Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Qupperneq 4
„FYRIRHEITNA LANDIÐ" Á FLATNESKJUNNI Þykkvibær er að fornu mati talinn standa Reykjavík framar að gæðum. Hann var talinn geta borið 60 kúa þunga en Reykjavík 36 kúa þunga. Á þeim tíma sem matið var gert voru 12 býli í Reykjavík en 16 í Þykkvabæ, en fólksfjöldi mun hafa verið svip- aður. Þess ber þó að gæta að Þykkvibær hafði orðið iyrir miklu áfalli skömmu áður, þegar útræði tók af við Rangárós og býlum fækkaði um þriðjung. Samkvæmt Jarðabók Ama Magnússonar og Páls Vídalíns var mikið um sel, silungsveiði og rekahlunnindi í Þykkvabæ og hefur það haft mikil áhrif á sókn fólks þangað. Samkvæmt sóknarlýsingu séra Brynjólfs Guðmundssonar í Kálfholti frá 1840 var sið- ferði nokkuð gott í sókn hans nema ef vera skyldi í Þykkvabæ. Hann segir m.a. „Siðferði er hér vel í meðallagi, nema ef það væri nokkuð miður í Þykkvabænum, því misjafn sauður er í mörgu fé. Eru þar kannske menn, sem glettnir eru kallaðir á fjörum þegar rekatíminn er, og ekki eru þar allir sem áreiðanlegastir í orðum sínum, sem oft verður orsök til ryskinga, og er orsök til þess iðjuleysi margra ungra manna þar, og sjálf- ræði. Þarna má þó ekki segja, að siðferðinu fari aftur yfir höfuð að tala. Brennivíns- drykkjurnar líka of almennar hér, eins og víða mun við brenna.“ Séra Matthías Jochumsson tók í svipaðan streng er hann lýsti Þykkbæingum. „Þeir eru kámleitir og klofstuttir, ferstrendir og fjólu- bláir og þekkja engan greinarmun góðs og ills nema í kíki.“ Og þetta kvað þjóðskáldið um Þykkbæinga: Par sem akrar engi prýddu, veltanúvötn og valda auðnum; þar sem kynstórir kapparléku sofa nú hrossaætur á hundaþúfum. En Matthías dró aðeins til baka í seinni um- mælum sínum og segir: „Var það einmælt, að aldrei voru þeir upp á aðra komnir. Þeir þóttu þrifamenn, vinnugarpar hinir mestu og þoldu vos flestum fremur. Hjú úr Þykkvabæ þóttu og hin bestu. Nú er þar kominn skóli og guð veit hvað...“ Það ber þó að hafa í huga að báðir þessir menn áttu í deilum við Þykkbæinga vegna rekaréttar og annarra hlunninda og kann skoðun þeirra að mótast af því. Hrossakjötsát Þótt fólki í Þykkvabæ fækkaði nokkuð með köflum, fjölgaði þar furðu fljótt aftur af að- komufólki. Margir af þeim sem í Þykkvabæ- inn fluttust voru flóttamenn undan kúgun og örbirgð. Sagan segir að hjáleigubóndi einn á Stórólfshvoli hafi beðið um leyfi til að fara í Þykkvabæinn til að sækja sjóinn. En lands- drottinn, presturinn á staðnum, neitaði hon- um á þeim forsendum að það þyrfti að gera við fjósið á höfuðbólinu. Þrátt fyrir neitun prestsins fór leiguliðinn til Þykkvabæjar og fékk pláss. Þegar vertíðinni lauk fór hann aft- ur heim, en þegar þangað kom beið hans held- ur dapurleg sjón. Presturinn hafði látið rífa þakið af kotinu og hola konu hans og bömum á aðra bæi. í framhaldi af þessu tók fjölskyld- an sig upp og fluttist í Þykkvabæinn. Var henni vel tekið og hjálpað við að koma undir sig fótunum. Þannig mun Þykkvibær hafa verið í huga margra fyrirheitna landið, þar sem menn gátu komið undir sig fótunum og verið frjálsir. Þykkbæingum mun helst hafa verið fundið það til foráttu að þeir átu hrossakjöt. Ná- grannar þeirra hneyksluðust mjög á hrossa- kjötsátinu og töldu þá ókirkjuhæfa vegna þess. Bændur í nágrannasveitarfélögunum létu þó hneykslun sína ekki aftra sér frá því að reka heilu stóðin til slátrunar í Þykkvabæ. Heimamenn máttu hirða af þeim allt nema hámar. Svo mikið af hrossakjöti safnaðist á suma bæi að það skorti salt til að geyma það. Megn ýldulykt var því oft í kotunum og sett- ist hún í föt og sagt er að fólk hafi neytt Ljósmyndir: Gísli Sigurðsson. HÁBÆJARKIRKJA í Þykkvabæ. SÖGUR OG SAGNIR ÚR ÞYKKVABÆ EFTIR VILMUND HANSEN Elsti þéttbýliskjarni á íslandi er Þykkvibær í Djúpár- hreppi. Þykkvibær mun vera í landnámi Þorkels bjálfa sem bjc > á Háfi. Allt landnámið var að heita ein sam- felld slétta, fyrir utan þrjá hóla. Nafnið Þykkvibær er hugsan ilega dregið að þykkvajDangi, öðru nafni kló- þangi, sem rekur á fjörur. En Finnur Jónsson biskup benti á þann möguleika í kirkjusögu sinni, að Þykkvi- bær væri afbökun á orðinu þéttbýli. í dag búa um 225 manns í Djúpárhreppi. kjötsins eins lengi og það hafði nokkra lyst á því. Sjósókn, skipströnd og drukknanir Árið 1896 eyðilögðust öll skip sem rem frá Þykkvabæjarsandi á einum degi og lagðist sjósókn af til 1916, en þá gekk eitt skip frá sandinum. Það hefur alltaf þótt erfitt að stunda sjó frá Þykkvabæ vegna þess að hann stendur fyrir opnu hafi og hinn 27. mars 1955 var síðast far- ið á sjó þaðan á árabát. Ellefu menn vom á bátnum, þegar komið var aftur að lendingunni var komið mikið brim og bátnum hvolfdi. Fimm menn komust strax í land en sex urðu undir bátnum en var bjargað. Þótti hin mesta mildi að ekki fór verr en svo að einn maður meiddist illa er önglar stungust í hendumar á honum. M,argir bátar og skip hafa strandað í Þykkvabæjarfjömm. Veturinn 1900 strand- aði flutningaskipið Kamp og drukknuðu þrír menn. Árið 1908 strandaði vélbáturinn Sæ- borg með þeim afleiðingum að tveir menn fórust. í mars 1912 kom leki í franskt skip út af Vestmannaeyjum, mönnunum var bjargað í land þar en skipstjórinn kveikti í skipinu og það rak upp í Þykkvabæjarfjörur. Þýska flutningaskipið Víkartindur strandaði 5. mars 1996 í Háfsfjöm. Þyrla Landhelgis- gæslunnar bjargaði öllum frá borði, en einn skipverji af varðskipinu Ægi féll útbyrðis þegar verið var að reyna að koma dráttar- taug í skipið. Strandi Víkartinds fylgdi nokkur mengun og alls konar drasl rak á fjörar, skipið var að lokum hlutað sundur í fjöranni og hreinsun tókst vel. Safamýri Ofan við Þykkvabæ er um 1.600 hektara flæmi sem nefnist Safamýri. Áður var mýrin þýfð, graslítil, mosavaxin og léleg til beitar. í byrjun 19. aldar varð mikil breyting á mýrinni þegar árnar umhverfis hana bratu bakka sína og flæddu yfír Safamýri. Mýrin sléttist út og í stað lágróðurs óx þar gróskumikil stör. Sagt er að störin hafi verið svo hávaxin að menn hafi leikið sér að því að hnýta hana saman yfir BÆJARNÖFN í Þykkvabæ enda mörg á kot, en það er til fyrirmyndar að þessi nöfn hafa fengið að halda sér. í baksýn er Dísukot, en myndin er tekin frá Hákoti (sbr.“Það er stórt orð Hákot.“) herðakambinum á hesti, og fé sem beitt var á mýrina villtist stundum og kom ekki út aftur. Safamýri er með frægari mýram á íslandi og sóttu bændur allt frá efstu bæjum á Rang- árvöllum þangað slægjur á sínum tíma. Baróttan við vötnin Þegar ókunnugir horfa yfir hið víðfeðma þurrlendi í Þykkvabæ, eins það er í dag, er erfitt að gera sér grein fyrir því að fyrir hund- rað árum var þar líkt og um hafsjó væri að ræða. Straumþungir álar rannu milli bæja og klufu byggðina í marga hluta. Rétt eftir aldamótin 1800 kom mikið hlaup í árnar kringum Þykkvabæ og rannu þær ólg- andi yfir allt og stóð ekkert fyrir þeim. Flóðin leituðu svo á byggðina að túnin urðu ekki nema litlir kragar kringum húsin. Kýr þurfti að reka á sund til að koma þeim í haga og sennilega hefði allt sauðfé horfið úr sveitinni á þessum tíma, vegna heyskorts, ef menn hefðu 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.