Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Blaðsíða 19
TIGINMENNIÐ MEÐAL TÓNSKÁLDA Árni Kristjánsson píanóleikari hefur gefið út á bók 3ætti oq þankabrot um eftirlætis tónskáld sitt Fryderyk Chopin. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON spjallar við Árna um tónskáldið og skrifar að ekki leyni sér að bók- in sé skrifuð af mikilli ást og virðingu fyrir hinu merka tónskáldi og verkum þ ess. / A RNI Knstjánsson píanóleikari hefur gefíð út á bók þætti og þankabrot sín um eftirlætis tón- K skáld sitt Fryderyk Chopin. B Kristján Árnason, sonur höf- undarins, raðaði efninu sam- ■■■■■k an í eina heild og bjó það til K prentunar. Ekki leynir sér B að bókin er skrifuð af mikilli ást og virðingu fyrir hinu merka tónskáldi og verkum þess. Chopin fæddist í Póllandi árið 1810, í Zel- azowa-Wola, þorpi skammt frá Varsjá. Faðir hans var af frönskum ættum en móðirin pólsk. Hneigð hans til tónlistarsköpunar kom snemma í ljós og birti hann sitt fyrsta verk fimmtán ára gamall, Rondó í g-moll op.l. Brautin var ráðin og Chopin helgaði sig tón- smíðum ævilangt. Tvítugur yfirgaf hann heimaland sitt og settist að í Frakklandi sem varð hans annað fóðurland. Hann átti lengstum við heilsuleysi að stríða og andaðist 39 ára gamall í París þann 17. október 1849. Sjálfsagt þekkja flestir hina draumfógru og dulmögnuðu tónlist Chopins, og marga hefur hún hrifið í ár- anna rás. Arni Kristjánsson á að baki langan og gifturíkan feril sem tónlistarmaður, bæði sem túlkandi og kennari, þá hefur hann ritað mikið um sígilda tónlist og kynnt marga af meisturum hennar fyrir okkur löndum sínum, meðal annars í útvarpi. En hvað skyldi vera svona kynngimagnað við Fryderyk Chopin og verk hans? „Það er þessi dæmalausi skáldskapur í tón- listinni sem skapað hefur sálir manna sem hafa tekið sér hana til eignar,“ svarar Arni. „Hann var ódæma tónskáld og eitthvað sérstakt eðal- menni í músíkinni." I bókinni kemur fram að hann er eftirlætis tónskáld þitt! Kynntist þú verkum hans snemma á lífsleiðinni? „Nei, tónlistarflutningur var ekki mikill í æsku minni, þá voru aðrir tímar en nú eru. Menn léku á harmóníum og eitthvað heyrði maður af organverkum en þá er það upptalið. Eg er fæddur árið 1906 og er því aldamóta- maður. En músíkin heillaði mig barnungan og eitthvað var ég að reyna að spila Beethoven og þá karla á harmoníum en þetta var bara fálm og káf hjá mér. Ég hafði enga kennara og svo var fenginn fyrir mig kennari sem hét Sigur- geir, ættaður úr Bárðardal og kenndi á organ. Ekki var ég nú hlýðinn og þetta var alveg hreint voði þegar ég heyrði foreldra mína ræða þetta sín á milli að nú ætti ég að fá að læra að spila. Ég fór og faldi mig í skolpröri í næsta húsi við mig, á Sigurhæðum hjá séra Matthíasi. Rörin komu að góðum notum í leysingum á vorin því þá streymdi mikill vatnsflaumur nið- ur brekkuna en ég var dreginn á punktinum aftur út úr rörinu og Sigurgeir beið eftir mér. Mér varð ekki undankomu auðið. Síðan þá hef- ur líf mitt meira og minna snúist um tónlist!“ Þú vitnar í formála Matthíasar að Skugga- Sveini. „Það eitt er góð list sem lætur mann heyra sjálfs sín hjarta slá.“ „Já, ég þekkti séra Matthías og var tíður gestur í húsi hans. Hann var andríkur maður og átti mikið af bömum, ég lék mér við þau sum. En þetta voru erfiðir tímar í fyrra stríði, fjörðurinn ísi lagður og fólkið leið hungur og skort! Skipin komust ekki inn hálfan fjörðinn fyrr en langt var liðið fram á sumar, þá leysti ísa loks. En ég var alltaf að grufla í tónlist og það komu til sögunnar góðir menn sem hjálp- uðu mér og styrktu mig til námsdvalar í Þýskalandi. Þegar ég kom þangað var þjóðin í Fryderyk Chopin miklum vanda eftir stríðið, það var allt í hers höndum, verðfall á öllu og gjaldmiðillinn féll á hverjum degi, alveg voðaleg neyð á fólki og fá- tækt. Þama kynntist maður betur hinum mikla menningarauði sem Þjóðverjar eiga í tónlist- inni, en ekki Chopin í þeirri ferð nema lítillega, þau kynni urðu síðar.“ I bók eftir þig Hvað ertu tónlist? sem út kom árið 1986, segir að tónlistin geri menn glaða. Er lífsgleðin eftilvill brýnasta erindi listarinnar við mannfólkið þegar allt kemur til alls? „Listin er svar við kalli heilags anda þegar best lætur. En miklir listamenn eru oft „kramdir með harmkvælum“ eins og segir í Jobsbók um boðun Guðs á hinum væntanlega frelsara. Chopin varð ekki gamall maður og hann var brjóstveikur alla sína daga en tókst að breyta gáfu sorgarinnar í dýrðleg tónaljóð. Chopin var tiginmennið meðal tónskálda, að eðlisfari stórlátur og vandfýsinn fagurkeri, með sorg í hjarta. Franz Liszt kvað hann reiðubúinn tfl að gefa öllum allt, nema sjálfan sig. Hann var skáld slaghörpunnar og sál, sagði Anton Rubinstein um hann. Það var allra einmæli að engum tónsnillingi hafi sem honum tekist að laða fram leyndustu kosti þess hljóð- færis sem hann samdi tónverk sín fyrir, að fá- einum sönglögum og tveim, þrem kammertón- smíðum öðrum undanskildum. „Landið sem ekki er,“ var hans land, hið týnda draumaland útlagans, Pólland. I pólónesum hans og marzúrkum rís landið hans upp á ný úr lík- klæðunum í glæsilegri en fyrndri mynd.“ Nú hafa margir hrifist af dulúð Chopins. Þeirra á meðal Friedrich Nietzsehe sem orti hárómantískt ljóð undir áhrifum frá tónlist hans! „Já, eitt dularfyllsta tónverk Chopins er Feneyjasöngur hans, sem heitir réttu nafni Barcarolle op. 60, í Fís-dúr. Þetta er eitt af síð- ustu verkum hans, samið sumarið 1845. Þegar hann frumflutti þennan bátasöng sinn á síðustu tónleikunum sem hann hélt í París í janúar- mánuði árið 1848, var hann orðinn mjög las- burða. Chopin lýsti því yfir að hann hataði tón- verk, sem byggju ekki yfir einhverju leyndar- máli eða bakþönkum. Þetta er tónfógur draumafantasía um Feneyjaborgina, Eyja- borgina sem Nietzsche kallaði: borg hinna Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir „ÞAÐ MÆTTI ef til vill líkja verkum Chopins við allt sem er fjöllitt og fagurt,“ segir Árni Kristjánsson. hundrað einsemda. Nietzsche hefir ef til vill grandskoðað tónverkið í minningunni á þeirri stund er hann stóð við brúna yfir Canale Grande og lýsir í Ijóði sínu Feneyjar. Við lestur þessa leiðsluljóðs sprettur tónlist Chopins fram í hugann, en ljóðið hljóðar svo í þýðingu Helga Hálfdanarsonar: Brúnrti beið ég hjá, brún var nóttin og hljóð. Langt að söngur sveif: sindrandi gnllið regn útyfír titrandi tæran flöt. Tónar, gondólar, Ijós - vímutöírað íhúminu hvarf... Og mín sál, til hljóma hrærð, hóf sinn dula strengjaleik, gondólaljóð í leyni söng lauguð titrandi djúpri sæld. - Heyrði nokkur þann hljóm? Að lokum langar mig til að geta þess að væntanlegir lesendur þessa kvers mega ekki halda að höfundur ætli sér þá dul að gera fulla grein fyrir Chopin, lífi hans og verkum. Það hafa margir færari og margfalt menntaðri rit- höfundar reynt að gera hver á sinn hátt. Bókin er einungis örlítfll þakklætisvottur fyrir tónlist Chopins sem veitt hefur mér margar ánægju- stundir um ævina. Ég hef alltaf reynt að stuðla að því að menn lærðu að meta það sem fagurt er og gott, frekar en hitt sem miður fer. En í guðanna bænum, góði minn, farðu ekki að hæla mér, enda hef ég ekki til þess unnið! Þetta hef- ur allt komið af sjálfu sér.“ „Með etýðum sínum lagði hann grundvöll að nýrri listrænni tækni. Liszt tók sér þær tfl fyrirmyndar. Nýbreytni var að öllum verkum hans, og ný eru þau okkur í hvert sinn er við leikum þau. Við undrumst marg- breytnina í flúi’uðum man- og tregasöng noktúrnanna, dulkynngina í hinum sagn- rænu ballöðum, göfgi sónatanna, myndug- leik fantasíunnai- í f-moll, ástríðuofsa scherzóanna, blæríkan litskrúða Berceuse og Barcarolle og einning prelúdíanna, og enn - og ekki síst - látum við heillast af þjóðlegri hrynjandi og trega mazúrka og pólónesa, dansa heimalandsins, sem hann lyfti í æðra veldi. Hér hljómar harpan hans í þúsund geðbrigðum hjartans. Túlkun þess- ai’a verka krefst endursköpunar, sérstakrar innlifunar i stíl þeirra - þau þurfa að vera fijálsar fantasíur - þurfa að fæðast á ný í hvert sinn sem þau eru flutt. Það er erfitt að skilgreina slíka sálarlist. Hún tjáir mótsagn- ir mannlegra tilfinninga í fjölbreytni sinni, hið dularfulla eðli skáldsins. í milli- og und- irröddunum úir og grúir af stuttum athuga- semdum sem breyta svip aðalraddanna í sí- fellu, - grípa inn í, spyrjandi, játandi, neit- andi, skýrandi eftir atvikum, - þær mynda nýjar streitur - ný viðhorf. Hin viðlcv’æma, efagjarna og innhverfa lund Chopins birtist í þessum síhvikula radda- og hljómaleik. En festu, formfestu, þarf tfl og vissa hófsemi svo allt sundrist ekki. Það mætti ef til vill líkja verkum Chopins við allt sem er íjöllitt og fagurt, ef undiiTÓt þeúra væri ekki sorgin, örlagatreginn, ætt- jarðarástin. Chopin gaf þjóð sinni mál í tónum með verkum sínum, hinn dýrasta skerf sem Pól- ^ land hefur lagt til heimsmenningarinnar. En * auk þess varð hann eitt mesta tónskáld Frakklands og hins siðmenntaða heims.“ Ur bókinni, Um Fryderyk Chopin, ævi hans og einstök verk. LESBÓK MORGUNBtAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29.-MAÍ 1999 1»9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.