Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 12
andi á okkur með opinn munn og hálflokuð augu. Við erum að koma ofan af hálendinu, sagði Aðalsteinn. Af hverju ferðu aldrei með okkur? spurðu veiðimennimir. Hann svaraði um leið og hann horfði til heiða, Eg fer aldrei á öræfi nema með höfð- ingjum. Það var eins og skógur dauðans yxi úr hlað- inu, nú hafði hann fellt laufið. Það var komið fram í september og heiðagæsin á Eyjabökk- um tekin til vængja sinna. Við vorum í sárum, ekki hún, við og spyrjandi hausamir í skógi dauðans á hlaðinu þar sem jörð fylgir mórauðu vatni að vökulu auga hafsins. Og ég hugsaði um skóginn í vinalegum hlíðunum, hvemig hann vex úr lyngheitri jörð og ilmar af fallandi septemberlaufi. Og einnig skóg dauðans á hlaðinu, ilmlausan skóginn sem óx eins og greinar á tré úr mjúku holdi dýrsins, sem ber jörðinni vitni þegar skógurinn rásar um holt og mýrar og leitar sér skjóls í geld- fuglafaðmi Snæfells. Og nú var hann kyrr á hlaðinu og horfði á okkur brostnum, spyrjandi augum, eins og hann vildi segja: Af hverju eru þið ekki með horn? Og augu mín hvörfluðu til fjalla þar sem fálkinn er önnum kafinn að sjá sér farborða. Eins og við, skógræktarmennirnir. 4. Við Snæfell Gnæfir bergnuminn við auðn og lágan gróður risinn hvítur fyrir hærum oghorfir yfir gæsabyggðina óttast ekkert allra sízt fuglahræður. 5. A leiðinni yfir Möðradalsöræfi, þar sem moldrokið sveiflast í skýstrókum langt í suðri, er ég að hugsa um mennina sem ganga á Snæfell og sjást ekki á þessum úfna risa, hugsa um mennina sem skríða upp eftir skrið- unum eins og lús upp á úfinn koll þessa þög- ula risa sem segir allt af öræfum án orðs, án hreyfinga; er að hugsa um smæð mannsins í þessari skriðbláu þögn öræfanna, hugsa um fuglahræðuna sem skríður óséð að fálka og dýri, hugsa um drottninguna þar sem hún hefur lagt yfir sig gagnsæja moldarslæðu og bíður þess að Kári beri hana á hvítum, ósýni- legum höndum inní heiðríkjuna. Og líkaböng kallar til messu í Möðradal. 6. Og nú sit ég og horfi um öxl; horfi á heiðina í huga mínum, horfi upp eftir fjallinu sem nú er búið að setja upp sjóhatt í norðanáttinni, horfi yfir fljótið þar sem hreindýrin hlusta á lyktina í vindinum, sé heiðagæsina fyrir mér og brosi að frásögninni í blaðinu sem bíður okkar í forstofunni við lúgugatið: Menn urðu þess varir að gæsimar söfnuðust saman undir glugga á sunnudagsmorgnum og hlýddu á út- varpsmessu, það var einkum kórsöngurinn sem heillaði þær, en þegar presturinn tónaði tók ailur skarinn undir; reyndi að gera mér grein fyrir muninum á grágæs og heiðagæs og sá í huga mér léttklæddar fuglahræður, rifjaði upp fyrir mér fellistöðvamar og skrið- mjúkar steinahlíðar Nálhúshnúkanna; sá fyrir mér hvemig tröllkonan tók nál úr húsinu, þræddi og stagaði í votlendissárin þar sem hreindýrin litu upp og horfðu til okkar úr sömu augum og síðar horfðu hálflukt og brostin úr dauðum greinum hjarðskógarins: Hvers vegna eru þið ekki með hom? Og ég velti fyrir mér orðum Nietzsche um hjarðimar sem era á beit um landið og minna á græna fingur guðs, gæsahjarðir, hreindýra- hjarðir og mjólkurhvít lömb auðnarinnar, hugsaði um öll þessi dýr sem era hvorki að leita að hamingjunni né góðri framtíð, þessi dýr sem hugsa ekki um gamlar minningar, löngu gleymdar, hugsa ekki um annað en næstu tuggu við fætur þeirra og ég sá skóg- inn splundrast í smásjársikti veiðimannsins og stóran tarf í blóðí sínu, einan og yfirgefinn eins og rauðan skutbíll við veginn. Hægt hættir jörðin að hreyfa sig. Og kvísl- miklar greinar þögult vitni um deyjandi klið öræfanna. 7. ✓ I sárum Þegar auðnin safnast í skafia eins og eilin feti signær komst þú á vindsterkum vængjum heiðarinnar komst þú ég beið þín við sandfoknar auðnir sem minn a á votlendi heiðagæsarinnar, þúkemureinsoghún leggur mjúka vængi á mýramar við skolgultjökuifljótið þar sem sporðhvítir jakar falla í lónið og fjailið rís til himins einsogrisi bíð með landinu og þú kemur með hvítum sunnanþey og ég tek á móti þér tveim höndum, breytist eins og Iandið íendalaus víðemi, ung afvorgrænum fingrum sumarsins og ég finn vængi þína við hlýjan barm dýjamosans þar sem jökulmorið ryðst ígömlum farvegi ogrennur að ósi dauðans, Jökulsá á Brú við Kárahnjúka. finn hvernig himinn bíður við haf þar sem vatn mætir vatni og blóð mitt rennur inní sólarlagið, einn bíð égvið hraun ogsanda, hlusta með landinu á nýjar fjaðrir vaxa á vængi þína einn meðlandinu hlusta á fallandi fjaðrir þegar sólarlagið deyr ígrimmum vetrargreipum glitrandi ísa þegar ég bíð einn eins oggeldfugl í sárum. 8. Já, eins og Nietzsche segir, við skulum hugsa um hjarðirnar sem eru þarna á beit, þær hafa enga hugmynd um það sem var og er, þær bíta og jórtra, hreyfast eða hvílast frá morgni til kvölds, una sér við dálitla ást eða hatur, þekkja hvorki þunglyndi né vel- sæld. Og þrátt fyrir mannlegt stolt horfum við öfundaraugum á hamingju dýrsins. Vilj- um ekki lifa án vellíðanar eða þjáningar eins og dýrið. Allt til einskis því við mundum aldrei kjósa hlutskipti dýrsins, samt er okk- ur nauðugur sá einn kostur, að velja. Við gætum litið á dýrið og sagt: Hvernig get- urðu horft á mig án þess tala um hamingj- una? Dýrið langar til að svara: Af því ég gleymi alltaf hvað mig langar að segja. En það gleymir einnig þessu svari. Og maður- inn bíður og undrast. Einnig um sjálfan sig. En hann getur ekki lært að gleyma. Og hangir í því liðna. Undarlegt þetta andai-tak sem er og var og er þó ekkert. Samt fellur laufið viðstöðulaust af greinum tímans, feykist burt og kemur aft- ur og við segjum: Nú man ég - og öfundum dýrið. Ætli það valdi okkur ekki sársauka að sjá hjarðir á beit. Og ég undraðist þegar ég sá hreindýrin niður við fljótið, hvemig þau hreyfðu jökulinn, hvernig þau litu upp og fluttu skóginn nær jökulfljótinu án þess vita, horfðu í átt til okkar, horfðu til jökuls. Hlust- uðu með augunum, hlustuðu á mjúkan and- vara af skriðbröttu fjalli sem gnæfði yfir okk- ur eins og exi. Já, exi. Dauðinn og þögn hans, segir heimspekingurinn, er hið eina sem er öraggt á þessu andartaki sem var framtíð, nú fortíð. Liðið andartak eins og dauðinn. Undar- legt að við skulum helzt ekki hugsa um það sem er öruggt og bíður allra og þó, lífið bíður einnig - eins og gæsimar sem við vemdum undir drep til að veiðimenn geti skotið þær á hausti. 9. Já, dauðinn, á þessum stað er svartur sand- urinn duft dauðans og duftið fellur í skafla eins og hugsun okkar um tortímingu. Og það fýkur úr sköflunum og stráin hverfa undir ösku. En úr þessari gömlu ösku vex einhvern tíma lítið strá og svo fleiri og enn fleiri og allt verður grænt og vorlegt og allt verður kát- lega grænt undan fótspori dauðans og allt hverfur í hvítt fótspor dauðans, þetta hljóða fótatak dauðans. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.