Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Síða 2
Reuters NÚ gefst almenningi kostur á að skoða þau listaverk sem sýnd eru á Feneyjatvíæringnum. Leið mannsins liggur fram hjá „Silviu“, verki eftir svissneska listamanninn Franz Gertsch. SIGURÐUR ÁRNI FÆR GÓÐAR VIÐTÖKUR í FENEYJUM SÝNINGAR á Feneyjatvíær- ingnum, þ.á m. Sigurðar Arna Sigurðssonar myndlistarmanns, verða opnaðar almenningi í dag. Að sögn Ólafs Kvaran, forstöðu- manns Listasafns íslands, sem staddur er í Feneyjum, hefur sýningarskáli Sigurðar Arna vak- ið mikla athygli. Stöðugur straumur fólks hefur legið um skálann að skoða verk hans, auk þess sem hann hefur fengið tölu- verða athygli frá erlendum fjöl- miðlum. Sýningarsvæðið hefur verið opið síðan á mánudag, en gagn- rýnendur og gallerís- og safna- fólk hefur ásamt fjölmiðlum haft eitt aðgang að svæðinu til dags- ins í dag. Ólafur segir þúsundir manna hafa streymt í gegnum íslenska skálann undan- fama daga. Mikið fjölmenni er á svæðinu og segir hann sérstakt andrúmsloft ríkja á tvíær- ingnum. Að sögn Ólafs hefur Sigurður hlotið góðar viðtökur, sem og mikla athygli fjölmiðla. Auk fulltrúa blaða og tímarita er mikið af fólki frá sjónvarps- og útvarpsstöðvum á sýningunni, þar sem þetta er einn mikilvægasti myndlist- arviðburður í Evrópu. Sýning Sigurðar er haldin í skála hönnuð- um af Alvar Aalto, sem íslendingar hefur leigt undanfarin ár, og hefur hver þjóð að venju skála út af fyrir sig. Ólafur segir staðsetningu skálans sér- lega hentuga, þar sem hann sé við hlið ítalska skálans sem inni- heldur kjarnasýningu tvíærings- ins - alþjóðlegt yfírlit yfír mikil- væga listamenn á 20. öldinni. A kjarnasýningunni eru m.a. verk eftir Dieter Roth. „Petta er ótrúlega umfangs- mikil kynning á samtímalist sem þarna fer fram,“ segir Ólafur og bætir við; „þannig að það er mik- ilvægt íyrir okkur að vera þátt- takendur." Hann segir vel staðið að sýningunni í ár. Mikið hafi verið lagt upp úr að kynna hana vel, bæði gagnvart fjölmiðlum, auk þess sem gefin var út vönduð sýningarskrá. „Pað var reynt að standa vel að þessum „praktísku" þáttum og það má full- yrða að það er að skila sér,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs eru þessir fyrstu dagar tví- æringsins mikilvæg kynning fyrir listamenn, enda margt sem geti gerst í framhaldi af þátttöku þar. „Pað er svo margvísleg athygli sem menn fá og þá eru þeir einfaldlega komnir inn á alþjóðlegt landabréf sem lista- menn. Þetta getur síðan leitt til margra hluta á þessum alþjóðlega markaði," segir Ólafur og bætir við að því sé áríðandi að geta stuðlað að kynningu íslenskrar myndlistar með þessum hætti. Sigurður Árni Sigurðsson SUAAARTÓNLEIKAR í STYKKISHÓLMSKIRKJU TRÍÓ SUÐURLANDS Á FYRSTU TÓNLEIKUM FYRSTU tónleikamir í árlegri sumartónleika- röð í Stykkihólmskirkju 1999 verða á morgun, sunnudag. Að þessu sinni er það Tríó Suður- lands sem ríður á vaðið kl. 17. A efnisskrá tón- leikana eru tvö verk: Haydn píanótríó nr. 25 í G- dúr og Beethoven píanótríó op. 1 nr 3 í c-moll. í Tríói Suðurlands eru þau Agnes Löve, pí- anóleikari, Asdís Stross, fíðluleikari og Páll Einarsson, sellóleikari. A næstu tónleikum sem verða 27. júní koma fram Auður Hafsteinsdóttir fíðluleikari, Peter Tompkins óbóleikari og Guðríður St. Sigurðar- dóttir píanóleikari. 11. júlí verða Guðrún Jó- hanna Jónsdóttir sópran og Guðríður St. Sig- urðardóttir píanóleikari á tónleikum. 25. júlí leikur gítarleikari Arnaldur Amarson. 8. ágúst syngur Jón Rúnar Arason tenor við undirleik Þórhildai- Bjömsdóttur píanóleikara og á síð- ustu tónleikunum, 22. ágúst, koma fram Ca- miila Söderberg blokkflautuleikari og Snorri Örn Snorrason lútu- og gítarleikari. Allir tónleikarnir em á sunnudögum og hefjast kl. 17. Fimmtudaginn 22. júlí kl. 20. 30 verða sér- stakir gestatónleikar þar sem fram kemur „Det lille Operakor" frá Kaupmannhöfn. Á FYRSTU tónleikum í Stykkishólmskirkju kemur fram Tríó Suðurlands. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Yfírlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallcri Fold, Kringlunni Lýður Sigurðsson. Til 22. júní. Gallerí Sævqrs Karls Arngunnur Yr. Til 18. júní. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Yfirlitssýning á verkum Magnúsar A. Árnason- ar. Til 20. júní. Hallgrímskirkja Georg Guðni Hauksson. Hafnarborg Sverrissalur: Ljósmyndasýning Johns R. John- sen. Til 28. júní. Aðalsalur: Sóley Eiríksdóttir. Til 16. júlí. Ingólfsstræti 8 Finnbogi Pétursson. Til 13. júní. Kjarvalsstaðir Vestursalur: Karel Appel. Austursalur: Verk úr eigu safnsins. Til 29. ágúst. Listasafn ASÍ Samsýningin Cellolose: Jane Balsgaard, Ga- briella Göransson, Gjertrud Hals og Hilde Hauan Johnsen. í öllum sölum. Til 27. júní. Listasafn Árnesinga Ættarmunstrið: Steinunn H. Sigurðardóttir og Inga Jónsdóttir. Til 27. júní. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands Yfirlitssýning á völdum sýnishornum af ís- lenskri myndlist. Sumarsýning. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á verkum listamannsins. Til 29. ágúst. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sumarsýningin Spor í sandinn. MÍR-salurinn, Vatnsstfg 10 Mai Cheng Zheng. Til 20. júní. Nýlistasafnið 15 listamenn frá París: Polylogue 153. Til 27. júlí. Norræna hiísið Ljósmyndir af listafólki og menningarfrömuð- um frá menningarborgum Evrópu árið 2000. Anddyri: Norræni ljósmyndaháskólinn. Til 15. ág- Safnasafnið, Svalbarðsströnd Ragnar Bjarnason, Gunnar Árnason, Svava Skúladóttir, Þór Vigfússon, Óskar Beck. Hand- verk í Húnaþingi, 8 sýnendur. Til 29. ágúst. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarf. Sýning á hafrænum málverkum. SPRON, Álfabakka Sigurður Örlygsson. Til 9. júlí. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýning opin kl. 13-17 daglega til 31. ágúst. Þjóðarbókhlaðan Undir bláum sólarsali - Eggert Ólafsson. Til 31. ágúst. TÓNLIST Laugardagur Ráðhús Reykjavíkur: Blásarakvintett Reykja- víkur. Kl. 16. Sunnudagur Hallgrimskirkja: Kirkjulistahátíð: Einleikstón- leikar Einars Jóhannessonar klarinettleikara. Þriðjudagur FÍH-salnurinn, Rauðagerði: Caput-hópurinn. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Sjálfstætt fólk: Ásta Sóllilja, sun. 13. júní. TVeir tvöfaldir, lau. 12. júní. Abel Snorko býr einn, lau. 12., fös. 18. júní. Borgarleikhúsið Litla hryllingsbúðin, lau. 12., sun. 13., mið. 16., fós. 18. júní. Maður lifandi, óperuleikur, lau. 12. júní. Loftkastalinn Söngleikurinn Rent, lau. 12., fós. 18. júní. Hattur og Fattur, sun. 13. júní. Iðnó Hnetan, sun. 13., fós. 18. júní. Hádegisleikhúsið: 1000 eyja sósan, þrið. 15., mið. 16., fós. 18. júní. Nemendaleikhúsið, Lindarbæ Krákuhöllin, mán. 14., þrið. 15. júní. VERK ATLA HEIMIS SVEINSSONAR FLUTT Á KIRKJULISTAHÁTÍÐ HUGLEIÐING FYRIR KLARINETT KLARINETTLEIKARINN Einar Jóhannes- son mun flytja einleiksverk Atla Heimis Sveins- sonar, Þér hlið, lyftið höfðum yðar, í Hallgríms- kirkju næstkomandi sunnudagskvöld. Það mun verða öðru sinni sem Einar flytur verkið, sem tekur sextíu mínútur í flutningi. Atli Heimir Sveinsson segir, að verkið sé fremur hugleiðing fyrir klarinett en tónverk í eiginlegum skilningi. I grein sem hann skrifaði þegar verkið var frumflutt sagðist hann trúa því að tónlist gæti vakið upp andlega krafta og verið farkostur um víðáttur sálarinnar. Og Einar seg- ir það ekki fjarri lagi, að verkið búi yfír slíkum eiginleikum. „Þegar ég frumflutti verkið fyrir fimm árum áttaði ég mig á því að ég hafði staðið og spilað í meira en einn og hálfan tíma. Ég held að ég hafi fallið í einhvers konar trans,“ segir Einar hlæjandi og bætir við að ýmislegt geti gerst í svo mögnuðu verki. Aðspurður um hvort hann geti teygt verkið að vild segir hann það geta gerst, því tónlistin tengist hugleiðslu sterkum böndum. „Þá getur tíminn flogið án þess að maður hafí nokkra hug- mynd um það,“ segir Einar, sem stefnir að sex- tíu mínútna flutningi að þessu sinni. Hann kveður það ekki auðvelt að útskýra hljóðheima verksins, en inntak þess sé mjög trúarlegt. „Kveikjan er 24. Davíðssálmur sem fjallar um það að drottinn ákveður að búa meðal okkar, en er jafnframt vísbending til fólks um að opna hug sinn og hjarta fyrir mætti trúarinn- ar. Hvort verkið getur orðið til þess, veit ég ekki,“ segir Einar kíminn. Að sögn Einars er þetta eitt lengsta einleiks- verk sem samið hefur verið fyrir klarinett. Að- spurður um tónleikastaðinn segir hann Hall- grímskirkju vera alveg stórkostlega fyrir svona tónlist og kveðst hlakka til að flytja verkið þar. Tónleikarnir á sunndudagskvöldið eru upp- hafíð á mjög annasömu sumri hjá Einari, en hann mun koma fram á þremur öðrum tónlists- arhátíðum; í Noregi, Belgíu og Ástralíu auk tón- leika í Wigmorehall í London. í Belgíu mun Einar frumflytja verk eftir Misti Þorkelsdóttur. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.