Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 2
MIKILVÆG TÓNVERK í RÉTTRI TÍMARÖÐ í UPPHAFI 43. starfsárs Kammermús- íkklúbbsins leikur Cuvilliés-kvartettinn frá Miinchen í Bústaðakirkju annað kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20.30. Kvartettinn er skipaður Florian Sonnleitner, 1. fiðla, Aldo Volpini, 2. fíðla, Roland Metzger, lágfiðla og Peter Wöp- ke, knéfíðla. Kvartettinn flytur Strengjakvartett í B-dúr, op. 33,4 eftir Joseph Haydn, Strengjakvartett í G-dúr, K. 387 eftir W.A. Mozart og Strengja- kvartett í Es-dúr, op. 74 eftir Ludvig van Beet- hoven. Um efnisskrána segir m.a. í fréttatilkynn- ingu: „Kammertónlist á sér langan aldur. Það af henni, sem við höfum um hönd á 20. öld, er einkumm samið á 18. og 19. öld í Mið-Evrópu. Þeir, sem þar lögðu mest til, voru Haydn, Moz- art og Beethoven. Þeir voru samtímamenn. Haydn var elstur og langlífastur, frægasta tón- skáld á sinni tíð. Mozart mestur snillingur, varð skammlífastur, en Beethoven, hinn yngsti, var áhrifamestur. Þegar þessir menn voru allir, voru komin tímamót. Rómantíska stefnan var að taka við af þeirri klassísku. Reynt er að bregða ljósi yfir þessa þróun með því að flytja mikilvæg tónverk í réttri tímaröð.“ Kvartettinn heldur tónleika í Safnðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 23. september kl. 20.30. Cuvilliés-kvartettinn flytur kammerverk eftir Haydn, Mozart og Beethoven í Bústaðakirkju annað kvöld. Morgunblaðið/Þorkell Ljósmyndasýningin undirbúin; Guðmundur Ingólfsson, Spessi, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ívar Brynjólfsson og Einar Falur Ingólfsson. Fimm Ijósmyndarar GLUGGALANDSLAG, smálönd, uppstillingar, söguleg ljósmyndun og sitthvað fleira verður á sýningu á ljósmyndaverkum sem opnuð verður í dag, laugardag, kl. 16 í nýjum sal félagsins ís- lensk grafík í Tiyggvagötu 17 (hafnarmegin). Þeir sem sýna verk sín eru Einar Falur Ing- ólfsson, Guðmundur Ingólfsson, ívar Brynj- ólfsson, Spessi og Þorbjörg Þorvaldsdóttir. Öll sýna þau ljósmyndir sem ekki hafa verið sýnd- ar áður í Reykjavík. Þetta er önnur sýningin í sýningarsalnum, sú fyrsta var á grafíkverkum Braga Ásgeirs- sonar. Salnum er ætlað að vera vettvangur fyr- ir verk unnin á pappír; grafík, teikningar og ljósmyndir. Sýningin er opin fimmtudag-sunnudags kl. 14-16 og stendur til 10. október. Sigfús enn og aftur TÓNLEIKAR í minningu Sigfúsar Halldórs- sonar í Salnum í Kópavogi verða endurteknir í sjötta og sjöunda sinn, mánudagskvöldið 27. og fímmtudaginn 30. september kl. 20.30 Það eru þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Jónas Ingimundarson sem flytja ýmsar af þekktustu perlum Sigfúsar en auk þess leika þau og syngja ýmis atriði úr söng- leikjum eftir Andrew Lloyd-Webber, Jerome Kern, Leonard Bernstein, Jerry Herman og George Gershwin. Þremenningarnir leggja einnig land undir fót og verða í Gunnarshólma í Austur- Landeyjum þann 19. september kl. 16, 23. september á Akranesi kl. 20.30 og á Egil- stöðum 26. september, einnig kl. 20.30. SKOPAR TIL SÖLU STARFSMAÐUR Christies-uppboðsfyrir- tækisins í London sýnir siðasta eintakið af skóparsmálverkum Vincents Van Goghs sem enn er í einkaeigu. Þetta tiltekna verk verður selt á uppboði í desember og er reiknað með að söluverðið verði um 1,6 milljónir punda, eða um 180 milljónir ísl. króna. MENNING/ IISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Yfirlitssýn. á verkum Ásmundar Sveinss. Galleri@hlemmur.is. Þverholti 5 Þóra Þórisdóttir og Valgerður Guðlaugs- dóttir. Til 27. sept. Gallerí Stöðlakot Kolbrún Sveinsdóttir Kjarval. Til 3. okt. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Afmælissýning Textílfélagsins. Til 19. sept. Hafnarborg Eiríkur Smith. Til 27. sept. Hallgrímskirkja Jón Axel Björnsson. Til 28. nóv. Byggðasafn Eyrarbakka, Húsið Klæðið fljúgandi. Til 31. okt. i8, Ingólfsstræti 8 Kristján Guðmundsson. Til 10. okt. Islensk grafík, Hafnarhúsinu Sýning á ljósmyndaverkum Einars Fals Ingólfssonar, Guðmundar Ingólfssonar, Ivars Brynjólfssonar, Spessa og Þorbjarg- ar Þorvaldsdóttur. Til 10. okt. Kjarvalsstaðir Hafsteinn Austmann. Borgarhluti verður til. Patrick Huse. Til 24. okt. Listasafn ASÍ Ásmundarsalur og Gryfja: Daði Guð- björnsson. Arinstofa: Sýnishorn verka úr eigu safnsins. Til 3. okt. Listasafn Akureyrar Hlynur Hallsson og Makoto Aida. Til 7. okt. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardag og sunnudag frá kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Listasafn íslands Helgi Þorgils Friðjónsson og tvær sýning- ar á verkum úr eigu safnsins. Til 28. nóv. Listahornið, Akranesi Steinunn Guðmundsdóttir. Til 20. sept. Ljósmyndasafn Rvíkur, Borgartúni 1 Tore H. Rpyneland. Til 26. sept. Mokkakaffi Ljósmyndas. Rúnars Gunnarss. Til 1. okt. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sumarsýningin Spor í sandinn. Norræna húsið Anddyri: Einar Vigfússon, Útskornir fugl- ar. Til 21. sept. Nýlistasafnið Samsýning_ sjö listamanna frá Austurríki og sex frá íslandi. Til 19. sept. Safnhúsið, Borgarfirði Helga Magnúsdóttir. Til 19. sept. Sjóminjasafn íslands, Vesturg. 8, Hafnarf. Fiskurinn í list Sveins Björnss. Til 15. okt. Slunkaríki, Isafírði Færeysk myndlist: Aase Bomler Olsen. Til 25. sept. Stofnun Árna Magnúss., Árnag. v. Suðurg. Handritasýning opin þriðjudag-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí. Þjóðarbókhlaðan List Inúita, Til 4. nóv. TONLIST Laugardagur Norrænir orgeldagar í Hallgrímskirkju: Per Fridtjov Bonsaksen leikur í hádeginu og í kvöld leikur Hans-Ola Ericson Bókina um heilagt sakramenti eftir Messiaen. Sunnudagur Orgelvígslur í Langholtskirkju og Nes- kirkju. Sjá dagskrár í sunnudagsblaðinu. Víðistaðakitkja: Björg Þórhallsdóttir og Daníel Þorsteinsson - ljóðatónleikar. Kl. 17 Bústaðakirkja: Cuvilliés-kvartettinn. Kl. 20.30. Þriöjudagur Salurinn, Kópavogi: Einar Kristján Ein- arsson gítarleikari. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Abel Snorko býr einn, laug. 18., fös. 24. sept. Tveir tvöfaldir, laug. 25. sept. Borgarleikhúsið Litla hryllingsbúðin, lau. 18., fös. 24. sept. Sex í sveit, sun. 26. sept. Pétur Pan, sun. 19., sun. 26. sept. Islenska óperan Hellisbúinn, lau. 18., fím. 23., fös. 24. sept. Iðnó Rommý, laug. 25. sept. Loftkastalinn SOS-kabarett, lau. 25. sept. Hattur og Fattur, sun. 19., sun. 26. sept. Rent, laug. 18., fös. 24. sept. Kaffileikhúsið Ævintýrið um ástina, sun. 19. sept. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgun- blaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.