Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Qupperneq 6
því fram að engir draugar væru til. Eitt sinn fór hann að gegna sauðunum að kvöldi til út í kofann. Þegar hann hafði lokið gegningunum ætlaði hann út en fann engar dyr. Hann fór fram og aftur um kofann en alls staðar var heill veggur. Að lokum var honum ekki farið að lítast á og varð mjög hræddur. Bað hann •þá heitt til guðs að leysa sig úr þessari prís- und, en við það opnuðust dymar og hann komst út. Eftir það rengdi hann aldrei dul- rænar sögur eða fór í kofann eftir myrkur. Ljósið Árið 1902 var bóndi úr Þykkvabænum á ferð austan við Þjórsá, þegar hann kemur á móts við Háfsósa sér hann mjög skært ljós á himninum. Ljósið var miklu skærara en nokk- urt ljós sem hann hafði áður séð og leið það yfir himininn í vesturátt. Maðurinn taldi fyrir víst að hér gæti ekki verið á ferðinni jarð- neskt ljós. í dag yrði ljósagangur sem þessi eflaust skýrður sem fljúgandi furðuhlutur, en á sín- um tíma var hann talinn forboði þess að mað- ur drukknaði í Háfsósi stuttu eftir að ljósið sást. Unhóll Þau álög hvíla á Unhól að þar má ekld gera jarðrask. Þegar reisa átti súrheysgryfju við samnefndan bæ fannst hvergi betri staður en í hólnum. Þrátt fyrir aðvaranir lét bóndinn til skarar skríða um vorið og gróf gryfju í Unhól og fyllti hana af heyi um sumarið. Um vetur- inn drápust níu kýr á bænum. Bóndinn sagði seinna frá því að um vorið þegar hann var að grafa í hólinn hefði mág hans dreymt sama drauminn tvisvar sinnum. En draumurinn var á þá leið að tvær ókunn- ugar konur komu gangandi eftir hólnum og báðu hann bera skilaboð til bóndans. Sá sem drauminn dreymdi gat þó ekki með nokkru móti munað skilaboðin, en taldi víst að þau tengdust hólnum á einhvem hátt. Þess má geta að súrheysgryfjan var einungis notuð þennan eina vetur. Grenshóll Við bæinn Vesturholt er lág hæð sem nefn- ist Grenshóll og var því trúað að þar byggju álfar. Núverandi bóndi í Vesturholti er Ar- mann Olafsson. Sem bam segist hann oft hafa fært álfunum blóðmörssneið sem alltaf hafi verið horfln daginn eftir. Og vegna þess hafi hann ekki efast um tilvist álfanna. ívars Gunna Fyrir langa löngu áttu heima í Stóra-Rima- koti tvær systur og elskuðu þær báðar sama manninn. Hann giftist annarri þeirra og vegna þess varð hin, Ivars Gunna, sturluð og fyrirfór sér. Fljótlega varð þess vart að hún lá ekki kyrr og sótti mjög á systur sína. Varð ásóknin svo römm að hún missti heilsuna. Eftir það fór að leggjast sjúkleiki á aðrar konur í fjölskyld- unni, þær urðu máttlausar og ólýsanlega veik- ar. Helst sótti hún að skyldfólki sínu með hurðaskellum, höggum og barsmíðum. En hún átti það einnig til að fara í fjósið og drepa kýrnar. Var sagt að hún sligaði þær og hrygg- bryti eða keyrði höfuðið aftur þar til augun í skepnunum ranghvolfdust af kvölum. Það var svo um miðja þessa öld að gömul kona (frænka ívars Gunnu), sem sagt var að Gunna fylgdi, lést. Og segir sagan að prestin- um hafí með einhverju móti tekist að slæva Gunnu og stefna henni í gröfina með frænku sinni. Að minnsta kost hefur hennar ekki orð- ið vart síðan. Kartöfluólfar Eftir að kartöflurækt hófst í Þykkvabæ fór að bera á verum sem seinna hafa verið kallað- ar kartöfluálfar. Alfar þessir eru litlir vexti, með stórt höfuð, stuttar hendur og fætur og feiknarstór eyru. Kunnugir segja að þeir ber- ist í sveitina með álftum á vorin þegar þær stoppa á leið til varpstöðva sinna. Alfar þessir eru sagðir bæði til gagns og ógagns. A sumrin eru þeir sagðir hlúa að kartöflunum í görðun- um, en á veturna stela þeir þeim úr geymslun- um. Á haustin þegar bændumir eru að taka upp sést oft til kartöfluálfanna er þeir skjót- ast milli raðanna og stela kartöflum. Sagt er að þeir lifí einungis á kartöflum og búi neðan- jarðar. Heimildir • Árni Óla. 1962. Þúsund ára sveitaþorp. Reykja- vík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs. • Haraldur Matthísson. 1966. Rangárvallasýsla vestan Markarfjóts. Árbók Ferðafélags Islands. • Jón R. Hjálmarsson. 1982. Sögur úr byggðum Suðurlands. Brot úr sögu Þykkvabæjar. Selfoss, Suðurlandsútgáfan. • Sigurbjartur Guðjónsson. 1987. Sunnlenskar byggðir V. Djúpárhreppur. Búnaðarsamband Suðurlands. Höfundurinn er skólastjóri Grunnskólans í Þykkvabæ. Oscar Wilde ÞAÐ blés ekki byrlega fyrir Gulli og grænum skógum, þeg- ar höfundurinn stýrði því fyrst á svið 1978. Gagnrýnendur tóku því flestir illa og höfund- urinn flúði land, staðráðinn í að snúa ekki aftur. Stjóm Þjóð- leikhússins settist á rökstóla og lagði til að sýningum yrði hætt vegna dræmrar aðsóknar. En Peter Hall, listrænn stjórnandi hússins, lagðist eindregið gegn því og sagði að þjóðleikhús yrði að hafa þrek til að standa með sínum leikritum, þótt miða- salan væri ekki upp á það bezta. Hann réð ferðinni og leikritið sótti á. Þegar höfundur- inn afréð að heimsækja fóðurlandið aftur eft- ir hálfs árs útlegð, var leikritið sýnt fyrir fullu húsi við mikla hrifningu almennings. Síðan lá leið þess á Broadway, þar sem við- tökumar fóru fram úr öllu, sem höfundurinn hafði kynnzt. Og svo var gerð kvikmynd. Gull og grænir skógar segir sögu Susan Traheme, sem í heimsstyijöldinni síðari gengur til liðs við frönsku andspymuhreyf- inguna. Spennan gefur lífinu lit, en þegar sigurvíman er rannin af Susan verður friður- inn henni dýrkeyptur; hún nær hvergi fót- festu í lífínu, sem liggur stöðugt niður á við, þar til að lokum fíknin færir henni nýja sig- urvímu. Þetta er stórt kvenhlut- verk og Cate Blanchett íklæðist því af miklum móð; leikur hennar er firnasterkur. Stundum hélt ég að hún ætlaði að ofleika, en hún lék allt upp á hár og hafði tilfinn- ingalitrófið á valdi sínu; ofsann jafnt sem angistina. Þessi sýning hefur fengið lang- flesta dóma góða; bæði leikritið og leikendurnir og þá sérstaklega Cate Blanchett. Það er athyglis- vert að sjá, að John Peter, gagnrýnandi The Times, sem 1978 var ekki par hrifínn af sýn- ingunni á Littleton-sviðinu, hrósar sýning- unni nú í hástert. Muninn segir hann liggja í leikstjóminni og túlkun aðalleikkonunnar. Kate Nelligan lék Susan fyrst (Kate Nellig- an lék Susan bæði í London og New York og Meryl Streep fór með hlutverkið í kvik- myndinni) og John Peter segir það hafa ver- ið misráðið af höfundinum að leikstýra verk- inu sjálfur. Leikstjórinn hafí misskilið leik- skáldið að hluta og útkoman orðið allt önnur kona, en skáldið bjó til! Kuldaleg túlkun Nelligan segir Peter að hafi fælt sig frá kvenhetjunni og leikritinu þá um leið, en hit- inn í leik Blanchett geri Susan að manneskju og heilli menn upp úr skónum. David Hare Að vinna stríð og tapa friði En hvað sem hitastigi leikkonunnar líður, þá er Susan Traherne afsprengi ungs reiðs manns, sem telur stjórnmálamennina hafa afvegaleitt brezku þjóðina eftir stríð, logið að henni í Suez-deilunni og fórnað framtíð hennar á altari skammsýns stundargróða. Fjallkonan, sem stóð svo hátt í sigrinum, missir fótanna á friðartímum, þegar fyrirheit um gull og græna skóga týnast í græðgi og varmennsku. Þá flæmist fjallkonan úr mann- heimum og nær botninum í hótelgreni í Blackpool. Það er sú leið, sem Susan Traher- ne velur. Sjálfur segir David Hare, að hann bíði spenntastur eftir viðbrögðum unga fólksins, sem hvorki sé þrúgað af stríðinu né Ted Hughes Tuttugu órum eftir að leikrit David Hare, Plenty (Gull og grænir skógar), var íyrst sýnt í Þjóð- leikhúsinu brezka, gengur leikritið nú gftur á fjölunum í London, þar sem Cate Blanchett fer á kostum í hlutverki Susan Traherne. FREYSTEINN JÓHANNSSON segir frá þessari sýningu og senuþjófnum Patriciu Routledge, sem fer á kostum í Chichester; einnig koma írskar draugasögur við sögu, og leikrit, sem annað leikrit leynist í, svo veruleikinn er ekki á hreinu. Loks er fjallað um sýningu, sem unnin er upp úr Ijóðagerð lárviðarskáldsins Ted Hughes. Tom Stoppard 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.