Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Síða 7
Ég hef ekki séð annað en hrós um þetta leikrit, enda segir gangur þess sína sögu. Og það fékk verðlaun, sem kennd eru við Laurence Olivier, og veitt eru því leikriti, sem bezt þykir í hópi nýrra verka. Leikstjóri er Ian Rickson. Sannkallaður senuþjófur Þeir leika grimmt í Chichester, bæði á litlu sviði og stóru. Fram í miðjan júlí er leikrit Oscar Wilde, The Importance of Being Ear- nest, sem í þýðingu Guðjóns Olafssonar heit- ir Hreinn umfram allt, annað tveggja leikrita á sviði Festival Theatre. Þetta leikrit er með beztu gamanleikjum brezkum. Textinn er leiftrandi fyndinn, Oscar Wilde upp á sitt bezta. Og í söguþráðinn heldur ástin höndum tveim gegnum misskilning á misskilning of- an, unz allt endar í tvöföldu brúðkaupi ham- ingju, nú eða hentugleika, allt eftir eðli hvers og eins. Þetta allt undir vökulu auga snobb- aðrar yfirstéttar. Ungu pörin; Algernon og Cecily og Jack og Gwendol, eru skemmtilega leikin af Alan Cox, Rebecca Johnson, Adam Godley og Sa- skia Wickham, en senuþjófurinn er Patricia Routledge í hlutverki lafði Bracknell. Þeir, sem þekkja til hennar í sjónvarpsþáttunum Sókn í stöðutákn ( Keeping up Apperance ), vita hversu vel hún getur túlkað snobbið og yfirstéttarbragðið. Enda fór ekkert á milli mála, að áhorfendur í Festival Theatre töldu sig eiga von á góðu, þar sem hún var, því þeir fögnuðu henni með lófataki um leið og hún birtist. Lafði Bracknell er ögn hófstilltari persóna í höndum Patriciu Routledge, en frú Bucket, enda er hún orðin sú aðalskona, sem hin Suez-málinu og geti því tekið Susan sem þeim manneskju, sem hún sjálf er. Til þess er Cate Blanchett nógu ung og það kann að hafa auðveldað henni að fara í föt Susan og bera þau með þessu stóra og margbrotna fasi, sem hæfír konu, sem kann svo vel að vinna stríðið, en má ekki annað en tapa frið- inum. En þetta er ekki bara leikrit um Susan Traherne, þótt hún sé þungamiðjan. Það koma fleiri við sögu. Julian Wadham fer mjög vel með hlutverk eiginmannsins og Debra Gillett leikur Alice Park, vinkonu Sus- an. Richard Johnson fer á kostum í hlutverki sendiherra af gamla skólanum; Leonard Darwin, sem heiðurs síns vegna getur ekki horft upp á framferði Breta í Suez-deilunni átölulaust, en segir af sér í mótmælaskyni. Þá er Jeremy Child eftirminnilegur í hlut- verki Andrew Charleson; diplómatans sem er staðráðinn í að ganga í gegn um þá úr- kynjun, sem Leonard Darwin getur ekki horft upp á. Og fyrir þá, sem það muna, er ánægjulegt að sjá Burt Kwouk, sem fór með hlutverk Cato, hins átakamikla þjóns Clousou í myndunum um Bleika pardusinn, en í leikritinu fer hann með hlutverk M. Aung, sendiherra Burma. Leikstjóri Gulls og grænna skóga er Jon- athan Kent og höfundur stórkostlegrar sviðsmyndar er Maria Björnson. Leikritið er sýnt á sviði Albery Theatre við St. Martin’s Lane og við hliðina er Duke of York’s Theatre. Þar segja menn írskar draugasögur við mikinn orðstír. Kvöldstund á kránni Leikritið Stíflan (The Weir) er eftir írann Conor McPherson. Það er búið að ganga lengi í London og ekkert lát er á aðsókninni. Búið er að skipta einu sinni um áhöfn, því sú, sem byrjaði í London leikur nú á Broadway, en afleysingamennirnir láta hvergi deigan síga. Leikritið gerist eina kvöldstund á af- skekktri krá á írlandi. Fastagestimir era mættir; Brendan, Jack og Jim, einmana, ógiftir karlar, æðrulausir og vindbarðir heimalningar. Mætir ekki vinurinn Finbar með dömuna Valerie upp á arminn, sem er nýtt andlit á þessum slóðum. Og meðan ölið rennur, en daman drekkur hvítvín, reynir hver karlinn af öðram að ganga í augun á konunni með sem draugalegustum lífs- reynslusögum. En á endanum er það hún, sem snýr á þá með svo magnaðri sögu, að þeim er öllum lokið og kvöldinu um leið. Ljósmynd/Clive Barda PATRICIA Routledge í hlutverki lafði Bracknell. Ljósmynd/lvan Kyncl CATE Blanchett og Julian Wadham í hlutverkum Susan Traherne og Raymond Brock. rembist eins og rjúpan við staurinn að sýn- ast. En látbragðið og það, hvemig og hvenær hún segir hlutina, er stórkostleg list. Þeir era ekki margir, sem geta bætt við texta Osear Wilde, en Patricia Routledge er honum fullkomlega samboðin og auðgar hann með persónusköpun sinni. Og þar er nú ekki bægslaganginum fyrir að fara, heldur er leikur hennar yfirvegaður og hárfínn. Veruleikinn i raun- veruleikanum Það er ekki bara Plenty, sem nú gengur í endurnýjun lífdaganna í ensku leikhúsi. Fimmtán áram eftir að Tom Stoppard skrif- aði Raunveraleikann (The Real Thing) er leikritið aftur sýnt á sviði í London. Með Raunveraleikanum sýndi Stoppard á sér nýja hlið. Benedict Nightingale, gagn- rýnandi The Times, segir að fram að því að Raunveruleikinn sást á sviði 1982 hafi Tom Stoppard fyrst og fremst birzt sem fágaður gáfumaður, eins konar vitsmunalegur loftfimleikari og sérstakur snillingur í orða- leikjum. Engum hafi komið til hugar að á persónur hans rynni æði, að þær æptu af kvölum eða reiði eða fyndu yfir höfuð nokkuð til. En með Raunveruleikanum sýndi Stopp- ard að hann gat skrifað með hjartanu ekki síður en heilanum. Og Raunveraleikinn var engin tilviljun. Það hefur Stoppard sýnt og sannað með Sælustað (Arcadiu) og Uppgötv- un ástarinnar (The Invention of Love) og nú síðast með sínum hlut í handriti kvikmyndar- innar Astfanginn Shakespeare. Raunveruleikinn hefst reyndar ekki á veruleika. I fyrsta atriðinu era hjón að ræða saman og kemiu’ þar tali þeirra, að konan viðurkennir framhjáhald. En vart hefur áhorfandinn sett sig í stellingar en það sýnir sig, að fyrsta atriðið er ekki leikritið sjálft, heldur leikrit innan leikritsins. Hjónin era reyndar hjón; leikritaskáld og leikkona, en þau vora ekki að leika sitt líf, heldur fara með atriði í leikriti eftir hann. En þegar svo rétta leikritinu vindur fram, þá kemur í ljós, að þar er ástin líka margræð og menn halda fram hjá ástinni sinni með ást á vör. Þegar til stóð að setja þetta leikrit aftur á svið komu fram efasemdir um réttmæti þess, þar sem þetta væri hans fyrsta leikrit þeirr- ar náttúra og hann hafi gert svo vel síðan. En endurflutningurinn í leikstjórn David Leveaux hefur mælzt mjög vel iyrir. Nú segja menn að Raunveraleikinn sýni allar beztu hliðar Tom Stoppards sem leikrita- skálds og Leveaux og leikararnir lyfti verk- inu £ nýjar hæðir. Lárviðarskáld á leiksviði Nýgengið lárviðarskáld Breta, Ted Hug- hes, kvaddi með tveimur bókum, sem báðar þykja listrænt stórvirki. Nú hefur efni ann- arrar verið sett á leiksvið og hin selzt enn svo vel að dæmalaust er um ljóðabók. Ljóðabókin Birthday Letters hefur allar götur síðan hún kom út fyrir rúmu ári setið sem fastast í hópi tíu mest seldu bókanna á bóksölulista bókablaðs The Sunday Times. Ég hef ekki við höndina fjölda þeirra ein- taka, sem hafa selzt, en í síðustu viku einni seldust rösklega 2.000 eintök af kiljuútgáfu bókarinnar. Þessi ljóð Hughes um hjóna- band hans og Silviu Plath hafa átt svo greiða leið að hjörtum brezkra ljóðaunnenda að undrun sætir, jafnvel þótt ljóð eftir Ted Hughes eigi í hlut. Hin bókin og sú, sem nú er orðin að sviðs- verki, er Sagnir Ovíds (Tales from Ovid) þar sem Hughes enduryrkir hluta af Myndbreyt- ingum Ovids. Publius Ovidius Naso var róm- verskt ljóðskáld, uppi frá 43 fyrir Krist til 17 eftir Ki-ist. Eftir hann er m.a. Myndbreyt- ingar (Metamorphoses), langt kvæði, ort undir hexametri um efni fornra goðsagna. Árið 1994 kom út í Englandi bókin Eftir Ovíd, þar sem ung skáld og eldri lögðu út af Myndbreytingunum. í þessum hópi vora m.a. Seamus Heany og Simon Aj-mitage, en mest þótti mönnum koma til framlags Ted Hughes. Þessi glíma heillað lái-viðarskáldið svo, að hann hélt henni áfram til bókarinnar Sagnir Ovíds. Hún komst reyndar líka á metsölulista og var verðlaunuð. Tim Supple og Simon Reade hafa búið tíu sagnanna til sýningar á sviði Swan Theatre, í höfuðstöðvum Shakespeare-félagsins, Strat- ford upon Avon. Þegar fréttist af tiltæki þeirra félaga, vora menn ekki allir á einu máli um ágæti þess að búa ljóðin í leiksviðs- búning. En þær umsagnir, sem ég hef séð, benda til þess að vel hafi tekizt til. Og þá er ekki að sökum að spyrja, því ljóðagerð Ted Hughes er stórkostlegur efniviður. Það er svo vel viðeigandi, að þeir Ovíd og Hughes gangi þar saman um garða, sem menn mæra William Shakespeare. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.