Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Qupperneq 12
DAGLEGT LIF OG KÍMNI Á DÖGUM KRISTS EFTIR ÞÓR JAKOBSSON Hér er vakin athygli á tveim bókum. Önnur er Daglegt líf á c lögum Krists, útgefin 1977, en hin er Kímni og skop í Nýja Testamentinu eftir dr. theol. Jakob Jónsson, Bóðar eiga þessar bækur erindi til al- mennnings þegar fagnað er 1000 óra kristni í landinu og upphafi kristni f yrir hartnær 2000 árum. ÆRIÐ tilefni er að geta tveggja bóka sem hér er greint frá, en um þessar mundir eru 1000 ár frá kristnitöku og 2000 ár frá fæðingu Jesú Krists. En með endursögnum þeim sem hér fylgja minn- ist ég þó einkum föður míns, dr. theol. Jakobs Jónssonar, sóknarprests í Hallgrímskirkju (1941-1974). Hann lést þjóðhátíðardaginn 17. júní árið 1989, 85 ára að aldri. Á næsta ári verður þess minnst með pomp pg pragt að 1000 ár eru liðin frá kristnitöku á íslandi. Undirbúningur hefur staðið í mörg ár og búist er við bókum, nýjum og gömlum end- urútgefnum, um kristnitöku og kristni í land- inu í þúsund ár. Sagnfræðingar og guðfræð- •• ingar munu skeggræða aðdraganda og áhrif kristnitöku á þjóðlífíð á fyrstu öldum kristni á Islandi. Hvað hugsuðu menn fyrir 1000 árum? Hvað höfðu menn fyrir stafni? Á afmælisári verður messað sem fyrr sam- kvæmt kirkjuárinu, fagnaðarerindið boðað og greint verður eins og vera ber frá lífi og starfi Jesú Krists samkvæmt ritningunni. Og vísast gerir þjóðin sér dagamun í tilefni afmælisins. Meira verður um dýrðir en ella og fleiri há- tíðamessur ef að líkum lætur. En ekki skyldum við Islendingar gleyma upphafí sjálfrar kristninnar. Á heilögu ári kaþólsku kirkjunnar og víða erlendis verður fagnað 2000 árum frá fæðingu frelsarans. Verum þjóðleg, en gleymum ekki að kirkjan er alþjóðleg. Við minnumst páfamessu á Þing- völlum í napri norðanheiðríkju fyrir 10 árum, 4. júní 1989. Það er þess vegna ekki úr vegi á slíkum tímamótum að halda lengra aftur í tímann en 1000 ár og kynna sér hvað vitað er um þjóðfé- lagið á dögum frumkristni og hvað fræðimenn segja um margbrotna persónu Jesú og per- sónuleg samskipti hans við samferðafólkið, um manninn Jesú. Já, hvað hugsuðu menn fyrir 2000 árum? Hvað höfðu menn fyrir stafni? Tveer bækur í grein þessari vek ég athygli á tveimur bókum um þessi efni. Önnur bókin fjallar um umhverfið, þjóðfélagið sem Jesús tilheyrði, og hin um tiltekna mannlega hlið Jesú sjálfs, samskipti hans við samferðamenn og aðferðir í samræðum við fylgjendur og andstæðinga. Hin fyrri er þýdd af sr. Jakobi Jónssyni, dr. theol., og heitir „Daglegt líf á dögum Krists“, gefín út af bókaútgáfunni Emi og Örlygi árið 1977. Höfundur bókarinnar er dr. A.C. Bouquet og hlaut þessi alþýðlega og stórfróð- lega bók lof víða um lönd. Hin bókin heitir „Kímni og skop í Nýja Testamentinu" og kom út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs árið 1990. Höfundur er dr. Jakob Jónsson og lýsir hann í bókinni rann- sóknarefni sínu um áratugi, sem hann hafði þó að mestu fjallað um í bókum á erlendum tungumálum. Síðasta ritgerð hans um þetta efni var grein í alfræðibókinni „The Oxford Companion to the Bible“, sem kom út hjá Ox- 4 ford University Press árið 1993, og heitir greinin „Irony and Humor". Báðar þessar bækur eiga erindi til skóla og almennings einmitt um þessar mundir þegar fagnað er 1000 ára kristni í landinu og upphafi kristni fyrir hartnær 2000 árum. Grípum nú niður í bækurnar á stöku stað. Daglegt Iff á dögum Krists I bókinni er sagt frá hversdagslífínu í Mið- jarðarhafslöndum, einkum Palestínu, á dögum Nýja testamentisins. Kafli er um verklega menningu, húsbyggingar, vatnsveitukerfí, bað- stöðvar, frárennsli og heilbrigðishætti. Enn- fremur er skemmtilega greint frá nauðsynleg- um hlutum daglega lífsins, ljósatækjum, leir- vörum, búsáhöldum, klæðnaði og greint er frá máltíðum og matvælum. Annar kafli fjallar um sveitalífið og enn annar um vegi og samgöng- ur. Lýst er bréfritun, bókagerð og bókasöfnum og fréttaþjónustu þessara tíma. Þá er mjög fróðlegur kafli um viðsldpti, verslun og iðnað, mál og vog og tímatal. Ýmsum kann að koma á óvart að skipuleg skömmtun og matvælaeftirlit tíðkaðist stundum og þá er sagt í bókinni frá peningum, bönkum og almennum verslunar- háttum. Fjallað er í stuttu máli en greinargóðu um iðnaðarmannafélög, uppboð, dómstóla, réttarfar og hegningar. Fjölbreytni mannlegrar tilveru birtist þá sem nú í fjölskyldulífi, fæðingum, uppeldi, hjú- skap, vinnu, hrömun og dauða. Állt krefst sinna siða. Þá fjalla kaflar um þrælahald, kennslumál, hugvísindi og raunvísindi fyrstu aldar, lækn- ingar og véltækni. Skemmtanir og dægrastytt- ing skipuðu sinn sess í þjóðlífinu, opinberir sjónleikir voru settir á svið, skylmingamenn vöktu athygli og dálítil lýsing er á leikjum bamanna. Síðast en ekki síst er í bókinni sagt frá Jer- úsalem, borginni og musterinu. Einnig er lýst páskahátíðinni, svo og trúarbrögðum í heims- veldi Rómverja á dögum Krists og ríkjandi hugsunarhætti. Verkleg menning Við vitnum í bókina: Hvemig vom hús þess fólks sem getið er um í Nýja testamentinu? Fátæklingar bjuggu vafalaust í mjög lélegum kofum, sem ekld er mildð eftir af, og því getum við aðeins giskað á, hvemig þeir hafa verið. Efnaða fólkið bjó í traustbyggðari húsum, ann- að hvort úr múrsteinum, steini eða brenndum leir, og var hann þó ekki eins gott byggingar- efni og hitt. Allt tréverk er fyrir löngu horfíð og það, sem sagt er um leirkofa í Biblíunni, sýnir og sannar að þeir stóðust hvorki miklar rigningar né sterka storma. Öryggi íbúanna var heldur ekki mikið, því að innbrotsþjófar gátu brotist inn í gegnum vegginn og stolið af húsmununum. Lítil steinhús voru í rauninni betri. Steinlímið var lélegt kalk sem varð mjúkt eins og sápa í stórrigningum og vitað er að heil þorp í Palestínu urðu að engu í óveðri einnar nætur. Bestu húsin voru þau sem gerð vom úr traustum, ferhymdum steinum. Skófatnaðwr Bændur og sveitamenn virðast hafa gengið í skóm sem nefndir vom „crepida" og vom eins konar millistig milli stígvéla og venjulegra sandala. Sólamir vom þungir og jámnegldir. Yfirleðrið þakti ekki fótinn en hlífði þó meira en venjulegir sandalar. Þá er ekki úr vegi að minnast á hinar ýmsu tegundir skófatnaðar sem notaðar vora á leiksviði. í harmleikjunum vora notuð stór stígvél, „cothurnus", með þykkum botni og háum hælum til að gera leik- HERSETIÐ land. Daglegt líf í landinu helga á dögum Krists hefur mótast af valdstjórn og miskunnarleysi rómverska hersins. Uppfræðslan ÍBÚAÐRHÚS í Palestínu. Tröppur liggja upp á flatt þakið. Margir era þeirrar skoðunar að engir skólar hafí verið til á Krists dögum og alþýðufræðsla hafi í rauninni ekki verið til fyrr en á 19. öld. Ekkert er fjær sanni. Reglubundin barna- fræðsla er ævaforn. Þúsund ár- um fyrir Krists burð voru skólar í Mesópotamíu. Þeir hafa fundist við uppgröft og vora bekkir handa nemendunum. í Egypta- landi hafa fundist heimildir frá svipuðum tíma og af papyrusslitram hefir verið hægt að fá vit- neskju um tilhögun þeirra. Á dögum Nýja testamentisins var fræðsla æskulýðsins á háu stigi, þó að kennsluaðferðir væru mismunandi hjá hinum ýmsu þjóðum. Sumum vekur það undrun að í öllum bæjum (Palestínu), að minnsta kosti, vora öll börn skólaskyld sex ára og eldri. En það var ekki nóg. Börn í Gyðinga- landi vora frá frambernsku alin upp í alveg sérstöku andrúmslofti. Með umskurninni var baminu veitt viðtaka í söfnuðinn. Móðirin veitti smábörnunum framatriði þekkingarinnar og allt umhverfís sig á heimilinu sá bamið gerast alls konar lærdómsríkar athafnir með trúar- legri' merkingu, löngu áður en það kunni að lesa. Fjöldinn allur af siðvenjum stóð t.d. í sambandi við hvíldardagshaldið og hinar ýmsu hátíðir, einkum páskana. Bömin fengu einnig fræðslu um kafla úr ritningunni (þ.e. Gamla testamentinu). Suma sálmana urðu þau að læra utan bókar (þ.e. Davíðssálma). En 5-6 ára gömul skyldu þau byrja í skólanum. í hinu gyð- inglega riti, Talmud, er sagt að það sé ekki lög- um samkvæmt að búa þar sem ekki sé skóli. Við látum þessar endursagnir nægja úr bók- inni um daglegt líf á dögum Krists, en margar teiknimyndir af fólki í lífi og starfí prýða hina rúmlega 200 blaðsíðna bók. En gluggum nú í fyrmefnda bók um kímni og skop í Nýja Testa- mentinu eftir dr. Jakob Jónsson. með skóna undir hendinni. Þegar menn ætluðu að kveðja húsráð- andann og fara heim, var venju- lega komist svo að orði, að mál væri „að biðja um sandalana sína“ eins og menn á 19. öld báðu um að fá vagn sinn eða kerra. SÉRA Jakob Jónsson. Hann þýddi bók A.C.Bouquets, Dagiegt Iff á dögum Krists, og sjálfur skrifaði hann bók um kímni og skop í Nýja Testamentinu. arann stærri vexti og tilkomumeiri að vallar- sýn. I gamanleikjunum bára leikararnir skó sem kallaðir vora „soccus“ og léttir í dansi. Enn fremur gengu þeir á heitum flókaskóm sem nefndir vora „udo“. Ilskórinn var að sjálfsögðu framstæðasta gerð skófatnaðar. En meðal Rómveija vora il- skór og sandalar eingöngu notaðir innan húss og að ganga í þeim utan húss var talið kvenlegt nema þá helst uppi í sveit. Þó var fullkomlega sómasamlegt að hafa þá á fótum er farið var í veislur. Þegar menn lögðust við borðið kom hús- bóndinn eða þjónn gestsins sjálfs og færði hann úr skónum, svo að honum gæti liðið nota- lega. Þeir sem áttu farartæki svo sem „cisium" eða burðarstól, bragðu ilskónum á sig áður en lagt var af stað. En sá sem ekki hafði ráð á slíkum munaði, gekk í stígvélum til veislunnar Kfmni og skop I fyrstu köflum bókarinnar skilgreinir höf- undur kímni og skop og fjallar síðan um trú- ræna kímni, ennfremur gríska og rómverska kímni áður en hann snýr sér að bókmenntum gyðinga, hinu gamalkunna Gamla testamenti og Talmud og Midras sem okkur Islendingum er minna kunnugt um. I meginköflum er lýst dæmum um skop og kímni í guðspjöllunum, annars vegar í samstofna guðspjöllunum þremur og hins vegar Jóhannesarguðspjalli. Ónnur rit Nýja testamentisins era rædd og síðast en ekki síst er sinn hvor kafli um Jesú og Pál postula. I upphafí kaflans um kímni Jesú kemst höf- undur svo að orði: Þegar að því kemur að skilja kímni Nýja testamentisins, munu lesendur 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 19. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.