Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 8
’g’y-1 , Efra-Langholt á fyrriparti aldarinnar, fallegur bær með gamla laginu. Teikning eftir Torfa Harðarson. ;T ] í Ljúsm. Gunnar Rúnar Ólafsson. Bærinn í Efra-Langholti 1965. Með samanburði við teikninguna af sama bæ má sjá þróunina sem orðið hafði í byggingu íbúðar- og útihúsa. Stuttur minningaþáttur eftir Guðmund Jóns- son í Hörgsholti frá árinu 1923 bregur ljósi á hugsunarháttinn þá, en líka á það að þrátt fyrir kyrrstöðuna höfðu orðið nokkrar fram- farir á síðasta fjórðungi 19. aldar: „Eftir þjóðhátíðina 1874 kom ný hvatning til sjálfstæðis og framfara með nýju stjómar- skránni sem tekið var með miklum fögnuði. Þá fóru margir úr þessari sveit til Þingvalla. Eftir þann tíma var farið að kaupa betri verkfæri. Skóflur voru notaðar í staðinn fyrir reku og saumavélar komu þá á marga bæi og pijóna- vélar á stöku stað. Þá var farið að byggja hey- hlöður með jámþaki, enda settu margir jám- þak á bæjar- og fénaðarhús. Mest var það gjört eftir miklu jarðskjálftana, sem vom seint á slætti 1896. Einnig lögðu menn í að byggja íveruhús úr timþri, því allir vissu að þau þola miklu betur jarðaskjálfta en moldarhús, enda hmndu þau víða til gmnna. Mikil furða var, hvað lítil slys urðu af því í þessari sveit. Siðir manna breyttust að mörgu leyti. Skuidir smáaukast eftir að Landsbankinn var stofnsettur 1885. Kaupgjald vinnuhjúa hækk- aði, einkum eftir að vistarbandið var leyst og lausamennska leyfð. Einnig fór í vöxt pragt og eyðslusemi, einkum í kaffinotkun. Eftir að brúin var sett á Ölfusá var farið að ferðast á vetmm með smjör og kjöt til Reykjavíkur, sem þá var í æðimiklum uppgangi, og flutti margt af ungu fóki þangað héðan úr sveitinni, einkum eftir 1882. GÍSLI SIGURÐSSON KRISTÍN BJARNADÓITIR FLÆÐAR- MÁL í Hvarmaskúr. Regnskuggi Kærkominn kjóll Ég vil ekki vakna fyrr en hún kemur og dregur frá. Hún getur það Svo varlega gerð og örugg Opnar annað augað fyrst og svo hitt Dregur frá djúpinu. Opnar allar dyr Dregur frá allt sem er þungt. Sviptir því burtu dregur nóttina frá Sest svo við eyrað, kvakar þar og hjalar sitt óskiljanlega tungumál Svo ilmandi hljóð. Svo hláturmild vera Ég vil ekki sofna fyrr en hún kemur 2 Hafið blánar og hvítnar í fjarska Marblátt fjal} nemur við önnur og lokar landinu í allar áttir nema til hafs Hún opnar útsýni við rætur fjalls Fær lánaða liti úr heiðríkjunni eins og títt er um tröll Hún kemur fjallinu á flot og horfir á það í vatninu Horfir lengi á himinbláma fjallsins ívatninu 3 Stöðuvatnið er silungsgrátt og streymir geislandi hægt að ósi Svartur sandur liðast eins og lokkur milli veiðivatns og hafs Sandhólar eru bylgjw lokksins þeir láta eins og skipalest sem lyftist upp þegar blínt er úr flæðarmálinu Hafið blánar og hvítnar 4 Marblátt fjallið fer vaxandi Það virðist sofa hjá öðrum fjöllum sem liggja í bogadregnum dvala Það sefur best ef farið er dreymandi um brúnirþess og út með því endilöngu Hár fjallsins eru ferðalangar sem eitt sinn ætluðu upp á tindinn en festu rætur og urðu að steingervingum með stefnu á Jörundarfell Fjallið lokar öllum leiðum nema meðfram sér og sjóleiðum Hún fer um rætur fjallsins á máli sem engin orð eru í. Og ég sé að hún veit hvað hún segir: Svo hnarreist og björt svo lipur og sterk Fjallið blánar og hvítnar í fjarska Höfundurinn er skóld og leikkona og býr í Gautaborg. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók Krist- ínar, Því a5 þitt er landslagiS. Utgefandi er Uglur og ormar. Högnastaðir (á hæðinni) og Grafarbæirnir. Fallegir sunnlenzkir bæir, sem nú eru horfnir og í staðinn er komið þarna þéttbýlið á Flúðum. Frá sama tíma gæti verið myndin af hest- vagnalest á leið upp eftir Hrunamannahreppi. Menn vom því vanir að teyma baggahesta í lestum, en hafa haldið lestaganginum áfram eftir að búið var að finna upp hjólið á íslandi með því að hestvagnar höfðu tekið við sem flutningatæki. Ekki verður annað séð af þess- ari mynd en flutningurinn á aftasta vagninum sé þorskhausar. Það var matvara sem menn vildu ógjaman vera án. Skemmtanalífíð var fáskrúðugt á móti því sem síðar varð, en á hveiju sumri kom fólk úr Hreppunum og öðrum nærsveitum saman á Alfaskeiði; hlustaði þar á ræður, horfði á íþróttamenn í keppni og svo var dansað á gras- flöt. Það var líka dansað á Hólakotseymm 1930 eins og mynd í bókini sýnir; nikkarinn situr á þúfu og menn era að sjálfsögðu með derhúfur. Hún er líka merkileg myndin af Guðrúnu Guðmundsdóttur í Birtingaholti sem situr með sína skotthúfu og spinnur á rokk um leið og hún segir sonarsyni sínum til í lestri. Sá er Magnús Agústsson, síðar læknir, en Guðrún var kona Helga Magnússonar í Birtingaholti. Þama er lifandi komin amman sem gjarnan gegndi tveimur hlutverkum í senn: Að vera sí- vinnandi með prjóna eða rokk og jafnframt að sjá um að ungviðið lærði að stauta. „pragt og eyðslusemi" Byrgi á Skipholtsfjalli sem talið er að Fjalla-Eyvindur hafi hlaðið. Er talið hugsanlegt að Jón bróðir hans í Skipholti hafi komið þangað mat, sem Eyvindur sótti síðan. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.