1945-46 og í París, þar sem hann dvaldi lengst af á árunum 1947- 52. í upphafi vann Hörður myndir í expressí- ónískum anda með táknrænu ívafi, en í upphafi 6. áratugarins gerðist hann einn helsti tals- maður strangflatarmálverksins hér á landi. Guðmunda Andrésdóttir (f. 1922) stundaði framhaldsnám í Stokkhólmi 1946-48 og París 1951-53. Hún tileinkaði sér myndmál strang- flatarlistarinnar snemma á sjötta áratugnum, fyrst með strangt afmörkuðum ferningum og þríhyrningum, en smám saman losnaði um myndbyggingu hennar. Karl Kvaran (1924-89) stundaði framhalds- nám í myndlist í Kaupmannahöfn 1945-48 og aftur 1955-56. Hann er einn helsti fulltrúi strangflatarmálverksins í íslenskri myndlist og hélt lengst allra málara af sinni kynslóð tryggð við það tjáningaform, þar sem stefnt var að stöðugt meiri einfóldun myndmálsins og meg- ináhersla lögð á hrynjandi, einkum í boga- dregnum línum og hringformum. Hjörleifur Sigurðsson (f. 1925) stundaði nám í Stokkhólmi og París 1946-50 og í Ósló 1950- 52. Eftir heimkomuna gerðist hann einn af helstu frumkvöðlum strangflatarmálverksins hér á landi. Gerður Helgadóttir (1928-75) stundaði fram- haldsnám í höggmyndalist í Flórens og París 1948-51 og var búsett í Frakldandi til 1970. Hún tók þó virkan þátt íslensku listalífi og var meðal frumkvöðla hinnar hreinu óhlutbundnu formhugsunar í höggmyndalistinni á 6. ára- tugnum. Sverrir Haraldsson (1930-85) stundaði fram- haldsnám í París 1952-53 og Berlín 1957-60. Hann var í hópi þeirra er innleiddu strangflat- arlistina hér í byrjun 6. áratugarins og leitaðist hann einnig við að útfæra formrannsóknir sín- ar í bókahönnun, auglýsingum og skiltagerð. I kringum 1960 leysti Sverrir upp hin ströngu form með verkum sem höfðu súrrealískan und- irtón og vísuðu til kosmískra vídda. Verk þessi, sem voru unnin með spraututækni, voru for- leikurinn að því að Sverrir fór að mála lands- lagsmyndir sem oft höfðu á sér súrrealískt yf- irbragð. Samhliða málverkinu vann Sverrir fín- gerða skúlptúra í tré. í anddyri eru þrír fulltrúar „nýja málverks- ins“. Helgi Þorgils Friðjónsson (f. 1953) stundaði framhaldsnám í Hollandi 1977-79. Hann kom fram sem einn helsti frumkvöðull hins svokall- aða „villta málverks“ undir lok 8. áratugarins. Uppreisnin sem finna mátti í fyrstu verkum hans vék smám saman fyiir æ flóknara tákn- máli með sterkum vísunum í íslenska náttúru og heimahaga hans við BreiSafjörðinn. Georg Guðni (f. 1961) stpndaði nám í MHÍ 1980-85 og framhaldsnám í Maastricht, Hollandi 1985-87. Frá upphafi hefur athygli Georgs Guðna beinst að landslagsmálverkinu, einkum hinni rómantísku landslagshefð sem vitnai’ um einingu og samsvörun fegurðarinnar í listinni jafnt og í náttúrunni. Sigurður Árni Sigurðsson (f. 1963) stundaði nám í MHÍ 1984-87 og í París 1987-90, þar sem hann hefur verið búsettur lengst af síðan. Frá upphafi hefur Sigurður Árni lagt rækt við fígúratíft myndmál sem hefur mörg einkenni ráðgátunnar. I Sal 4 eru verk eftir Magnús Pálsson, Sigurð Guðmundsson, Kristján Guðmundsson og fleiri. Morgunblaðið/Porkell ARNGUNNUR Ýr Gylfadóttir á vinnustofu sinni þar sem hún var að yfirfara málverkin sem voru nýkomin úr flugi. AUGAÐ Á AÐ GETA FERÐAST INN í MYNDIRNAR Málverkasýning Arngunnar Yrar Gylfadóttur verður opnuð í Galleríi Sævars Karls í dag klukkan 14. Þar sýnir hún stór olíumálverk og mjög smáar myndir en í spjalli við HILDI EINARSDOTTUR segir hún að stærðirnar geri mismunandi kröfur til áhorfandans. SÍÐASTLIÐIÐ ár hefui- verið annasamt hjá Amgunni Ýri því hún hefur verið að undirbúa fjórar einkasýniningar sem opna á næstu mánuðum. Ein verður í Brussel, önnur í San Francisco, sú þriðja í Por- voo í Finnlandi sem er rétt utan við Helsinki og svo er það þessi sýning í galleríi Sævars Karls. Hún segir frá því að þegar hún hafi ætlað að byrja að vinna myndir fyrir þessar sýningar síðastliðið haust hafi hún komist í hvílikt gagn- rýnisstuð, eins og hún orðar það, að henni hafi ekkert orðið úr verki. „Eg var ekki ánægð með það sem ég var að gera og málaði jafnóðum yf- ir það. Þetta tímabil var erfitt en þegar það var yfirstaðið fann ég að það hafði leitt margt gott af sér. Eg hef alltaf verið mjög upptekin af efninu og hvemig hægt er að nota það,“ heldur hún áfram og segir svo að nú sé efnismeðferðin hjá henni orðin mun flóknari og fágaðri. „Sem lið í þessari þróun hef ég undanfarin tvö ár verið að stúdera gamla veggi og byggingar í niður- níðslu. Þegar ég var í París í fyrrasumar eyddi ég miklum tíma í göngum neðanjarðarlestanna að skoða veggina þai-. Eflaust hefur einhverj- um fundist einkennilegt hvernig ég starði á veggina langtímum saman. Allt er breytingum háð Þegar ég vinn myndir mínar geri ég eins og gömlu meistararnfr að ég byggi upp mörg lög af olíu og lit. Fráburgðið þeim vinn ég mig svo aftur til baka að innri lögum myndanna með því að skrapa og leysa upp lögin, þannig fær áferðin á sig yfirbragð gamals veggjar. Til- gangurinn með þessu er sá að minna á að ekk- ert stendur í stað, allt er breytingum háð sem segja má að sé þemað í nýjustu myndunum mínum. Ég sæki myndefnið oftast í landslagið en það er eins með það og flest í krihgúfn okkur að það er breytingum undirorpiðí!JVið lítum í kringum okkur og finnst við getár'treyst þvi að ekkert breytist en það er ekki svo. Sumir eru hræddir við breytingar en reynsla mín er sú að þær geti leitt af sér margt jákvætt ef fólk tek- ur þeim með opnum huga. Myndefnið sjálft og efnismeðferðin fela þannig í sér ákveðinn boð- skap. Áður fyrr leitaði ég töluvert í jarðfræðina að myndefni og var stundum með jarðfræðilegar upplýsingar í myndum mínum eins og til dæm- is skrifaðan texta um náttúruhamfarir og hvernig má koma í veg fyrir þær. Þessa gætir enn í sumum mynda minna. í nýrri myndunum er það þó efnið sjálft sem tjáir þessa hugmynd. - Málverkið snýst fyrst og fremst um efnið og hvernig það er meðhöndlað. Það er einmitt það sem gerir málverkið svo áhugavert." Amgunnur Ýr segir að hún sé farin að vinna hægar en áður og það taki hana mun lengri tíma að vinna hverja mynd. „Nú mála ég yfir- leitt ekki fleiri en tíu stórar myndir á ári. Það er þannig með mig að annað hvort mála ég mjög stórar myndir, allt upp í tveggja metra langar myndir, og niður í myndir sem eru ekki nema 20-30 sentimetrar á kant. Þessar stærðir henta mér best. Stóru myndirnar hafa ákveð- inn kraft vegna stærðar sinnar en litlu mynd- imar eru persónulegri.“ Lengri tími fer nú í að vinna hverja mynd Ai-ngunnur Ýr lauk mastersnámi í málai-alist frá háskólanum í Oakland í Kaliforníu en auk þess lærði hún hér við Myndlista- og handíða- skólann í tvö ár en stundaði síðan nám við San Francisco Art Institute í önnur tvö ár. Þá dvaldi hún í Amsterdam í Hollandi í eitt ár þar sem hún vann sjálfstætt. Arngunnur Ýr er gift Bandaríkjamanni og eiga þau tvö ung börn. Maður hennar, Lawrence Andrews, er vid- eólistamaður og kvikmyndagerðarmaður þar í landi auk þes sem hann gegnir stöðu prófess- ors við Kaliforníuháskóla. Ai-ngunnur Ýr á því sitt annað heimili í Bandaríkjunum. Safnar hugmyndum á íslandi Hún segist þó helst vilja búa á íslandi og hún reyni að koma því þannig fyrir að hún dvelji í eitt ár til skiptis á hvorum stað. Nú er hún komin heim til að vera í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Hún hefur fengið lánaða vinnu- stofu í Reykjavík en býst við að hafa aðstöðu í Listamiðstöðinni að Straumi næsta vetur. Að þessum tíma liðnum fer hún til Suður-Frakk- lands og dvelur þar í nokkra mánuði á gesta- vinfitístofu fyrir listamenn. Þótt Arngunnur Ýr hafi dvalið langdvölum erlendis sækir hún efniviðinn í myndir sínai- til íslands. „Ég hef starfað sem leiðsögumaður hér á sumrin og fer þá með útlendinga upp um fjöll og firnindi. í þessum ferðum safna ég hugmynd- um og geymi þær innra með mér. Myndimar mínar sýna oftast einhvem sjóndeildarhring eins og mætir auganu þegar staðið er hátt og horft yfir,“ bætir hún við til skýringar. „Það er þó alltaf ákveðin lárétt lína í verkinu en auk þess legg ég áherslu á að það sé dýpt í myndinni þannig að augað geti ferðast inn í hana.“ Undanfarin ár hefur Amgunnur Ýr getað helgað sig málverkinu nær eingöngu. „Þessi vinna og svo fjölskyldan er það sem líf mitt snýst um,“ segir hún. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. MAf 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.