Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Qupperneq 3
LESliOK MORGUNBLAÐSEVS - MENNENG LISTDt 22. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Þykkvibær er elsta sveitaþorp á íslandi og hvergi annars staðar mynda sveitabæir viðlíka þéttbýli. Matthías Jochumsson kallaði Þykkbæinga í kvæði „hrossaketsætur á hundaþúfu“ og oft hefur verið þröngt í búi á sléttlendinu í Djúpárhreppi, en nú nýta bændur göð náttúruskilyrði til kartöflu- ræktar eins og landsmenn vita. Um sögur og sagnir úr Þykkvabæ skrifar Vilmundur Hansen skólastjóri. í Indlandi Haustið 1998 fékk Jón Baldvin Hann- esson, forstöðu- maður skólaþjón- ustu Eyþings, boð um að kynna sér einkaskóla í borg- inni Lucknow í Indlandi, en skóli þar hefúr vakið athygli um víða veröld fyrir afburða námsárangur 22 þúsund nemenda. Jón seg- ir frá þessu og öðru sem fyrir augu bar í Indlandi hér og í tveimur næstu blöðum. FORSÍÐUMYNDIN Tröllaskagi Svo nefna menn fjalllendið milli Skaga- fjarðar og Eyjafjarðar, en sú nafngift er ekki gömul segir Bjarni E. Guðleifsson, sem skrifar grein um Tröllaskaga, en hann hefur ásamt Árna Þorgilssyni og fleirum tekið fjöfda fagura ljósmynda, sem sýna að þarna er eftir miklu að slægjast fyrir ferða- menn og ástæða til að huga að því nú þegar sumarferðalög fara í hönd. Pier Paolo Pasolini var hæflleikaríkasti viðvan- ingur í kvikmyndasögunni segir Jónas Knútsson. Pa- solini var endurreisnar- maður, Ijóðskáld, greina- smiður, rithöfundur, blaða- maður, kvikmyndamaður, kvikmyndagagnrýnandi og kenningasmiður; ramm- kaþólskur marxisti og gætti þess vandlega að vera ætíð ósammála sfðasta ræðumanni. Leikhúslífið í London er fyrirferðarmikið og fjölbreytt. I frásögn sinni fjallar Freysteinn Jóhannsson um nýjar sýningar á leikritum David Hare og Tom Stoppard, senuþjófnað Patriciu Routledge, írskar draugasögur, sem sagðar eru kvöld eftir kvöld, og sviðsverk, sem unn- ið er upp úr Sögnum Ovíds eftir lárviðar- skáldið Ted Hughes. Menntun er tekin á Tröllaskaga og birt í tilefni umfjöllunar um þetta mikla fjalllendi. Hér er horft yfir botn lllagilsdals á falljökul i hlíðum Dýjafjallshnjúks, sem er hæsta fjall á Tröllaskaga vestan Öxnadals. Ljósmynd: Árni Þorgilsson. SIGURÐUR NORDAL ÁST Sólin brennii• nóttina, og nóttin slökkvt dag; þú evt athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag. Pú ert yndi mitt áður og eftir að dagur rís, svölun í sumarsins eldi og sólbráð á vetrarins ís. Söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn, þú gafst mérjörðina oggi-asið og Guð á himnum að vin. Pú gafst mér skýin og fjöllin og Guð til að styrkja mig. Eg fann ei, hvað lífíð var fagurt, fyrr en eg elskaði þig. Eg fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði eg að unna þér, og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér. Ást mín fær aldrei fölnað, því eilíft lífmér hún gaf. Aldirnar hrynja sem öldur um endalaust tímans haf. Aldh• og andartök hrynja með undursamlegum nið; það er ekkert, íheiminum öllum nema eilífðin, Guð - og við. Sigurður Nordal, 1886-1974, var skóld, bókmenntafræðingur, rilhöfundur og heimspekingur; prófessor í íslenskum fræðum við HÍ 1918-1951 og sendiherra í Kaupmonnahöfn 1951-'57. Um langt órabil hafði hann gífudeg óhrif ó skoðanir leikra og lærðra til bókmennta og menningar. RABB FRÆGÐIN ER FORGENGILEG AÐEINS örfáir einstak- lingar í sögunni hafa gert eitthvað nægilega gott - eða nægilega illt - til þess að frægð þeirra lifir öld fram af öld. Þetta á við um höfunda helztu trúarbragðanna, og her- stjórnendur sem lögðu undir sig lönd og höfðu áhrif á gang sögunnar; menn eins og Gengis Khan, Alexander mikli, Cesar og Napóleon. A þessum eilífðarspjöldum sög- unnar eru vísindamenn sem mörkuðu tíma- mót, Kópemikus, Galileo, Newton og Ein- stein til dæmis. Þeir stjórnmálamenn okkar aldar, sem líklega verður minnst þó allnokk- ur tími líði, eru þeir sem stórtækastir hafa verið í fjöídamorðum og þá helzt á eigin landsmönnum: Hitler, Stalín og Maó. Önnur fúlmenni á valdastólum sögunnar; sum þeirra vitskert eins og Neró Rómarkeisari, eru eins og smákrimmar við hliðina á þess- ari þrenningu. Menn sem á tímabili voru á hvers manns vörum, segjum Adenauer, Kennedy og Gorbasjof, verða flestum gleymdir á næstu öld og í þeirri glatkistu verður Bill Clinton ásamt erkióvinum sínum Milosevitc og Saddam Hussein. Aftur á móti er líklegt að nöfn Bachs, Beethovens og Mozarts hljómi jafn kunnuglega sem hingað til, því þeir munu halda áfram að minna á sig með snilld sinni á sama hátt og Shakespeare, Michelangelo og Rembrandt. Ekki er gott að segja hvort einhver lista- maður þessarar aldar verði orðlagður eftir 300-500 ár; samtíminn er glámskyggn á slíkt. Þó má gera því skóna að nafn Picassos máist ekki auðveldlega út. Tuttugasta öldin hefur verið öld byltinga í listum, en hún er ekki að sama skapi öld örfárra yfirgnæfandi risa. Meginreglan er sú að nöfn höfunda lifa, en túlkendur gleymast, enda segja leik- arar í gamni og alvöru, að „enginn er eins dauður og dauður leikari.“ Þegar litið er til hinna goðumlíku kvikmyndaleikara aldar- innar standa örfáir bautasteinar eftir; hinir eru fallnir. Á þeim sem standa eru nöfn eins og Charlie Chaplin, Humphrey Bogart, Cl- ark Gable, Marilyn Monroe og Marlene Di- etrich. Sumir vilja bæta Arnold Schwarzenegger við þennan hóp vegna þess að hann er einskonar „erkitýpa" eins og Ga- ble og Monroe; það sé ímyndin sem lifir. Öll frægð er forgengileg; engin þó eins og frægð íþróttamanna, nema ef vera kynni frægð poppstjarna sem lifnar og deyr í senn. Popplistamaðurinn Andy Warhol þótti mæla spámannlega þegar hann sagði að nú (eða hvort það var í framtíðinni) mundu allir verða frægir - en aðeins í fimm mínútur. Sjálfur hlaut hann m.a. frægð fyrir silki- prentanir af andlitum frægs fólks. Það að vera nálægt hinum frægu og baða sig í frægð þeirra getur líka gefið af sér fimm mínútna frægð. I dægurflugubransanum er varanleg frægð oftast eins og ókleifur tind- ur; þó komu Bítlarnir, sáu og sigruðu, enda eru sum lögin þeirra orðin klassísk. Þeir munu ekki gleymast auðveldlega. Árið 1946 gaf Þorsteinn Jósefsson, blaða- maður og ljósmyndari, út bók sína: I djörf- um leik. Hún er um íþróttamenn sem urðu þjóðhetjur og á hvers manns vörum vegna þess að þeir settu heimsmet eða unnu, sum- ir óvænt, á Olympíuleikum. Þar er kafli um Spiridon Luis, gríska geitahirðinn sem vann maraþonhlaupið á hinum fyrstu endurvöktu Olympíuleikum í Aþenu 1896. Geitasmalinn var dáður og heimskunnur í bili, en nafn hans kveikir varla lengur á mörgum perum. Annar kafli í bókinni er um Matta Járvinen, finnskan sigurvegara í spjótkasti á Olymp- íuleikunum 1928, sem varð á sama hátt og Luis, þjóðhetja í heimalandi sínu. En síðan hafa Finnar átt marga betri spjótkastara og vafasamt að Finnar muni almennt eftir Jár- vinen, hvað þá aðrir. Aftur á móti muna bæði þeir og margir fleiri eftir Paavo Nurmi, sem segja má að hafi nokkuð haldið frægð sinni þó að öll hans met hafi verið bætt fyrir löngu. Nurmi var engu að síður yfirburðamaður á sinni tíð; margfaldur sig- urvegari á Olympíuleikunum 1920 og ‘24 og þjóðhetja í Finnlandi. Ekki er þó einusinni víst að ungir áhugamenn um íþróttir, hér eða annarsstaðar, hafi nokkru sinni heyrt hann nefndan. Tékkinn Zatopek var á hvers manns vörum eftir sigra á Olympíuleikun- um 1948 og ‘52, en hvar er frægð hans nú? Metin sem þeir Nurmi og Zatopek settu hafa öll verið stórbætt eftir að Áfríkubúar komu til skjalanna; frábærir hlauparar frá Marokkó og Eþiópíu. Þeir eru sífellt að setja ný heimsmet, en einhverra hluta vegna muna fáir eftir nöfnum þeirra. Þó þeir séu beztir er varla hægt að segja að þeir séu frægir. Þegar allir þeir íþróttakappar eru gleymdir sem Þorsteinn fjallar um í bók sinni, er þó líklegt að minningin um Jesse Owens haldi velli enn um sinn. Svo sérstæð- ur var þessi geðþekki, bandaríski blökku- maður sem sigraði í 100 m hlaupi og lang- stökki á Olympíuleikunum í Berlín 1936. Hitler leit svo á að einvígið í langstökkinu milli Þjóðverjans Lutz Long og Owens væri táknrænt fyrir baráttu hins hvíta yfirburða- stofns gegn þeim svarta, og þegar Owens hafði sigrað gekk Foringinn frá og tók ekki í hönd hans. Þessi alkunna saga hefur að sjálfsögðu stuðlað að frægð Owens eftir að hann er allur. Hitt get ég borið um eftir að hafa séð Owens hlaupa í kvikmynd að það var engu líkt. Yfir hlaupastíl hans var því- líkur þokki; hann virtist líða áfram átaka- laust. Heimsmet Owens í 100 m hlaupi, 10,2 sek, hefur verið margbætt, en nöfn kapp- anna muna fáir. Aðeins örfáir þeirra eru minnisstæðir, þar á meðal Carl Lewis og óheillakrákan Ben Johnson. Við getum litið okkur nær; einnig hér í fámenninu finnast ófá dæmi um íþrótta- frægð sem lifnar og deyr. Það er ekki fyrr en um síðustu aldamót að íþróttir eru end- urvaktar á íslandi og verða fyrst að hreyf- ingu sem um munar með „gullaldarliðinu", sem svo var kallað, í frjálsum íþróttum eftir síðari heimsstyrjöld. Það var vítamín- sprauta fyrir íþróttalíf á íslandi þegar Gunnar Huseby varð Evrópumeistari í kúluvarpi 1946 og má ekki fyrnast þó að Gunnar sé nú genginn til feðra sinna. Ég hef þó grun um að nöfn Evrópumeistar- anna, Gunnars og Torfa Bryngeirssonar, sem varð Evrópumeistari bæði í langstökki og stangarstökki 1950, séu að hverfa í móð- una miklu, en vonandi muna menn enn um sinn silfur Vilhjálms Einarsonar í Melbour- ne 1956. Fyrsti íslenzki atvinnumaðurinn í knattspyrnu, Albert Guðmundsson, er enn ljóslifandi í minningu eldri kynslóðarinnar, en hvað með þá yngri? Gamlir aðdáendur telja þó óhikað að annar eins fótboltamaður hafi enn ekki komið fram hér. En þetta er ekkert einstakt. Heimsfrægar boltastjörn- ur frá því fyrir fáum árum eru gersamlega gleymdar og ofurstirni gærdagsins byrjuð að rykfalla; menn eins og Portúgalinn Eu- sebio, Bretinn Bobby Charlton og sá þýzki Beckenbauer. Sérfræðingar í sparkfræðum telja þó að þrenningin á hinum hæsta tróni fótboltans sé skipuð Ungverjanum Puskasi, Brasilíu- manninum Pele og Argentínumanninum Maradonna. Nöfn þeirra eru enn ljóslifandi og um Pele er það að segja, að hann þótti hvarvetna til fyrirmyndar eins og Jesse Owens, utan vallar sem innan, bráðvel gef- inn maður og varð ráðherra íþróttamála í heimalandi sínu. Að bera saman afreks- menn ólíkra íþrótta kann að vera hæpið, en ekki er fráleitt að á hinn endanlega verð- launapall aldarinnar komist þeir Pele, Jesse Owens og Michael Jordan, körfuboltamað- urinn frækni sem nýlega lauk ferli sínum. I svipuðum gæðaflokki eru einnig kylfingur- inn Jack Nicklaus með keppnisferil í golfi sem enginn hefur nálgast, og hnefaleikarinn Muhamed Ali, harmsöguleg persóna, sem fróðir menn telja yfirburðamann í þessari grein. Þegar líður á næstu öld og ryk gleymsk- unnar hefur fallið á frægð og afrek allra annarra íþróttamanna, gæti þó hugsazt að þessara kappa verði minnst. GÍSLI SIGURÐSSON LESÐÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.