Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 19
„ÞEIR sem láta eins og það sé létt verk að búa til kerfi sem er bæði réttlátt og hagkvæmt eru tortryggilegir. Við skulum styðja stjórnmálamenn sem tala af gát og stillilegri skynsemi um þ'etta efni fremur en þá sem tala í æsifréttastíl og boða einföld svör og ódýrar lausnir,“ segir Atli Harðarson í grein sinni um kvótakerfið. TIL UMRÆÐU Vorhefti Skírnis er sneisafullt af hnýsilegu efni um mál líðandi stundar. ÞRÖSTUR HELGASON staldraði einkum við greinar um kvótakerfið og þjóðerni sem menn munu væntanlega vilja ræða eitthvað frekar. JÓÐMÁLAUMRÆÐAN er í öndvegi í vorhefti Skírnis sem hefst með tveimur greinum um kvótakerfið. Atli Harðarson, heimspekingur, leitar svara við spumingunni hvort kvótakerfið sé ranglátt og mannfræðingarn- ir Gísli Pálsson og Agnar Helga- son rita grein undir heitinu Kvótakerfið: kenning og veruleiki, þar sem kannaðar eru forsendur laganna um kvótakerfið og hvort markmið þeirra hafi náðst. í stuttu máli kemst Atli að þeirri niðurstöðu að hvorki sé hægt að fullyrða að kvótakerfið sé klárlega ranglátt né að það sé hafið yfir siðferðilega gagnrýni og Gísli og Agnar halda því fram að kerlið hafi getið af sér það sem þeir kalla hannleik almennings. Báðar greinarnar eru hnýsilegt innlegg í umræðuna um þetta við- kvæma deilumál, þótt afar ólíkar séu. Engar ódýrar lausnir Þessi meginniðurstaða Atla - sem hefði reyndar aldrei getað orðið önnur miðað við þá fyrirvara sem hann setur um skilgreiningu á hugtökunum réttlæti og ranglæti - segir ekki mikið í sjálfu sér, en ályktun hans um þá um- ræðu sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu um kvótakerfið er athyglisverð: „I umræðu um málið hafa margir talað digurbarkalega um nú- verandi stjóm á fiskveiðum, gefið henni hinar verstu einkunnir og þóst auðveldlega geta komið á betri skipan. Astæða er til að vara við þeim sem svona láta. Ég óttast að þeim sé meira í mun að setja sjálfa sig á háan hest en að vinna að langtímahagsmunum þjóðarinnar. Þetta hróplega ranglæti sem þeir ætla sér að berjast gegn og hljóta fyrir vinsældir og völd er ef til vill ekkert ranglæti heldur aðeins flækja erfiðra úrlausnarefna. Til að greiða úr henni þarf að miðla málum á marga vegu og taka tillit til fjölbreytilegra hagsmuna og rétt- inda.“ Og Atli bætir við í lokin: „Þeir sem láta eins og það sé létt verk að búa til kerfi sem er bæði réttlátt og hagkvæmt eru tortryggilegir. Við skulum styðja stjómmálamenn sem tala af gát og stillilegri skynsemi um þetta efni frem- ur en þá sem tala í æsifréttastfl og boða einföld svör og ódýrar lausnir." Tvær meginspurningar em til umfjöllunar í grein Atla, annars vegar hvort kvótakerfið mismuni mönnum án þess að siðferðilega rétt- mætar ástæður séu til þess og hins vegar hvort það svipti menn einhverju sem þeir verðskulda eða eiga rétt á. í grundvallaratrið- um stillir Atli upp rökum um að stjómvöldum beri að verja ákveðin réttindi sem lúta að nýt- ingu auðlinda sjávar, bæði staðbundinn rétt heimamanna og atvinnuréttindi þeirra sem lifa á útgerð, gegn andmælum þeirra sem far- ið hafa fram á að allar veiðiheimildir séu seld- ar eða þeim skipt jafnt á milli landsmanna. Ennfremur segir Atli: „Sú regla að úthluta aflakvóta til skipa í hlutfalli við veiðirejmslu á árunum 1981 til 1983 skerðir atvinnufrelsi manna. Þeir sem ekki áttu skip á veiðum á þessum árum geta ekki hafið útgerð nema með því að kaupa sig inn í útgerðarfyrirtæki sem til em. Til að réttlæta svo mikla skerð- ingu á atvinnufrelsi þarf að rökstyðja að hún sé nauðsynleg fyrir þjóðarhag. Ef sá rök- stuðningur stenst ekki sanngjarna gagnrýni ber Alþingi að leita leiða til að haga stjórn fiskveiða þannig að menn eigi kost á að stofna ný útgerðarfyrirtæki." Einkavæðing fiskistofna markmiðið Grein þeirra Gísla og Agnars er mun gildis- hlaðnari en Atla. Gísli og Agnar taka skýra af- stöðu gegn kvótakerfmu og frjálshyggjunni sem þeir segja það byggist á. Þeir segja að enginn þurfi að velkjast í vafa um að „það sem vakti fyrir þeim, sem lögðu gmnninn að kvótakerfum, var einkavæðing fiskistofna". Kennisetning nýklassískrar hagfræði, sem byggist á Adam Smith og fleimm af upphafs- mönnum frjálshyggjunnar, kvað á um það, að þeirra mati, og sömuleiðis pólitískt umhverfi frjálshyggjunnar sem fóstraði hana. Þeir gefa í skyn að þessi uppruni kvótakerfisins hafi hins vegar iðulega verið falinn í orðræðum fylgismanna þess með því að leggja áherslu á „réttindi" fremur en „eignarform" sem sé vissulega grunnurinn að hugmyndinni. „Menn gera því skóna að einungis sé um stjórnunar- form að ræða, tímabundinn rétt til afnota.“ Og Gísli og Agnar bæta við: „Það gleymdist furðu fljótt að gagnrýni kenningasmiða frjáls- hyggjunnar á afrétti og almenninga undir- strikaði einmitt, nær undantekningarlaust, eignarformið sjálft, nauðsyn einkaeignar og mikilvægi þess að afnema fornan nytjarétt al- mennings." Segja þeir að þessi spenna milli einkaeignar og nytjaréttar hafi einkennt deil- ur um kvótakerfið hér á landi. Gísli og Agnar segja að það sé eins og menn hafi gleymt því hvað vakti fyrir kenningasmið- um kvótakerfisins í upphafi. Það sé þó engin ástæða til að taka röksemdafærsluna um að einkaeign á fiskistofnunum sé forsenda fyrir skynsamlegri nýtingu þeirra of alvarlega. „Með því að taka upp kvótakerfi afsala menn sér ekki sjálfkrafa réttinum til að ákvarða að fiskistofnar séu eign ríkis eða þjóðar...“ Þó segja þeir ekki rétt að vanmeta umræddar kennisetningar. „Ætli menn að koma í veg fyr- ir að auðlindin verði smám saman einkaeign útgerðarmanna kann að þurfa afdráttarlausari löggjöf en nú er við lýði, löggjöf sem kveður annaðhvort á um annars konar kvótakerfi eða annars konar stjórnunarform." Gísli og Agnar telja erfitt að meta árangur kerfisins á hlutlægan hátt. Þeirra mat er þó að ástæða sé til að draga í efa að sum af helstu markmiðum kerfisins hafi náðst á þeim fimmt- án árum sem liðin eru frá því að það var sett á laggirnar. Gera þeir nokkurn samanburð á markmiðum og árangri. Ennfremur benda þeir Gísli og Agnar á að kerfið hafi haft ýmsar fé- lagslegar afleiðingar í for með sér sem lítið sem ekkert var fjallað um þegar því var komið á. I greininni er einnig fjallað um breytingar á dreifingu aflaheimilda frá því að framsal var gefið frjálst árið 1991 og siðferðilega umræðu meðal landsmanna um framsal og kvótakerfi. I lokaorðum leggja greinarhöfundar svo áherslu á að fram fari umræða og endurmat á kvóta- kerfinu en benda þó á að slík umræða eigi oft erfitt uppdráttar: „Frjáls samkeppni rök- semda og hugmynda má sín stundum lítils gagnvart þeim öflum sem standa vörð um óbreytt ástand, efnahagslega hagsmuni, fræði- legar klisjur og viðteknar kennisetningar." íslenskt þjóðerni alltaf verið ó lífi „íslendingar voru þjóð á miðöldum," segir Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur, í góðri grein þar sem hann svarar spurningunni Hvers konar þjóð voi-u Islendingar á miðöld- um? Greinin er ásamt tveimur öðrum í þessu hefti innlegg í fjöruga umræðu um þjóðemi í Skírni og víðar undanfarin misseri. Því hefur verið haldið fram að þjóð og þjóðerni séu fyrir- bæri sem hafi orðið til á átjándu og nítjándu öld, þá fyrst hafi fólk farið að skynja sig sem hluta af þjóð. Sagnfræðingar sem fást við fyrri tíma vilja mótmæla þessu og halda því fram eins og Sverrir að bæði þjóð og þjóðemi hafi verið til á miðöldum. Að mati Sverris þarf það þó ekki að þýða að miðaldaþjóðemi og nútíma- þjóðerni séu sama fyrirbærið. Það velti á því hvemig orðið þjóð var notað og til hvers það skírskotaði. Til útskýringar bætir Sverrir við þá fullyrðingu að Islendingar hafi verið þjóð á miðöldum að „Norðmenn vom líka þjóð á mið- öldum, einnig Danir, norrænir menn og kristn- ir menn, Víðdælir, Miðfirðingar og söfnuður í kirkju. Hins vegar vom Islendingar ekki þjóð í sama skilningi og Norðmenn eða Danir. Þeir líktust fremur Skánungum eða Sjónlendingum, Þrændum eða Gulaþingsmönnum. Einn og sami maðurinn gat tilheyrt ýmsum þjóðum, eftir efnum og atvikum. Því er ekki skrýtið að Islendingur sé kallaður Norðmaður í útlönd- um. Þannig gat Eiríkur rauði sem fann Græn- land verið hvorttveggja, Norðmaður og íslend- ingur. Ari fróði, upphafsmaður skrifa um Is- lendinga, segir raunar að hann hafi verið „mað- ur breiðfirskur", eins og Ari sjálfur.“ Samkvæmt þessu er því jafnrétt að segja þá Eirík og son hans Leif heppna íslenska og norska. Á þeirra tíma „var föðurlandið ein- ungis það land sem átti sér sameiginlegt þing, eins og t.d. Skánn, Þrændalög og ísland“. Á tólftu öld segir Sverrir að konungar hafi farið að efla samstöðu þegna sinna og vísar til kon- ungasagna því til áréttingar, þannig áttu Norðmenn að vera Norðmenn en ekki Þrænd- ur, Háleygjar, Víkverjar og, síðar meir, Is- lendingar. Gunnar Karlsson, sagnfræðingur, fjallar um íslenska þjóðemisvitund frá fjórtándu öld til þeirrar átjándu. Þessar aldir kallar Gunnar reyndar óþjóðlegar og vísar til þess að á þessu tímabili bar hvað minnst á því að ís- lendingar hafi viljað stjórna sér sjálfir fremur en að lúta útlendri stjórn. Þrátt fyrir það heldur hann því fram að íslenskt þjóðerni hafi alltaf verið á lífi á íslandi þessar aldir þó að þjóðerniskennd hafi ekki verið neitt meginafl í hugarheimi þjóðarinnar á þessu tímaskeiði, í þeim efnum hafi orðið stökkbreyting á nítj- ándu öld. Með þessu vill Gunnar mótmæla þeirri áherslu „módernískrar sagnfræði" á að þjóðerni hafi ekki orðið til fyrr en fyrir um tvö hundruð árum. Þjóðernishyggja tengist skapandi sósialisma Þórarinn Hjartarson, sagnfræðingur, end- urskoðar hina íslensku söguendurskoðun sem einnig er að hluta umfjöllunarefni þeirra Sverris og Gunnars. Þórarinn segir að bak- svið söguendurskoðunarinnar séu mark- aðsvæðing og hnattvæðing, en með þeim hef- ur þjóðríkjum og þjóðemishyggju verið þok- að í skuggann og í staðinn hafa óheft mark- aðslögmálin orðið helsta stjórnkerfið og hug- myndafræðin: „Markaðsvæðing og hnattvæð- ing okkar tíma felur í sér endurlífgun hins hráa kapítalisma óheftrar samkeppni frá 19. öld, áður en þjóðríkin, fyrir tilverknað þrýsti- hópa að neðan - ekki síst verkalýðshreyfing- < • arinnar -, hófu að beisla kapítalismann og þróa velferðarkerfið. Þrýstihóparnir sem ráða úrslitum í frjálshyggjubyltingunni eru hins vegar aðrir: stærstu fjármálafurstarnir, innlendir sem erlendir. Útkoma mark- aðsvæðingar er óupplýst einveldi fjármála- markaðarins.“ Þórarinn telur að þessi þróun endurspeglist skýrt í sameiningu Evrópu en vandi hennar sé einmitt ekki að skapa heildstætt og sam- ræmt hagkerfi eða skrifræðislega yfirbygg- ingu, ráðherraráð, dómstól o.s.frv. heldur að skapa lýðræði sem stjórnar þessari fjarlægu löggjöf og stjómkerfi, „lýðræði sem virkar í þessari tröllauknu einingu ósamstæðra menn- ingarsamfélaga". Þórarinn segir að það sé enginn sameiginlegur pólitískur og menning- arlegur bákgrannur til í Evrópu, kjölurinn * bæði í Rómarsáttmálanum og Maastrichtsátt- málanum sé efnahagsleg markmið. Allar breytingar sem verði innan ESB miði fyrst og fremst að því að stöðva ekki fjármagnsflæðið innan þess og að hafa ekki samkeppnis- hamlandi traflanir. Þórarinn telur að þau áhrif sem þjóðemishreyfingar, bændahreyf- ingar og verkalýðshreyfingar hér á landi höfðu áunnið íslenskri alþýðu fari þverrandi fyrir virkan tilverknað markaðshyggjumanna og Evrópusinna. Segir hann að mótstöðuaflið gegn þessari þróun sé ekki að finna á meðal sósíalista eða í öflugri verkalýðshreyfingu ^ sem stendur. „Fremur er andófs að vænta frá þjóðernishyggjunni þótt barátta hennar sé takmörkunum háð og mjög ómarkviss meðan ekki er gert upp við hreyfiöfl kapítalismans." Ennfremur segir Þórarinn: „Hreyfing þjóð- emissinna er öflug lýðhreyfing sem er að breyta Evrópu hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Sums staðar nærist hún á óttanum við innflytjendur og allt framandlegt. Annars staðar nærist hún einkum á óskum fólks um þjóðlegt sjálfsforræði og óskum um virkt lýð- ræði, vald í nálægð þar sem fólk hefur mögu- leika til áhrifa." Forsenda fyrir verulegum ár- angri þjóðemishyggjunnar í þessa átt segir Þórarinn vera að hún „tengist skapandi sósí- alisma". Vekja vonandi viðbrögð Allar þessar þrjár greinar um þjóðemi og þjóðernishyggju era mikilvægt innlegg í þá umræðu sem fram hefur farið hér á landi um þessi mál undanfarin ár. Grein Þórarins snertir kannski mest þá umræðu um aðild að ESB sem menn hafa verið að vonast eftir að færi af stað hér fyrir alvöru. Hugmyndir Þór- arins virðast koma þvert á þá stefnu sem vinstrimenn hafa verið að taka hér á landi undanfarin ár. Grein hans er raunar allöfga- kennd og er vonandi til þess fallin að vekja einhver viðbrögð. Margar fleiri bitastæðar greinar er að finna í Skírni að þessu sinni. Þýðingar eru áberandi umfjöllunarefni. ísraelski fræðimaðurinn, Ita- mar Even-Zohar skrifar ritdóm um nýja heildarútgáfu íslendingasagna á ensku. Þrátt fyrir að vera ánægður með framtakið gagn- rýnir hann þýðingarnar harðlega. Væru at- hugasemdir Itamars efni í heila grein, en vænta má einhverrar umræðu um þær. Ásdís Magnúsdóttir skrifar grein í tilefni af þýðingu Erlings E. Halldórssonar á Gargantúa og Pantagrúll eftir Rabelais og Gauti Kristmannsson skrifar ritdóm um bók Ástráðs Eysteinssonar, Tvímæli, sem fjallar einmitt um þýðingafræði. Óskar Bjamason fjallar um útgáfu Diederichs-forlagsins á þýð- ingum íslenskra fornbókmennta á fyrstu ára- tugum þessarar aldar og tengsl þeirra við hugmyndafræðilegar hræringar í Þýskalandi. Hér birtist einnig þýðing Franks Hall á sam- ræðunni „Jóni (eða tilraun um Ilíonskviðu)“ ^ eftir gríska heimspekinginn Platon. Erlendur Hai-aldsson skoðar íslenska þjóð- trú og dultrú í alþjóðlegum samanburði. Þór- arinn Eldjám er skáld Skímis að þessu sinni og myndlistarmaður þessa heftis er Ráðhildur Ingadóttir og ritar Auður Ólafsdóttir um peysuverk hennar, „Iður“. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNlNG/LISTIR 12. JÚNÍ1999 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.