Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Side 10
+ Ljósmynd/Bjöm Rúriksson ÚTSÝNI yfir Tröllaskaga úr flugvél. TRÖLLASKAGI AÞESSARI öld hefur nafnið Tröllaskagi verið að festa sig í sessi, en nokkuð óljóst er hver fyrstur tók það í notk- un1. Stundum er talið að Helgi jarðfræðingur Pjet- urss hafi fyrstur notað heitið Tröllaskagi2, en það er frem- ur ólíklegt, því í ferðabók sinni3 notar Helgi bæði heitið Akureyrarskagi (árið 1934) og Mið- skagi (árið 1941) um þessa landslagsheild. Heitið Tröllaskagi er oftast eignað Pálma rekt- or Hannessyni1,4, 5, og talið að hann hafi notað það við kennslu í Menntaskólanum á Akureyri á árunum 1926-1929. Ég hef ekki fundið heitið í prentuðu máli Pálma, en Steindór Steindórsson frá Hlöðum er borinn fyrir þessu4,5 Örnefnið á sér því litla hefð og er þess vegna af sumum talið óþarft og jafnvel ruglandi. Það er þó eðli ömefna að fæðast og deyja, þannig að ungur aldur heitisins eru engin mótrök. Ömefni eru notuð til hægðarauka í umfjöllun, og þykir mér Tröllaskagi henta vel til auðkenningar á þeirri landslagsheild sem um ræðir. Miðskagi er ris- minna nafn en Tröllaskagi og hæfir að mínu mati síður þessu svæði og Akureyrarskagi enn síður. Ég tel því að örnefnið Tröllaskagi eigi fullan rétt á sér og hæfi þessu tröllslega svæði vel, enda em þar víða ömefni kennd við tröll. Til að undirstrika þetta má tilfæra hér orð Matthíasar skáldprests Jochumssonar6 er hann ferðaðist um Skíðadal: Þar er „svo að sjá sem jötnahendur hefðu rótað þar öllu landslagi og bylt hverju ofan á annað, urðum, klaka og klungri. Lítur svo út að náttúran hafí þar ný- lega gengið berserksgang og liggi nú berháttuð í rúmi sínu af gigt og ofreynslu". Það er ekki óviðeigandi að kenna við jötna eða tröll land- svæði sem víða er þannig ásýndum. Skilgreining Sumir telja það mótrök gegn heitinu Trölla- EFTIR BJARNA E. GUÐLEIFSSON Á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar er hrikalegt fjalllendi, sem nýtur sín vel úr flugvél. Hálendið er sundurskorið af djúpum dölum, og í dalbotnum og undir fjallahnjúkum eru víða sístæðar jökulfannir og jöklar. Skaginn á milli þess- ara tveggja héraða hefur frá fornu fari líklega ekki haft neitt samheiti, en nú er hann almennt nefndur Tröllaskagi. Ljósmynd/Árni Þorgilsson GENGIÐ á Kerahnjúk úr Ólafsfirði. útsýni yfir Ólafsfjarðarvatn. skagi, að það svæði sem um ræðir sé í raun ( enginn skagi, heldur hálendi sem nái langt inn í til landsins. Það er að vísu rétt, það er einungis 1 ysti hlutinn sem aðskilur firðina tvo, Eyjafjörð i og Skagafjörð, en innar aðgreinir hálendið tvö 1 héruð, sem einnig era nefnd Eyjafjörður og Skagafjörður. Segja má að það sé jafn órökrétt að nefna landsvæðin tvö „fjörð“ eins og að kalla fjalllendið inn eftir landinu „skaga“. Það er hins vegar svo að örnefni eru oft órökrétt, eins og þessi dæmi sýna. Það er því engu óeðlilegra að skaginn nái inn til landsins til aðgreiningar 1 á Skagafirði og Eyjafirði, bæði fjörðunum sjálfum og héruðunum. Hins vegar kann að ] vera meira álitamál hvort heitið á einungis að ná til fjallabálksins, eða hvort láglendið teljist einnig til Tröllaskagans. Ýmsir virðast telja láglendið með, og kemur það til dæmis fram í því að sjávarþorpin við utanverðan skagann kynna sig sem „áhugaverða staði á Trölla- skaga“, og slagorð jarðgangamanna er „Opn- um Tröllaskaga". Ég mun því skilgreina lág- lendið einnig sem hluta af Tröllaskaganum, en mér þykir óeðlilegt að miða mörkin við ákveðna hæðartölu, til dæmis 100 metra hæð, því þá mundu margir djúpir dalir sem ná langt inn í hann falla utan skilgreiningarinnar. Tröllaskaginn er utantil vel afmarkaður af sjó, en í samræmi við þá skilgreiningu að láglendið fylgi með, tel ég að mörkin til austurs og vest- urs inn til landsins séu við meginvatnsföll fjarðanna tveggja eftir að sjónum sleppir, Hér- aðsvatna eða Austari-Jökulsár í Skagafirði og Eyjafjarðarár. En hve langt á að telja að Tröllaskaginn nái til suðurs? Margir vegfar- endur gætu haldið að hann næði aðeins suður að Öxnadalsheiði. Öxnadalsheiðin eru hins veg- ar mjög óeðlileg mörk á þessari landslagsheild, því þá lægju skilin eftir þjóðveginum norður Óxnadal og fjöllin umhverfis Akureyri, hæstu fjöll svæðisins, væru utan fjallabálksins. Því verður að telja eðlilegt að fjöllin sunnan og vestan Akureyrar og einnig fjalllendið sunnan 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ 1999 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.