Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 13
A MILLI GRÆN- • • LANDS KOLDU KLETTA... EFTIR GISLA INGVARSSON Þessi umræða er auðvitað sprottin af því hverrar þjóðar Leifur Eiríksson hafi verið. Finnst mér innst inni að hann sé beinna tengdur Islandi en Noregi ef sögurnar er eitt- hvað að marka. Hans væri að minnsta kosti ekki get- andi með nafni án íslenskra rita, svo mikið er víst. Frá Grænlandi. Morgunblaðiö/RAX DR. JÓNAS Kristjánsson hefur tíðindi að flytja okkur af rann- sóknum sínum á síðum Les- bókar Morgunblaðsins í des- ember síðastliðnum. Úr einu orði í íslendingabók Ara fróða hefur hann skrifað alveg nýj- an inngang að Eiríks sögu hins rauða, nýja ævisögu þessa litríka manns. Ekki lýst mér á kenningar hins lærða manns og fleira sem hann hefur fram að færa. íslensk fræði þola vel sífellda endurskoðun og eru nýjar athugasemdir um staðreyndir vel þegnar. Það er hlutverk fræðimanna okkar að sýna almenningi niðurstöður vandaðra rann- sókna sinna og þeim er síðan, eins og okkur, frjálst að draga af þeim ályktanir. Staðreynd- imar sem Jónas dregur fram eru athyglis- verðar og ekki umdeilanlegar. Ályktanir hans eru ekki að sama skapi góðar. 1. Heimildir Ara í Islendingabók og sumar gerðir Landnámu nefna ekki norskan uppruna Eiríks heldur munu síðari ritarar Landnámu bæta við þessum upplýsingum þegar þær lágu fyrir af öðrum heimildum líklega við ritun Ei- ríks sögu rauða. Jónas hafnar algerlega Ei- ríkssögu sem gildri heimild án þess þó að færa fyrir því önnur rök en að hún sé skrifuð eftir daga Ara Þorgilssonar. Það sem fræðimannin- um sést yfir er að það er sáralítið sem ber á milli íslendingabókar Ara og hinnar -lengri frásögu Landnámu. Báðar nefna þær til Breiðafjörðinn og fara nokkuð samstíga með fund Grænlands og Vínlands. Eiginlega furðu sambærilegar heimildir ef við beitum venju- legri sanngirni í dómum okkar. Næmt eyra Jónasar fyrir tungumálinu gef- ur orðalaginu „maðr breiðfirskur“ afar þrönga merkingu. í raun og veru segir það ekkert annað en að þegar síðast spurðist til kappans eftir heimildum Ara var hann búandi í Breiða- firði, ekki nánar tiltekið hvar. Raunar er Ari of gagnorður til að lesa megi neitt meira úr orðum hans en það sem þar stendur. Ari segir ekki meira en hann hefur fyrir satt. Ara má helst treysta að hann fer rétt með heimildir sínar og ef þær gáfu honum ekki tilefni til nánari útlistana jók hann ekki við þær. Ég vil a.m.k. trúa því að þetta hafl verið fræðimannsafrek Ara og ég hygg að hann kynni vel að meta að arftakar hans reyndu sem minnst að skálda í eyðurnar. Við höfum ekkert leyfi til að fullyrða á prenti máli okkar til stuðnings að „Ara sé óhætt að treysta" og leggja síðan út af orðum hans í austur og vestur með getgátum um hvað hann lét ósagt. Hér verða menn að lesa sjálfir ljómandi vel skrifaða greinargerð Jónasar Kristjánssonar til að skilja hvers vegna mér blöskrar. Jónas vísar til þess hvað Ari segir um uppruna landnámsmanna í öðru samhengi með aðra heimildarmenn og alls óskylda einsog vænta má um svo viðamikið verk. Ari sagði aldrei að Eiríkur væri úr Nor- egi. Ástæða: Vantaði heimildir. Að hann hafi verið sonur nafngreinds land- námsmanns nefnir Ari hvergi. Ástæða: Vant- aði heimildir. Eiginlega er innskot hans um Eirík þesslegt að að hann hafi haft fremur rýr- ar heimildir um kappann, en efnislega þær sömu og getið er í Eiríks sögu rauða sem er ít- arlegri. Eg er ekkert að segja að hún sé rétt- ari. Hljómar einhvern veginn sennilegri samt. Kannski vissu prestar í Skagafirði meira en kollegar Ara um Eirík rauða. Það bendir nefnilega allt til að Guðríður Þorbjarnardóttir og afkomendur hennar og Þorfinns Karlsefnis hafi haft frá mörgu að segja og getað gefið nánari upplýsingar um ferðir vestur um haf og af mönnum og málefnum þar að lútandi. Mín niðurstaða er sem sagt sú að þrátt fyrir ýmsa sagnfræðilega skavanka í Eiríkssögu rauða eru helstu efnisatriði rétt með farin og sum I svo undrum sætir en um það ætla ég ekki að 1 fara nánar útí. 2. Annað atriði sem Jónasi er fjarska hugleikið er tímatalsfræði og notar hann m.a. í því sam- bandi heimildir sem hann í öðru samhengi hafnar! Hvað tímatalið varðar getur maður leikið sér talsvert frjálslega með atburði og brugðið upp mynd af rás viðburða án þess að raska neitt við viðurkenndum tímasetningum. Landnámsöld lýkur 930. Við eigum svo að trúa , því samkvæmt dr. Jónasi að hingað hafi eng- inn flækst þeirra erinda að nema hér land af því bestu landsvæðin voru fullnumin! Auðvitað héldu menn áfram að leita til ís- lands frá Noregi í raunum sínum eins og sagt er um þá feðga Eirík og Þorvald. Það er ekki tilgreint skýrlega hvort Eiríkur lenti í víga- ferlum í Noregi eða faðir hans einn! Hann gat því hafa verið 5 -18 ára þegar hann kemur til Islands. Segjum að hann hafi fæðst um 935. Verið kominn til íslands um 950, þá 15 ára. Faðir hans reynir landnám á einverri harðbýl- ustu jörð landsins Drangavík á Hornströnd- um. Eiríkur sér ekki framtíð sinni borgið þar. Kvænist íslenskri konu tíu árum síðar og eign- ast með henni Leif um 963 þá um 28 ára gam- all. Reynir fyrir sér „landnám" í Haukadal mjög í óþökk höfðingja fyrir vestan. Lendir í vígaferlum sem gera hann landrækan og leiðir liggja til Grænlands og flutninga þangað 985 og er Eiríkur þá oi'ðinn 43 ára og Leifur því kominn vel að fertugu þegar hann finnur Vín- land árið 1000 og Eiríkur enn á dögum en far- inn að reskjast nokkuð, næstum 1000 árum eldri en Jónas Kristjánsson! Ekki nóg með það. Eiríkur þekkti til fleiri ágætra manna og kvenna sem voru of seint á ferðinni til að fá landnæði á Islandi og gat höfðað til þeirra að flytjast heldur með sér vestur í gósenlandið en holö-a upp á náð og miskunn íslenskra höfð- ingja þegar um eiginlegt landnám var ekki lengur að ræða á íslandi. Bæði hafa þar verið afkomendur leysingja einsog Guðríður Þor- bjarnardóttir og fólk síðkomið úr Noregi eða af Bretlandseyjum. Að hér væru einskonar „post-kólónistar“ á ferðinni finnst mér bara ansi snjallt að hugsa sér. Ég get síður hugsað mér söguna einsog Jónas vill hafa hana: Ættsmár bóndi (ættsmár af því að Ari getur ekki rakið ættina) úr Breiðafirði smíðar sér hafskip, finnur Græn- land og kemur heim aftur í heiðardalinn og telur frændur og vini á að sigla með sér út í óvissuna þegar þeir gátu haft það barasta fínt á óðölum feðra sinna. Slíkur glannaskapur í vistaskiftum er með öllu óþekktur í sögu þjóð- arinnar og þegar athafnasemi hennar var sem mest á Sturlungaöld eimir ekki af tilhneiging- um í þá veru ef annálum er að treysta yfirleitt. Það er fyrst á síðari hluta 19. aldar að Islend- ingar flytja sig vestur um haf fyrii- annara þjóða tilstilli en ekki af eigin ft-umkvæði hvað þá af eigin efnum. Kjarni málsins er að heimildum Ara og öðr- um sem við þekkjum ber furðu vel saman. Þjóðleg rómantík hefur tekið völdin af annars greinargóðum fræðimanni dr. Jónasi Krist- jánssyni. Það finnst mér ekki hægt að láta hjá líða athugasemdalaust. Hans vegna og Is- lenskra fræða vegna. Ég hef ekkert á móti því að Eiríkur rauði sé talinn Islendingur og allt hans hyski. Það væri vel ef menn á okkar tím- um væru jafn gestrisnir við langtaðkomna svo sem Eirík gula og Eirík svarta og Eirík brúna þegar þeir hyggjast lenda á flugstöð Leifs Ei- ríkssonar og er vísað til austurs og vesturs eða bara til síns heima. Enginn Ari er að skrá þeirra sögu, enginn Jónas vill einkaleyfi á af- rekum þeirra í öðrum heimsálfum. Þetta er hinn pólitíski útúrdúr málsins sem gerir hina góðlátlegustu þjóðrækni að sáðkorni reigings og rembu. 3. Dr. Jónas Kristjánsson byrjar reyndar hug- leiðingar sínar á því að norskt skáld á 10. öld hafi kallað íslendinga" íslendinga“ í þakkar- kvæði til manna sem byggðu samnefnt land. Það finnst mér afar eðlilegt enda eru menn í Noregi yfirleitt ekki kallaðir Norðmenn nema mikið liggi við á alþjóða vettvangi heldur Þrændur, Vestlendingar, Austlendingar, Ló- fótungar allt eftir því hvar þeir búa og er ekki neitt þjóðerni í þröngri merkingu þess orðs um að ræða heldur almenn málvenja sem hef- ur haldist í meir en þúsund ár og er enn við lýði og einungis óbein vísbending um þjóðerni manna. Fyrir þúsund árum voru hugmyndir manna um þjóðerni talsvert á reiki samkvæmt okkar skilningi. Má þó öllum vera það ljóst að íslensk þjóð samkvæmt nútíma skilgreining- um okkar er að fæðast á 10. öldinni hvort sem menn gerðu sér grein fyrir því þá eða nokkr- um mannsöldrum síðar. Ég vil minna á að Ei- ríkur verður ekkert minna íslenskur við það að hafa ef til vill fæðst í Noregi frekar en Skalla-Grímur er norskur í okkai' vitund. Þannig er það nú bai'a frá OKKAR sjónarhóli. Vandamálið er að sjá söguna með ÁNNARA augum sem bara sjá SITT þjóðemi. Við höfum hiklaust talið Vestur-íslendinga íslenska í annan og þriðja lið. Sérstaklega þegar þeir hafa unnið eitthvað sér til ágætis og okkur þótt sómi af að vera við þá kenndir. (Var ekki Ronald Reagan orðinn Skagfirðingur hér um ± árið og þótti bara fínt þó flestir vissu innst inni að þetta væri bara della.) Alveg það sama gera Norðmenn nútímans og eiga þeir miklu erfið- ara með að slíta tilfinningaböndin við hina brottfluttu og finnst þeim í mörgum tilfellum afrek okkar vera þeirra um leið. Þetta er hinni ungu íslensku þjóð hvimleitt enda finnst henni hún þurfi á öllu sínu að halda til að sanna og sýna sjálfstæði sitt. Það er ekkert um það að ræða að hægt sé að vinna áróðurstríð við frændur okkar austan hafs. Vettvangurinn íyrir það er í fyrsta lagi ekki til. Þegar saga heimsins er skrifuð er landnám Islands sett í samhengi víkingaaldar sem gerir engan grein- armun á þeim þjóðum sem rekja sig aftur til - fornra víkingaríkja. Danir, Norðmenn eða Sví- ar eru ekkert sérstaklega nefndir til sögunnar. Allt eru þetta kallaðir norrænir menn og það eru norrænir menn sem byggðu Island, Græn- land og gerðu tilraun til landnáms í Ameríku mörgum öldum fyrir daga Kólumbusar. Þetta finnst okkur ósanngjöm ónákvæmni en fræði- lega séð rétt með farið. Verra finnst mér að ís- lensk rit skuli vera sögð rituð á „norrænu" („norse“ á ensku) enda hljóðlíldngin við „norsk" villandi og oft notuð að því er virðist visvitandi af erlendum fræðimönnum til að sleppa alveg að nefna okkar hlut að málinu svo ekki sé meira sagt. Það vill nú einu sinni til að Islenskar forn- bókmenntir eru ómetanlegt stórvirki án hlið- stæðu í Evrópu á ritunartíma sínum og þar með heimsbókmenntir. Þær innihalda fróðleik . sem er víðtækur og Norðmenn gátu tileinkað sér í sjálfstæðisbaráttu sinni alveg eins og Is- lendingar. Nú er sá tími liðinn að við þurfum að sannfæra aðra um að við séum annað og meira en niðurnídd dönsk nýlenda. Við eigum að horfa fram á við með æ nánara samstarf við aðrar þjóðir fyrir höndum. Sögulega séð er það engin tilviljun að íslendingar og Norð- menn standa saman utan Evrópubandalags- ins. íslendingar geta ekki reitt sig á að amer- ísk velvild muni hlífa þeim um allar aldir. Sjálfstæði okkar verður best varið með samúð þeirra sem standa okkur næst sögulega og landfræðilega. 4. Þá komum við að niðurlagi greinargerðar Jónasar sem ásakar grannþjóðir okkar, Norð- menn og Dani, um að vilja ekki einungis hirða af okkur heiðurinn af fundi Vínlands heldur hafi þær í raun framið þjóðarmorð með skeyt- ingarleysi sínu á lö.öld þegar byggð norrænna manna eyddist á Grænlandi. Við íslendingar erum þjóð líka og og vorum það á umræddum tíma. Hver er okkar ábyrgð á þessu máli? Við sátum öldum saman á rituðum heimildum og létum okkur engu varða afdrif þessara ætt- ingja okkar og vorum við þeim skyldastir allra að því að við „teljum" núna. Geta má líkum að því að ég og aðrir landar mínir brygðumst ókvæða við ef virðulegur heldri fræðimaður í Noregi gerði Islendinga ábyrga á afdrifum . Grænlendinganna fornu. Er til of mikils mælst af fræðimönnum OKKAR að þeir kunni sig? Loks á 18. öld fékk norskur maður, Hans Egede, köllun til að leita hinna norrænu Grænlendinga. Á þeim tíma voru Norðmenn undirsátar Danaveldis engu síður en íslend- ingar. Ef íslendingar hafa nokkurn tímann átt möguleika á að breyta gangi evrópusögunnar var það fyrir landafundina miklu. Við sátum það tækifæri af okkur ásamt öðrum Norður- landabúum. Yfir hverju erum við þá að grobba okkur í Vesturheimi árið 2000? Týndum tæki- færum. Þessi umræða er auðvitað sprottin af því hverrar þjóðar Leifur Eiríksson hafi verið. Finnst mér innst inni að hann sé beinna tengdur Islandi en Noregi ef sögurnar er eitt- hvað að marka. Hans væri að minnsta kosti ekki getandi með nafni án íslenskra rita svo mikið er víst. Móðir hans var íslensk. Það eitt er nóg til að telja hann íslending. Að faðir hans hafi hins vegar fæðst á Islandi tel ég til- raun til sögufölsunar. Við vitum ekki hvað þeim fannst sjálfum feðgum eða hvort þjóðerni skifti þá neinu máli yfirleitt. Svo mikið höfum við fyrir satt að hvorugur þeirra átti afturkvæmt til íslands. Ég legg hér með til að friða íslenskar bók- menntir fyrir norskri og íslenskri þjóðrembu sem á ekki lengur rétt á sér og þrætan um þjóðerni fornra kappa er vanvirðing við nú- tíma skynsemishyggju. Mig langar að lokum til að enda á þessu er- * indi Sigurðar Breiðfjörð úr Númarímum: A ég að halda áfram lengru eða hætta. Og milli Grænland köldu kletta kvæði láta niður detta. Höfundurinn býr í Noregi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. MAÍ 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.